Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 13. júlí 1979-h &lcjdrpOStUrÍnn— Hann vildi gjarnan hafa verið uppi á hámiðöldum. „Arið 1210 væri ágætt fæðingarár," segir hann. En hann er nú einu sinni uppi á tuttugustu öld og það fer ekki framhjá neinum. Þetta er umdeildur maður. Hann heitir Sigurður Líndal og er háskólaprófessor. „Ég í viðtal?' sagði Sigurður þegar hringt var í hann og óskað eftir viðtali. „Já, það er svo sem ekkert sem mæiir á móti því. Þó er ég ekkert sérlega spenntur fyrir því að ræða um það hvað ég borði, hvernig ég skemmti mér eða hvenær ég sofni á kvöldin. Svoleiðis mál nenni ég ekki að tíuntía í blaðaviðíaíi, en um f lest annað er ég tilbúinn að talaV Þá var það ákveðið. Sigurður Líndal skyldi vera í opnuviðtali. Nildl hafa fœdst órkf „1 þessu húsi fæddist ég og hef hér alltaf átt heima. Aö vlsu dvaldist ég um skeið erlendis viö nám, en hér á Bergstaðastrætinu hef ég aliö manninn aö langmestu leyti. Skólaganga var bundin viö Austurbæjarskólann, gamla menntaskólann og háskólann. Svo þetta svæöi hefur veriö minn vett- vangur. Ég lauk B.A. prófi i latinu og sögu áriö 1957 og em- bættisprófi I lögfræöi tveimur árum eftir þaö. Alllöngu siöar, eöa 1968 tók ég cand mag próf i sagnfræöi. Þegar ég lauk sagn- fræöiprófinu, var ég ritari Hæsta- réttar og byrjaöur aö kenna i lagadeildinni.” „Mig langaöi aldrei verulega aö lesa lögfræöi og leiddist mikiö fyrstu námsár min i þeirri deild. — Var aö farast úr leiöindum. Haföi þá meiri áhuga á islenskum fræöum. Ég veit eiginlega ekki nákvæmlega af hverju lögfræöin varö fyrir valinu. Kannski ein- hver atvinnumennska. Mér leist ekki of vel á atvinnumöguleika i þeim fræbum sem ég haföi mest- an áhuga á. — Og svo kann ættar- hefö aö hafa ráðib nokkru. Lög- fræbi hefur veriö i minni ætt frá 18. öld. Þú sérö þarna fyrsta lög- læröa manninn i þessari ættar- keðju. Þarna á myndinni á veggnum. Sá fæddist 1773, svo þaö er ekki ótrúlegt eða óskiljan legt aö ég hafi oröiö fyrir ein- hverjum ættaráhrifum. — En smám saman fór mér aö finnast hún skemmtileg og nú er ég feg- inn aö hafa valiö hana. Lögfræðin er merkileg fræðigrein og með sagnfræði verður hún dásamleg. Hún hefur haft gifurleg áhrif á þróun sögunnar — en þess er hvergi getið i almennum sögu- kennslubókum. Þar hefur áherslan löngum legiö á pexi stjórnmálamanna, en ekki hvernig tekist hefur aö leysa deilur friösamlega. Það var ekki sist verk lögfræöinganna — en slikt þykir vist ekki nægilega spennandi og er llklega of flókiö fyrir nemendurna.” „Þaö voru allsnörp pólitisk átök i Háskólanum á minum námsárum og ég tók virkan þátt I þeim. Kalda striöiö geisaöi og menn komust vart hjá aö taka af- stööu. Ég var um tima formaöur Vöku og þar er liklegast minn eini pólitiski frami um ævina.” „Fyrst og fremst íhald” — Ertu hægri maður og ef svo er, hvers vegna? „Af1 hverju ég datt niður á hægri hlið stjórnmálanna i upp- hafi er ekki gott að segja um. Þaö er þó vist að ég varö ekki fyrir neinum pólitískum heilaþvotti I æsku; ég var ekki alinn upp viö neinn sérstakan stjórnmála- áhuga. En hægri maður, ef hægt er aö