Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 21.04.1979, Blaðsíða 2
Laugardagur 21. apríl 1979 __heharnósturinn- eftir Guðjón Arngrímsson HIN VOPNLAUSA ÞJOÐ? _■/., ;• SKOTVOPN A A.M.K. FJORÐA HVERT HEIMILI I LANDINU tslendíngar státa sig I gjarnan af þvi aö vera vopnlaus þjóö. Hér er enginn her, aö sögn Bjarka Eliassonar | yfirlögregluþjöns, hefur lögreglan á isiandi I aldrei notaö byssu gegn | fólki. Þaö hlýtur eigin- lega aö vera einsdæmi. Viöast hvar f heiminum eru byssubardagar lög- reglu og misyndis- I manna næstum daglegt brauö. islenskir bó£ar eru sjaidnast vopnaöir. Þó hefur þaö komiö fyrir. Tvisvará undanförnum árum hefur til dæmis veriö brotist inn l skot- færaverslanir i Reykja- vik og skothriö hafin. i bæöi skiptin skakkaöi lögregian leikinn, en I báöum tilfelium meö táragasi. Lögreglan á reyndar aöeins sárafáar byssur og þær eru aöallega notaöar til æfinga. Skammbyssur hennar eru innan viö tiu oc r ifflaf jöldinn i samræmi viö þaö. Lögreglumenn hérlendis eru ekki meö byssur I bílum sinum, nema þeir séu i alveg sérstökum erindagjörö- um, eins og til dæmis á leiöinni aö aflifa kött eöa hund, eöa særöan fugi. En Islendingar eru þrátt fyrir þetta langt frá þvi aö vera vopnlaus þjóö. Samkvæmt upp- lýsingum Þorleifs Páls- sonar í dómsmálaráöu- neytinu eru sennilega á landinu milli 16 og 18 þúsund byssur. Þaö þýöir i stuttu máli aö þaö er byssa á um þaö bil fjóröa hverju heimili á landinu aö meöaltali. Og þetta er ekkert vopnleysi. Ný reglugerö I fyrra gekk i gildi ný reglu- gerö um skotvopn og skotfæri á landinu. Þessi reglugerö er miklum mun flóknari og ná- kvæmari en sú gamla og þegar hún hefur veriö i gildi i nokkur ár ætti aö vera komin góö skipan á þessi mál. Nú er þvi hinsvegar ckki aö heilsa. Þaö er td. ekki vitaö ná- kvæmlega hversu margar byss- ur eru á Islandi. Þaö er ekki vitaö hversu margir hafa byssuleyfi á Is- landi. Þvi siöur er vitaö hvernig skiptingin er, — hve margir rifflar eru á landinu, hve marg- ar haglabyssur eöa skamm- byssur eöa hvort hér eru jafnvel hriöskotabyssur. Heimilistæki Fram til ársins 1936 þurfti engin byssuleyfi á Islandi. Þá gátu menn keypt og selt byssur eins og hvert annaö heimilis- tæki. Reyndar má segja aö i þá daga hafi yfirleitt veriö litiö á byssur sem heimilistæki, sér- staklega til sveita. A striösárunum og allt fram til siöustu ára var siöan mjög ónákvæmt eftirlit meö byssu- innflutningi og kaupum. Þá fékk fólk sitt byssuleyfi og mátti siöan kaupa og eiga eins marg- ar byssur og þaö vildi án þess aö nokkurt eftirlit væri meö þeim. Hvergi er hægt aö fá upp- lýsingar um hve mikiö hefur veriö flutt inn af byssum fyrir áriö 1977, þegar nákvæmara eftirlit var tekiö upp. Aöur voru haglabyssur, riffl- ar og allskonar flugeldar og blysbyssur fluttar inn undir sama tollnúmeri og ekki getiö um stykkjafjölda, heldur ein- ungis um þyngd i tonnum yfir áriö. Sem dæmi um innflutning- inn má þó nefna að 1977 komu hingaö 544 haglabyssur og 301 riffill. Ekki er getiö um f jöldann á skammbyssunum i tollskýrsl- um, en á árinu voru fluttar inn núll komma núll eitthvað tonn af skammbyssum. A siðasta ári, 1978, voru haglabyssurnar 156 og rifflarnir 332. Eftir aö byssurnar eru komn- ar hingað i verslanir er ekkierf- itl aö komast