Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 23
23 helgarpásturinru Föstudagur 13. júlí 1979 Fátt gerist yfirleitt fréttnæmt um sumartimann á tslandi. Sum- arið er einatt það sem blaðamenn kalla agúrkutið. Þótt eitt og ann- að hafi engu að siður drifið á daga þjóðarinnar það sem af er þessu sumri er eitt mál að ýmsu leyti merkilegra en önnur: islensk kvikmyndagerð i eiginlegri merkingu virðist vera fædd. Ætli menn að reyna að ná sambandi við islenska kvikmyndagerðar- menn I gcgnum sima getur það reynst erfitt: Þeir eru flestir úti að filma. Ágúst Guðmundsson, Indriði G. Þorsteinsson o.fl. eru að kvik- mynda Land og syni, Hrafn Gunnlaugsson, Snorri Þórisson styrkþegunum niu endist elds- neytið til að koma myndum sin- um i höfn. Knútur Hallsson, formaöur stjórnar kvikmyndasjóðsins er þeirrar skoðunar að kvikmynda- gerðarmennirnir taki áhættu, en það sé áhætta sem sé þess virði að taka. „Ég er vissu- lega mjög ánægður með þessi skjótu viðbrögð styrkþega”, segir Knútur i samtali við Helgarpóst- inn. „Ég held að hver einasti þeirra sé strax kominn i gang. Hitt hvarflar auðvitað að manni að þessi styrkveiting hafi valdið þvi að menn fari út i framkvæmd- ir sem alls óvist sé hvort þeir ráði við. En vogun vinnur, vogun tap- Hjá Indriða og félögum vegur einstaklingsframtakið mun þyngra en hið opinbera framlag, — eins og hjá flestum öðrum: Þeir fengu 9 milljónir úr sjóðnum en kostnaðaráætlun fyrir Land og syni hljóðar upp á allt að 50 mill- jónir. Mismuninn leggja þeir sjálfir undir. Indriði segir það öllu skipta að islenskir kvik- myndagerðarmenn velji sér verkefni sem gætu staöiö undir kostnaði með sýningum i islensk- um kvikmyndahúsum. „Og þá á ég við verkefni sem eru undir 100 milljónum i kostnaði. Allt yfir 100 milljónum er della. Myndir undir þessu marki ættu með guðsbless- un að geta lukkast fjárhagslega, FERÐ ÁN FYRIRHEITS? o.fl. eru með Oðal feðranna, And- rés Indriðason, Gisli Gestsson o.fl. eru að gera mynd fyrir börn sem nefnist Veiðiferðin og þannig mætti áfram telja nöfn þeirra níu aöila sem fengu úthlutað fyrstu styrkjum hins nýstofnaða Kvik- myndasjóðs tslands. Þetta eru myndir af fjölbreytilegasta tagi, — leiknar myndir, heimilda- myndir, ein teiknimynd, auk eins handritsstyrks. Fyrir utan þessa styrkþega eru svo sjálfstæðir hópar aö fara af stað með kvik- myndatökur: t.d. Friðrik Þór Friðriksson o.fl. sem ætla að ráð- ast i kvikmyndun Njálu, og Róska o.fl. sem hyggjast kvikmynda handrit hennar Sóley. Þau höfðu bæöi sótt um styrki en voru meðal þeirra tiusemekki mngu. Þótt þessar kvikmyndir séu misjafnlega langt á veg komnar er ljóst að aldrei hefur jafn mörg- um kvikmyndavélaraugum veriö beint að Islandi, islensku um- hverfi, islenskum leikurum og is- lenskum viðfangsefnum og nú i sumat Meginástæðan fyrir þessum fjörkipp er fyrsta styrkveiting kvikmyndasjóðs. Það merkilega er að sú styrk- veiting nam ekki nema 30 mill- jónum króna. Sú upphæð dugir örugglega ekki til að greiða kostnað við gerð einnar einustu leikinnar myndar Þessari upp- hæð var hins vegar skipt niður á niu myndir. Sú spurning verður þvi áleitin hvort islenskir kvik- myndagerðarmenn æöi nú út i ó- vissuna á brauðfótum: Hvort ar i þessu máli sem mörgum öðr- um”. Eru þessi áhrif styrkveitingar kvikmyndasjóðsins