Helgarpósturinn - 24.08.1979, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 24.08.1979, Blaðsíða 24
__he/garpásturinrL. Föstudagur 24. ágúst 1979 # Svo er að heyra sem verulegr- ar endurnýjunar sé að vænta á, háttvirtu þingliði eftir næstu kosningar. Er breytinga að vænta, á framboðslistum allra flokka, einsog reyndar er ekki ó- algengt, en samt er vart óvenju- legrar þreytu hjá ýmsum þing- mönnum stjórnmálaflokkanna sem þó hafa ekki sérstaklega lengi setið á þingi. Alþýðubanda- lagið fer ekki varhluta af þessari þróun, og hefur þegar verið sagt frá þvi að m.a. muni Jónas Arna- son, alþingismaður ekki gefa færi á sér á nýjan leik. Nú hefur Helgarpósturinn það fyrir satt að annar rithöfundur úr þingliði flokksins, Svava Jakobsdóttir muni draga sig út úr pólitikinni og væntanlega snúa sér að ritstörf- unum af fullum krafti. Þar meö losnar sætiösem Svava hefur haft á listanum i Reykjavik og eru menn þegar farnir að leita að væntanlegum arftaka. Ekki þykir annað koma til greina en önnur kona verði fyrir valinu og herma fregnir að langliklegust til að hreppa þetta sæti á listanum sé Alfheiður Ingadóttir, blaðamað- ur á Þjóðviljanum.... # Fyrir ekki mjög löngu bættist við nýtt skemmtihús á Akureyri. Þar hafa þau löngum verið ein um hituna I skemmtanalifinu, Sjáifstæðishúsið og Hótel KEA, en ungir athafnamenn tóku sig til fyrir skömmu og stofnuðu diskó- tek sem nú hefur starfað um skeið og heitir H-100. Þar er bæði bar, matsala og dans. Þeir félagar munu i upphafi ekki hafa haft úr mjög miklum fjármunum að spila og um tima voru framkvæmdir við staðinn strand af þeim orsök- um. Hins vegar fóru þær svo skyndilega af stað aftur og er sagt að þar hafi stórmamma þeirra Norðlendinga, maddama KEA lyft pilsfaldinum. Hafi kaupfélag- ið veitt nýja staðnum hagstæðan greiðslufrest og úttekt. KEA hafi séð sér hag i þvi að bakka upp strákana á H-100 með tilliti til samkeppni við gamla Sjálfstæðis- húsið-- # A útvarpsráðsfundi nú i vik- unni var samþykkt að fara þess á leit viö fimm blaðamenn að þeir stýrðu jafnmörgum umræðuþátt- um I útvarpinu i næsta mánuði. Er hugmyndin að þessir þættir verði i svipuðum dúr og þættirnir sem þingmennirnir sáu um i sumar og þóttu takast allvel. Verða j>ættirnir á sama tima og þeir eöa á sunnudagskvöldum eftir kvöldfréttir, en að öðruleyti fái umsjónarmenn hvers þáttar frjálsar hendur um efni og þátt- takendur. Þeir blaðamenn sem fariö var fram á að verði um- sjónarmenn þessara þátta eru Sigurveig Jónsdóttir og Halldór Reynisson á VIsi, Guðjón Arn- grimsson á Helgarpóstinum, Alf- heiöur Ingadóttir á Þjóðviljanum og Frlða Proppé á Morgunblað- inu.... © Þá hefur verið ákveðið aö morgunhanarnir vinsælu Páll Heiöar Jónsson og Sigmar B. Hauksson fari fram úr rúminu á nýjan leik meö Morgunpóstinn og er ráðgert aö þátturinn verði með svipuðu sniðiog á svipuðum tima og i fyrravetur. Reiknað er með að fýrsti þáttur á þessu hausti verði sendur út 3. sqttember.... # Afram með útvarpið: Sagt er að starfsmenn þess hafi aö mestu háldiö að sér höndum hvað varð- ar undirbúning vetrardagskrár- innar. Astæðan er fyrst og fremst sú að enn hefur útvarpsráð og út- varpsstjórn ekki tekið skýra af- stööu til þeirra viðhorfa sem komiðhafafram um breytingar á uppbyggingu dagskrárinnar og matreiöslu dagskrárefnis. Þessi viðhorf komufram fyrstí skýrslu Hjartar Pálssonar, dagskrár- stjóra til útvarpsráös og mikla athygli vakti i vor er Helgarpóst- urinn greindi frá efni hennar, og nú siðast I niðurstöðum hlust- endakönnunarinnar, sem um margt styðja reyndar þær hug- myndir sem dagskrárstjórinn varpaði fram i skýrslunni. Hafa starfsmenn dagskrárdeildar I raun beöið siöan í