Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 2
2' Föstudagur 13. júlí 1979 —helgarpústurinru Nokkrum sinnum á ári lendir hér á landi einkaþota forstjóra Pepsi- cola verksmiöjanna i Bandarlkjunum. Þá er hann aö fara í lax. Þessi forstjóri Pepsi-coia leigir eina gjöfuiustu laxveiöiá landsins , Laxá f Dölum, fyrir 26 milljónir á ári. En hann er ekki eini stórlaxinn, sem lendir hér á sinni einkaþotu i þeim erindagjörðum aö draga lax. Þeir voru um 500 útlendingarnir — þó ekki allir á einkaþotum — sem hingað komu i laxveiðiferð i fyrra og iangflestar voru þaö 1. flokks ár, sem þeir veiddu i. Attu útlendingarnir 5442 veiöidaga i 20 bestu laxveiðiám landsins, en islendingar áttu þar 8.301 dag.Það er því ljóst aö útlendir laxveiöimenn eru mjög stórtækir viö laxveiöarnar hér á landi. Nokkrar deilur hafa veriö hér á landium þessa ásókn útlendinga i islenskar laxveiöiár. Hafa þessi mál til aö mynda verið rædd á Al- þingi og urðu þar miklar umræö- ur og deilur. Landssamband stangaveiöifélaga hafa skorað á yfirvöld að vera á varöbergi gegn útlendingum i islenskum lax- veiöiám og ýmsir standa i þeirri meiningu að há veiðigjöld i' bestu ám, séu tilkomin vegna yfirboða erlendra auðmanna og að þessir auðugu útlendingar geri það að verkum að hinn venjulegi stang- veiðimaður hafi ekki efni eða tækifæri á veiðum i gjöfulustu laxveiðiánum. Þessar gagnrýnisraddir hafa farið hátt og viða undanfarin ár og eflaust fyrir þeirra tilverknað skipaði landbúnaðarráðherra neftid í janúar siðastliðnum, sem átti að „kanna aðstöðu islenskra stangaveiðimanna til að fá að- gang að laxveiðiám i landinu og hvort veiðileiga og veiðiafnot er- lendra manna hérálandieru þess eðlis að innlendir veiöimenn fái þannaðgangað veiðiám landsins, sem eðlilegt má telja.” Reykviskir einstakling- ar eiga stóran hlut í sumum ám En það er rétt að byrja á byrj- uninni, þ.e. hverjir ráða yfir ánum og leigjaþær út i upphafi. Það eru landeigendur, eða veiði- réttareigendur svokallaðir. Þess- ir aðilar verða samkvæmt lögum að stofna með sér veiðifélög, sem siðani sameiningu taka ákvöröun um á hvern hátt viðkomandi á skuli nýtt. í sumum tilvikum sjá veiðifélögin sjálf um að leig ja ána til stangveiðimanna, en oftar eru þó árnar leigðar i heilu lagi tii leigutaka, þá i eitttilþriggja ára i senn. (Þegar rætt er um eitt ár, þá er átt við veiðitimabil, sem er mismunandi langt. Oftast frá miðjum júni fram i september.) Arður veiðiréttareigenda er mjög mismunandi. Sumir eiga aðeins litinn hluta árinnar og fá aðeins 1% arösins, en aðrir hirða 20% arðsins. Ef teknar eru 10 bestu laxveiði- ár landsins og eignarréttur að þeim er skoðaður kemur ýmislegt fróölegt i' ljós. Það eru 280 veiði- réttareigendur að þessum 10 ám. 153eigendur eiga m jög litinn hlut, eða frá 0.01-2,5%, eða samtals 19% af arðinum. 72 einstaklingar fá 2,5-5%, sem er 25% af arðinum. 