merki um það að litlu verður Vöggur feg- inn? Erlendur Sveinsson, kvik- mvndagerðarmaður og einn styrkþega er þeirrar skoðunar. „Óneitanlega hef ég það á tilfinn- ingunni að þessi fjörkippur i kvik- myndagerðinni nú i sumar sýni fyrst og fremst hve þörfin fyrir opinberan stuðning við þessa list- grein var orðin mikil. Þetta fjár- magn, jafn litið og það er á hvern styrkþega, hefur greinilega dug- að til að hleypa i menn kjarki. Það gerir þeim kleift að fara af stað, kaupa filmur og afla brýn- ustu nauðsynja til kvikmyndatök- unnar. En eftir sem áður gefa menn sina vinnu að verulegu eða öllu leyti, og keyra sig áfram á á- huganum. — Ef frekari stuðning- ur hins opinbera kemur ekki til er ég hræddur um að menn muni reka sig illilega á og lenda i ó- göngum með sinar myndir”. Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur og einn aðstandenda kvik- myndunarinnar á sögu hans Land og synir, segir að þeirra mynd hefði verið gerð þótt framlag kvikmyndasjóðs hefði ekki komið til. „En hins vegar hefði hún þá verið gerð með miklu verri for- merkjum. Kvikmyndasjóður er fyrsta skrefið til að festa þessa listgrein i sessi á íslandi. Aður liðu tiu ár á milli þess að gerðar væru kvikmyndir á íslandi. Slfkt er bara föndur’.' eigi þær eitthvert erindi á annað borð”. Agúst Guðmundsson, varafor- maður Félags kvikmyndagerðar- manna segir aðstandendur þeirra þriggja biómynda i fullri lengd sem unnið er að i sumar (Land og synir, Óðal feðranna, Veiðiferöin) vonast til að þær komi til með að hljóta þá aðsókn sem nægi til að gera slika kvikmyndagerð að sér- stakri atvinnugrein á tslandi. „Og ég er tiltölulega bjartsýnn á að svo verði”. „Kvikmyndasjóöur er greini- lega sú lyftistöng sem þurfti að koma til að ýta islenskri kvik- myndagerð af stað”, segir Agúst. „Hitt er svo stór spurning hvort hann dugi til að festa hana i sessi sem atvinnugrein, eins og hann er nú skipulagður. fig held að breyta þurfi skipulagi sjóðsins i þátt átt að þeir peningar sem úr honum fara skili sér i hann aftur aö verulegu leyti, þannig að hann eigi möguleika á að vaxa af sjálfum sér. Þá á ég við að skili kvikmynd hagnaði þá endurgreiði framleiðandi hennar fjárveitingu sjóðsins og hún sé þannig lán. Verði hins vegar tap af kvikmynd sé fjárveitingin ekki afturkræf. Þetta er fyrirkomulag sem gefist hefur vel á Noröur- löndunum.” Agústbætir við að auðvitað þurfi einnig að koma til hærra fjár- framlag rikis i sjóðinn. Sá hæng- ur er á að i lögum um kvikmynda- sjóð sem alþingi samþykkti er ekkert ákvæði um tekjustofn Um sömu mundir og Robert Strauss, gyðingur frá Texas, hélt frá Alexandriu heim til Banda- rikjanna að gefa Jimmy Carter húsbónda sinum skýrslu um hvernig honum tókst að leysa þaö verkefni að koma viðræðum Egyptalands og ísraels um rétt- indi Palestinumanna á rekspöl, kom Yasser Arafat til Vinarborg- ar í boði Bruno Kreisky, austur- Arafat Brandt ENGIN FRIÐUR ÁN ARAFATS riska kanslarans sem kastaði gyðingatrú feðra sinna og gerðist lúterskur, þegar hann dvaldi iandflótta i Sviþjóð. Kreisky er formaður nefndar sem Alþjóðasamband jafnaðar- manna setti til að fjalla um við- sjárnar i löndunum fyrir Mið- jarðarhafsbotni, og heimboð hans til leiðtoga landflótta Palestinu- manna var sent I nafni þeirrar nefndar en ekki