Helgarpósturinn - 09.11.1979, Page 7
--helgarpOStUrinrL- Föstudagur 9. nóvember 1979
7
ST/KLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU
Þegar kom fram á nóttina dró úr storm-
inum, en vindátt var enn noröaustlæg og
„Oruxinn” stefndi til skozku eyjanna.
Þaö var engu likara en höfuöskepnurnar
heföu snúizt gegn Zindel og lagzt á sveif
meö erkifjendum hans. Skipstjórinn lá I
lokrekkju sinni og hlustaöi á gnauöiö i
vindinum viö skutinn. Þaö minnti hann á
óp fordæmdra i viti. Sálir þeirra sem hann
haföi pínt og kvaliö stigu fram úr skugg-
unum og þrengdu aö honum á alla
vegu.Hann langaöi aö æpa, en kom ekki
upp nokkru hljóöi. Þaö var eins og ósýni-
legar krumlur heföu gripiö um kverkar
hans. Hann fálmaöi eftir kertinu á borö-
inu, en fann þaö ekki. Lfklega haföi þaö
falliö niöur á gólf i veltingnum. Aö lokum
haföi hann safnaö nægum þrótti til aö
komast fram úr og skriöa fremur en
ganga inn I skipstjórnarklefann. Þar sett-
ist hann i stól sinn. Honum var hrollkalt.
Onnur flaskan á boröinu var hálffull.
Hann þurfti ekki aö s já til aö bera hana aö
vörum sér og svolgra I botn. Þétt og hlýtt
myrkur lagöist aö honum — hann féll
slyttislega fram á boröiö.
Rödd Verhouts heföi getaö vakiö þá
dauöu þegar hann snaraöist inn i klefa
Zindels og æpti: „skip á bakboröa!” En
skipstjórinn bæröi ekki á sér. Þaö var
ekki fyrr en Flæminginn haföi hrist hann
dugiega aö hann hrökk upp likt og meö
andfælum og tuldraöi I sifellu: „Ég geröi
þaö ekki! Nei, ég geröi þaö ekki! ” Svo átt-
aöi hann sig og hvessti augun á stýrimann
sinn.
„Hvern fjandann viljiö þér hingaö?
Skiljiö þér skipiö eftir stjórnlaust?”
„Max er viö stýriö, herra,” flýtti Flæm-
inginn sér aö svara. „En viö höfum séö
skip á bakboröa — þaö stefnir til okkar,
siglir ögn upp i vindinn!”
Zindel hristi höfuöiö eins og til aö losna
viö svefndrungann. Kannski var Verhout
bara missýning, og þaö sem hann sagöi
hlaut ab vera þvættingur.
„Yöur væri nær aö sinna þvi sem þér
eigiö aö gera en gaspra um eitthvaö sem
þér Imyndiö yöur! Haldiö þér aö nokkurt
skip sigli „Crruxann” uppi?”
Flæminginn gat ekki annaö en brosaö I
kampinn. Þó aö skipiö færi vel I sjó var
þaö fremur hægfara, og leikur einn fyrir
léttbyggö striösskip aö elta þaö uppi. Hins
vegar var þeim sem þekktu til Zindels
lltiö kappsmál aö stofna til vandræöa viö
hann, og þvi mátti telja nær vist aö hér
væru aörir á ferö.
ÖSKAfí INGIMARSSON
Q
„Ef þér trúiö mér ekki skulum viö
ganga út á þiljur. Það er bjartur dagur og
hressandi veöur.” Þessi siöustu orö sagöi
Verhout I hæönistón og gaut augunum á
tómu flöskurnar.
Skipstjórinn reis þunglega á: fætur.
„Förum þá,” sagöi hann, „en þér skuluð
hafa verra af séuö þér aö gabba mig!”
Úti á skutpallinum blés stinningsgolan
um vanga Zindels, og honum létti undir
eins yfir höföinu. Hugsunin skýröist, ógnir
næturinnar voru gleymdar. Hann fylgdi
handarhreyfingu Flæmingjans og sá aö
hann haföi sagt satt. Þarna var skipiö —
enn að visu i töluverðri fjarlægð, en færð-
ist nær svo aö auöséö var að þaö var hraö-
skreiðara en „Úruxinn”.
Zindel skipstjóri bölvaöi hraustlega, en
tók siðan aö öskra fyrirskipanir til manna
sinna. Tvær hálfryögaöar fallbyssur voru
dregnar fram úr skoti og komið fyrir bak-
borðsmegin. Þær voru meira til aö sýnast
en líklegt væri aö nokkurt gagn yröi aö
þeim. Allt eins gat veriö aö skipiö væri I
friösamlegum erindageröum þó aö Zindel
þætti þaö óliklegt. Hann var ööru vanur.
Flestir sem hann haföi átt skipti við þótt-
ust þurfa harma aö hefna. En fáir höföu
dirfsku til aö sýna honum opinberan
fjandskap.
Fiæminginn tók viö stýrinu aö nýju.
Hann treysti engium nema sjálfum sér
undir slikum kringumstæöum. Auk þess
var honum nauösyn aö hafast eitthvaö aö
sem krafðist einbeitingar. Skipiö sem
geröi sig liklegt til að sigla I veg fyrir
„úruxann” gat sett strik I útreikninga
hans. Og þó aö Jan Verhout væri ævin-
týramaöur og ekki óvanur þvi aö þaö sem
upp snýr I dag snúi niður á morgun,
fahnst honum of mikiö i húfi til aö slik
rábagerð færi út um þúfur.