vor eftir þvi að þessar umræður yrðu hafnar þvi fráleitt væri að skipuleggja dag- skrá langt fram í timann án tillits tilbreyttra viðhorfa.Númá búast við þvi að þessi mál verði i heild sinni tekin til umfjöllunar á vett- vangi útvarpsráös á næstu vik- um, oger ekkióliklegt að málefni tónlistarinnar i útvarpinu verði með þeim fyrstu á efnisskrá þeirrar umræöu.... • Og enn áfram meö útvarpið: Þess má geta að Helgarpósturinn hefur fregnað að nú hafi verið á- kveðið að Hagvangur framkvæmi þriðju hlustenda könnunina fyrir útvarpið (hljóðvarp og sjónvarp). Er ráðgert aö hún fari fram nú I haust og verði á svipuðum grund- velli og siðasta könnun... # Við sögðum frá þvi I Helgar- póstinum fyrir nokkrum vikum aö jafnréttissiöa Þjóðviljans hefði fariö fyrir brjóstið á ýmsum á- hrifamiklum öflum f flokks- maskinu Alþýöubandalagsins eftir aö nýir umsjónarmenn hennar birtu fyrr i sumar viötal við konu sem ekki fór sérlega fögrum oröum um Sigurjón Pétursson, forseta borgar- stjórnar. Var birtingu siðunnar frestað æ ofan I æ eftir þetta við- tal. A ýmsu hefur gengið siðan og m.a. hafa birst á prenti ásakanir frammámanna innan flokksins um að jafnréttissiðan sé ekkert annað en kynlifsslða og þar fram eftir götum. Ritstjórar Þjbövilj- ans hafa orðið fyrir miklum þrýstingi flokkshesta um aö láta þessa umdeildu siðu lönd og leið. Upp úr sauð um siðustu helgi þegar Einar Karl Haraldsson, ritstjóri lét stöðva birtingu sið- unnar i laugardagsblaðinu. Bar hann þvi m.a. fyrir sig að efni hennar ætti ekkert erindi á jafn- réttissiöu, en þar átti að fjalla um ofbeldi á skemmtistöðum, m.a. i framhaldi að þeim umræðum sem oröið hafa undanfarið um dyravörslu. Fundur var haldinn af þessu tilefni i Rauðsokkahreyf- ingunnis.l. mánudag og uröu þar heitar umræður. M.a. var um það rætt að hreyfingin sliti öllu sam- starfi viö Þjóöviljann vegna þessara ritskoöunaraögerða en félagar i hreyfingunni hafa ann- ast jafnréttissiöuna. Ljóst er að slikt hefði oröið verulegt áfall, bæði fyrir blaöiö og flokkinn, enda jafnréttishreyfingin fyrir lögnu orðin sterkt afl i isienskum þjóðmálum. Fulltrúar rauösokka áttu slðan fund með Einari Karli oggerðu greinfyrir sinni afstöðu. Ljóst var hins vegar aö ritstjórn Þjóðviljans hafði ákveðiö aö jafn- réttissiðan skyldi út úr blaðinu, það haft við orö aö almenn efnis- uppstokkun væri ein af ástæðun- um, og fleiri slikar siður ætti að legja niður, m.a. siöu þá sem samtök herstöövaandstæðinga nafa séð um. Niðurstaðan varðsú að málið skyldi rætt á almennum ritstjórnarfundi með blaðamönn- um Þjóðviljans. Sá fundur var svo i fyrradag. Þar gerðist það hins vegar að eftir miklar um- ræður taldi ritstjórinn sér ekki stætt á aö leggja siðuna niður. Jafnréttissiðan verður þvi áfram i Þjóðviljanum en sú breyting gerö á ritstjórnhennar að einhver innanhúsmaður á blaðinu verður eins konar ábyrgðarmaður og mun vinna með umsjónarmönn- unum að mótun hennar.... #Nýtt sveitarstjórnarmanntal er væntanlegt áöur en langt um liöur, ogmenn sem voruaö vinna að útgáfu þess ráku upp stór augu, þegar komiö var að Múla- hreppi i' Barðastrandarsýslu. Oddvitinn þar var skráður til heimilis i Hraunbæ i Reykjavik. Og þegar enn betur var að gáð k<gn. .i ljós aö hinir hrepps- aefndarmennirnir voru einnig skráöir fyrir sunnan — einn I Hveragerði og annar i Grindavik. 