rikisstjórnar Austurrikis. En Arafat var sýndur slíkur virðingarvottur i Vlnarborg, að rikisstjórn Israels bar fram opinber mótmæli og kallaði sendiherra sinn heim. Þegar stjórnmálamenn jatn hlynntir Israel og Strauss, Kreisky og Willý Brandl, *., sem tók þátt I viðræðunum t Vinarborg sem forseti Alþjóða- sambands jafnaðarmanna, leggja sig alla fram til að koma þvi til leiöar að Israel viðurkenni landsréttindi Palestlnumanna, fer ekki milli mála að þeir telja að brýn, pólitisk nauðsyn reki á eftir. Alit þeirra er aö viðurkenn- ing tsraels á rétti Palestinu- manna tilað rúða framtið sinni sé lykillinn að friðargerö I löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni, og slik friðargerðsé þaö sem dugi til að tryggja truflanalausa olluvinnslu og ollusölu i þvl olíuforðabúri sem hálfur heimurinn byggir á. Eftirköst byltingarinnar I Iran og viðbrögð arabarikja við friðar- samningi Egyptalands og Israels valda þvi, að brýnna þykir en nokkrusinnifyrr að lægja ólguna i löndunum fyrir Miðjarðarhafs- botni. Islömsk bylting Khomeini erkiklerks og liðsmanna hans I íran hefur ýtt undir svipaðar hreyfingar I öðrum islömskum rikjum. Stór orð stjórna ara- barikja um að einangra Egypta- land i refsingarskyni fyrir friðar- samninginn viðlsrael hafa reynst hafa meiri merkingu en vant er úr þeirri átt, en þau breyta þvi ekki að arabarikin eru alls ó- megnug að veita Palestinumönn- um nokkurt það fulltingi sem Israel þarf að taka mark á, þegar Egyptaland er ekki lengur i þeirra hópi. Vanmáttur rikis- stjórna i löndum með óstöðugt stjórnarfar til að fylgja fram málstað sem þær segjast setja öllu ofar gerir þær valtar I sessi. Bein áhrif ringulreiðarinnar sem siglt hefur 1 kjölfar byltingarinnar I Iran sjást gleggst I nágrannarikinu Irak og nágrannariki þess Sýrlandi. 1 báðum rlkjum sitja stjórnir sem kenna sig við Baath-sósialista- flokkinn, sem stofnaður var með sameiningu araba fyrir augum, en reyndin var að milli stjórn- anna I Damaskus og Bagdad rikti fjandskapur árum saman, þang- aðtil þær ákváðu að taka höndum saman til að vinna gegn friðar- gerð Egypta og Israelsmanna. Þau snöggu sinnaskipti hafa orð- ið til að magna erjur milli isl- amskra trúflokka I Sýrlandi. Sér- trúarmennúrhópi alavitaeru öfl- ugir I rikisstjórnog her, en i mikl- um minnihluta með þjóðinni. Hermdarverkasamtök rétttrú- aðra súnnita, Bræðralag islam, hafa fært sig upp á skaftið, og byssumenn þeirra brytjuðu ný- skeð niður á sjötta tug pilta'I for- ingjaskóla stórskotaliðsins I Aleppo, flestalla alavita. Assad forseti lét I hefndarskyni taka af lifi að minnsta kosti tylft Bræðra- lagsmanna, sem handteknir höfðu verið fyrir önnur hryðju- verk og smærri I sniðum, en morðingjar herskólapiltanna sluppu úr landi. Herinn er stoðin undir stjórn Assads, en vaxandi kurr er meöal undirforingja yfir þvi að vöskustu sveitir hans standa ekki andspænis ísraels- mönnum, heldur halda hernumdu Llbanon, ööru arabaríki, ogbörö- ust til skiptis við landflótta Pale- stinumenn og heri kristinna Llbana meöan þær voru að ná yfirtökum. hans. „Og ákvæðið um að fram- lagið hækkaði I takt við verölags- þróun var fellt út úr frumvarp- inu”, segir Knútur Hallsson, stjórnarformaður sjóðsins. Þann- ig á sjóðurinn allt undir velvild fjárveitingavaldsins við gerð