Helgarpósturinn - 06.07.1979, Síða 2

Helgarpósturinn - 06.07.1979, Síða 2
2 Miðvikudagur 4. júlí 1979 —helgarpásfurínrL. i i i MÚTUR - ÞAÐ FELULEIKUR” „ÞETTA VORU VAR ENGINN Það var liðkað fyrir sölu á Nigeríuskreiðinni með „umboðslaunum” sem námu röskri einni milljón dollara • Arin 1977 og 1978 seldu tslendingar skreið til Nlgeriu aö verömæti um 33 milljónir dala. Vegna sölunnar fengu skreiöarseljendur gjald- eyrisleyfi hjá Seölabankanum og islenzkum stjórnvöldum fyrir um einni milljón dala til greiöslu umboöslauna. • Helgarpósturinn hefur þaö eftir áreiöanlegum heimildum, aö engin viti m.'ö vissu hvort hér sé um aö ræöa raunverulegar umboösmanna- greiðslur. Vmsar grunsemdir hafa vaknaö I þessu sambandi. • Sumir heimildarmanna Helgarpóstsins telja, aö milljón dollararnir hafi allir fariöi mútugreiöslur til þess aö koma kaupunum á. • Hjarni V. Magnússon hjá islenzku umboössölunni hefur staöfest, aö 660 þúsund dalir hafi veriö greiddar til manns aö nafni Gazadu i Niger'u. • Hins vegar hefur Helgarpósturinn þaö eftir áreiöanlegum heimild- um. aö stór vafi leiki á þvi hvort þessi Gazadu hafi nokkru sinni komiö nálægt skreiöarviöskiptum I Nigeriu og hann sé einungis „leppur”, sem hafi veriö notaöur. Greiöslur „umboöslaunanna” hafi runniö eitt- hvaö annaö. • Þá hefur Helgarpósturinn jafnframt öruggar heimildir fyrir þvi, aö Ólafi Jóhannessyni, þáverandi viðskiptaráðherra, starfsmönnum hans og bankastjórum Útvegsbankans og Landsbankans, hafi veriö kunnugt um og raunar gerö grein fyrir þvi, ,aö þörf væri gjaldeyrisyfirfærslu upp á hundruö milljóna króna til þess beinlinis aö greiða mútur i ' Nigeriu, og þeir veitt samþykki sitt. • Núverandi viöskiptaráöherra, Svavari Gestssyni, var gerö grein fyrir þessu máli skömmu eftir aö hann tók viö embætti. Hann óskaöi eftir rannsókn, en sá sem hana átti aö annast kannast ekki viö neitt slikt. • Vafi leikur á þvi, aö tveir Islenzku skreiöarseljendanna hafi séö „umboösmanninn” a.m.k. áöur en kaupin fóru fram. Bjarni V. Magnússon segir, aö þessi maöur hafi fengiö múturnar. • Þá hefur Helgarpósturinn heimildir fyrir þvi, aö Bragi Eiriksson hjá Skreiöarsamlaginu og Magnús Friögeirsson hjá SIS hafi veriö mjög mótfallnir þeim viöskiptaháttum, sem voru viöhaföir I Nigeriu vegna umræddrar sölu. • Aöaldeilan stóö um 1% aukagreiöslu, röska 200 þúsúnd dali, til „leppsins”. Eftirköst eru þau, aö skreiöarsamlagiö og SIS muni aö lik- indum ekki standa aö samningum meö tslenzku umboössölunni aftur. Samstarfiö er sprungið. • Haft hefur veriö á oröi viö ýmsa skreiöarframleiöendur aö hækka þurfi „erlendu umboöslaunin” upp i 5% af sölu i næstu samningum. Bragi Eiriksson biður hins vegar eftir stjórnarskiptum I Nlgeriu I haust meö von um heiöarlegri viöskiptahætti. Islendingar hafa um langt ára- bil átt skreiöarviöskipti viö Nigeriumenn. begar Biafra-striöiö skall á og aö þvi loknu uröu þessi viöskipti öll mjög erfiö. Siöan hafa setið þar viö völd fjórar herforingjastjórn- ig og islenzkir skreiðarseljendur orðiö aö sæta innfiutningsbanni og hömlum ýmiss konar. Haustiö 1976 hófust lengstu samningaviöræöur viö Nigeriu- menn frá upphafi. Að sögn Braga Eirikssonar, framkvæmdastjóra Skreiöarsamlagsins, eyddi hann heilu ári af tveimur vegna samn- inga og fór alls 13 feröir til Nlgeriu. Hinir tveir fulltrúar skreiöarframleiöenda, Magnús Friögeirsson hjá sjávarafuröa- deild SÍS og Bjarni V. Magnús- son, framkvæmdastjóri lslenzku umboössölunnar, fulltrúi Samein- aöra framleiöenda, munu hafa fariöálikamargarferöir suöurtil Nigeriu. Um mitt sumar 1977 og næsta haust þurftu þessir þrir menn aö dvelja I Lagos svo vikum skipti i þvi skyni aö komast aö samning- um viöstjórnvöldlNigeriu. Þessi milli komu þeir svo heim til Islands til þess aö gera grein fyrir stööu mála, þar sem hér var mik- iö i húfi fyrir framleiöendur og Is- lenzk stjórnvöld. Auk þess fóru héöan fulltrúar frá islenzku rikisstjórninni og Siguröur Bjarnason, sendiherra. En allt kom fyrir ekki. A endanum tókst þó aö ganga frá samningum og lauk afhend- ingus.l. haust. 