Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Blaðsíða 20
20 - Föstudagur 13. júlí 1979 -Jielgarpásturínn. „Drama úr Eyjum”: THOR VILHJÁLMSSON OG KVIK 1SAMVINNU UM NÝJA KVIKMYND Ernst og Páll ásamt tveim leikurum Páll Steingrímsson og Ernst Kettler fengu i vor styrk úr kvik- myndasjóði til að gera kvikmynd, sem hefði Vestmannaeyjar árið 1873 að sögusviði. Þeir hafa fengið til liðs við sig Thor Vil- hjálmsson rithöfund, sem jafn- framt þvi að skrifa handritið, verður leikstjóri með PáB. Mess- lana Tómasdóttirsér um búninga og tjöld, Böðvar Guðmundsson verður hljóðupptökumaður og kvikmyndatökuna annast Ernst Kettler. Klippari við myndina er enn óráðinn. Endanlegt heiti myndarinnar hefur heldur ekki verið ákveðið. Helgarpósturinn hitti þau Messiönu, Pál, Ernst og Thor til að fræðast um verkið. „Upphaflega var ákveðið að gera drama i Eyjum. Við þekkj- um sviðið vel og einnig lifnaðar- hætti fólksins á þessum tima. Strax i byrjun ákváðum við að það yrði málsnillingur sem legði fólkinu talið, og við völdum Thor til að skrifa handritið”, sagði Páll. Thor: ,,Þó ég sé alltaf að leika mér að orðum, verður mér stirt um mál, þegarræða á það sem er óunnið. Við höfum hugsað okkur ákveðið ártal, 1873, og verður fjallað um lif fólks þá, séð frá þeim tima sem við lifum, og þá þætti sem enn eru virkir i' mann- eskjunni, þó umhverfi og lífshætt- irséuólikir. Þarna eru átök milli fólksins, við náttúruna og inni i manneskjunni. Við erum með á- kveðna sögu sem er misjafnlega útfærð að svo komnu máli. Mynd- in fjallar um baráttu fólksins við að vera til. Ekki sist þarna þarf mikiðþrek til að bjarga sér. Þeir sem höfðu þrek.gátuboriðsig að björginni, sem var meiri en viða annars staðar. A þessu stigi eru þrjár persónur drottnandi, en það gæti breyst.” ” „Þetta eru tveir menn og ein stúlka”, bætir Páll við. „Þaö sem hefúr gerst eru átök milli mann- anna vegna stúlkunnar.” Þá sagði Páll að þau leituðust viðaðvera eins nærrisannleikan- um og þau gætu.Messiana hefði aflað sér upplýsinga um fatnað og áhöld, þannig að búnaður og svið verði eins likt þvi sem þeir eru að segja frá, og mögulegt sé. Páll Steingrimsson og Ernst Kettler eru báðir Eyjamenn. Þegar þeir voruspurðir hvort það væri vegna þess, að þeir gerðu þessa mynd, svöruðu þeir þvltil, að það væri ekki eingöngu ástæð- an. Það hefði aldrei verið gerð kvikmynd sem gerðist i Eyjum, og Ernst bætti þvi við, að Vest- mannaeyjar ættu þetta skilið. All- ir þar væru boðnir og búnir að hjálpa þeim. Kvikmyndataka hefur þegar hafist, en þeir voru 3 vikur úti i Eyjum i mai og júni. Thor sagði að fjárveitingin úr kvikmynda- sjóði heföi verið það litil, að það Úti i sveit, nálægt borginni Montpellier i Frakklandi, er kvik- myndahús, sem virðist koma beint úr „science-fiction” kvik- mynd. Þetta kvikmyndahús hefur starfað nokkuð reglulega siðan 1969, og sýnir myndir í Panrama. Innan dyra er fátt annað en uppröðun sætanna sem bendir til að þetta sé kvikmyndahús, þar er ekkert svið, ekkert tjald, a.m.k. enginn hvitur