Helgarpósturinn - 02.11.1979, Page 8
8
—helgar
pósturinn—
Útgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi
sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs-
ins, en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn
Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf-
steinsson.
Blaóamenn: Guðjón Arngrímsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund-
ur Árni Stefánsson og Þorgrímur
Gestsson.
Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason.
Auglýsingar: Elin Harðardóttir.
Gjaldkerí: Halldóra Jónsdóttir
Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson
Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu-
múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af-
greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Símar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr.
4.000.- á mánuði. Verð í lausasölu er
kr. 200.- eintakið.
Mjólkur-
ferð
Liklega hefur það ekki farið
framhjá neinum að Stayfree er
fyrir hressar stúlkur i leik og
starfi. Flestir hljóta lika að vita
aö allt gengur betur með kók,
Ronson minnir hann á mig, og að
hjá Guömundi Magnússyni er
hægt að fá stól, tveggjasæta og
þriggjasæta.
Fátt er yndislegra eftir fréttir
en að horfa á auglýsingarnar. Við
gerð þeirra vinna saman sál-
fræðingar, markaðsfræðingar,
húmoristar og kvikmynda-
fræðingar og hafa það eitt að
markmiði að ná til sem flestra.
Þessvegna eru þær svo skemmti-
legar. Hvaö væri sjónvarpsdag-
skráin án auglýsinga?
Ef út i það er farið hvaö væru
blööin án auglýsinga? og hvar
væri þjóðin án auglýsinga? öll
fyrirtæki þurfa að láta vita af sér,
svo almenningur læri hvar bestu
vöruna er að finna. Engin starf-
semi þrffst án þessa. Auglýsingar
eru þar af leiðandi hornsteinn
islensks þjóöfélags.
t auglýsingum llðst engin
meðalmennska. Þar sjáum við
fallegt fólk sem llöur vel, vegna
þess að það er I mjólkurferð, eða
einhverju annarskonar ástandi.
öllum langar að láta sér liöa jafn
vel og fólkinu I sjonvarpinu og þar
er grundvöllurinn kominn.
Auglýsendur hafa lika lag á að fá
I auglýsingarnar slnar fólk sem
þekkt er af öðrum vettvangi.
Birgitta Bardot auglýsir karl-
manna -vellyktandi, Warren
Beatty gallabuxur, John Wayne
eitthvað annað. tslenskir leikarar
auglýsa svotil allir eitthvaö, að
minnsta kosti dettur mér alltaf
eitthvað annað I hug en leiklist
þegar ég sé Bessa Bjarnasyni
bregða fyrir.
Þessu sama súperfólki segja
blööin og sjónvarpið frá I hinum
þáttunum sinum (Hinn vett-
vangurinn) og bilið milli auglýs-
inga og ekki auglýsinga veröur
mjórra.
tslenskir fjölmiðlar eru llka
flestir þannig staddir Jjárhags-
lega að þeir taka við öllum
auglýsingum sem berast. Eitt það
versta sem blaöamenn gera er
þvi að skrifa andstyggilega um
hugsanlega auglýsendur. Eitt það
besta sem þeir gera er aö skrifa
vel um þá. Og enn minnkar biliö.
Ef litiö er yfir blöðin nú I miðri
orrahrlð stjórnmálabaráttu kem-
ur ennfremur I ljós að þjóðmála-
umræða i fjölmiðlum er I beinu
sambandi við auglýsingastarf-
semina I landinu. Bilið hverfur:
Auglýsingar eru hornsteinn þjóð-
félagsins og þjóöfélagið er horn-
steinn auglýsinganna
Engin helgi án Helgarpóstsins!
-GA
Föstudagur 2. nóvember ^l^l-imlrjpirpÓ^furínn
Og meira að segja
ráðherrar féllu
Prófkjörin um siöustu helgi
eiga eftir að skilja eftir sig fleiri
og dýpri sár en nokkurn grunar,
— fleiri og dýpri sár en prófkjör
fyrir Alþingiskosningar á
undanförnum árum. Annars-
vegar er persónulegur biturleiki
þeirra sem tóku þátt i prófkjör-
unum og náðu þvi sem þeir,
eða vinir þeirra og stuðnings-
menn ætluðu sér. Hinsvegar er
kjördæm arigurinn sem nú
blossar upp á nýtt og sér hvergi
nærri fyrir endann þá þvi máli.
