Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.11.1979, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 02.11.1979, Qupperneq 6
Föstudagur 2. nóvember 1979 —helgarpósfuririrL. stiklod í jíiaBCKaFLóonu Gö turæsiskandida tar eftir Magneu J. Matthiasdóttur bó páskahelgin sé feröahelgi hyggja fáir á Utvist þetta skir- dagskvöld. Veðriö býöur enda ekki uppá slikt — grenjandi rigning og rok. Þó láta ekki allir slikt aftra sér. 1 austurborginni veifar puttaferöalagur þumal- fingri aö förumannasið — ein - manaleg vera, berfætt og yfir- hafnarlaus i svörtum ballkjól. Enginn sinnir þöglu ákalli henn- ar, enginn hiröir heldur um ónot- in, sem hiin hreytir Ut úr sér á eft- ir bilunum sem aka framhjá henni án þess aö nema staöar. Enginn nema vindurinn — þetta er einka-skemmtiatriöi hans. Hann dundar sér viö aö hárreyta hana, ber hana utanregnsvipu og tætir I fötin rétt einsog hann eigni sér þau. Samt þrjóskast hún viö. Hvitgrár leigubill meö glóru- augurennir út úr ssoranum, virðist fyrst ætla aö aka 'framhjá einsog hinir, en nemur staöar skammt frá. Stúlkan hleypur viö fót aö bilnum, hrasar, nær jafnvæginu þóá ný og heldur áfram. Dökk- hæröur og illa rakaöur piltur brosir til hennar út um bilglugg- ann. ,Halló vinkona. Hvert er verið aö fara?” „Hvert sem er.” „Passar. Viö erum einmitt á leiöinni þangaö. Hoppaöu uppi.” Hann opnar bildyrnar og stúlk- an skreiöist inn i sætiö viö hliö hans. Bíllinn ekur aftur af staö. „Hvaöan ertu að koma, vin- koria?” spyr dökkhæröur. Þeir eru þrlr i bilnum auk bil- stjórans — dökkhæröur, annar yngri 1 framsætinu meö axlasitt ljóst hár og miðaldra maöur i aftursætinu. Hann viröist vera meö harla litlu lifsmarki, trúlega vegna drykkju. „Úr partý.” „Fjör?” „Brjálað fjör. Þessvegna er ég hér, ha?” Dökkhærður hlær. „Ég kann vel viö þig vinkona. Þú ert annars komin á réttan staö. Aldrei dauöur, punktur hjá okkur, ha, Gummi?” Ljóshæröur tautar eitthvaö óskUjanlegt i framsætinu. „Hann er nú ekki beinlinis lif- legur punkturinn þarna i horninu.” „Tobbi? Finn náungi, Tobbi. Svona, Tobbi — hresstu þig viö, maöur. Dama i bilnum.” „Góöi, láttu hann vera. Þaö er ekki upprisa fyrr en á þriöja degi.” „Þaö var rétt, vinkona. Leyfum þreyttum aö sofa. Viltu sjúss? Gummi — réttu mér flöskuna.” „Hvaö segir bilstjórinn?” „Uss, hann segir ekkert, maö- ur. Finn náungi. Búinn aö rúnta meö okkur I allt kvöld. Bestu bllarnir hjá Steindóri. Hvaö er þetta maöur? Ertu heyrnarlaus? Flöskuna sagöi ég.” Flaskan er rétt boöleiö i aftur- sætiö. Dökkhæröur drekkur væn- an sopa, réttir stúlkunni svo grip- inn. HUn bragöar á og reynir að bregöa ekki svip þó óblandað brenniviniö svlöi hálsinn innan. Fær sér annan sopa og hóstar ekki einu sinni. Dökkhæröur er fullur aödáunar. „Þetta likar mér, vinkona. Hvaö heitiröu elskan?” „Halla. En þú?” „Beggi. Sigurbergur Oddur Steinþórsson, en kallaöu mig það ekki uppi opiö geöið á mér.” Hann hlær og tekur aftur við flöskunni. Bætir á sig Tobba er ekki boöiö, enda hann greinilega búinn aö fá nóg I bili. „Heyröu — þú kemur meö okk- ur á ball.” „Égerekkimeö neinn pening.” „Býttar engu — ég splæsi. Auö- vitaöblæöirmaöurá dömuna.ha, Gummi? „Ég er ekki 1 skóm.” „Viö reddum þvi. Ég keyri þig heim — þeir hleypa þér ekki inn skólausri. Maöur kemst ekki einusinni inn á strigaskóm. Hvar býröu?” „Skerjafiröi.” „Ekkert mál — segöu bara bil- stjóranum til.” Húsiö I Skerjafiröinum reynist vera á sínum staö. Hins vegar kemur nýtt vandamál til sögunn- ar, þegar hvitgrái blllinn kemur á áfangastaö. Stúlkan hefur enga lykla. Samt fer hún út, aögætir hvort útidyrahuröin sé læst, gáir aö bakdyrunum. En hún kemst ekki inn I húsiö. Hún gengur lúpuleg aö bilnum og sest inn aftur. „Þaö er læst,” segir hún. „Djöfuls vesen. Engir auka- lyklar?” „Hjáömmu.