yfir þær. Kaup- andinn borgar aöeins inná byss- una sem hann ágirnist i verslun- inni, fer svo niöur á lögreglu- stöö, nær sér i byssuleyfi og sækir siðan byssuna útá leyfið og afganginn af veröinu. Hvernig fá menn byssu- leyfi? Byssuleyfi geta flestallir fengið. Fólk þarf aö visu aö vera 20 ára eða meira, það þarf aö hafa hreint sakavottorð vera andlega heilbrigt og samkvæmt nýju reglunum skal lögreglu- stjóri eöa þar til kvaddur maöur kanna hæfni og kunnáttu um- sækjenda. Sé hann hæfur getur hann fengiö sér litinn riffil og litla haglabyssu. Sérstök leyfi þarf svo til aö eignast sjálfvirkar og hálfsjálf- virkar byssur og stóra riffla eöa eins og segir i reglugeröinni: „Umsækjandi sýni fram á sér- staka þörf fyrir að eiga margskota vopn”. Aö sögn Bjarka Eliassonar, yfirlögregluþjóns er þessi „sér- staka þörf” oftast veiöimennska sem menn hyggjast leggja stund á, svo sem hreindýra- veiöimenn, refaskyttur og fleiri sem leggja mikla stund á veið- ar. Byssur á tslandi eru reyndar svo til eingöngu notaöar til veiöa, en um 1000 manns stunda skotfimi sem iþrótt. 1 reglu- gerðinni er fátt um þaö hvernig nota má byssur á landinu, enda fer þaö eftir lögreglusamþykkt- um á hverjum stað. Hér i Reykjavik má t.d. ekki ganga um götur meö byssu reidda um öxl, hvaö þá aö hleypa af skoti. Reglugeröin segir llka aö eri- endir ríkisborgarar þurfi að búa i landinu i þrjú ár, áöur en unnt er aö veita þeim byssu- leyfi. Erlendir feröamenn og sendiráðsstarfsmenn sem dveijast um skamman tima hér á landi geta hinsvegar fengiö byssuleyfi ef þeir fullnægja skil- yröum islenskra laga um aö mega eiga skotvopn, — ef þeir hafa byssuleyfi i sinu heima- landi, — og ef þeir hafa 'rneð- mæli eins eöa tveggja manna og eiganda þess lands þar sem þeir hyggj'ast nota skotvopnið. Þessi siöasta grein er aö sögn Bjarka Eliassonar einkum not- uö af stórfyrirtækjum islensk- um sem gjarna bjóöa erlendum stórkúnnum I gæs. Engar skammbyssur — nema Skammbyssu má enginn eiga á Islandi — nema meö sérstöku leyfi. Þaö leyfi fá til dæmis iög- reglumenn sem þurfa að æfa sig menn úr landhelgisgæslunni, meindýraeyðar, sem þurfa þær til aö skjóta mink og ref, og dýralæknar, sem oft þurfa að aflifa dýr. Og kannski einhverj- ir aðrir, sýni þeir framá að þeir þurfi að eiga skammbyssu. Þritugasta april, — um næstu mánaðamót — rennur út fresturinn til aö endurnýja göm- ul byssuleyfi. Hjá Reykjavikur- lögreglunni hafa um 2000 leyfi veriö endurnýjuð en miklu fleiri eru eftir. Og svo þegar frestur- inn er runninn út, veröur lög- reglan að bregöa fyrir sig betri fætinum og fara að leita. Leita aö byssum og byssuleyfum og færa til endurskráningar. Það getur orðið drjúgur timi þar til öll byssueign landans er niður-| skráð. Þessi auglýsing hefur birst I dagblöðunum að undanförnu. Auglýsing um endur- skráningu skotvopnajtfg innköllun skotvopnpeyfa Athygli skal vakin á því ajrfamkvæmt lögum nr. 46 13. maí 19^^unp skotvopn, sprengiefni og skotelda, ^frg^igerö nr. 16 20. janúar 1978 um sj sbr. auglýsing nr. 44 hafa leyfi fyrir skc gildistöku nefr endurnýjunarjj) Umsókn )n og skotfæri, T8, skulu þeir sem jm útgefnum fyrir Feglugerðar, leita 1. maí 1979. /rir nefndan jreglu. fumálaráðuneytiö,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.