Helgarpósturinn - 09.11.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 09.11.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 9. nóvember 1979 HÓlrjarpn<=Tfyj/7f7/"L_ Þursaflokkurinn er nýkomin heim úr lengsta hljómleika- feröaiagi sem islensk rokk- hljómsveit hefur fariö á erlendri grund. Helgarpósturinn baö Þursana aö greina lesendum sinum frá þessari reisu, og fékk þá eftirfarandi bréf um hæi: ÞURSANNA Tii lesenda Helgarpóstsins! Þursarnir eru nú loks komnir heim til Islands úr fjögurra mánaöa langri hljómleikareisu. Viö þvældumst upp og niöur Svi- þjóö og spiluöum á helstu músíkstööum þeirra svekiu- manna. 1 græna bflnum fórum viö svo um Noröurlöndin öll og spiluöum fslenska hrynþursa- harkiö. Viö fórum erlendis til aö kynna islenska tónlist,þe. til aö koma frændum okkar I skilning um aö hún væri til. A meöan viö geystumst um Noröurlönd var töluvert spilaö af plötum okkar i útvarps- stöövum þarlendum, sem gaf okkur svo sannarlega meöbyr. Viö fengum svo og tækifæri til þess aö gera útvarpsþætti fyrir sænskt útvarp, finnskt útvarp ogdansktútvarp. Viö spiluöum i vikulegum þætti þeirra Svia er neitir Tonkraft, og aöstoöaöi Þórarinn Eldjárn okkur viö gerö hans. Hann setti saman pursanokksins hVJómlellta' reis stutt ágrip um þaö timabil I sögu þjóöarinnar sem múslk okkar spannar. i Finnlandi héldum viö konsert á torgi I miöri Helsingfors, og var fyrri helmingi hans útvarpaö beint, en seinni helmingnum slöar. Einnig voru geröir tveir þættir meö þursum fyrir danskt radló. islandsbrjóstsykur Yfirleitt var fólk ákaflega forvitið, þvl oftast er Island nefnt I sambandi viö eldgos, landhelgisstriö, gengisfellingar eöa stjórnarslit, en aö heyra af islenskri rokkhljómsveit er fátltt. Við fengum góö og gagnleg skrif I blöö, þar sem gömlu „miöaö-viö-fólksf jölda- samúöinni” var sem betur fer sleppt. Þaö er furöulegt hve Noröur- landabúar vita lítiö um island. 1 Finnlandi getur maöur keypt svokallaöan Islandsbrjóst- sykur, sem eru Isbirnir vaföir I blátt bréf. Þetta fannst okkur einkennandi fyrir hugmyndir hins almenna Noröurlandabúa um Island, — þeir héldu jafnvel aö stór hluti af llfi okkar hér færi I aö vinna á þessum skepnum. Margir Sviar héldu okkur tala dönsku daglig dags, og værum jafnvel enn undir Dönum, — notuöum íslenskuna bara spari, I flnum bókum og svoleiöis. Danirnir vita þó'. betur og oft lásum viö Islenska fyndni I dagblööum þar. ... og við svitnum Þú varst aö spyrja hvernig svona feröalag gengi upp fjár- hagslega... og við svitnum og erum búnir aö vera sveittir slöan... 1 janúar siöastliönum fórum viö meö Islenska dansflokknum til Noröurlanda I boði sænsku leikhúsnefndarinnar. Þá kynntumst viö lltillega skandi navískum áheyrendum. Viö kynntumst hinsvegar ekki nema lltillega kostnaöi samfara Sigurhreifir þursar á verö- 'iaunapalli eftir sundkeppni Islenskra og finnskra anti- sportista. sllkri ferö. En I þessari ferö komumst viö I samband við marga aöila sem vildu greiöa götu okkar, ef viö kæmum aftur. Af einskærri ævintýramennsku lögöum viö I sjálfstæöa hljóm- leikareisu. I byrjun geröum viö lauslega kostnaöaráætlun og fundum út aö þetta myndi hafast ef viö fengjum styrk fyrir fargjöldum. Islenski , menningarsjóöurinn veitti 100 þúsund krónur. Þá féll allur ketill I eld. — En þá buöust Færeyingar til aö kosta ferö okkar til Danmerkur, ef viö spiluöum I Þórshöfn. Nú, viö lögöum I hann, slógum lán fyrir bllnum, komum okkur upp græjum og helltum okkur I skuldir I nafni Islands. Margir voru okkur hjálplegir, lánuöu tól og tæki, og feröin var þegar planlögö: Austfiröir, Færeyjar, Danmörk, Svíþjóö, 'Noregur, Finnland, Alandseyjar, Frlsland, Holland. Fjölskyldur okkar fylgdu okkur úr garöi til Reyöarfjarðar og svo Seyöisfjaröar, þar sem viö spiluðum á fjölmennum tón- leikum — þökk sé Aust- firöingum. Viö lékum tvisvar I Sjónleikarahúsinu I Færeyjum þar sem stiginn var Islensk- færeyskur dans. Við vorum í: Arósum, Kaupmannahöfn, Halmstad, Lundi, Gautaborg, Osio, Norrköbing, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Uppsala, Alandi, Helsingfors, Tam merfors, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Arósum og svo Hollandi, þar sem viö spiluöum ma. i Amsteriam, Enschete, Rotterdam, Abeldoorn, Delft, Voorburg og Haag, já og svo Frlslandi. I Hollandi spiluöum viö mest á stööum sem reknir eru af þvi opinbera, og er ætlaö þaö hlut- verk aö vera vettvangur fyrir ungt fólk.1 þessum húsum voru tónleikar, leiksýningar, kvik- myndasýningar og alls kyns uppákomur. Hass til sölu I Hollandi er margt meö ööru sniöi en viö eigum aö venjast. Þar drekka menn sinn bjór og gjarnan tár af ungum sjénever meö og veröur bara gott af... Margir þessara staöa sem viö spiluöum á voru meö marijuana eöa hass til sölu. Markmiöiö meö þessu er aö foröa' fólki frá þvi aö kaupa sllk efni á götum úti, sem þá eru gjarna útþynnt meö skaölegum efnum svo sem eins og bilaoliu eöa llmi sem gerir þaö aö verkum aö lungu þeirra sem neyta veröa illa út- leikin. Hollendingar vilja meina, aö ef framboö á marijuana eöu hassi sé tak- markaö, þá aukist neysla sterku efnanna eins og heróíns og kóks. Hann er dálitiö framandi kúltúrinn I Hollandi og annaö yfirbragö á „sollinum” en hér á Islandi. Miklu opinberu fé er varið til menningarmála og Hollendingurinn er vlösýnn og meövitaöur, — þar myndu stjórnmálamennirnir varla fá 300 milljónir (af almennu fé) til þess aö ryöja snjó af frama- brautum sinum, án þess fólkiö mótmælti. Upp skal á kjöl klifa Aö lokum viljum vö koma þökkum til þeirra sem Iögöu okkur liö. Feröalagiö heföi á engan hátt veriö kleift, án ómetanlegrar aöstoöar og sjálfboöavinnu Færeyinga og Islendingar er- lendis og svo styrksins frá Menningarsjóöi, sem hrökk fyrir fernum skópörum á þursa. — En nú dugir enginn barlómur, upp skal á kjöl klifa. Þegar okkur hefur tekist aö losa okkur undan þvi skuldafargi. sem nú plagar okkur, munum viö hiö snarasta hætta störfum. Meö kveöju.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.