Helgarpósturinn - 02.11.1979, Síða 5
5
-v_.:___
___halljarpnc;tl trinn Föstudagur 2. nóvember 1979
Rúrl, sú viö endann á boröinu, átti fyrsta g erninginn af þeim sem haldnir hafa veriö undanfarin
fimmtudagskvöld. Meö henni voru þrlr aörir og þau drukku skál Islensku þjóöarinnar. I glösunum voru
miöar sem á stóö annarsvegar Bjór, og hinsvegar Sjeniver. Miöarnir voru slöan boröaöir og vatniö
drukkiö meö. Fleira var faliö I þessum g erningi.
Flipp eða list?
eftir Guðjón Arngrimsson
Fyrri hluti g'ernings Ólafs Lárussonar var I þvl fólginn aö hann færöi
rósir milli tveggja vasa, og dýföi þeim ofan I margar litlar málningar-
dósir I. leiöinni. Þetta endurtók hann nokkrum sinnum. Siöari hluta
gernings hans eru gerö skil I greininni. Sökum myrkurs var ekki hægt
aö festa hann á filmu.
„Alit er nú hægt aö kalla list”,
heyrir maöur oft sagt. Flestir
viröast hafa sinar hugmyndir um
hvaö má kalla list, og hvaö ekki.
Svoleiöis hefur þetta vist veriö frá
upphafi, en kannski aldrei eins
áberandi og á siöustu tímum, nú
þegar aukins frjálsræöis er fariö
að gæta. Nú eru listamenn i
auknum mæli farnir aö gefa hug-
myndafluginu lausan tauminn, og
hin heföbundnu listform, mynd-
list, tónlist, leiklist viröast farin
aö riölast.
Þetta eru nú engin ný sannindi.
Mér kom þetta hinsvegar I hug,
eftir að hafa farið á gjerning i
fyrsta skipti á ævinni. Gerning
þann, eöa performance, eins og
þaö heitir á fagmáii, fram-
kvæmdi ólafur Lárusson eitt -
f i m m t u d a gs k v öl diö fyrir
skömmu I kjallaranum að Fri-
kirkjuvegi 11.
Nú er ég enginn áhugamaður
um myndlist umfram þaö sem
venjulegt getur talist (sýning
Errós er aö mig minnir eina
sýningin sem ég hef farið á af
eigin frumkvæöi). Þaö var þvi
fyrst og fremst forvitni sem
olli þvl aö ég sat I myrkvuöum
kjallaranum og fyigdist meö Óiafi
Lárussyni ,,ge ra”.
Gerningar éru talsvert annað
en hin frægu „Happening show”,
sem skutu upp kollinum viða fyrir
nokkrum árum. Uppákomurnar
eru ekki undirbúnar sérstaklega,
heldur leiknar af fingrum fram á
staðnum. Gerningar aftur á móti
eru vandlega undirbúnír, mis-
mikið er lagt i þá að visu, en
stundum búin til heilmikil sviðs-
mynd, ásamt búningum og hver
veit hvað.
//Þá er bara að
þakka fyrir"
Ólafur Lárusson hafði greini-
lega undirbúið sig. Hann stóð i
öðrum enda litils salarins, á móti
áhorfendum, og makaði með
höndunum málningu á glerplötu
sem hann haföi rammað inn. A
miðju gólfi var skuggamynda-
sýningavél, og framan á henni
skifa, sem geröi ljósið, sem lýsti
Ólaf upp, margbreytilegt og
dálitið dularfullt. Við hlið sér
hafði Ólafur borö með litum og
vatni, og þegar hann hafði makað
einum lit á glerplötuna tók hann
rennblauta tusku og þvoði hann
af, og makaði siöan nýjum lit á.
Svona hélt hann áfram i góöa
stund, og undir hljómaði hamars-
högg,«og dálitill væll, af segul-
bandi. Um 25 manns voru i kjall-
aranum að fylgjast með, ungt fólk
að mestum hluta, og greinilega
fólk úr myndlistarkreðsum.
