Helgarpósturinn - 09.11.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 09.11.1979, Blaðsíða 4
J... - _____ i.. .J Föstudagur 9. nóvember 1979 NAFN: Þórir Oddsson STAÐA: Vararannsóknarlögregiustjóri FÆDDUR: 19. maí 1941 HEIMILI: Láland 16, Reykjavik HEIMILISHAGIR: Jóhanna Ottesen og eiga þau einn son BIFREIÐ: Datsun Cherry árgerð '76 ÁHUGAMÁL: Skák, starfið og góð músík ENGINN PÓUTÍSKUR ÞRÝSTINGUR VID RANNSÓKN GEIRFINNSMÁLSINS Lögreglumál eru yflrleitt dularfull fyrirbæri i huga almennings. HvaB gera rannsóknarlög- reglumenn i vinnu sinni? Er hún eithvaö svipuö þvi sem sýnt er I kvikmyndahúsum. Upp á siö- kastiö hefur Geirfinnsmáliö margrædda skotiö upp koiiinum I fréttum á nýjan ieik. Ástæöan er sú, aö Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri hefur undanfariö veriö aö rannsaka hvort sakborningar f málinu hafa veriö látnir sæta haröræöi vlö yfirheyrslur og rannsókn máisins. Þórlr hefur nú lokiö þessari rannsókn sinni og meöal annars þurfti hann aö yfirheyra undirmenn sina hjá rannsóknarlögreglunni vegna rannsóknarínnar. Starfsaöferöir rannsóknarlögreglunnar, Geirfinnsmáliö og rannsókn þess eru m.a. til umfjöll- unar i y firheyrslunni I dag. Og þaö er einmitt Þórir Oddsson sem er yfirheyröur. Getur þaö talist eölilegt, aöþú sem nánasti aöstoöarmaöur rannsóknarlögreglustjóra og yfirmaöur ýmissa þeirra rannsóknarlögreglumanna sem stóöu aö rannsókn Geirfinns- máisins, standirnú aö rannsókn þar sem skera á úr um þaö hvort haröræöi hafi veriö beitt gagnvart sakborningum er unn- iö var aö þvi máli? „Ég telað það sé ekki neitt athugavert viö þaö. Eg skýröi á sinum tima þær ástæöur sem leiddu til þess aö ég féllst á aö taka máliö aö mér. baö er rétt aö þetta verkefni var ekki þaö einfaldastasem éghef unnið viö um dagana. Þetta var viökvæmt, en ég treysti mér til þess frá upphafi aö gæta fyllstu hlutlægni og ég tel aö þessi rann sókn ha fi bo riö á rangur. É g vil benda á þaö, aö Jón Oddsson hæstaréttarlögmaöur verjandi Sævars Ciesielski, er eftir þvi sem ég best veit ánægöur meö framkvæmd þessarar rannsóknar.” Þú talar um hlutiægni. Var ekki erfitt aö vera hlutlægur er þú rannsakaöir þátt samstarfs- manna þinna hér á RLR í þessu máli? „Eins og ég sagöi áöan, þá er þetta ekki þægilegt verk aö vinna, en ég vil benda á, aö þaö starfsem éggegni býöuroft upp á ýmis konar óþægindi. Þar sem ég gegni á annað borö þessari stööu þá veröur maöur aö láta sig hafa þau óþægindi.” Hefur þú ekki oröiö aö yfirhevra rannsóknarlögreglu- menn á þessari stofnun timun- um saman vegna rannsóknar- innar? „Þaö er alveg rétt aö viö höf- um yfirheyrt fjöldann allan af rannsóknarlögreglumönnum. Ég veit ekki hvort hægt sé aö segja aö þær yfirheyrslur hafi staöiö tlmunum saman, en þær stóöu eins lengi og tile&ii var til.” Liggur þaö ekki i hlutarins eöli aö þú getir aldrei sýnt sömu hörku i yfirheyrslum gagnvart samstarfsmönnum og vinum eins og fólki úti I bæ? „Nei, ég tel þaö ekki vera. Úr því ég tók þetta mál aö mér, þá hef ég fariö i þaö eins og önnur mál og ekki sýnt einum eöa neinum linkind á einn eöa annan hátt.” Hvaö um niöurstööur rannsóknarinnar? „Ég get ekki sagt neitt um niöurstööur þessarar rannsökn- ar. Eftir aö rannsókn lauk var máliö sent til rikissaksóknara til umfjöllunnar og þar er þaö núna. Ég vil ekki á neinn hátt tjá mig um hugsanlegar niöur- stööur.” Skapa slikar rannsóknir ekki óvenjulegt andrúmsioft hér á stofnuninni? Þú ef til viii yfir- heyrir samstarfsmann þinn varöandi alvarlega ákæru og hittir hann sföan I kaffistofunni stuttu siöar og spjalliö þá