36 aðilar eiga 5-10% sem gerir samtals 25,2%, en 19 einstakling- ar frá 10% af arði eða um 30,5% Það má s já af þessum tölum að þaðeraðeins 19 mannahópur sem hirðir rúmlega 30% arðsins af þessum 10 bestu ám. 1 þessum hópi munu vera nokkrir Reykj- vikingar, sem hafa keypt upp jarðir við helstu laxveiðiár lands- ins. Er þá um að ræða umsvifa- mikla fjármálamenn sem hafa keypt þessar hlunnindajarðir, ekki til að búa á þeim, heldur að- eins til að nýta veiðiréttinn. Svo haldið sé áfram með „stór- laxana”, þ.e. þá sem hirða stærstan hluta arðsins, þá má nefna það sem dæmi að það eru 3 aðilar sem fá I sinar hendur 40% arðsins af Norðurá i Borgarfirði, 3einstaklingar með 62% af arðin- um i Laxá i Kjós og I Hitará eru það 2 menn, sem eiga 42% árinn- ar. Nafntogaðir fjármála- menn með mikil umsvif En frá veiðiréttareigendum og til þeirra aðila sem leigja árnar sumarlangt eða til nokkurra ára. Isumum tilvikum, eins og I Laxá i Dolum, hluta Þverár og i Haukadalsá hafa útlendingar tryggt sér veiðiréttinn i allt sum- ar og tslendingar komast þar ekki að. t öðrum tilvikum eru það fjár- sterkir aðilar, aðallega héðan af Reykjavikursvæöinu sem hafa tekið árnar á leigu og leigja siðan frásér aftur,þá tilskammstíma i senn, að öllum likindum i hagnað- arskyni. Útlendingar eru stór hluti þeirra sem leigutakar selja veiðileyfi og er þvi talsvert gjald- eyrisstreymi til þessara leigu- taka. 1 þriðjalagi eru það veiðifélög- in sjálf, eða félag veiðiréttareig- enda, sem selja stangir I viðkom- andi ár, i stuttan tlma i senn. Allt frá einum degi upp i eina viku. Hér skulu tiundaðar 19 bestu laxveiðiár landsins og nefndir þeir aðilar sem með þær hafa að gera i sumar. 1. Laxá í Kjós. Leigutaki, Páll Jónsson forstjóri Polaris og umboðsmaður Pan American hér á landi, ásamt fleirum. HIRBA KIR GRðDAHN? Ýmsar spurningar vakna i hugum manna þegar fjársterkir aðilar leigja heilu laxveiðiárnar sumar eftir sumar og endurleigja siðan til útlendinga eða ' annarra. Er þetta rakinn gróðavegur? Helgarpóst- urinn hafði samband við nokkra landskunna at- hafnamenn sem hafa leigt laxveiðiár með þessum hætti og leitaði eftir upplýsingum um þessi iaxveiði- mál almennt, upphæðir sem væru i spilinu, gjald- eyrisspursmálið og útlendingaveiðar. Þá var einnig haft samband við einn aðila veiðifé- lags Laxár i Dalasýslu, en það er eina áin á landinu, eftir þvi sem komist verður næst, sem leigð er al- farið til útlendinga. ,,Ég gef það ekki upp” ,,Ég gef þaö ekki upp hvað viö leigjum ána á frá veiðifélagi landeiganda,” sagði Óttar Yngvason lögfræöingur, umboðs- maður leigutaka Haffjarðarár. — Hverjar eru brúttótekjur ykkar af endurleigu? ,,Ég gef það heldur ekki upp. Þær tölur sem þarna um ræöir skipta tugum milljóna. En hvort einhver ágóði er og hvað hann er þá mikill — það segi ég ekki.” 1 Haffjarðará eru 5 stangir leyfðar og við spurðum Ottar að þvi hvað dagurinn með eina stöng kostaði: „Ég gef það ekki upp,” var svariö. Blaðamaður kvaðst þá spyrja sem stangveiðiáhugamaður og sagöist vera aö hugleiða þann möguíeifca að léigjf. dag I ánni siöar I sumar. „Ja.