fjárlaga hverju sinni. Að sögn Knúts hefur sjóðsstjórnin farið fram á að framlag rikisins hækki við næstu fjárlagagerð upp I 42 milljónir. Sú beiðni fer fyrir fjár- Iagastofnun og fjárveitinganefnd og óvist hver endanleg tala verð- ur I fjárlögum. „En ég held þetta geti nú ekki kallast óhófleg hækk- unarbeiðni”. Sú spurning hlýtur að vera of- arlega i huga þeirra kvikmynda- gerðarmanna sem nú hafa lagt út I óvissuna með startbenslni frá kvikmyndasjóði, hvort þeir geti til hans leitað um frekara elds- neyti til að ná áfangastað. Knútur Hallsson segir svo vera. Þær myndir sem notið hafa þessarar fyrstu styrkveitingar verði vafa- laust gjaldgengar þegar til út- hlutunar kemur að nýju. „Við höfum beðið styrkþega um að senda okkur skýrslu um fram- gang sinna mynda um áramótin og auk þess mun staða myndanna væntanlega koma fram I greinar- gerðum með nýjum umsóknum. Til þessa mun stjórn sjóðsins taka tillit.” En er þessi skyndilegi fjörkipp- ur i kvikmyndagerö i sumar gos sem hjaðna mun jafn skyndilega? Knútur er sammála Agústi um að svo sé ekki. „Ég tel það af og frá að þetta sé einhver bóla. Þessi ■ kippur sýnir aöeins hve þörfin er búin að vera mikil lengi. En hér veltur auðvitað á fjárveitingu. Við I sjóösstjórninni erum I þvi sambandi mjög hlynntir þvi aö hluti af skemmtanaskatti verði látinn renna i sjóðinn og þannig megi fá varanlegan tekjustofn. Mér er kunnugt um að mennta- málaráðherra hefur lika hug á þessu”. Framtið Islenskrar kvik- myndagerðar veltur sem sagt á áframhaldaidi auknum opinber- um stuðningi, bættu fyrirkomu- lagi á starfi kvikmyndasjóös, og siðast en ekki slst á þvi að Is- lenskir áhorfendur vilji og geti notið islenskra biómynda. Um þetta siðasta atriði segir Erlend- ur Sveinsson: „Við eigum alveg □DTiraDcsQTid] yfirsýn Irak á beinlinis I útistöðum við byltingaryfirvöldinilran. Fyrstu árin sem Khomeini erkiklerkur dvaldi I útlegð hafðist hann við i Bagdad, en eftir að Iraksstjórn vingaðist við Iranskeisara var honum ekki lengur vært og hrökl- aðist til Evrópu. Siðan telur hann valdhafana i Bagdad svikara við islam.Qrunarlraksstjórn IrSnska shiita-klerka um að reyna að beita starfsbræðrum sinum af sama trúflokki I Irak til að undir- búa þar endurtekningu á irönsku byltingunni. Irönsk yfirvöld saka fyrir sitt leyti Iraka um að róa undir uppreisnarhreyfingu ara- biskumælandi ibúa i oliuhéraðinu Khuzistan. Hafa þar orðið blóðug- ir bardagar hvað eftir annað og truflað oliuvinnslu i borgunum Ahwas og Abadan. Sakar her- stjórnin í héraðinu Iröksk yfirvöld um að smygla vopnum til upp- reisnarafla. Stjórnir Iraks og Sýrlands, sem fyrir skömmu gerðu út flugu- menn hver til höfuðs annarri, segjastnú hafa náðsamkomulagi um sameiningu landanna stig af stigi i þvi skyni að geta haftí fullu tré við Israel. Reiddu þær sig á, að Sovétrlkin myndu sjá þeim fyrir vopnum á svipaöan hátt og Bandaröcin vopna Israel, en sú von hefur ekki ræst. Assad Sýr- landsforseti var i Moskvu að semja um vopnaafhendingar, þegar morðin I Aleppo urðu til að hann hélt heim I skyndingu, en ferðin bar lltinn árangur. I Irak hefur stjórnin hafiö útrýmingar- herferð gegn kommúnistum, og tók sovéska leyniþjónustan til bragös að bjarga þrem tugum þeirra úr fangelsi og frá bráðum bana. Sýrland og Irak hafa hvort um sig komið upp hreyfingum Pale- eftir að sjá hvernig gengur að koma þessum myndum I sýningu. 