Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 9
9 „Fyrirgreiðslugjald” var niðurstaða Seðlabankans en ráðuneytið stöðvaði ekki greiðslurnar Nú er talað um, að enginn hafi vitað hver hafi átt að fá „um- boðslaunin”. Vissuð þið hver átti að fá þessar greiðslur? „Það hefur aldrei verið talað við okkur um það hver eigi að fá svona greiðslur. Það er eingöngu rætt um umboðslaun vegna alls konar kostnaðar i sambandi við þessi viðskipti og ekki minnzt einu orði á það hvort það séu greiðslur til einhvers, eins eða annars.” „Ekki samþykkt með glöðu geði" En það hefur ekki komið til tals, að þetta hafi ekki verið eig- inleg umboðslaun? „Ja, þetta er hvað okkur snert- ir umboðslaun og hvernig þeim er svo ráðstafað af þeim, sem tekur við þvi er algjörlega þeirra mál. En auðvitað var þaö dregið i efa, eins og við gerum, að það væri nauðsynlegt að vera að borga sérstaklega há umboðslaun þarna og það var alls ekkert með glöðu geði, aö það var samþykkt, að i þessu tilfelli væru borguð hærri umboðslaun. En þegar allir útflytjendur voru sammála um, að þetta væri óhjákvæmilegt vildi ráðuneytið ekki verða þess valdandi, að ekkert yrði úr þess- um viðskiptum.” Við spuröum Þórhall um at- hugun Seðlabankans á málinu og hvort ekki hefði borizt til ráðu- neytisins skýrsla um máliö. Hann kannaðist við, að rannsókn hefði verið gerð, en greinargerð i framhaldi af þvi hafði hann ekki séð. Þórhallur vildi taka fram eftir- farandi: „Þegar um umboðslauna- greiðslur er að ræða af þessu tæi upp á háar upphæðir, þá er eng- inn að leika sér að þvi að sam- þykkja svona og okkar samvizka er algjörlega hrein I þessum málum. Viö teljum okkur hafa verið að vinna að máli, sem var ó- hjákvæmilegt að samþykkja vegna hagsmuna Islands.” Deilan stóö um öll 3 prósentin I frásögn Helgarpóstsins af mútugreiðslunum vegna Nig- eriuskreiðarinnar i siðasta blaði sögðum við, að deildar meiningar hefðu verið með þeim þremur fulltrúum skreiðarseljenda, sem stóðu i samningastappinu i Nig- eriu. Við sögðum jafnframt, að aðaldeilan hefði staðið um auka- prósentið, sem lagðist á i siðari samningsgerðinni. Dieter Gins- berg fékk 2% af 12 milljón dollur- um eða um 150 milljónir króna fyrir fyrri samninginn, en huldu- maðurinnDagazaufékk hins veg- ar 3% af 21 milljón dollara eða 215 milljón krónur fyrir siðari samn- inginn. Þetta var ekki alls kostar ná- kvæmtþvi deilan stóð um öll þrjú prósentin til Dagazaus,, þ.e. 215 milljónir. Þannig var, að Gins- berg var samkvæmt samningi umboðsaðili islenzku skreiðar- seljendanna i Nigeriu. Hann þótti hins vegar ekki standa sig vel og alls ekki vinna fyrir launum sin- um enda þótt hann þyrfti á drjúgum skildingi að halda til greiðslu á mútum. Af þessum sökum var honum sagt upp. Þannig höfðu islenzku skreiðar- seljendurnir engan umboðs- mann, þegar til siðari samnings- ins kom. Eins og við sögðum i siðasta blaöi gekk hvorki né rak. Þá er það, að Bjarni V. Magnús- son finnur þennan Dagazau, eig- anda Dagazau International Ltd., hugsanlega með aðstoð Gins- bergs, sem á að geta komið söl- unni á. Hver maðurinn er veit Bjarni einn, þvi hvorki Bragi Ei- riksson né Magnús Friðgeirsson hafa manninn heyrt né séð. Bjarni V. Magnússon lagði rika áherzlu á, að samið yrði við þenn- an mann, þar sem hann væri framámaður og hefði sambönd. Bragi Eiriksson mun ekki hafa staðið gegn þvi að greiða mútur, ef þyrfti. Hins vegar felldi hann sig ekki við að greiða „umboðs- laun” til einhvers, sem hann þekkti hvorki haus né sporð á. Magnús Friðgeirsson mun Kins vegar algjörlega hafa staðið gegn greiðslum til þessa manns, m.a. vegna þess að honum mun