um daginn og veginn. „Ég hef ekki oröiö var viö þaö, aö andrúmsloftiö hér hafi breyst á meöan á rannsókninni stóö. Ég fann ekki fyrir þvi aö andrúmsloftiö heföi breyst i þá átt, aöþaö ylli mér óþægindum á einn eöa annan hátt og hlýt þvi aö svara þessari spurningu neitandi.” Eiga ekki allir lögreglumenn erfitt meö aö hrinda frá sér hinni gamalkunnu og óskrifuöu reglu sem margir ætla aö sé viö lýöi, þ.e. aö lögreglumenn standi ávallt saman, hvaö sem á gangi? „Ég held aö þetta sé byggt á misskilningi. Þegar um hugsan- leg brot einhvers lögreglu- manns er aö ræöa I starfi, þá hef ég ekki oröiö var viö aö lög- reglumenn stæöu saman eins og þú gefur i skyn meö spurning- unni.” Var pólitiskum þrýstingi beitt til aö ljúka Geirfinnsrannsókn- inni á sinum tima? Aö máliö hafi veriö oröiö heitt i hinum pólitiska heimi og þvi ýtt á aö ,,lausn”yröi fundin? „Mér þykir ágætt aö þessi spurning kemur fram. Ég visa alfariö á bug þeim reginmis- skilningi sem . hefur komiö fram hjá ýmsum sem um máliö hafa fjallaö á opinberum vett- vangi, aö einhverjum pólitisk- um þrýstingi hafi á einhvern hátt veriö beitt viö rannsókn og meöferö þessa máls. Þetta er algjör firra. Ég get vfsaö til þess, aö frá þvi aö ég hóf störf fyrst i sakadómi Reykjavikur áriö 1968 og allar götur til þessa dags, þá hefur þaö ekki f eitt einasta skipti komiö fyrir aö dómsmálaráöuneytiö eöa ráö- herrar hafi nokkurn tima haft afskipti af máli sem ég hef fengist viö aö rannsaka. Aldrei.” Þú vilt þá ekki faiiast á að f Geirfinnsmáiinu hafi veriö skálduö trúieg saga málsins til aö hraöa niöurstööu þess? „Ég skil nú ekki alveg þessa spurningu. Hvaö áttu viö meö skáldaöri sögu? Var máiinu hraöaö um of vegna þrýstings og þar sem endar voru lausir voru þeir festirmeö trúlegum tilgátum og þannig búin til heildarmynd af máiinu, sem sakborningar voru siöan fengnir til aö játa? „Nei, hreint ekki.” Nú hafa sakborningar dregiö játningar sinar til baka i Geirfinnsmáiinu. Sýnir þaö ekki aö sá möguleiki er ekki viös fjarri aö þeim hafi veriö þröngvaö til játninga á sinum tima? „Þó sakborningar hafi dregiö játningar sinar til baka, þá er þaö ekki á neinn hátt visbending um aö þeim hafi veriö þröngvaö til sagna. Annaö hef ég ekki um þessa spurningu aö segja.” Telur þú aö sakadómur og rannsóknarlögreglan hafi unniö vel aö Geirfinns mál inu og ööruvisi væri ekki fariö aö ef máliö væri aö koma upp i dag? ,,Ég vil nú ekki fara aö gagn- rýna þessa rannsókn sem þegar hefur fariö fram. Tel mig ekki vera i aöstööu til þess aö tjá mig um þaö, hvernig aö henni var staöiö eöa hvernig hún heföi mátt vera ööruvisi. ” Heföi öðruvisi veriö staöiö aö Geirfinnsrannsókninni ef RLR heföi veriö tii staöar er máliö kom upp? „Um þaö vil ég ekkert segja. A hinn bóginn hafa veriö teknar upp nýjar starfsaöferöir hér á RLR eftir þvi sem kostur hefur veriö. Nú er reynt aö ganga aö hverju máli aö meiri ákveðni. Nú tfökast þaö t.d. i mun rikara mæli en áöur, aö þegar mál kemur upp þá er reynt aö skapa þeim rannsóknarlögreglumanni sem sér um máliö meiri starfs- friö en áöur var. Þaö eru einnig meiri möguleikar á hópvinnu. Ýmis atriöi skipulagslegs eðlis hafa oröiö til þess aö hraöa málsmeöferö.” Ertu sannfæröur um þaö persónulega, aö allt hafi veriö dregiö fram l dagsijósiö I margnefndu Geirfinnsmáli? „Ég tel mig ekki geta dæmt um þaö. Ég var ekki hér á landi þegar þetta mál fór af staö. Þó svo aö ég hafi kynnt mér þessa rannsókn, þá ætla ég ekki aö fara aö tiunda kosti og hugsan- lega galla sem á rannsókninni kunna aö vera.