1 þessari lotu var um aö ræöa sölu á 115 þúsund böllum af skreiö aö verömæti um fjórir og hálfur milljaröur króna á gengi ársins 1977. Aöur haföi verið gengiö frá sölu ogafhendingu á 60 þúsundböllum af skreiö. Mútur nauðsynlegar I Bandarikjadölum er hér um aö ræöa 12 milljónir fyrir fyrri sendinguna eöa röska fjóra milljaröa króna á núverandi gengi og siöari sendingin var aö verömæti 21 milljón Bandarikja- dala eöa um 7,2 milljaröa króna á núverandi gengi, alls 33 milljónir dala. Þaö var þvi mikiö i húfi fyrir Is- lenzku seljendurna og islenzk stjórnvöld, aöNigerlumenn stæöu viö samninga og afléttu innflutn- ingsbanni, sem sett haföi veriö á. Aö þvi var þó ekki hiaupiö. I Nigeriu, eins og mörgum öðrum Afrikurikjum, þar sem herfor- ingjastjómir sitja viö völd, er þaö viötekin venja, aö greiöa þurfi mútur til áhrifamanna I stjórnar- skrifstofum, til ráöherraeöa ann- arra, eöa þá manna, sem eiga aö- gang aö þessum áhrifamönnum. Sú staöa mun hafa komiö upp, þegar Islenzku skreiöarseljend- urnir stóöu i samningaþófinu i Nígeriu. Samkvæmt áreiöanleg- um heimUdum Helgarpóstsins munu þeir Bragi Eiriksson hjá Skreiðarsamlaginu og Magnús Friögeirsson hjá SÍS hafa staðið gegn óheiöarlegum viöskipta- háttum. Einkum mun þó Magnús Friögeirsson hafa staöiö gegn þeirri leiö, sem farin var, þeirri aö greiöa mútur. Bjarni V. Magnússon hjá Islenzku umboössölunni staöfesti þetta i samtali viö Helgarpóstinn. Hann staöfesti jafnframt, aö mút- ur heföu veriö greiddar: „Þetta voru mútur. Þaö hefur aldrei veriö nein feimni meö þaö,” sagöi Bjami. „Lykilmennirnir” Gazadu og Ginsberg 1 sambandi við þessa tvo samn- inga gengu greiöslur til tveggja manna. Annar er þýzkur maöur, Dieter Ginsberg, sem er búsettur i Nfgeriu. Hann fékk um 440 þús- und dali eöa um 150 milljónir króna. Hinn er innfæddur Ni- geriumaöur, Gazadu aö nafni. Hann fékk greiddar 215 milljónir króna eöa um 660 þúsund dali. Sumir heimildarmanna Helg- arpóstsins halda þvi fram, aö i báðum tUvikum hafi veriö um .mútugreiöslur aö ræöa til þessara tveggja manna fyrir samtals röska eina milljón dala eöa 365 milljónir króna. Dieter Ginsberg sé maöur, sem hafi sambönd inn- an stjórnkerfisins i Nigerlu en Gazadu sé hins vegar „gervimaö- ur” og hann hafi aldrei nálægt skreiöarsölumálum tslendinga komiö. „Þessi maöur dúkkaöi skyndilega upp og virðist hafa komiö I staöinn fyrir Ginsberg,” sagöi einn heimildarmanna Helg- arpóstsins. Sáu þeir aldrei umboðsmanninn? Þá er þvi jafnframt haldiö fram, aö Bragi Eiriksson hjá Skreiöarsamlaginu og Magnús Friögeirsson hjá SIS, hafi aldrei séð þennan mann, þegar gengiö var frá kaupunum og hafi i raun ekki vitaö meö neinni vissu hvert hin svokölluöu umboöslaun fóru. Bjarni V. Magnússon sagöi hins vegar I samtali viö Helgarpóst- inn, að þessi Gazadu sé framá- maöur i Nigeriu. Hann hafi haft samband viö „ stjórnvöld fyrir hönd Islenzku seljendanna til þess aö fá samningana tekna upp aft- ur. „Ríkisstjórnin var i rauninni búin aö fella samningana niður,” sagöi Bjarni „og búin margsinnis aöhóta okkur þvi, aö þeir myndu ekki kaupa neitt, þó svo viö teld- um samningana i fullu gildi.” „Viö fréttum, aö rikisstjórnin keypti ekki neitt og þá var farin þessi leiö. Okkur var bent á að fara þessa leiÖ, og hafa samband viö þennan mann.” Og þá hefur þetta farið aö ganga? „Já, já. Stuttu seinna var kall- aö á okkur til viöræöna um þetta.” Meginhluti þeirra 215 milljóna, sem voru greiddar, fóru til Gazadu og greiöslur i gjaldeyri frá Islandi lagöar á bankareikn- ing i London. Bjarni slaöfesti jafnframt, aö islenzku skreiöarseljendurnir heföu greitt þessa f járhæö tD Nig- eriumannsins, sem þóknun fyrir þaö, sem hann geröi ,,og eftir þvl sem við heyrum bezt, þá hafi þaö veriö greitt til annarra.” Hvert peningarnir fóru raunverulega viröist enginn vita. Ráðherrar og bankastjórar lögðu blessun sína yfir mútugreiðslur Þegar ljóst var oröiö/aö gripá þyrfti til mútugreiöslnatilþess áÖ missa ekki Nigeriumarkaðinn var ráöamönnum hér heima gerö grein fyrir málinu. Viömælendur Helgarpóstsins hafá staðfest, aö ráöherrum og bankastjórum

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.