aldrei hafa verið gerð grein fyrir þvi hver þessi maður væri. Raun- ar mun það svo vera að á meðan á samningaviðræðum stóð, kom nafn þessa manns aldrei fram. Þannig virðist nafni Dagazaus hafa verið haldið leyndu af ein- hverjum ástæðum. Það hætti hins vegar að vera leyndarmál eftir að þaö var grafið upp i skjölum I Islenzka bankakerfinu. Helgarpósturinn hefur aflað sér upplýsinga um fyrirtæki Nig- eriumannsins, Dagazau Inter- national Ltd., og færþaömiður lofsamlega umsögn vegna við- skipta, sem það hefur átt i Evrópu. Það breytir þó ekki þvi, að fyrirtækið kann að vera hátt skrifað i Nigeriu. Við spurðum Stefán Gunn- laugsson, deildarstjóra I við- skiptaráðuneytinu að þvi hvort grunsemdir hefðu verið uppi i ráðuneytinu um Dagazau um- boöslaunin. „Það komu beinar ábendingar um það frá utanaðkomandi aöil- um, aö þetta kynni aö vera eitt- hvað annaö. Það var tilefni þess, að það var fariö ofan I þetta mál,” sagði Stefán. Og niðurstaðan? „Niðurstaðan var sú, aö gjald- eyriseftirlitið taidi ekki ástæðu til að afturkalla heimild til þess að greiða þessi 3% umboðslaun. Ágreiningur meðal útflytjenda En neitiö þvi, að bæði ráðuneyt- inu og Seölabankanum hafi orðið ljóst eftir þessa athugun, að þarna hafi verið um „fyrir- greiðslufé” að ræða, jafnvel þótt ekki hafi verið talin ástæða til að afturkalla það? „Ég var ekki á þessum fundi i Seðlabankanum. Þetta er mál, sem þarf aö tala viö Seðlabank- ann um.” Við spurðum Stefán Gunn- laugsson þvinæst að þvi hvort ráðuneytinu hefði verið kunnugt um þá staðreynd, að á þeim tima, sem gengið er frá slðara samn- ingnum upp á 21 milljón dollara og Dagazau fékk „umboðslaun- in” fyrir, hafi ekki verið neinn umboðsmaður islenzkra skreið- arseljenda i Nlgeriu. „Það fór tvennum sögum af þvi. HÍuti útflytjendanna taldi svo vera, aðrir ekki.” Það var sem sé ágreiningur? „Mér fannst það, já. öðrum þræði fannst mér, að viðkomandi útflytjendur hafi ekki verið á-eitt sáttir um það, þegar um þetta var rætt.” Er ofsagt, að útflytjendurnir, sumir a.m.k., hafi verið að ljúga? „Á þeim tima, sem ákvörðunin var tekin um umboðslaunin var ekki ástæða til að ætla, að svo hafi verið. Þessar söluaögerðir tóku ákaflega langan tima og það gekk á ýmsu i þessu. Niðurstaöan varð sú, að það var talið nauðsyn- legt að greiða þessi umboðslaun. Um það voru framkvæmdastjór- ar viðkomandi útflutningsfyrir- tækja sammála. Þeir töldu rétt að greiða þessi umboöslaun og eftir atvikum var á það fallizt af hálfu ráðuneytisins.” En voru þetta mútur? „Ég neita þvi alveg ákveðið, að það hafi verið heimilað af hálfu ráðuneytisins, að greiða mútur. Þessi 3% voru samþykkt af hálfu ráðuneytisins sem umboöslaun, en ekki sem mútur,” sagöi Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri i við- skiptaráðuneytinu. Reykureða ekki reykur Helgarpóstinum tókst ekki að ná tali af Sigurði Jóhannessyni hjá gjaldeyriseftirlitinu til að inna hann frekar eftir umsögn hans þess efnis, að umboðslaunin væru réttnefnt fyrirgreiðslugjald. Við náðum hins vegar i Daviö Ölafsson, Seðlabankast jóra. Hann sagði: „Okkur er ekki kunnugt um neinar mútur.” Og ekki einu sinni þaö, sem kallað er á finu máli fyrir- greiðslufé? „Nei, ég kannast ekki við neitt slikt .'