Helgarpósturinn - 06.07.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 06.07.1979, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 6. júlí 1979 _helgarpásturinrL. NAFN: Guðmundur J. Guðmundsson STARF: Formaður Verkamannasambandsins og starfsmaður Dagsbrúnar HEIMILI: Fremrk stekk 2 FÆDDUR: 22. janúar 1927 BIFREIÐAEIGN: Hefur afnot af Volvo 1970 ÁHUGAMÁL: Mörg en lítill timi fyrir þau „Menntamannaklíkan gerir flokkinn leidinlegri” Er verkalýðshreyfingin rekin af örfáum einstaklingum ? „Nei, það er nú rangt. 1 sjálfu sér er verkalýðshreyfingin mjög „demokratiskt” upp- byggð, en það er með hana eins og aðrar hreyfingar, að ef það er ekki virk þátttaka þá kemur náttúrlega ansi mikið starf á hendur fárra manna. Hins veg- ar er vald forystumanna verka- lýðshreyfingarinnar hér miklu minna en gerist erlendis, þvi samningsvöld og lögsaga yfir félögum Alþýðusambandsins er ekki til staöar. Hvert félag er sjálfstætt.” Er forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar stjórnað af ákveðnum stjórnmálaflokkum? „Það er bæði og. Það er sjálf- sagt svo með suma, og eflaust er hluti af þeim undir sterkum áhrifum sinna flokka. Megin- þorra þeirra myndi ég þó segja nokkuð sjálfstæðan.” • Ert þú undir áhrifum frá þin- um flokki? „Ég þyki nú rekast verr 1 flokki, eftir þvi sem ég eldist.” Nú virðist ljóst að meginþorri forystumanna verkalýðshreyf- ingarinnar kemur úr sömu stjórnmálaflokkunum. Hvers vegna er það svo? „Ég held að skýringin sé ákaflega augljós. Það eru tveir stjórnmálaflokkar, sem eru með baráttumál verkafólks á oddinum og þeir eru stofnaðir til þess að standa vörð um hags- muni þessa vinnandi fólks. Þessir flokkar eru Alþýðuflokk- ur og Alþýöubandalag.” Hvers vegna hefur þá Sjálf- stæðisflokkurinn fylgi meðal verkafólks og um leið þessi itök innan verkalýðshreyfingarinn- ar? „Það eru tvær meginástæður fyrir þvi. önnur ástæöan er, að hér eru tveir svona nokkuð jafn- sterkir verkalýðsflokkar og þeir leggja 50% af orku sinni hvor gegn öðrum. Hin ástæöan er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur horfiö frá þessari ihaldssömu stefnu, sem t.d. Ihaldsflokkarnir á Norðurlöndum hafa. Ólafi Thors tókst að sveigja hann I frjálslyndisátt, þannig að hann hætti aö snúast alfarið gegn sjálfsögðum réttindamálum verkafólks og ber nú á sér frjálslyndara yfirbragð heldur en hægri flokkar á Norðurlönd- um. Þetta verk Ölafs Thors er með meiri stjórnmálaafrekum á islandi.” Má ef til vill ætla að þú og ýmsir aörir gamiir verkalýðs- foringjar séu I raun æviráðnir? Viö ykkur verði ekki hreyft? „Ég er t.d. starfsmaöur Dagsbrúnar og aöeins ráöinn fyrir hvert kjörtimabil, þannig að ný stjórn hefur aö loknum aðalfundi fulla heimild til að láta mig fara, þvi þá er minn starfstlmi útrunninn.” Verkalýður þessa lands hefur sjaldnast verið talinn ofalinn. Barátta verkafóiks fyrir bættum kjörum hefur ekki verið hávaðalaus. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa yfirleitt haft munninn fyrir neðan nefiö og hafa veriö óhræddir viö aö nota hann. Ýmsum finnst á hinn bóginn að völd verkalýðshreyfingarinnar séu allt of mikil. Foringjar verkafólks noti sér hreyfinguna til framdráttar i pólitisku metorðaklifri. Þá sé aðalvopni verka- lýðsins — verkfallsréttinum — beitt of oft án umhugsunar. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands tslands hefur stundum verið talinn guðfaðir núverandi rikisstjórnar. Hann hafi boriö klæði á vopnin þegar vopnaskakið innan rikisstjórnarinnar hafi gengiðúr hömlu fram. Hann er taiinn valdameirien margan gruni. Guðmundur Jaki eins og hann er titt nefndur, situr fyrir svörum I Yfirheyrslu Helgarpóstsins. Hvað ertu búinn að starfa lengi hjá Dagsbrún? „Ég er búinn að vera I 25 ár.” Svo er þá ekki ljóst að þrátt fyrir heimiid stjórnar til að láta þig fara, þá virðist vera um eins konar æviráðningu á þér að ræöa? „Ja.” Myndir