nota þaö hugtak, er ég lik- legast, vegna þess aö ég er i eöli minu einstaklingshyggjumaður. Er ekki ýkja félagslyndur og þyk- ir best aö vinna einn út af fyrir mig. Þaö fellur betur viö eöli mitt. Ætli þaö mætti ekki kalla mig I dag. hófsaman frjáls- hyggjumann; ég vil ekki ganga jafn langt og hinir nýju frjáls- hyggjumenn sem nú ber hvaö mest á. En fyrst og fremst er ég þó ihald. Ég er mjög konserva- tívur eöa varðveislusinnaöir eins og þaö gæti heitið á isiensku.” „1 samræmi viö þaö er ég ákveðinn þjóöernissinni og mikill friöunarmaöur á það sem gamalt er og rótgróið. Breytingar hverj- ar sem þær eru, eiga aö gerast hægt. Það tel ég eigi aö vera meg- inreglan. Fyrir þessu eru marg- vísleg rök. Þaö, sem staöist hefur nokkurn tima — aö ekki sé talaö um langan tima — hlýtur aö hafa eitthvað til sins ágætis. Og svo koma fram nýjar hugmyndir, sem engin reynsla er af. Þá er ekki rétt aö hlaupa til og koma þeim I framkvæmd umsvifalaust. Þaö má skoöa slikar hugmyndir og jafnvel prófa og taka svo smátt og smátt, þaö sem nýtilegt er úr þeim, en öllum byltingum er ég mótfallinn. Sagan sýnir okkur berlega, aö öllum byltingum fylg- ir afturkippur og oft hnignunar- skeiö. Þá er ver fariö, en heima setiö.” „íhaldsmenn framfara- sinnaðir” „Þeir sem eru Ihaldsmenn eins og ég geta auðvitað verið fram- farasinnaöir. En kapp er best meö forsjá. thaldsmenn vilja gera hlutina meö aögát og fórna ekki gömlum verðmætum alger- lega umhugsunarlaust. Róttækar breytingar eru einungis réttlæt- anlegar, þegar sérstaklega stend- ur á — t.d. þegar kúgunarstjórn er kollvarpaö. — Annars er rót- tækni oftast ekki annaö en gasp- ur, sem menn geta sjaldnast staö- ið viö, þegar á reynir. Höfum viö ekki dæmin fyrir okkur?” „Hef tiihneigingu til smámuna- semi” „Ég er aö vissu leyti launajöfn- unarmaöur, þótt þaö kunni aö hljóma furöulega. M.in skoöun hneigist a.m.k. i þá átt. En launa- mismunur tel ég að eigi aö ráöast af þeim verömætum sem hlutað- eigandi skapar i vinnu sinni, en ekki eftir skólasetu eöa prófum. Það væri þar af leiöandi fyllilega eðlilegt aö dugiegur verkamaöur væri betur launaöur en lélegur iönaöarmaður eöa embættismað- ur. En ég geri mér grein fyrir þvi aö þaö er hægara sagt en gert að meta laun með þessum hætti og yrði vafalaust erfitt i fram- kvæmd.” „Ég vil varbveita þá þjóöfé- lagsskipan sem viö búum viö. En stjórnskipunin hefur raskast mik- ið á siöustu tveimur áratugum eöa svo, meöal annars fyrir áhrif hagsmunasamtaka, einkum á vinnumarkaði. Aúk þess hefur tjármagn tlust til á mjög óæski- legan hátt vegna verðbólgunnar. Þessi röskun á stjórnskipuninni hefur orðiö án þess að annaö betra hafi komiö i stað þess sem vikið hefur veriö frá. Tilflutning- ur ákvöröunarvalds tii hags- munaaöila vinnumarkaðarins er háskaleg þróun.” Sigurður Líndal í — Hvernig vaknaði þessi áhugi þinn á verkalýðsmálum og vinnu- löggjöfinni? „Það var þannig, aö þegar ég hóf störf sem ritari hæstaréttar 1964, haföi fyrirrennari minn I þvi starfi kennt á verkstjóranám- skeiðum. Þaö varö úr, aö ég tók viö þeim starfa. A þessum nám- skeiöum meö verkstjórum