1 Múlahreppi hafa menn vist ekki haft vetursetu sl. þrjú ár heldur fara þangað á sumrin til að vitja um hlunnindi og stunda grá- sleppuveiðar... # Þótt við séum töluvert upp með okkur af getspeki okkar varöandi væntanlegar embættis- veitingari'kerfinu, þá bregstokk- ur einstaka sinnum bogalistin. Ein slik afbrennsla var þegar As- geir Pétursson fékk fógetaem- bættið i Kópavogi en við veöjuð- um á Elias Eliasson, bæjarfógeta á Siglufirði — með pottþéttum rökstuðningi, sem reyndist þó ekki nægilega þéttur. Nú er hins vegar sagt að Framsóknarmönn- um hafi þótt meira I húfi að koma að góöum manni i Borgarfirði með þvi að losa um fógetaem- bættið þar og eru menn að geta sér til um að það sé ætlað Má Péturssyni #1 þessu sambandi er þó rétt að fram komi, að viö gátum okkur rétt tíl um að Friðrik Páll Jónsson myndi hreppa fréttamanns- stöðuna hjá útvarpinu, sem losn- aöiþegar Vilhelm G. Kristinsson hætti. Útvarpsráð samþykkti ráðningu hans ágreiningslaust fyrr i vikunni eftir að fyrir lágu umsagnir útvarpsstjóra og fréttastjóra, þar sem mælt var meðaðhannyrði ráðinn. Þá mun gengið út frá þvi að Jón Viöar Jónsson og Stefán Jón Hafstein skipti á milli sin hinni óskipuðu stöðu á fréttastofunni, sem Friö- rik Páíl sat i áður... # Sæðisbankafréttin okkar á dögunum hefur komið róti á hugi ýmissa mætra þjóöfélagsþegna. Einn annálaður karlrembings- gikkur kom aö máli við HP og kvaö vel til fundið að forstööu- maður nýja bankans yrði kona, sem yröi um leiö fyrsti kven- bankast jórinn. Hvers vegna kona? Jú, aöeins kona gæti tekið við innstæðunum... # Sem innlegg i umræðuna um jafnréttismálin leggjum viö hér fram staðal lönaðarmálastofnun- ar tslands, sem kveöur á um stæröir, mál þyngdir og gæöa- kröfur svokallaöra staöalfreyja. Staðallinn var gjöröur kunnugur i riti Iönaöarmálastofnunarinnar, lönaðannál þann fyrsta fjóröa sjötiu og eitt og hljóðar svo: ' Staðalhþessi kveður á um stærðir, mál þyngdir og gæðakröfur staðalfreyja svo sem flugfreyja, bílfreyja, skipsfreyja og annarra freyja, er vinna þjónustustörf i þágu almennings. 2 Mál og þyngd Eftirfarandi tafla sýnir kröfur um mæramál freyja, ásamt leyfi- legum frávikum. Liggi mál milli staðlaðra tölugilda, getur stööl- unardeild IMSÍ veitt undanþágur, einkum á fáförnum og afskekkt- um leiðum. Flugfreyjur og bil- freyjur, sem sinna störfum i þröngum göngum á milli sæta- raða, mega þó hafa stærri brjóst- mál og minna mjaömamál en taflan sýnir. .ii V'***" , ,,(!• W,ot‘í„l UfP **'. •**'*; .aufW*- * i ** •**5U5 ,„Wu.. ____—íí5***‘ Sfls 3-2 ;;; Yiu’lr-’* . »***‘f' \,6»i •TTtL V*'un " r ... *» *“,K Hæð(H) Brjóstmál Mittismál Mjaömamál Þyngd mm mm mm mm Newton 2000 1080+20 720+10 1160+20 1050+100 1900 1030+15 680+10 1100+15 920+90 1800 980+15 640+10 1040+15 780+80 1700 900+10 600+5 960+10 660 + 70 1600 850+10 575+5 900+10 550+60 1500 800+10 540+5 850+10 450+50 3 Gæðakröfur 3.1 Limaburður Freyjur skulu hafa lipran lima- burð, létt göngulag og gönguhraði skal vera sem næst 500 mm/sek. Prófanir á sveigjanleika og form- festu skulu gerðar eftir ASTM- staðli D 790. 3.2 Litarfesta Litarfesta andlita skal standast 7200 sek. álag við allt að 30 C hita, 800—1200 millibar loftþrýsting og 30—80% rakastig. 3.3 Ljómi Freyjur skulu vera broshýrar til umhverfisins, og ljómi streyma frá ásjónu þeirra og fasi. Ljóminn mælist I candela og skal vera minnst 25 candela, þegar þreytan er mest. 3.4 Framsögn Freyjur skulu tala gott mál, framsögn vera áheyrileg og þýð. Raddstyrkur skal vera um 50 decibel og tónsvið 300—700 hz. Raddstillingar skulu geröar sam- kvæmt ISO Recommendation R 16. 4 íST-merking Freyjur, samkvæmt staðli þess- um, skulu bera merki staðalsins IST 6.6 á sér, þegar þær eru að starfi. NauTasniTcnei Nautagullasch Nautamörbrá Nautafillet Nauta roast beef Nauta T.Bone steik Nauta grillsteik Nautahakk lO.kg. nautahakk Kr. Kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. kr. kg. 3.830 5.560 5.650 3.900 2.480 1.540 2.280 1.980

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.