1 dreifingarmálum Islenskrar kvikmyndagerðar á eftir að gera stórt átak. A meðan við vitum ekki hvað verður um þessar myndir svifum við I lausu lofti”. I samtali Helgarpóstsins við Knút Hallsson kom fram aö hann telur það I verkahring stjórnar kvikmyndasjóðs að koma þess- um dreifingarmálum I viðunandi horf. „Það er mikið verkefni og að þvi mun sjóðsstjórnin vinna”. Þeir Erlendur og Agúst eru sammála um að viöbrögð kvik- myndagerðarmanna við hinni nýju styrkveitingu hljóti aö hvetja stjórnvöld til frekari stuðnings við þessa ungu list- grein. „Það er vert að benda á hversu mikla framleiðslu þetta hefur leitt af sér á skömmum tima”, segir Agúst, „auk þess sem kvikmyndastyrkir Menning- arsjóðs skiluðu sér afar vel á meðan þeir voru og hétu.” Er- lendur: „Maður trúir ekki öðru en þeir sem ráða fjármagninu sjái að þvi fé, sem er tekið svo fegins hendi, sé vel varið. Þetta ætti að færa mönnum heim sann- inn um að þarna er starfsemi sem þörf og ástæða sé til aö styðja við bakið á”. Indriði G. Þorsteinsson vekur einnig athygli á þvl að auk vax- andi velvildar stjórnvalda sé nú fyrir hendi i landinu sú tæknilega og leikstjórnarlega kunnátta sem réttlæti að út I Islenska kvik- myndagerö sé lagt af fullum krafti. Sjónvarpið hafi aldrei verið og muni ekki verða móðir kvikmyndagerðar á Islandi. Þar þurfi annað viðhorf og önnur vinnubrögð að koma til. „Þessi bylgja sem nú er risin I þessari listgrein má ómögulega hjaðna”, segir Indriði. „Kvikmyndin er tungumál framtíðarinnar sem ts- lendingar verða að ná tökum á. Og ég er afskaplega montinn yfir þvi að hún skuli vera komin á svona mikla ferð”. Svo er að sjá hvernig henni vegnar á ferðalaginu þegar sum- arið er fyrir bi. Eftir Arna Þórarinsson Eftir Magnús Torfa Ólafsson stlnumanna sem þeim eru hollar, en slikir málaliðar hafa engin á- hrif á við Yasser Arafat, sem hefur sýnt að hann er reiðubúinn að bjóða jafnt Jórdan og Sýrlandi byrginn, ef hann telur það nauð- synlegt málstað Palestinumanna. Þorri þeirra, bæði landflótta og á hemumdum svæðum, veitir Ara- fat og hreyfingu hans stuðning. Hugmynd þeirrasem leitast við að lægja til langframa ólguna i löndunum fyrir Miðjarðarhafs- botni með þvi að sætta tsrael og Palestinumenn, er að Palestínu- menn viðurkenni tilverurétt ísra- els, sem heiti i staðinn að virða landsréttindi Palestlnumanna. Bandarikjastjórn hefur marglýst yfir, að hún sé fús til að taka upp opinbert samband við hreyfingu Palestlnumanna, sé hún fáanleg til að heita ísrael viðurkenningu og friði. Kreisky kanslari svaraði mót- mælum stjórnar og stjórnarand- stööu í tsrael við heimsókn Ara- fats til Vinarborgar, með viðhöfn sem sæmt heföi þjóðhöfðingja, á þð leiðað fyrirsér vekti ekki bara málstaður Palestfnumanna, heldur einnig velferð ísraelsku þjóðarinnar, sem fengi aldrei tryggan friö nema mál Palestfnu- manna leystist á viðunandi hátt. Kreiskyog Brandt gáfu báðir i sxyn efjtir fundinn meö Arafat, að þeir teldu miöa I áttina til sátta milli tsraels og Palestinumanna. Kváöust þeir myndu gefa Alþjóða sambandi jafnaðarm anna skýrslu um viðræðurnar og óska eftir umboöi til að halda þeim á- fram.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.