var fjallaö um réttarreglur tengdar vinnumarkaöinum og einnig um samskipti aöila vinnumarkaöar- ins. Ég haföi ekki stundaö nám sérstaklega i vinnumálarétti en las mér til um þessi mál. Slðan hef ég kennt á fjölmörgum nám- skeiðum t.d. á vegum Menningar og fræöslusambands alþýöu. En nú er nokkuö langt um liðið frá þvi aö ég geröi þaö siöast.” „1 tengslum viö þessi námskeið hef ég fengiö meiri og meiri áhuga á þessum málum öllum. — Ekki má heldur gleyma þvi, aö á þessu sviði biöa úrlausnar ein- hver mikilvægustu mál þjóöar- innar.” — Af hverju öll þessi gagnrýni á verkalýösforystuna? „Að undanförnu hef ég gagn- rýnt verkalýðsforystuna talsvert fyrir vinnuaöferðir. Ég hef lengi veriö þessarar skoðunar og hef oröiö æ sannfærðari um réttmæti gagnrýni minnar eftir þvi sem „Finnst lika gott aö þegja” árin hafa liöiö. Og ég hef aldrei farið dult meö þessar skoöanir minar. Það er mitt mat að bar- áttuaöferðir verkalýðshreyfing- arinnar séu ónothæfar og þá sér- staklega ofnotkun og misnotkun verkfallsréttarins. Ég er ekki neinn andverkalýössinni, enda launþegi sjálfur. En þessar bar- áttuaöferðir sem viögangast skila engan veginn þeim árángri sem aö er stefnt. Miklu fremur hiö gagnstæða.” „Ekki talinn stéttvís innan Háskólans” — Þú ert launþegi, en telst þú samt sem áður ekki til þeirrar vel launuöu sérfræöingastéttar sem verkalýöshreyfingin telur aöal- andstæöinginn á eftir atvinnurek- endavaldinu? ;,Ég veitekki, hvernig min laun eru samanboriö viö laun manna innan ASf. Það er nánast ógerlegt aö fá réttar upplýsingar um launakjör manna. — Annars telst ég ekki mjög stéttvis maður inn- an Háskólans.” — Þú ert ekki mjög vinsæll meöal forystumanna verkalýös- Helgarpós ts viðtali hreyfingarinnar þessa dagana. „Ég hef heyrt þaö eftir umfjöll- un mina um verkalýösmál i sjón- varpinu á dögunum, að ég sé óvinur verkalýösforingjanna nr. 1. Ég hef þó ekki oröið fyrir ööru aökasti en oröaskaki I blöðum, en flest af þvi er utan við efni máls mins. — Jú, reyndar. Trésmiðir settu á mig eins konar starfsbann — eingöngu vegna skoöana minna. Ég skil svo sem vel hitann I mönnum vegna þessa máls? þó vil ég gjarnan taka fram, aö ég hef ekki orðiö var við kulda i minn garö af þessum sökum. Ég hitti til að mynda Guömund J. um daginn og viö ræddum þessi mál. Enginn kali þar.” ,,Ég hef svo sem áður lent i úti- stööum viö launþegaforystuna. 1 BSRB verkfallinu varð rikis- starfsmannaforystan gjörsam- lega tryllt út I mig vegna smá- greinar sem birtist eftir mig og nefndist „Valdaglaðir verkfalls- stjórar”. Tilefnið var einkum óspektir nokkurra forystumanna i skólum — þar á meðal I Háskól- anum. Meðal þeirra voru nokkrir kennarar. Er þaö viðeigandi að kennarar vaöi um skólann og trufli skólastarfið meö ólögmætum hætti?” — Eigum viö aö snúa okkur ör- litiö aö lögfræöinni sem sllkri. Er „Róttækni er oftast ekki annaö en gaspur” lögfræöingastéttin uppfull af glæpamönnum og fjárglæfra- mönnum, eins og stundum er látið liggja aö? „Einhverjir gikkir eru þar eins og annars staðar og ekki þarf nema einn gikk i veiöistööina, þá er allur hópurinn dæmdur. En