*1 Er ckki ávallt veikurhlekkur i rannsókn slikra morömála eflik finnast ekki? „Jú, þvi er ekki aö neita, þaö er miöur aö likamsleifar Guömundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar hafa ekki komið i leitirnar.” Ogveikir þaöekki niöurstööur og rannsókn málsins f heiid? „Jú, óneitanlega gerir þaö þaö.Sönnunarstaöa málsirsværi sjálfsagt mun auöveldari ef lik- in heföu fundist.” Eru islenskir rannsóknariög- reglumenn óhæfir >til aö leysa flóknar giæpagátur og þurfa þá sifeilt aö ieita til erlendra koll ega, eins og geröist meö Karí Schiitz i Geirfinnsmálinu? „ööru nær. Ég tel einmitt aö Islenskir rannsóknarlögreglu- menn hafi sýnt þaö og sannaö að þeir eru starfi sinu fyliilega vaxnir. Þútalarum aö þaö þurfi sifellt aö leita til erlendra saka- málasérfræöinga og nefnir Schötz sem dæmi. Ég man ekki til þess aö leitaö hafi veriö til annarra erlendra sakamálasér- fræöinga. Ég visa aöeins til þess, aö hlutfall upplýstra brota ermargfalthærrahérá landi en i nágrannalöndunum.” Mætti opna rannsóknarlög- reglu rikisins meira en nú er og veita t.a.m. fjöimiölum greiöari aögang aö stofnuninni? „öllu jöfnu fer best á þvi aö lögreglan starfi aö rannsóknum i sem mestri kyrrþey. ótima- bær fréttaflutningur hefur mjög oft skaöaö rannsóknir aö veru- legu leyti. Ég ætla ekki aö nefna dæmi i þvi sambandi”. Eru gæsluvaröhaldsúrskuröir ofnotaöir af rannsóknarlög- reglu? „Nei, ég tel einmitt aö sú gagnrýni sem kom fram af hálfu lögmannafélags Islands i þessa átt eigi ekki viö rök aö styöjast. Þaö sést svart á hvitu aö gæsluvaröhaldsúrskuröum hefur stórum fariö fækkandi. 1976 voru kveðnir upp 135 úrskuröir, 1977 eru þeir 106 og 1978 eru þeir komnir niður I 69. Þessar tölur tala sinu máli. Jafnframt þessu hefur gæslu- varöhaldstimi i hverju einstöku máli öllu jöfnu styst verulega.” Eru islenskir rannsóknarlög- reglumenn aö kafna I rútfnu og pappfrsvinnu? „Ég held aö þeir séu ekki aö kafna I rútlnu i sjálfu sér. Þaö er mikill pappir hér á öllum boröum. Þaö fylgir þessum málum. Mál ganga þó mun hraöar nú en áöuri’ ‘ Hefur rannsóknarlögreglan nokkurn tima frumkvæöi aö uppljóstrun mála, eöa biöur hún aöeins eftir þvi aö mái séu kærö til hennar? „Þaö eru fjölmörg dæmi um þaö, aö rannsóknarlögregla rikisins kemst á snoöir um einhverja brotastarfsemi aö eigin frumkvæði.” Eru þaö þá einstaklingar inn- an rannsóknarlögreglunnar sem þefa þessi mál uppi úti í bæ? „Þaö er meö ýmsum hætti sem slikt fer af stað.” Hafa rannsóknarlögreglu- menn tiltölulega frjálsar hendur viö rannsóknir? Geta þá kannski notaö viöurkenndar aö- feröir sem sjást á kvikmynda- tjaidinu? „Þeir hafa allfrjálsar hendur viö sinar rannsóknir. Yfirmenn deilda fylgjast þó náiö meö öll- um starfsmönnum sinum.” Hvaö segir þú um þær hug- myndiraö rannsóknarlögreglan færi út kviarnar og tæki upp simahieranir og neöanjaröar aöferöir ýmiskonar til aö ljóstra upp um sakamenn? „Þessar hugmyndir sem þú nefnir harna eru mjög fjarri okkur. Ég vil benda á að til simahlerunar þarf mjög rikar ástæöur og yröi ekki komiö á nema samkvæmt úrskuröi. Ég vil fullvissa lesendurum þaö, aö þeir þurfa ekki aö óttast aö ekki sé fariö aö lögum i meöferö sakamála. Og simhlerunaraö- geröum er þar á meöal ekki beitt.” Lesendur fá sem sé aö vita ef rannsóknarlögreglan hyggst fara aö hlera sima þeirra? „Nei, ef simi væri hleraöur eins og lagaheimild er fyrir, og aö fullnægöum öllum skilyröum þá segir þaö sig náttúrlega sjálft aö hleranir geröu litiö gagn af jafnframt væri tilkynnt um aö slikar hleranir stæöu yfir.” eftir Guömund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.