Prinsessa í stað drottn-
ingar?
Hjá Sjálfstæðisflokknum I
Reykjavik var fyrirfram vitað
að Birgir tsleifur Gunnarsson
fyrrverandi borgarstjóri myndi
komast i öruggt sæti, en ekki er
vist aö menn hafi gert sér grein
fyrir að hann yrði vinsælasti
maöur listans. Nú á Birgir ekki
langt eftir upp i ráðherrastól, ef
flokkurinn myndar rikisstjórn
og kannski er styttra i það að
hann verði einn af aðalleiðtog-
um flokksins. Er ekki þarna
kominn næsti varaformaður
Sjálfstæðisflokksins?
Það var Ragnhildur Helga-
dóttir, sem stundum hefur verið
kölluð drottningin i liði Sjálf-
stæðisflokksins sem fyrst og
fremst galt fyrir þaö aö Birgir
tsleifur skyldi gefa kost á sér og
þannig svikja Reykvikinga eins
og sumir andstæðingar hans
hafa orðað það. Ragnhildur er
nú i 7. sæti á lista flokksins i
Reykjavik Hún er i baráttusæti
flokksins i desemberkosningun-
um. Ef sjálfstæðisflokkurinn
vinnur einhversstaðar á, þá
hlýtur það að vera i Reykjavik.
Við siðustu kosningar fékk hann
6 menn kjörna i höfuðborginni
og tapaði einum, þeim sem
hann vann I kosningunum 1974.
Áður haföi hann haft sex menn á
þingi I Reykjavik allt frá 1963. 1
kosningunum 1959 fékk hann sjö
menn kjörna samtals I Reykja-
vik. Það verður þvi ekki hægt að
tala um neinn stórsigur flokks-
ins i höfuðborginni, þótt hann
komi sjöunda manninum að —
sjálfri drottningunni!
En þótt Ragnhildur komist
ekki að, hafa þeir samt að
minnsta kosti eina konu i þing-
flokki S jálf stæðism ann a.
Salome Þorkelsdóttir úr Mos-
fellssveit má heita nær örugg
um að að ná inn á þing i næstu
kosningum. Hdn er búin að vas-
ast i pólitik i mörg mörg ár og
uppsker nú loks margra ára
erfiöi. Hún hefur veriö prinsess-
an i liöi Sjálfstæðiskvenna á
undanförnum árum. Nú er það
bara spurningin er hún fulltrúi
kvenna, er hún fulltrúi Mosfell-
inga á þingi eða hvers fulltrúi er
hún?
Það er alveg furðulegt að
heyra yfirlýsingar ýmissa sem
ekki náöu eins langt og hugur
manna stóð til i prófkjörunum.
Þannig mátti lesa mikið væl
Sjálfstæðismanna i Reykjanes-
kjördæmi. Einn sagði að hlutur
Kópavogs hefði verið fyrir borð
borinn, annar að hlutur Suður-
nesja hefði verið fyrir borð bor-
inn og svo framvegis. Það er að
visu rétt að Kópavogur er
stærsti kaupstaðurinn I kjör-
dæminu og þaðan koma mörg
atkvæði, en eru menn að kjósa á
þing fyrir Kópavog eða Reykja-
neskjördæmi. Eru ekki lika
þessir 60 þingmenn fulltrúar
allrar þjóöarinnar, en ekki ein-
stakra hreppa eða kaupstaða?
Af ummælum sumra virðist svo
sem þingmennirnir eigi aö vera
fulltrúar einstakra hreppa.
Hlutur Suðurnesja
Það skal viöurkennt að hlutur
Suðurnesja er ekki mikill i efstu
sætunum á lista Sjálfstæöis-
flokksins i Reykjaneskjördæmi,
en þeir sömu menn geta þá
huggað sig við að á lista Alþýðu-
flokksins eru tveir þungaviktar-
menn á Suðurnesjum. Annars-
vegar Karl Steinar Guðnason
formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur og
hinsvegar Olafur Björnsson út-
geröarmaður og fiskverkandi.