ferhyrningur. Fyrir ofan áhorfendur er hvelfing, sem umlykur þá á allar hliðar. Það er á þessu tjaldi sem myndin er hefði bundið hendur þeirra. Þeir heföu farið i það að taka þætti sem voru itarlega útfærðir, þætti þar sem ekki reynir á samtöl, heldur náttúrumyndir og drama i náttúrunni. Þá sagði Thor, að leikarar i myndinni yrðu að mestu leytí fólk sem heföi litla leikreynslu, a.m.k. fyrir framan kvikmyndavélar. Páll sagði að þau stiluðu upp á það að undirbúningur væri kom- inn það langt i október eða nóvember i haust, að hægt yrði að hefja tökur að nýju. Aðspurður um það hvenær myndinni yrði lokið, sagði hann, að frá þeirra bæjardyrum yrði það eins fljótt og mögulegt væri. Hann sagði að ef þau gætu lokið tökum á næsta ári, yrði myndin ttlbúin til sýninga 1980 — 81. Páll sagði aö þýski kvikmynda- leikstjórinn Werner Herzog, sem kom hingað til lands I marsmán- uði siðastliðnum, heföi haft mikil áhrif á sig. „Ég hefði aldrei farið af stað með þessa mynd, ef ég hefði ekki hitthann,” sagði Páll. —GB sýnd. Myndin erallt I kring, hvergi er blettur þar sem hún er ekki. A þennan hátt skapast eins konar samruni milli áhorfandans og myndarinnar, og áhrifin verða sterkari en áður. Panrama-aðferðin byggir á þvi að varpa mynd, sem er eins og sjónsviðáhorfandans, eða um 180 gráður, inn i hálf-hvelfingu. Myndin er tekin á kvikmyndavél, sem hefur fiskaugalinsu, þannig að á filmunni verður myndin kringlótt og afmynduð. Við sýn- Guðmundur Tegeder og Margrét L. Jónsdóttir I hlutverkum sínum. Panrama: KVIKMYNDA TÆKNI FRAM TlÐARINNAR ? ÞURSAGINNING Hinn i'slenski Þursaflokkur munveraharla vinsæll i músik- iðnaðinum um þessar mundir, enda láta þeir allstórlega og umslag nýjustu framleiðslunn- ar, Þursabits, þekur glugga hljómplötuverslana. Það verður að segjast til hróss, aö piltar þeir, sem að þessu standa, hafa heldur reynt að hysja brækurnar upp um þann þurfaling,sem kallast is- lensk poppmúsík. Og þeir virð- ast hafa ögn af einhvers konar þjóðlegum metnaði. Þeir reyna t.d. að sækja efnivið sinn 1 tón- um og texta til þess litt notaða auðs, sem felst i gömlum visum oglögum, i' stað þess að sleikja leifarnar af billegri erlendri verslunarmúsik. Þessvegna er það leiðinlegt, að þeir skuli samt vera svo háð- ir þeim djöfulgangsstil, að ekki verður betra úr. Það er nokkuð erfitt að til- greina i hljómlausum orðum, hverju er áfátt i tónmeðferð. En viss hundavaðsháttur er i sam- ræmi við þær bókmenntalegu upplýsingar, sem birtar eru meö textunum. Þar segir m.a. réttilega um brúökaupssálminn i Hólabók- inni 1619, að hann hafi „eflaust verið sunginn við mörg Islensk brúðkaup.” Ojú, siöast vissi ég hann sunginn við brullaup uppi á Smyrlabúðum i Heiðmörk i 10 stiga frostí á gamlársdag 1976. En slðan kemur þetta brot úr bókmenntasögu: „Guðbrandur biskup Þorláks- son gaf Hólabókina út árið 1619 og var það seinni sálmabókin sem hann lét gera. Súfyrri, sem var jafnframt fyrsta islenska sálmabókin, kom út 1589 og var hún mun ófulikomnari og verri en Hólabókin 1619. 