Helgarpósturinn - 24.08.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 24.08.1979, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 24. ágúst 1979 —helgarpásfurínn_ Djúpsteiktur skötuselur Að þessu sinni leggur Birgir Jónsson, i Halta hananum til helgarréttinn. Hann er tekinn af matseðli hússins, og heitir ein- faldlega „Djúpsteiktur skötu^ selur.” 1 kiló skötuselur 2 bollar hveiti 1 egg 1 pilsner salt pipar paprika og sykur eftir smekk. Skötuselurinn er hreinsaður og skorinn i bita einn til tvo | sentimetra á breidd og tiu senti- metra á lengd. Hveitinu, egg- , inu, pilsnernum, og kryddinu er blandaö saman og búinn til jafn- ingur. Fiskbitunum er siðan dif- ið i jafninginn, og þeii látnir steikjast i djúpri feiti i fjórar til fimm minútur, eða þar til þeir | eru brúnir. Skötuselurinn er borinn fram með remoulaöi- sósu, sitrónu og frönskum kar- | töflum. Uppskriftin er fyrir fjóra. Póstur að störfum: kvenmaður aö sjálfsögðu. KVENFÓLKIÐ HEFIIR TEK- IB YFIR PÓSTBURBINN „Kollegar” Helgarpóstsins, póstarnir I Reykjavik, eru fleiri en flesta grunar. Alls bera 83 út póst í Reykjavik, en talsverður hluti þess fólks er i háifu starfi. - Talið er að heil störf við póstút- burð séu 53. Sumrin eru lar.gminnsti ánna- timinn i útburði, vegna sumar- leyfa. Þá eru skólar, margar opinberar stofnanir, og ekki sist prentarar i sumarfrlum og þvi minna bréfefni að bera. Ekki þarf að leiða getum að þvi hvenær mest er aö gera: Það er um jólin. Starf póstsins hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum árin, eins og^eðlilegt hlýtur að teljast.Stærstcr breytingin er sjálfsagt sú að þetta starf, sem eitt sinn þótti virðingarstaða fyrir karlmenni, er nú unnið af kvenþjóðinni að miklum hluta. Þær vinna við útburð hluta úr degi bera út i hverfið sitt. Langflestir póstar, hvort sem þeir eru karlkyns eða kven- kyns^hafa þar að auki einhvers- konar ökutæki sér til þæginda, oftast bil. -GA. Gatnamálastjórinn Ingi Ú. „EKKI A HEUARÞRÖM" Göturnar í gamla bænum standa fyrir sínu „Stærsta framkvæmdin i sum- ar hefur tvimælalaust veriö tvö- földun Elliöavogsins”, sagði Ingi tL Magnússon, gatnamálastjóri Reykjavikur, þegar Helgarpóst- urinn spurðist fyrir um gatna- gerðarframkvæmdir I ár. Það hefur varla farið framhjá neinum, sem ekur um Reykjavik að staðaldri að nokkur stór um- ferðarhorn hafa tekið breytingum uppá siökastið. „Við höfum t.d. breytt horninu á Suöurlandsbraut og Reykjavegi, bæði breikkun Suöurlandsbrautarinnar og með þvi að setja umferðareyjar á gatnamótin. Við höfum einnig komið fyrir eyjum við Safamýr- ina og viðar. Þá höfum við unnið talsvert við Bíldshöfðann, og lag- fært ýmsar slaufur útfrá Miklu- brautinni og Austurlandsvegin- um. Þetta hefur verið það viöa- mesta, auk nýju hverfanna. „Annars er þannig komið fjár- málunum að ekki er um annað að ræða en að halda aö okkur hönd- um. Það hefur orðið að fækka Hótel Borg í fararbroddi Opið í kvöld frá kl. 9 — 3 Diskótek í kvöld, og laugardag Gömlu dansarnir sunnudagskvöld, Hljóm- sveit Jóns Sigurössonar ásamt söngkonunni Matty. Matur framreiddur frá kl. 18 öll kvöld. Besta dansstemmingin, borginni er á BORGINNI Borðið - Búið - Dansið á Hótel Borg verkefnunum talsvert, bara til að eiga fyrir þeim verkefnum sem ráðist er i.” Að sögn Inga er ávallt reynt að haga framkvæmdum þannig að þær trufli umferð sem minnst, en stundum er erfitt að komast hjá þvi. Þegar unnið er við meirihátt- ar umferðagötur, er reynt að koma þeirri vinnu fyrir um helg- ar, eða á kvöldin, en það er ekki alltaf sem það er hægt. Þegar Ingi var spurður hvernig ástand gömlu gatnanna í bænum væri, svaraði hann þvl til að það væri þokkalegt, þótt undirlagið gæti sumstaðar verið betra. „Það er margt sem þarf að lagfæra, en viö erum ekkert á heljarþröm þeirra vegna”, sagði hann. — GA SðLUBÖRN Á föstudögum er afgreiðsla Helgarpóstsins opin frá kl. 9 f.h. Söluböm eru hvött til að koma að Hverfisgötu 8-10, (við hliðina á Gamla biói)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.