Eftir svona kortér sló Ólafur
skyndilega flötum lófa i gegnum
glerið, svo brotin þeyttust
frammi salinn. Af þessu kom
talsverður hvellur, og fólkinu brá
sýnilega. ólafur sté til hliðar,
útúr ljósinu, og ramminn sveifl-
aðist i rólegheitum. Skýr skugga-
mynd hans.var á veggnum fyrir
aftan. ólafur gekk út og þurrkaði
sér um hendurnar. Fólkið sat og
horfði á rammann þar til hann
hafði staðnæmst, þá kom ólafur
aftur inn, slökkti á sýningar-
vélinni, segulbandinu og kveikti
ljósin.
„Þá er bara að þakka fyrir”,
sagði hann kurteislega og hneigöi
sig, og við áhorfendur klöpp-
uðum.
Svo gekk fólkið út. Sýningunni
var lokið.
Að gera
Fróðir menn segja mér aö þessi
tegund listar sé svona um 10 ára.
Að vlsu hafi uppúr 1960 farið að
bera á tilraunum I þessa veru, en
það hafi verið hálfgert hálfkák.
Hérlendis hefur þetta heldur
ekki fengið almenna viður-
kenningu, enda er þetta hættu-
lega nálægt þvi aö vera hreint
flipp. Helst hefur það verið fólk úr
nýlistadeild Myndlistaskólans,
sem sprellað hefur á þennan hátt.
Það er fyrst um þessar mundir
sem einhver alvara virðist vera
að færast i gerningana. Til að
leggja áherslu á það standa
nokkrir áhugamenn um gern-
inga fyrir nokkrum slikum á
fimmtudagskvöldum, og er þá
gjarnan aðeins einn á kvöldi eða
kannski tveir. Einn performanse
á að jafngilda einni málverka-
sýningu, og þvi er það talið rýra
gildi þeirra að hafa þá „með”
öðru.
Það hefur lika verið uppgangi
gerninga til tafs aö hér á landi
hefur þetta einungis verið
stundað af myndlistarmönnum i
hjáverkum. Erlendis eru til menn
sem „gjöra” bara tvisvar til
Kristinn Haröarson meö g.erning I fjórum hlutum. Einn hiutinn var I
þvi fólginn aö hann sneri baki 1 áhorfendur, var meö bala sér viö hliö,
tvo uppstoppaöa þresti á boröinu, og skrúbbaöi stööugt á sér bakiö.
Undir hljómaöi svo sjávarniöur.
þrísvar a ári og ekkert annað.
Þeir þykja lika góðir, og hafa sett
standard sem áður var ekki til.
Kannski fyrst og fremst þess-
vegna hefur myndlistarfólki
reynst erfitt að fá fólk til að lita á
gýrninga sem list, en ekki sem
fiflalæti. Gerningar geta verið
misheppnaðir og slappir, alveg
eins og aðrar listsýningar geta
verið.
Ég er ekki frá þvi að gerningur
Ólafs Lárusonar hafi verið alveg
bærilegur. Ég vissi reyndar
ekkert hvaö maðurinn var að
fara, og hafði engan samanburð,
en athöfnin var fáguð, og skildi
eftir sig einhver áhrif, sem engin
leiö er að skilgreina. Svipað og
þegar maöur kemur af góðri bió-
mynd eða leiksýningu.
List/ og þá
hverskonar list?
Mér finnst reyndar vafamál
hvort gerningar eiga að teljast til
myndlistar. Þetta likist i fljótu
bragði meira leiklist, og tónlist
kemur einnig inni dæmið. Og eins
og leiklistin er gérningurinn
bundinn af ákveðnum stað og
ákveðnum tima. En svo má lika
segja að sviðiö sé ramminn utan
um málverkiö. Að minnsta kosti
eru það myndlistarmenn sem
stunda g eirninga en ekki leik-
arar.
Einn bandariskur myndlistar-
maður ku hafa útskýrt nokkuð vel
hvað verið er að fara i að minnsta
kosti sumum g;erningum. Hans
geírningur var að skjóta byssu-
kúlu i gegnum hendina á sér.
