Helgarpósturinn - 09.11.1979, Side 24

Helgarpósturinn - 09.11.1979, Side 24
—helgarpósturinrL- Föstudagur 9. nóvember 1979 Fjórar nýjar bækur UPPREISN FRÁ MIÐJU er þýðing dönsku metsölubókarinnar OPRÖR FRA MIDTEN, sem á erindi við alla sem láta sig varða samfélagsmál. Þessi bók brýtur stíflur og hömlur af daglegri stjórnmálaumræðu. FUNDARSKÖP, handbók um fundarstjórn og meðferð tillagna. Jón Böövarsson aðhæfði og staðfærði. f bókinni eru sérstakar lykilopnur með svörum við öllum hugsanlegum vandamálum sem upp geta komið við fundarstjórn. OGABÓKIN ÞfN eftir Skúla Magnússon. Með hundruðum mynda og teikninga. Heilsan er dýrmæt og Hatha-yoga er ein besta aðferðin til bættrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. ÍSLANDSPÓLITIK DANA 1913—18 eftir Per Sundböl í þýðingu Jóns Þ. Þórs. Hér er varpað nýju Ijósi á baráttu íslendinga fyrir fullveldi. Þetta er bók sem á erindi til allra sem unna íslenskri sögu. Óm og Örlygur Vesturgötu42 s25722 . S^úfi Magi?úss0fí í öðföÆR? ? Q»0S& i iliéíf æfii?gap úp iíablja -Tsga | jS' isianes roiniK •w«Bi«a£!fi5v!ar /míSSSa mhh SSSMSM DANA 191318 1*KK Sl NtXiOL Jun l> |>ur t»ddi # Ellert B. Schram alþingis- maður fyrrverandi og formaður Knattspyrnusambands Islands, viröist hafa slegið sér upp á þvi meðal gallharðra Ihaldsmanna með þvi aö vikja úr sæti af fúsum vilja fyrir Pétri Sigurðssyni og taka sjálfur áttunda sætið á lista Sjálf- stæöisflokksins i Reykjavik sem menn eru ekki nema I meðallagi trúaðir á aö komi i hlut sjálf- stæðismanna. En það hlýtur að vera Ellert nokkur huggun að hann verður varla atvinnulaus, ef hann missir af þingsætinu sinu. 1 lokahófi KSt á dögunum var Ell- ert fært simskeyti þar sem stóð eitthvað á þessa leið: „Náir þú ekki á þing er þér hér með boðin vaktformannsstaða á pylsubarn- um I Austurstræti — Asgeir Hannes Eiriksson...” # Nokkrir ungir allaballar og kratar tóku upp það nýmæli I siöustu kosningum að fara á framboðsfundi á vinnustöðum og þótti það gefast vel, reyndar svo vel aö fyrir þessar kosningar sem nú fara i hönd viröist þetta ætla að verða aöaleinkenni kosninga- baráttunnar. Þannig sagði Visir frá þvi að ólafur Jóhannesson hefði verið á vinnustaöafundi i Hampiðjunni i vikunni og senni- lega hefur Geir Hallgrimsson ekki viljað vera minni maður þvi að það fréttist af honum á vinnu- staðafundi á Borgarspitalanum ,,If you can’t beat them, join them”... • Það gengur lika fjöllunum hærra að þeir Jón Sólnesog Egg- ert Haukdal, þessir tveir klofn- ingsframbjóöendur úr röðum Sjálfstæðisflokksins, séu búnir að mynda með sér kosningabanda- lag, þannig að framboöslistar — VI har kommet hetl tra tstand for á se denne konserten. Noen skulle kjope billetter tor oss, men de fikk ikke tak i det. Kan vi ikke fá lov til á jobbe her i dag, og pá den máten gjere oss /ortjent til en billelt? # „Við erum komin alla leið frá Islandi til að sjá þessa tónleika. Það átti aö kaupa miða fyrir okk- ur en það hefur farist fyrir. Gæt- um við ekki fengiö vinnu hérna I dag svo við eigum fyrir miöan- um?” í norska blaðinu Fremtiden kom fyrir skömmu litil klausa sem hófst á þessa leiö. Þar er sagt þeirra beggja verði merktir sama listabókstaf. Með þessu móti eiga þeir möguleika á uppbótasæti, ef öðrum teks'c að ná kjöri... # Hún fór ekki vel af stað kosn- ingabaráttan hjá krötum. Þeir voru búnir að verða sér sem oft- ar úti um ágætis húsnæöi á Skóla- vöröustig, þar sem þeir höfðu rekið siðustu kosningabaráttu meö