Þangaðferég ekki svona.” Þó ekki væri. Viö reddum þessu. Enginn gluggi opinn?” „Þvottahússglugginn. En hann er skrúfaður — þaö kemst enginn inn um hann.” „Nó problem. Viö reddum þessu. Upp meö þig Gummi —■ daman kemst ekki inn.” Nú gripur bilstjórinn i taum- ana. „Heyriði strákar — þetta geng- ur ekki.” „Hvaö er þetta, maöur? Nó problem. Pian býr hérna.” „Þaö veit ég ekkert um. Ég fer beinustu leiö á stööina meö ykkur ef þiö brjótist hérna inn. Ég vil ekki láta blanda mér 1 neitt.” „Láttu ekki svona maður. Daman þarf bara aö ná sér i skó, þeir hleypa henni ekki inn skó- lausri á óöali maöur. Viö förum ekki einu sinni inn, bara hún.” Þeir þræta um þetta fram og aftur, en loks gefst bilstjórinn upp og lætur tíl leiöast aö lita undan. Piltarnir leggja til atlögu viö gluggann, vopnaöir vasahnif. Stúlkan stendur hjá einsog 1 draumiogfylgistmeö. Þegar þeir loks hafa boriö sigur af hólmi hjálpa þeir henni inn. Húsiö er henni framandi. Hún fer hratt yfir og hljóölega, þó eng- inn sé heima, sem gæti heyrt til hennar. Finnur sér svarta lakk- skó, sem hún annarsaldrei notar, rennir greiöu i gegnum háriö. Sér aö regniö hefur leikiö andlitsfarö- ann illa — lappar uppá hann eftir bestu getu. Svo finnur hún jakka, kastar honum yfir sig, hleypur út og skellir. Félagarnir tveir eru búnirað koma glugganum I samt lag og eru sestir inn i bilinn. Þeim er ekkert að vanbúnaöi lengur. Um þessar mundir er að koma út hjá Almenna bókafélaginu ný skáldsaga eftir AAagneu J. AAatthíasdóttur og ber hún heitið Göturæsiskandidatar. Þetta er önnur skáldsaga AAagneu — sú fyrri Hægara pælt en kýlt kom út í fyrra. Þessi nýja skáldsaga fjallar um unga menntaskólastúlku sem missir stef nuna í líf inu og lendir í félagsskap göturæsiskandidat- anna. Hér á eftir birtist 2. kafli bók- arinnar og segir frá þegar stúlk- an kemst inn i félagsskapinn. „Vil helst ekki predika” — segir Magnea J. „Göturæsiskandidatar” er þriöja bók Magneu J. Matthiasdóttur. t fyrra kom út bókin „Hægarapælt enkýlt”, og áöur haföi hiin gefiö út Ijóðabók. Helgarpósturinn spuröi Magneu hvort nýja bókin væri Ifk þeirri sem kom I fyrra. „Mér finnst hún mjög ólik”, sagöi Magnea. „Efniö er annaö, og annaö efni kallar á önnur vinnubrögö. 1 fljótu bragöi kann aö viröast aö efni nýju bókar- innar sé mjög kalt, og kannski litiö sjarmerandi þar til betur er aö gáö”. „Þessi bók, eins og hin reynd- ar, er um efni sem almennt er ekki fjallaö um í okkar bók- menntum. Það hefur veriö gengiö framhjá þessu fólki og þaö varla taliö til manna. Mig langaöi til aö sýna fram á aö jjetta er lifandi fólk, sem hefur tilfinningar eins og aörir og á sitt lif, hvernig svo sem mér hefur tekist til”, sagöi Magnea. Matthiasdóttir Nýja bókin „Göturæsiskandi- datar” gerist i Reykjavik i nú- timanum, og er skáldsaga, „aö sumu leyti”, eins og Magnea oröaöi þaö. „Kveikja aö þessu eru raunverulegir atburöir, sem siöan er ekki nákvæmlega fariö meö. Ég miöa hinsvegar viö hluti sem gætu veriö aö gerast og eru aö gerast”. „Þetta er bók um fólk sem er aö tapa f okkar þjóö- félagi, vegna þess aö þaö passar ekki inni. Þaö fellur ekki aö þjóðfélaginu, og þjóöfélagiö ekki aö þvi. Þessvegna leitar þaö burt frá þessum viöur- kenndu normum, og oft meö að- stoö einhverskonar vimugjafa”, sagöi Magnea. „Þannig má þvl segja aö ein- hverskonar vitahringur veröi til, þótt þaö sé alls ekki viöur kennd staöreynd meöal þessa fólks”, hélt Magnea