Það er broslegt aö sjá þá þarna
hlið viö hlið fulltrúa verkalýös-
hreyfingarinnar og atvinnurek-
enda. Þaö væri skiljanlegt ef
þetta væri á lista Sjálfstæðis-
flokksins, en norrænu toppkröt-
unum sem voru hér i vikunni
mun hafa þótt þetta skrýtið
þegar þeim var sagt frá því. Þá
geta Suðurnesjamenn verið
ánægðir með hlut sinn á lista
Framsóknarflokksins i Reykja-
neskjördæmi. Þar er enn annar
þungaviktarmaðurinn úr liði
þeirra Suðurnesjamanna,
Jóhann Einvarösson bæjarstjóri
hákarl
með meiru i Keflavik. Hann á
mikla möguleika á að komast á
þing — ef allir framsóknarmenn
I kjördæminu standa saman um
hann eins og raunin virðist vera.
Jóhann er að visu „aðkomu-
maður” á Suðurnesjum ef hægt
er að tala svo, kom þaðan úr
sæti bæjarstjóra á Isafirði, en er
annars innfæddur Reykvikingur
meira aö segja Vesturbæingur
og KR-ingur. 1 öðru sæti á þeim
lista er Hafnfirðingurinn
Markús A. Einarsson og i þriðja
sæti Kópavogsbúinn Helgi H.
Jónsson fréttamaður.
Framsókn hefur alltaf átt mikil
itök i Kópavogi og lögðu full-
trúar þeirra þar þvi mikla
áherslu á aö fá veröugan full-
trúa á listann — og höfnuðu þvi
Leo Löve eftirminnilega — en
þeir heföu gjarnan viljað hafa
sinn mann i öðru sæti að
minnsta kosti.
A móti þvi að missa Jón
Skaftason af Alþingi fá Kópa-
vogsbúar nú að öllum likindum
Alþýðubandalagsmanninn
Benedikt Daviðsson formann
samtaka „uppmælinga-
aðalsins.”
Erbestaðvera
aðkomumaður?
Mikil spenna var rikjandi um
úrslitin i prófkjöri Alþýðu-
flokksins i Norðurlandskjör-
dæmi eystra. Þar var hart
barist, en vonandi drengilega.
Segja má að aðkomumaðurinn
Arni Gunnarsson hafi rassskellt
gamla toppkratann Braga
Sigurjónsson eftirminnilega.
Þarna voru það ekki aðeins Arni
og Bragi sem börðust heldur
lika Jón Armann Héðinsson sem
á stóran hóp vina og skyld-
menna i kjördæminu. Þessi
glæsilegi sigur Arna Gunnars-
sonar i prófkjörinu nyrðra vekur
þá spurningu hvort ekki sé bara
eftir allt saman best, að vera
aðkomumaður I kjördæmum.
Þá sjá menn hlutina i réttara
ljósi og það sem meira er, þeir
eru ekki taldir fulltrúar
Akureyrar eða Húsavikur svo
dæmi séu nefnd.
Það er annars hlægilegt þegar
til dæmis Akureyringar eru að
iala um Reykavikurvald. Þeir
ættu að heyra hvernig Húsvik-
ingar tala um Akureyrarvald,
það er sko ekkert barnahjal.
Einn ráðherra
þegar fallinn
Samkvæmt þessum úrslitum i
norðurlandskjördæmi eystra er
einn af sex krataráðherrunum
þegar fallinn i kosningaslagnum
en liklega lafa þó hinir, þótt
hart sé barist.
Nú er komin upp sú staða, að
þegar þing kemur saman aö
loknum kosningum þá er Bragi
Sigurjónsson liklega enn ráð-
herra, nema hann segi af sér,
eins og forsetastörfum I efri
deild i fyrra. Sem ráðherra hef-
ur hann málfrelsi og tillögurétt
á Alþingi og getur þessvegna
haldið áfram að vinna að
áhugamálum sinum á jólaföst-
unni svo sem eignarrétti á
jarðhita og afréttum landsins.
Það er aldrei að vita upp á
hverju hann kann að taka þegar
hann er fallinn og á sér varla
viðreisnar von i pólitik.
Hákarl.