1 formála Hólabókar 1619 telur Brynjólfur (sic) biskup sjö ástæður fyrir þvi að hann gefur þessa sálma- bók út i annað sinn.” Við þessa stuttu klausu er sitt- hvað að athuga: 1) FyrrisálmabókGuðbrands var ekki hin fyrsta á islensku. 'Aður hafði Marteinn biskup gef- ið út sálmakver 1555 og GIsli Jónsson biskup annað árið 1558. 2) Munurinn á útgáfum sálmabókarinnar 1589 og 1619 var ekki meiri en svo, að i fyrri útgáfunni voru 328 eiginlegir sálmar, en i hinni seinni var 38 bætt við og örfáir felldir niður. Nær aUirsálmari'bkðum útgáf- um voru þýddir úr lati'nu og þýsku. Einungis um 20 eru frumortir og aðeins helming þeirra má rekja til nafn- greindra höfunda. 3) Látum vera, þótt Brynjölf- ur biskup komi í staö Guð- brands. En af klausunni mætti skUja, að biskup hefði samið formála sinn einvörðungu I til- efni seinni útgáfunnar. Formál- inn er hinsvegar þegar i' fyrstu útgáfunni. Af frásögninni um Leirulækj- ar-Fúsa mættí halda, að það hefðiverið eitthvert séreinkenni hans að yxkja brúðkaupsljóö i veislum. Náði guð. Það var regla fremur en undantekning i meiriháttarbrúðkaupum, aðort væru brúðkaupskvæði og vita- visur og menn einatt fengnir til þess fyrirfram. En uppákomur af þessu tagi voru einnig al- gengar, þegar vinið var tekið að verma sál. Þetta erukannski ekkimikils- verð atriöi, en þaú vekja strax Ulan bifur. Er þá ekki höndum kastað tU fleiri atriða? Þetta er likt og þegar prófuð er alfræði- bók. Maður flettir upp á nokkr- um atriðum, sem maður kann sjálfur góð skU á. Sé þar ekki rétt með fariö, er naumast hægt að bera traust tU bókar- innar að öðru leyti. Það tekur nefnilega ekkert meira pláss að fara með rétt mál en rangt. Hið alvarlega við svona subbuhátt er, að hrekklausir að- dáendur trúa þvi, að rétt sé með farið. Um daginn vorum við nokkur stödd inni Leynifoss- gljúfri við Hagavatn. Þar er góður hljómburðurog við tókum lagið. Tveir efnispiltar úr menntaskóla vildu syngja „Hér er ekkert hrafnaþing”, og þaö leist mér vel á. En mér brá nokkuð, þegar þeir komu i ann- arri hendingu með amböguna „hér er dans og tregi” i stað „enginn tregi”! Og stóðu fast á þvi, að svona ætti það að vera. Það var ekki fyrr en ég fór að kynna mér þessa plötu, að ég skildi, hvaðan smekkleysan var runnin. Vissulega eru oft tU mörg af- brigði sömu visu. Stundum geta þau jafnvel orðið betri en upp- haflega gerðin. Þjóðin slí'par til. En mér er ómögulegt að finnast annað en umrædd gerð sé sprottin af fávisku fremur en sérvisku. Nema hér eigi hugvit- samlega að geta i eyður rétt einsog hlustendur virðast eiga að umskrifa i huga sér „þursa- smiðina” i næstu vi'su, sem eng- innbotn fæst ella i. A.m.k. hefði Bósi ekki kveðið svona: Leikum nú vorn listaleik, landsins kappar verða. Bli'ðuspjall og spúsan keik, þvi nú skal jarlinn herða. Um söngmn á plötunni má segja, að hann er á stundum hálfgerður jarmurog jaðrar við væmni. Slikt þola þessir textar illa. Sumsstaöar á væmni blátt áfram heima og verður þá ein- att drepfyndin, svosem við suma texta Daviðs Stefánsson- ar. Og