* Davið kvaðst ekkert kannast við, að Sigurður Jóhannesson hefði kallað umrædd umboöslaun fyrirgreiðslufé og taldi Helgar- póstinn vaða reyk. Við teljum annað. Nema ef vera skyldi um eitt atriði: Hvert fóru peningarnir? Það veit bara einn maður hérlendis. eftir Halldór Halldórsson „Menn geta deilt um rétt- mæti svona greiðslna” — segir Magnús Friðgeirsson hjá SlS Eins og fram kemur i með- fylgjandi grein um mútumáiið i Nigeríu og grein um sama efni i siðasta blaði var Magnús Friö- geirsson hjá sjávarafurðadeiid SÍS einn þeirra þriggja manna, sem stóðu í samningagerðinni I Nigeriu á sinum tima. Við náðum ekki tali af Magnúsi i siðustu viku, þar sem hann var i frii. Við höfðum sam- band við hann núna I vikunni og leituðum álits hans á mútumál- inu og þeirri staðhæfingu Helgarpóstsins, að hann hefði beitt sér gegn greiðslu „um- boðslaunanna”. „Þegar ákvörðun um svona mál er tekin þá geta að sjálf- sögðu verið uppi mismunandi skoðanir á réttmæti greiðslna af þessu tæi. Hins vegar vil ég taka það fram, að þegar máli er lok- ið og niðurstaða fengin, þá sé ég ekki ástæðu til þess að ræða hver hafi verið meining eins að- ilans frekar en annars,” sagði Magnús. —H.H. borgaralega klæddir og hafa sézt sitjandi i bifreið sinni hér og þar á götuhornum i Keflavik og Njarð- vikum. Að undanförnu hafa þeir beint kröftum sinum að þvi að fylgjast með ferðum islenzkra starfs- manna varnarliðsins, sem starfs sins vegna hafa átt erindi til Keflavikur, Njarðvikur eða Reykjavikur. Sem dæmi um starf þeirra má nefna, að fyrir skömmu átti Islenzkur starfsmaður vallarins á VL bifreið leið til Keflavikur i þeim erindum að sækja brauð fyrir verzlun á Vellinum. A leið- inni upp á flugvöll varð mannin- um brátt I brók og tók hann þvi á sig smálykkju og skrapp heim til sin i þvi skyni að hægja sér. Dvaldi hann innandyra I ör- skamma stund, en þegar hann kom út voru þar mættir Harmon og Bathista, lögreglumenn. Tóku þeir undir hendur honum og spurðu hann spjörunum úr. Þeir sýndu honum lögregluskilriki. Aö þessu loknu hringdu þeir upp á flugvöll. Málið endaði með þvi, að starfsmaðurinn fékk kæru fyrir að misnota bifreið varnarliðsins. 1 öðru tilviki var starfsmaöur fenginn til aö aka félaga sinum heim að skipan yfirmanns, sem er íslenzkur. Heigarpósturinn ræddi við yfirmanninn og stað- festi hann þetta og sagði mjög al- gengt, að menn væru keyrðir heim, einkum vegna óreglulegrar vaktar. Fyrir að hlýða skipun yfirmannsins fékk þessi starfs- maður kæru fyrir að misnota varnaliðsbifreið. Hann var lika yfirheyrður á staðnum. Þriöja dæmið af sama toga er, að i'sienzkur starfsmaður fór ier- indum hersins til Reykjavikur. A leiðinni til baka stanzaði hann, þar sem veriö var að selja rauö- maga við Kúagerði. Ekki hafði hann fyrr stöðvað bifreið sina en að félagar Harmon og Bathista voru komnir á staðinn. Þessi maður fékk kæru fyrir að slóra. Þessi þrjú dæmi eru allt hlutir, sem gerast utan vallarsvæðisins, i islenzku lögsagnarumdæmi. Helgarpósturinn hafði sam- band við Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóra, á Keflavikurflug- velli. Hann sagði, að ef þetta væri rétt væru mennirnir tveir komnir íangt út fyrir sitt valdsvið. „Þessu vil ég ekki trúa,” sagði Þorgeir. „Þetta er ekki I samráði við mig á nokkurn hátt.” Þorgeir benti á, aö til þessara starfa þyrftu bandarisku lög- reglumennirnir heimild i þvi' lög- sagnarumdæmi, sem þeir væru að verki. 1 þessu tilviki er það bæjarfógetinn i Keflavik. „Ég get ekki gefið eina eða neina heimild til þessa,” sagði Þorgeir og hann lagði áherzlu á, að bandariskir lögreglumenn heföu enga heimild til að abbast upp á íslendinga utan vallar. Þorgeir Þorsteinsson kvaöst ekki hafa heyrt á þetta mál minnzt fyrr og hann gæti ekkert aðhafzt án þess, aö honum bærist kæra. Þvi næst hafði Helgarpósturinn samband við Sigurð Hall Stefáns- son, staðgengil bæjarfógetans i Keflavik. Hann sagöist ekkert hafa heyrt um þetta mál. „En ef svona liggur I málinu, er þetta ekki eins og vera á,” sagði Sigurður. Hann