þaðernúer.ginstönglaus i sumar. En dagurinn kostar þetta frá 50 þúsund krónum, en það er misjafnt verðið á þessu. Það er spursmál um það hve mikil þjón- usta fylgir i það og það skiptið.” Nú voru veiðidagar útlendinga i ánni 270, en dagar íslendinga að- eins 85. Hvers vegna þetta útlend- ingastreymi? ,Éghefekkihugmynd um það.” Borga útlendingarnir betur? „Það held ég ekki.’ Eru gerð full skil á þeim gjald- eyri sem til ykkar kemur? „Já.” Og engin undantekning frá þeirri reglu? „Það hefur enginn áhuga á sliku.” ,,Ekki stórgróðafyrir- tæld” 6g vil ógjarna vera aö aug- lýsa^neinar töiur í þessu sam- bandi, hvorki hvað ég og min- ir félagar leigjum ána á frá veiðifélaginu né heldur hver út- leiga frá okkur erj- sagði Páll Jónsson forstjóri Polaris og umboðsmaður Pan American hér á landi. „Það er i gangi mismunandi verð hjá okkur eftir þvi hvenær sumars stengurnar eru seldar. Þetta eru háar tölur sem þarna er um að ræða, skipta tugum milljóna og ég vil ekki vera að auglýsa þetta fyrir al- mennningi. Hins vegar get ég upplýst að þetta er ekkert stór- gróðafyrirtæki og spurning hvort maður eigi að vera að standa i þessu. Það er mikil vinna i kring- um þetta og i upphafi var þetta áhugamennska hjá okkur.” Páll var spurður um gjaldeyr- isskilin. „Við skilum öllum okkar gjald- eyri og getum sýnt reikninga þvi til staðfestingar. Höfum ekkert að fela i þessu sambandi. Ég visa á gjaldeyriseftirlitið þvi til stað- festingar.” 12 stangir eru heimilaðar i Laxá en leígjendur árinnar leyfa 10 stangir. Páll Jónsson og félagar hafa ána á leigu til ársins 1982. Fæöi, húsnæði og önnur þjón- usta er innifalin i óupplýstu leigu- gjaldi Páls. „Höfum hreinan skjöld i gjaldeyrismálum” Helgarpósturinn hafði sam- band við ingimund Sigfússon for- stjóra Heklu og spurði um leigu- upphæðir i Viðidalsá og Vatns- dalsá, en hann ásamt fleir- um leigir þessar ár af veiðifé- lögum á stöðunum. Ingimundur visaði á Lýö Björnsson skrifstofu- stjóra hjá Hekluog gaf hann okk- ur eftirfarandi upplýsingar: I Viðidalsá eru leyfðar 8 stangir og leigja Ingimundur og félagar ána á 35 milljónir yfir árið. Gjald- ið sem þeir greiða fyrir Viðidalsá er hins vegar 21.2 milljónir. Hins vegar leigja þeir siðan ána frá sér aftur i skamman tima i senn. Venjulegast viku og viku i einu. Stöngin i þessum ám, er misdýr eftir þvi hvenær sum- ars skal veiða. Verðið fyrir stöng- ina einn dag, er frá 30 upp i 80 þúsund krónur (aðeins veiðileyf- ið), þó ivið dýrara i Viðidalsá. Hvers vegna eru það útlending- ar i meirihluta sem veiða i Viði- dalsá? „Ég veit það varla,” svar- aði Lýður. „í fyrra komu 8 út- lendingahópar til okkar og voru i jafnmargar vikur, — hver hópur eina viku. Þetta hefur verið svona i föstu formi. I ár verða útlend- ingarnir þó i 7 vikur. Þetta eru sömu mennirnir sem koma ár eft- ir ár og við reynum ekki að blanda saman „partlum”. Höfum sem sé útlendingahópa annars vegar og Islendinga hins vegar.” Lýöur sagðist ekki búast við þvi að eftirspurnin yrði nægileg ef út- lendingarnir væru ekki meö I spil- inu. Leigan á dýrustu ánum væri þaö dýr, aö það væri ekki fyrir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.