grátsöngvarar eiga sinn tilverurétteinsog Johnny Ray á sinum tfma og jafnvel Hreinn Pálsson. En þótt ekki sé tiltöku- mál, að raularar á borð við Bjögga Halldórs fái manni klfgju með disætindum á kostn- að gamalla barnavisna, þá verða af einhverjum sökum gerðar meiri kröfur til þessara stráka. Djöfulgangurinn I hljóðfærun- um á liklegaaö veratil mótvæg- is. Nú er djöfulgangur einmitt oft með þvi skemmtilegra I músik, þegar hann á sér ein- hvern rökréttan tílgang. Nefn- um af handhófi dans tröllsins i Eldfugli Stravinskis eða loka- þáttinn i' 7. sinfóniu Bidda gamla. En hversu oft sem ég hlusta á þessi högg og slög, sem I sjálfu sér eru hnitmiðuð og markviss, þá finn ég ekki aðra lausn en hér sé mikill hávaði útaf engu. Æ, þetta er vist orðiö heldur neikvætt. Þvíað þrátt fyrir allt er margt gott á plötunni, og það situr I manni. Nefnum sem dæmi trallið I kringum brúð- kaupsvisur Fúsa. En einmitt þessvegna verðum viðheimtufrek ogþykir leitt, að allt skuli ekki vera nógu gott. Ekki er unnt að útlista i smáat- riðum, hvaö eigi að vera öðru- vi'si eða hvernig. En einhverra hluta vegna finnst okkur, að þessir drengir hafi það i sér að vilja bæði oggeta gert betur. Og þá er spurningin, hvort verður sterkara, viljinn eða bissniss- inn. Þursarnir ingu, leiðréttist myndin með þvi að henni er varpað frá hæsta punktí hvolfsins niður á holspegil sem er fyrir miðju þessa hálf- -hvelfingar tjalds. Þvermálslina hálf-hvelfingarinnarhallar um 30 gráður miðað við lárétta linu, til þess að áhorfandinn skynji hlut- ina rétt. Philippe Jaulmes, upphafs- maður þessarar aðferðar, segir að hún komi til með að umbylta kvikmyndagerðinni hvað varðar tækni, myndmál og skynjun. Breyting á venjum og viðbrögð- umáhorfenda kemur til með aö verða mjög mikil. Mesta breytingin verður á þvi hvernig þrivlddin kemur fram. Jaulmes segir að þessi aðferö endurvarpi þri'viddinni eins og mannsaugað skynju hana. En það er alkunna að skynjun og fram- setning á þrivi'dd eru menningar- arfleifð. Á miðöldum var fram- setning {H-ividdarinnar ekki til. Stærð persóna i máiverki var miðuð viö mikilvægi þeirra, en ekki fjarlægð þeirra frááhorfand- anum. Það er menningarieg al- ræðisstefna „meistaranna” á Ita- liu 15. aldar, sem verður að lög- málum þrividdEU-innar á Endur- reisnartimabilinu. Þessi lögmál eru i fullu gildi i dag, og ná til linsanna, bæði I töku- og sýning- arvélum samtimans. Við erum svo mótuð af þessari framsetn- ingu þrividdarinnar, að allt sem ekki hlitir þessum lögmálum, virðist vera rangt. Þess vegna mun þrfviddin i Panrama valda töluverðum óþægindum. Hver verður svo framtið Pan- rama? Rannsóknir standa yfir I þvi skyni að koma slikum tækjum fyrir I tveim sölum I Paris, og Bandarikjamenn hafa þegar haf- ið notkun á svipaðri aðferð, sem þeir kalla Omnimax. Mesta ó- vissan rikir þó um viðbrögð al- mennings. Eitt er vist, að ekki veitir sjónvarpið honum það sama og Panrama. —GB (heimild: La revuede cinéma, imageet son.)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.