bætti þvi við, að ef embættinu bærust ákveðin dæmi um þetta myndi verða við þvi brugðizt. Þá höfðum við samband við Guðmund Kristjánsson, aðallög- reglufulltrúa i Keflavik og kvaðst hann koma af fjöllum eins og Þor- geir og Siguröur. „Ég hef ekki heyrt orð um þetta,” sagði Guðmundur. Hann bætti þvi við, að þessir bandarisku lögreglu- menn hefðu enga heimild til að sinna skyldustörfum sinum utan vallar. Menn hafa velt þvi nokkuðfyrir sér hver skýringin á þessum at- gangi bandarisku lögreglumann- anna kunni að vera og er gjarna nefnt, að vaxandi spennu gæti milli Islendinga og Bandarikja- manna á Vellinum. Þá er einnig nefnt, að nýjum yfirmönnum fylgi oft til aö byrja með nýir siðir eða ósiðir. Einn viðmælenda okk- ar á Keflavikurflugvelii nefhdi jafnframt, að „þessir menn”, þ.e. lögreglumennirnir tveir, kynnu að vera þannig, að þeir sæju þjófa og glæpamenn í hverju skúmaskoti og þetta væri ekkert annað en bófaleikur hjá þeim. Nú er svo komið, aö islenzkir starfsmenn gera grin að „Kójökkunum” tveimur og vinka og veifa til þeirra i hvert skipti, sem þeir sjá til þeirra. „Strák- arnir eru farnir að gera at i þeim,” sagði viömælandi okkar. Helgarpósturinn hafði sam- band við Perry Bishop, blaðafúll- trúa hersins og bar undir hann þessar frásagnir. Hann neitaöi þvi alfarið, aðlög- reglumennirnir tveir hefðu farið út fýrir valdssvið sitt. Bishop sagði: „Þeir (Bathista og Harmon) hafa verið að rannsaka misnotk- un á farartækjum hersins utan vallarsvæðisins. Það hafa komið upp mörg dæmi þess, að bilar i eigu hersins hafi verið á stöðum utan vallarins, þar sem þeir áttu ekki að vera.” Bishop sagði, að lögreglumenn- irnir tveir hefðu heimild til þess að rannsaka hvað bifreiðar i eigu hersins væru aö gera utan fyrir- fram ákveðinnar leiðar. Um heimild islenzkra yfirvalda sagði Bishop: „Islenzka lögreglan á Veilinum var látin vita um þau tilvik, þegar rannsókn fór fram.” Við bentum Bishop á, að þetta stangaðist á við það, sem Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri, hefði sagt ogsvaraði hann þvi' til, aöhann sjálfur heföi rætt við lög- reglumennina og þeir sagt hon- um, að þeir hefðu ávallt látið islenzku lögregluna vita. Það kom fram, að bandarisku lög- reglumennirnir hefðu látiö islenzka kollega sina á vakt vita, en ekki yfirmann þeirra. Um leyfi bandarisku lögreglu- mannanna til að sinna lögreglu- störfum i Keflavik sagði Bishop, að Keflavlkurlögrelgan hefði ekki lögsögu yfir bandariskum herbil- um nema um umferðalagabrot væri að ræða. Við spurðum Bishop þá að þvi hvort þeim nægði að ræða við og fá heimild vakthafandi lögreglu- manna á Keflavikurflugvelli til að hafa afskipti af Islendingum utan vallar, en án heimildar lög- reglunnar eöa fógeta i Keflavik. „Við erum ábyrgir gagnvart og vinnum með lögreglunni á Vellin- um,” sagði Bishop. Og af hverju er svo verið að elt- ast við tslendinga á bandariskum herbDum? „Þetta er gert til þess, að tryggja það að bandariskar her- bifreiöar séu ekki notaðar f bága við islenzk lög og islenzk-banda- riskar reglur um varnarliðið.” Bishop sagði, að það eina, sem bandarisku lögreglumennirnir hefðu gert væri aö spyrja menn spurninga. Þeir hefðu ekki hand- tekið neinn og engan heföu þeir fundiö, sem hefði verið aö brjóta neitt af sér. Af framangreindu er ljóst, að misræmi er i skilningi banda- riskra yfirvalda á Vellinum og islenzkra yfirvalda á þvi hversu langt bandarisk herlögregla má ganga i starfi slnu. Eitt er þó ljóst: Bandariskir lögreglumenn starfa i islenzku' . lögsagnarumdæmi án vitundar viðkomandi yfirvalds. H.H.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.