eftirminnilegum árangri. Nú tókst hins vegar ekki betur til en svo aö hvernig sem menn leituðu þá fannst hvergi lykillinn að hús- inu... #Samtök alþýöutónskálda og tónlistarmanna (S.A.T.T.), þrýstihópur poppara sem viröist ætla að verða atkvæöamikill I baráttumálum þeirrar stéttar, gekkst fyrir tónlistarkvöldi I Klúbbnum I siðustu viku. Þar komu fram ýmsar af okkar fremstu hljómsveitum um þessar mundir og jafnframt var hóað saman liðsmönnum „gömlu” góðu Óðmanna. Mun það vera eitt af baráttumálum S.A.T.T.s að hefja lifandi tónlistarflutning á skemmtistöðum til vegs og virö- ingar á ný til mótvægis viö diskó- þróunina. Aðsókn að þessu tón- listarkvöldi var það góö að þeirri þróun ætti aö vera unnt að snúa við, og er jafnframt I bigerö að hafa framhald á S.A.T.T.kvöld- um. Ef af verður er rætt um aö á næsta kvöldi komi m.a. fram Þursaflokkurinn sem nýkominn er heim úr frækinni utanlands- reisu (sjá bls. 6), og liklega verð- ur haldið áfram að hóa saman gömlu grúppunum, og Svanfriður sáluga verði næst I rööinni... # A fundi Félags Islenskra mynd- listarmanna I vikunni kom fram að myndlistarmenn landsins eru orðnir langþreyttir á þvf hve afskipt, að þeirra dómi, myndlist hefur veriö hjá sjónvarpsráða- mönnum. Á fundinum var samþykkt að skrifa ráöamönnunum bréf og bjóöa tilviðræðna umleiöir til að bæta úr myndlistarleysinu lsjón- varpinu. V-ar fariö fram á aö myndlist yrði gefið „ekki minna rými I sjónvarpinu en kraft- lyftingum”... Halldor Hreinsson og Sigridur M. Hrei- darsdottir. De hadde lagt norgesbese- ket sitt til tiden da Supertramp skulle komme, men hadde altsá ikke klart á skaffe seg billett. Driftssjef Hákon Lebach var imidlertid svaert hyggelig, og sa at det tikk vel bli en ordning tor de to likevel... frá Halldóri Hreinssyniog Sigrlöi M. Hreiöarsd. sem drifu sig til Noregs til að sjá hina vinsælu popphljómsveit Supertramp. Þeim hafði láðst að ná sér I miða og tóku þvi það ráð að vinna i hljómleikahöllinni til að komast inn. Hákon Löbach, fram- kvæmdastjórinn tók þeim vel, að sögn norska blaösins... # Nú hefur fréttamagasin út- varpsins séð dagsins ljós, og hef- ur veriö i ýmsu aö snúast hjá fréttamönnunum. Sagan segir að I byrjun vikunnar hafi Siguröur Sigurösson, varafréttastjóri kom- ið brúnaþungur inn á kaffistofu og látiö þau orð falla að hann væri búinn að fá verkefni sitt fyrir fyrsta magasinið. Hann var spurður hvaö þaö væri, Jú, Vil- mundur Gyifason, svaraði Sigurður. Nú, er ekki ágætt aö fá aö tala við hann? spuröu sam- starfsmennirnir. „Nei, ég á sko ekki aö tala við hann’,1 sagði Sigurður með háösglott á vör, „bara boða hann i viðtal...” # Mikill hvellur hefur nú oröið út af sjónvarpsþættinum tslenskt mál siðasta sunnudag. Inn á fund útvarpsráös sL þriðjudag barst harðort mótmælabréf frá skrif- stofu biskups út af þessum þætti og þvi haldið fram aö umsjónar- menn hafi niðst á þeim trúnaði sem þeim hafi verið sýndur með ósæmilegum hætti. Það sem eink- um mun hafa sært biskupsmenn var tilvitnun I Megas I þessum þætti, þar sem segir ma. að Jesús hafi selt börnum dóp. Mótmælin voru bókuð og einhverjir útvarps- ráðsmanna munu hafa tekið und- ir gagnrýnina, þar sem þeim hafi þótt býsna greitt fariö yfir sögu islensks máls,að hverfa beint frá uppruna indógermanskra mála yfir I Megas... # Af þvi að útvarpsráð er til umræöu þá heyröum við skemmtilega sögu um klókindi ólafs R. Einarssonar formanns útvarpsráös. Fyrir fundinum lá að taka afstöðu um tillögu