þú t.d. taka þvi þegj- andi og hljóðalaust ef nýkjörin stjórn Dagsbrúnar myndi segja þér upp störfum eftir þetta 25 ára starf. Myndir þú hætta störfum umyrðalaust? „Það er alveg skilyrt að starfsmaöur er aöeins ráðinn til eins kjörtimabils stjórnar i senn, sem er eitt ár. Nú, þegar ég hóf störf hjá Dagsbrún var ég ekki með neitt prógram um ævi- ráðningu." Og þú ert ekki með æviráðn- ingarprógram i huganum i dag? „Nei. Ég er ekki frá þvi að Maóisminn hafi dálitið fyrir sér i þvi, að menn ættu að vinna i viökomandi störfum eins og þriðja hvert ár. Það ætti að vera þaö breið forysta að menn ættu að skiptast á um að gegna þess- um störfum.” Hvað er langt siöan þú hefur unniö almenna verkamanna- vinnu? „Nú, siðan ég kom á Dags- brún hef ég ekki unniö viö slikt, nema hvað ég hef jú hjálpaö kunningjum við húsbyggingar og svoleiðis nokkuð.” Má þá ekki ætla að þú sért oröinn þessi dæmigeröi kcrfis- þræll. Flibbamaður kominn langt frá umbjóðendum þinum, verkafólkinu og þeirri baráttu sem það heyir? „Um árabil var ég fyrst og fremst á vinnustöðum I starfi minu hjá Dagsbrún. Illu heilli hef ég færst mikiö inn á skrif- stofu, en hins vegar er liklegast ekki lélegri kontóristi til. A hinn bóginn var ég fyrstu 10 árin mjög mikið á vinnustööum, eins og ég nefndi, svo ég gjörþekki aðstæður og aðbúnað verka- fólks. Mitt starf er fyrst og fremst þjónusta og aðstoð við verkamenn og allan daginn meira og minna biður röö eftir manni. Verkafólk, sem þarf á aðstoð og leiðbeiningum að halda. Svoleiðis, að ég þekki þetta út og inn og ætli ég þekki ekki um það bH helming Dags- brúnarmanna með nafni.” Er verkalýðshreyfingin of valdamikil I þjóðfélaginu? „Hún er alltof valdalitil.” Getur verkalýðshreyfingin haldiö lifi i rikisstjórnum og þá jafnframt drepið þær? „Nei, þvi miður.” Er verkalýðshreyfingin afl- vaki þessarar stjórnar? „Já, að vissu leyti. Það er nú eiginlega fólkið I landinu sem lyfti þessum tveimur verkalýðs- flokkum til stærsta kosningasig- urs sem þeir hafa unnið, þannig að þá rétt vantar herslumun á að vera I meirihluta á Alþingi. Það hefur aldrei gerst áður. Ég var að vona, að þegar samstarf þessara flokka kæmist á innan þessarar rikisstjórnar með nýjum mönnum, þá tækist að jafna þann ágreining sem hefur verið með Alþýðubanda- lagi og AlþýðuflokfcMIn von var að yngri menn þessara flokka bæru gæfu til að sameinast um viss göfug baráttumál verka- lýöshreyfingarinnar og sfni eigin stefnumái . En raunin hefur ekki orðið sú. Sambúö þessara flokka hefur litið batn- að. Ég veit ekki hvort við þurf- um að ganga I gegnum nýja kynslóð til að þessir flokkar fari að taka höndum saman I bar- áttu fyrir verkafólki þessa lands" Finnur þú þetta herskáa and- rúmsloft innan þins flokks, Al- þýðubandalagsins? „Já, já ég finn það. Innan beggja flokkanna. Nú, um það hvort verkalýöshreyfingin hafi lyft þessum flokkum til valda vil ég bæta þessu viö:Það var útlit fyrir það að þessir flokkar ætl- uðu að mynda rikisstjórn án þátttöku þeirra beggja. Þá greip Verkamannasambandiö inn I og skoraði á þessa flokka að starfa saman i rikisstjórn. Það hefur eflaust haft mjög sterk áhrif. En þetta guðfeðra- tal og valdatal allt saman, sem viö Karl Steinar eigum aö hafa, er út i hött. Ég hef ekki orðið var við þessi helvltis völd. Vilja þeir þá ekki láta mig fá þau. Það er andskoti hart að vera kallaður landshöfðingi og guðfaðir og ráöa svo sáralitlu. Ég fer bara aö heimta aö fá aöráöa. Ég verö að fá aö risa undir nafni.” Viltu eftir þetta fyrsta ár rik- isstjórnarinnar halda þessari stjórn lifandi lengur? „Fyrsta ár þessarar stjórnar hefur á ýmsum sviðum valdið mér vonbrigðum. En ég vil reyna betur, þvi mig hryllir við þvi sem við tæki.” Heldur þú sem sé að verka- lýður þessa lands sé betur hald- inn I dag, en gerðist t.d. á dög- um rikisstjórnar Geirs Hall- grímssonar? „Hann er betur haldinn en