Hann vildi gera sársaukann raun-
verulegan hluta af verki sinu, og
sagði sem svo, aö i ljóðum, skáld-
sögum, leikritum, kvikmyndum,
málverkum og öllum öðrum list-
formum væri alltaf verið að fjalla
um sársaukann, en hann aldrei
upplifaður. Hann vildi bara bæta
úr þvi.
Vist er að i gérningum er oft
leitast við að ganga fram af fólki,
að sögn, ekki til þess eins að
ganga fram af þvi, heldur til aö
stugga við þvi og vekja til
umhugsunar. Að þvi leyti getur
gérningur verið miklu ágengari
en til dæmis myndlistarsýning.
Einn ge.rning hef ég til dæmis
heyrt um, sem framinn var i
Hollandi. Sá var fólginn i þvi
að fólk var nánast pyntað. Aðeins
einum gesti var hleypt inn i salinn
i einu, af filefldum dyravörðum i
nasistabúningum. Þegar inn var
komið var gestinum varpaö i
gólfið, og hann klæddur úr öllum
fötum með harkalegum
aðferðum. Að þvi loknu var hann
settur i búr ásamt hinum gest-
unum og búrið troðfyllt af fólki.
Siðan var haft i hótunum um lik-
amsmeiðingar, sprautað vatni
yfir liöið og það niðurlægt á allan
hátt. Ekki þarf að taka fram að
þessi meðferð hafði áhrif: Fólkið
upplifði að nokkru leyti þær
hörmungar, sem voru i fanga-
búðunum á striðsárunum.
Sú spurning vaknar hinsvegar
hvort þetta eigi eitthvað skylt við
list, og ég læt henni ósvarað.
—GA
sentimetrar
og
sekúndubrot
Einstakar hópferðir til Moskvu - ævintýraferðir sem
aldrei gleymast 19/7 - 3/8 1980
Allir þeir í Moskvu verða bestu íþróttamenn heims
bestu saman komnir. Aðeins sentimetrar og
uc ‘ sekúndubrot skilja á milli þeirra sem öðlast
heimsfrægð á örskömmum tima og hinna, sem
endanlega eru dæmdir til þess að vera í skugga
betri íþróttamanna. Þú getur orðið vitni að
gráti og hlátri, gleði og sorg. Þú getur upplifað
og séð með eigin augum þá mögnuðu spennu
sem ævinlega hefur fylgt Olympíuleikunum -
stærstu og glæsilegustu íþróttakepnni allra
tíma.
Aðgöngumiðar Við eigum miða á keppni i öllum iþrótta-
fvrlr íslenska Qteinum og minnum sérstaklega á að hægt er
' . aðgreiðaaðgöngumiðanaiíslenskumpening-
peninga um.
Þrír
möguleikar
Ödýrari en
þig grunar
ÁkvÖrðun
strax
Hægt er að velja um þrjár mismunandi ferðir,
20, 11 og 12 daga langar. Innifalið i verði er
m.a. flug báðar leiðir (gegnum Kaupmanna-
höfn, gisting og fullt fæði, islensk fararstjórn
o.fl.
Olympíuferðin til Moskvu er ódýrari en þig
grunar. Áætlað verð er kr. 337.000 - með fullu
fæði. Sparivelta Samvinnubankans getur
síðan gert ferðina enn auðveldari og er t.d.
hægt að greiða allan kostnað með reglu-
bundnum greiðslum í tólf mánuði.
Aðeins takmarkaöur fjöldi sæta er til ráð-
stöfunar fyrir íslendinga. Pantið því strax -
eftir nokkrar vikur gæti það orðið of seint.
Ath. að 15. nóvember verður pantanalistum
endanlega lokað.
Allar nánarl upplýsingar á skrifstofunni.
Einkaumboð á Islandi fyrir Olympíuleikana i
Moskvu
Samvinnuferöir - Landsýn
AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899