þess efnis aö Fylkingin fengi aðild að hringborösumræöum stjórnmála- flokkanna I sjónvarpi. Þegar bera átti upp tillöguna fór Ólafur alveg öfugt að miðaö viö venjulega af- greiðslu; hann spurði fyrst hverj- irútvarpsráðsmanna væru á móti tillögunni en ekki hverjir væru henni meömæltir. Fjórir útvarps- ráösmenn voru þegar mótfallnir og þá sáu alþýöubandalagsmenn- irnir Ó’afur R. og Jón Múli að þeir gátu óhræddir greitt atkvæöi með tillögunni. # Margir Reykvikingar tóku boöi Þorkels Valdimarssonar um að koma og skoða Fjalaköttinn I Aðalstræti. Þorkell er sagður svo ánægöur með undirtektirnar að hann mun nú hafa ákveöið að bjóða sig fram til forseta.... # Svolitið um listina. Nýlistin fer nú sigurför um mörg lönd Evrópu og einn af öndvegismönn- um þessarar skemmtilegu teg- undar myndlistar er auðvitað Dieter Rot, sem viö íslendingar getum eignað okkur að stórum hluta, þótt hvorki sé hann hér borinn né barnfæddur. Er skemmst frá þvi að segja aö hon- um var nýveriöj meö öðrum höfuöpaurum Fluxus-stefn- unnar eins og greinin kall- ast vist á flnu máli, boðið áð sýna á Modernasafninu i Vin og þarna voru ásamt Dieter Rot meðal sýnenda kappar á borð við Robert Filliou, Daniel Spoerri, R. Hamilton, George Bracht.og Josef Boys.sem þarna átti forláta verk úr smjöri sem blandað hafði verið vaxi svo aö það bráðnaöi siður. Nokkur gleð- skapur var viö opnun sýningar- innar, eins og gerist og gengur við slik tækifæri, og vissu menn þá ekki fyrr en Dieter Rot var lagst- ur I gólfiö og farinn aö velta sér upp úr smjörinu hans Josef Boys. Þetta þóttu helgispjöll mikil og segir orðsporiö að málinu hafi lyktað með þvi að Dieter Rot þarf að borga tryggingu verksins, litil 500 þúsund mörk.... # Við sögöum einhverntima frá þvi að þeir Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson hafi haft i hyggju að gera sérstaka plötu saman fyrir jólin, en þetta var siöan boriö til baka. Nú heyrum viö enn staðhæft að þeir Gunnar og Björgvin séu siöur en svo af baki dottnir i þessum efnum — aö visu komi þeir ekki plötu út fyrir jólin vegna timaskorts — en strax á næsta ári ætli þeir að koma saman og gera plötu I anda Visnaplatnanna tveggja sem hvað vinsælastar hafa oröið hér um slóöir.... # Og meira fyrir poppistana. Akveöiö mun aö endurreisa hljómsveitina Tivoli sem naut hér mikilla vinsælda ekki alls fyrir löngu og er þar fremstur I flokki Sigurður Sigurðsson Kjöt- súpusöngvariásamtýmsum fleiri góðum spilurum.... #Jazzvakning hefur staöiö fyrir mjög blómlegu jazzlifi hér i borg undanfarin ár, og m.a. fengið hingað til lands marga heimsþekkta erlenda jazzleikara. Ekki hefur þaðreynst neinn dans á rósum, þar sem slikt er mjög kostnaöarsamt, einkum þegar það er haft i huga, aö rikið hirðir stóran hluta aðgangseyrisins I skemmtanaskatt. Það hefur þvi oftsinnis verið tap á þessu hljómleikahaldi og ef ekki verður breyting á, er tvisýnt um framhaldið. Forráðamenn Jazz- vakningar vilja að jazzi sé gert jafn hátt undir höföi og klassiskri tónlist, en samkvæmt lögum eru tónleikar með klassiskri tónlist undanþegnir skemmtanaskatti. Mun ætlunin vera að fara á fund menntamálaráðherra og fá hann til að beita sér fyrir þvi, að jazz verði viðurkenndur sem klassisk tónlist, þannig að ekki verði ein- ungis hægt að hlýða á slika tónlist á tveggja ára fresti á Listahátíð. Fra Island til Drammen for S se Supertramp Disse bsnnfallende ordene kom fra u

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.