flestir lögfræöingar eru heiöar- legir menn, sem óhætt er aö treysta.” „Aö það séu aöallega konserva- tivir einstaklingar sem sæki i lög- fræðina? Þaö er ekki fráleit ágiskun. Viö vitum aö réttarkerf- inu veröur ekki umturnaö á ein- um degi. Lög geta og eiga oft aö vera i gildi langan tima. Þvi má segja aö réttarkerfið haldi heldur i. Ég gef nefnt sem dæmi að borg- arlögbókin i Þýskalandi frá 1900 er aö mestu enn i gildi og er hún undirstaða einkaréttarins i Vest- ur-Þýskalandi. Og meira en þaö. Þessi sama bók gílti einnig I Aust- ur-Þýskalandi, þar tii fyrir skömmu. Hitt er annaö mál, aö þótt lögin — og þá um leiö lög- fræöin — sé oft varðveitandi, er þaö engan veginn einhlitt. Lögin visa ekki slöur fram á viö og leysa sterk öfl úr læðingi. Hvaöa afleiö- ingar haföi það til dæmis þegar ákvæöi um félagafrelsi voru seti i stjórnarskrár flestra rikja Ev- rópu?” „En þaö hafa svo sem dottið inn i lögfræðingastéttina aðrir en varöveislumenn. Þar hafa verið byltingarmenn og þarf ekki ann- aö en að nefna Lenin, Castro og Ghandi þvi til staöfestingar. Ekki má heldur gleyma þvi að lögfræö- ingar voru framarlega i flokki á 17.-19. öld viö aö skipuleggja þaö þjóöfélagskerfi sem við búum viö i dag. Á hámiööldum voru þaö lögfræöingarnir sem áttu drýgst- an þátt i aö koma á skipulegu þjóðfélagi eftir upplausn þjóö- flutningatimabilsins. Þaö finnast allar manngeröir í hópi lögfræö- inga, þótt varöveislumennirnir séu liklegast fjölmennastir.” „Annars veröa menn lögfræð- ingar af ýmsum ástæöum. Sumir hafa eflaust áhuga á fræöigrein- inni sem slfkri. Núaatvinnuhorfur fyrir nýútskrifaða lögfræöinga viröast nokkuð góðar, enda þótt það viröist nú um sinn stefnan aö ryöja lögfræöimenntuöum mönn- um úr stjórnsýslustörfum.” „Sambúðin við flokkinn ekki jafngóð” — En áfram með pólitikina Siguröur. Hvar viltu staösetja þig i íslenskri flokkapólitik? „Ætli minar skoðanir falli ekki næst Sjálfstæöisflokknum og þvi - \ „Heyrt aö ég sé óvinur verkalýös- foringjanna nr. 1” ætti ég aö eiga þar heima. Hann stendur langnæst minum skoöun- um, af þeim flokkum sem fyrir eru á Islandi. Að visu hefur sam- búðin við flokkinn kannski ekki alltaf veriö jafngóö, hvort sem þaö er mér aö kenna eöa honum. Eftir aö ég kom frá framhalds- námi I Þýskalandi á sinum tima fór fyrir mér eins og mörgum öörum sem hafa dvalist eitthvað erlendisj ég sá allt þjóöfélagiö i nýju ljósi og áhugi minn á beinni þátttöku i stjórnmálum var horf- inn. Mér fellur alls ekki þessi stfll sem viögengst hjá stjórnmála- mönnum. Auglýsingaskrum og trúbleikar viröast vera nauösyn legustu eiginleikar stjórnmála- manna i dag. Flest nytsöm mál eru þess eölis, að erfitt er aö nota þau til auglýsinga. Sá þingmaöur sem færi aö liggja yfir þvi aö end- urskoða réttarfarslöggjöfina eða kynna sér löggjöf um afborgunar- kaup eöa skuldabréf, fengi vist ekki mikið fylgi meöal kjósenda. — Stjórnmálastörf eru annars eðlis: augiýsingastarfsemi og fyrirgreiösla.” — Nú hefur þú oröið fyrir aö- kasti flokksbræöra þinna vegna afstööu þinnar til Kanasjónvarps-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.