áfram. „Fyrir þvi er þetta bara rútina eöa ástand — möguleikinn aö Magnea: „Miöá vib hluti sem eru aö gerast”. lifa einhvernveginn, og ööruvisi lifnaöarhættir koma ekki til • greina. Þeir sem eru byrjaöir I þessu dettur varla I hug aö til sé annar kostur”. — Hvernig llf er þetta, gott eöa vont? „,Þetta er bara lif”, svaraöi Magnéa. „Hver á aö dæma um hvaö sé gott líf eöa vont? Frá sjónarhóli flestra, og jafnvel fólksins sem upplifir þaö, er þetta sjálfsagt dapurlegt lif”. — En frá sjónarhóli höfundar- ins? „Ég vil helst ekki predika, þó sjálfsagt komi minar skoöanir fram”, sagöi Magnea og hló. „Ég er á móti predikunum. Ég vil segja frá hlutum alveg eins og þeir eru, eöa segja sögu. Predikanir eru afskaplega hvimleiö fyrirbæri að mfnum dómi, og bara til þess fallnar aö kalla á neikvæö viöbrögö hjá fólki, jafnvel þó þaö viti aö þar er margt sannleikanum sam- kvæmt”, sagöi Magnea. Hún varöist allra frétta um þaö sem hún er aö skrifa núna, en sagöist „alltaf vera aö”. -GA ■ Sænsku Volvóverksmiöjurnar hafa ákveöiö aö leggja fram stór- fétilstyrktar Grand Prixitennis. A næstu þremur árum leggja verksmiöjurnar fram þrjár mill- jónir dollara, eöa um einn mill- jarö fsl. krónur. Þar meö kemur Volvó I staö tannkremsframleiö- andans Colgatesan stærstistyrkt- araöili þessarar iþróttar. „Ódýr auglýsing fyrir okkur”, segir stjórn Volvo. En stjórnarmenn i starfsmannafélagi verksmiöj- unnar eru ekki eins ánægöir. „Ef tennisinn seldi ekki tannkrem, hvernig getur hann þá selt bfla?” sagöi fwmaöur starfsmannafé- lagsins, og Dætti við, að félaginu hafi ekki veriö skýrt frá þessu tennisævintýri áöur en þaö var ákveöiö... ■ Lögreglan I Paris tók nýlega l notkun nýja tegund af radar til aö hafa eftirlit meö ökuhraöa. Rad- arinn sýnir ekki aöeins hversu hratt er ekiö. Viö hann eru tengd- ar myndavélar, sem taka myndir bæöi af númeraskiltum bllanna og ökumönnunum. Óvlöa er um- feröahraöi meiri en á götum Parisar, og slys eru þar tiö. En Parisarbúar eru ekki allir jafn ánægöir meö þetta, og ökumenn þar I borg hafa á oröi, aö nú veröi þeir aö hafa bindi og vera vel greiddir, þegar þeir eru úti aö aka, þar sem þeir geti átt von á þvi hvenær sem er, aö þaö veröi tekin mynd af þeim. Eitthvaö hef- ur radarinn haft aö segja, þvi nokkuö hefurdregiö úrumferöar- slysum... En þaö er ekki bara auknu rad- areftirlitiaö þakka. Fyrir um þaö bil ári fékk lögreglan I Parls leyfi til þess aö stööva ökumenn hvenær sem er og taka blóösýni til aö mæla áfengismagn. Einn af fyrstu dögunum eftir aö nýju reglurnar gengu I gildi geröi lög- reglan herferö i miöborginni. Fjöldi ökumanna haföi áfengis- magn á og yfir leyföu hámarki. En þar sem herferöin var gerö rétt eftir hádegismat tóku menn niöurstööuna ekki svo hátiölega. Auk þess voru þaö þó nokkrir ökumenn, sem máttu ekki vera aö þvl aöblða eftir aö rööin kæmi aö þeim vegna þess aö þeir voru aö flýta sér á mikilvæga fundi. Þeir fengu aö fara... ■ Einn miövikudagur fyrir skömmu var mikill gleöidagur fyrir félaga I Samtökum heimsfriöar og sameining- ar. Stofnandi trúhreyfing- arinnar séra Moon og kona hans eignuöust son, sem skiröur var Hyung Jin. Þetta var 11 barn þeirra hjóna. Tvö elstu börn' þeirrahjónaeruaö heiman vegna skólagöngu, en hin sitja enn I fööurhúsum. Iðnaðarbankinn hefur nú hækkað hámark mánaðarlegra innborgana í IB-lánakerfinu úr 75 þúsund í 100 þúsund krónur. Þetta er gert með tilliti til verðlagsþróunar, - til að mæta þörfum fólks. Horfðu eitt ár fram í tímann: Þinn sparnaður og IB-lánið. Samtals allt að krónum 2.545.000,-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.