var ’74 ’75 og ’76 og það er ekki minnsti vafi á þvi aö ef þessi rikisstjórn væri ekki, þá væri hann mun verrhaldinn en hann er I dag.” Er verkalýðsleiðtogum lifs- nauðsyn á tengslum við ákveð- inn stjórnmálaflokk? „Ef lifsskoðanir og stefna stjórnmálaflokka eru i samráði við baráttu verkafólks, þá er verkafólki alveg brennandi nauðsyn á að hafa veruleg itök á Alþingi og I ríkisstjórn. Og sllk- um itökum má ná I gegnum stjórnmálaflokka.” Nú er mjög gjarnan rætt um ákveðinn verkalýðsarm og svo aftur menntamannaarm innan Alþýðubandalagsins. Er þetta svo og kemur þetta niður á verkalýðsstarfi flokksins? „Þetta hefur nú aldrei verið rétt skilgreint I fjölmiðlum. Flokkurinn skiptist ekki hreint i verkalýðsarm og mennta- mannaarm. En hins vegar eru margir svona „bóhemar” og menntamenn innan Alþýðu- bandalagsins, sem eru mér ákaflega hvimleiðir.” Er þessi menntamannaarmur sterkur innan flokksins? „Hann er ekki ráðandi afl I flokknum, en þeir gera flokkinn að minu áliti leiðinlegri.” A menntamannaklikan sina futltrúa á þingi? „Nei, ekki er þaö. Akveðnir þingmenn eru veikir fyrir þess- um hópi.” En atvinnurekendavaldið, er það ekki jafn sterkt og áður? „Jú, þeir eru sterkir. Þeir standa vel saman. En ég er ekki viss um að þeir hafi styrkst.” En tekst verkalýðshreyfipg- unni nokkurn tima að ná þvi takmarki sinu, að hnekkja þessu veldi forréttindahópa og koma á launajöfnuði? „Við stöndum bara frammi fyrir þvi og á þvi hefur verka- mannasambandið hamrað, , að margt verkafólk hefur alls ekki mannsæmandi laun. Ef til dæm- is verkafólk með 200 þúsund króna mánaðarlaun fær ein- hver réttindi, einhverja réttar- bót, þá heimta sérfræðingarnir I prósentuvis þaö sama og plús eitthvað fyrir sig. Þessi þróun bætist við baráttuna við at- vinnurekendavaldið og pen- ingavaldið. Ég er ansi hræddur um að þessi sérhyggja og þetta sérfræðingavald eigi eftir að verða erfiður þröskuldur i vegi fyrir launajöfnuði.” Þröskuldunum fjölgar sem sé. Fleiri Ijón eru nú i veginum en áður i átt til launajafnaðar. „Já, það er breytingin á þjóð- félaginu sem hefur kallaö á þetta ástand.” Ertu byltingarsinni? „Menn eru farnir að deila um hvað sé bylting. Ég held að valdataka með ofbeldi eigi eng- an grundvöll I þjóðfélaginu. Til að slikur grundvöllur skapist þá þarf ákveðiö þjóöfélagslegt ástand. Atvinnuleysi og skort. Ég er á móti atvinnuleysi og skorti. Ætli ég sé þá ekki á móti byltingu.” Er islenskt verkafólk stétt- vist? „Já, það er nú nokkuö stétt- víst. En það er ekki nógu brenn- andi og virkt I baráttunni. Hætta verkalýðsfélaga er að hluta til fólgin i þvl að menn fari að borga félagsgjöld, eins og þeir séu að borga til gjaldheimtunn- ar. Og að verkalýðsfélögin séu stofnun i þeirra huga. En verka- lýðsfélag á aö vera meira en hús og simi.” Hugsar þú hátt i stjórnmál- um? „Nei, andskoti hvað ég hef eitthvaðhugsaö lltið um frama I stjórnmálum.” Hefur þér boðist frami á þeim vettvangi? „Ekki hefur nú verið mikið um það, en ég hef ákaflega litið borið mig eftir honum. Og ég sef alveg fyrir framaleysi.” Nú er það skoðun ýmissa and- stæðinga þinna að þú taiir hátt og mikið og segir oft meira en þú getir staðið við. Ertu hróp- andinn frekar en framkvæmda- maðurinn? „Minn vinnudagur er langur og strangur. Kannski tekur maður stundum of mikið upp I sig, er þá kannski full bjart- sýnn. Ég er ákaflega rólyndur maður að eðlisfari og skipti sjaldan skapi. En það er ekki mitt að dæma um þetta. Ég, hrópandinn? Nei, ég vil bara ekki viðurkenna það.” Berðu þá von i brjósti og býstu við þvi að auðlegðarhlutföll I þjóðfélaginu breytist einhvern tima alþýðunni i hag? „Já, ég á skilyrðislaust von á þvi. En það verður harðsnúin barátta. Vegna þess aö margir þeir sem segjast elska verka- lýöinn mest, vilja ekki láta hann fá krónu nema þeir fái jafn- framt túkall.” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.