Niöri i lestinni heyröu þau Gaun og
Snjólaug mikinn undirgang og hróp á þilj-
um uppi. Þaö gat varla táknaö nema eitt:
aö skipiö væri i hættu! En hvers konar
hættu? Gaun átti erfitt meö aö Imynda sér
aö uppreisn Verhouts væri þegar byrjuö.
Hvaö er um að vera?” spuröi stúlkan.
Ótti manna er oft meiri þegar þeir
heyra eitthvaö óvenjulegt, en sjá þaö
ekki. Og her niöri i iörum skipsins var aö-
eins hægt aö fylgjast meö atburöum af
hljóðinu einu saman.
„Ég veit þaö ekki meö vissu,” svaraöi
Gaun. „En mig grunar aö sézt hafi til
féröa annars skips sem skipstjórinn telur
sér fjandsamlegt.”
„Kemur þá til bardaga?” spuröi Snjó -
laug.
„Vonandi ekki. „Úruxinn” er illa viö
þvi búinn, og veröi skipinu sökkt eiga
fangar I lestinni sér varla undankomu
von.”
Þó aö Snjólaug skildi ekki nema sumt af
þvi sem Gaun sagöi, var henni ljóst aö
mikil hætta var á feröum — sennilega
meiri en nokkru sinni fyrr. Hún haföi sjálf
veriö aö brjóta heilann um leiöir til
undankomu og reyndi aö gera sér I hugar-
lund hvaö Eyjólfur heföi gert, rétt eins og
þegar hún átti i höggi viö Zindel nokkrum
dögum áöur.
Hansakuggar voru þannig byggðir aö
mikiö rými var undir þiljum, bæöi i lest
og ekki siður fremst ag aftast, undir
stafn- og skutbyggingum. Svo var einnig á
„Úruxanum”. En skilrúmin voru mis-
jafnlega traust og fór þaö eftir þvi hvers
konar varning skipin voru vön aö flytja.
Skip sem fluttu mest þungavöru höföu
þykk og viöamikil skilrúm —■ á hinum
voru þau þynnri og ótraustari.
Gaun vissi naumast hvað Snjólaug ætl-
aöist fyrir þegar hún fór aö athuga skil-
rúmin sitt hvorum megin I lestinni. Lik-
lega trúði hann þvi ekki aö hún heföi
neina þekkingu á skipum. En þegar þaö
rann upp fyrir honum hver tilgangur
hennar var lá viö aö hann blygöaöist sin
fyrir aö hafa ekki látiö sér detta annað
eins i hug. Hann mátti þó vita betur sem*
haföi verið á Hansaskipum I mörg ár.
Stúlkan sagöi ekkert brosti aðeins þeg-
ar Gaun fór aö hjálpa henni. Hvorugt
þeirra vissihve langur tlmi var til stefnu,
og þess vegna unnu þau eins hratt og þau
framast gátu. Aö litilli stundu liöinni fann
Gaun þáö sem þau leituðu aö — veikan
blett á skilrúminu undir stafnbygging-
unni.
Fúlan þef lagöi á móti þeim þegar op
haföi verið gert á þiliö. Þar fyrir innan
var niöamyrkt, en Gaun náöi I nokkur
kerti og ljósfæri, og brátt stóöu þau i hol-
rúminu framan viö lestina. Flöktandi
birta frá kertaljósinu lék um saggafulla
innviöi skipsins. A gólfinu voru kaöal-
hrúgur, járnstengur og eitthvaö sem likt-
ist fallbyssukúlum - aö visu kolryöguðum
— aö ógleymdu heljarmiklu akkeri.
Það fór hrollur um Snjólaugu. Þaö var
mun vistlegra i lestinni, og þaö hvarflaöi
aö stúlkunni aösnúa þangaö aftur. En hún
haföi I rauninni átt hugmyndina aö þessu
„ferðalagi” þeirra, og hún þóttist viss um
aö I hennar sporum hefði Eyjólfur ekki
hikaö. Sú hugsun ítældi kjark hennar á
ný-,
„Hvernig komumst viö héöan upp i
stafnbygginguna,” sagöi Gaun fremur viö
sjálfan sig en stúlkuna þegar hann haföi
litazt betur um og beint kertaljósinu i all-
ar áttir. „Ég sé hvergi hlera eöa op.”
„Einhvers staöar hljóta menn aö kom-
ast hér niður,” sagöi Snjólaug á sinni
bjöguöu þýzku.
„Já, varla brjóta þeir skilrúmiö til
þess," svaraöi Gaun hálfhlæjandi.
Hann tók eina járnstöngina af gólfinu og
potaði henni i loftið á ýmsum stöðum. Allt
I einu stanzaöi hann. Eitthvaö haföi látiö
undan. Þarna var litill hleri sem féll svo
haglega aö samskeytin sáust varla. Gaun
ýtti fastar, og hlerinn lyftist. Þá mjakaöi
hann sér til hliöar og benti stúlkunni aö
hjálpa sér. t sameiningu gátu þau fært
hlerann þaö mikiö aö nægilega stórt op
mynaaðist til að þau kæmust þar I gegn.
En hvernig áttu þau aö klifra upp? Þaö
var greinilegt aö skipverjar notuöu kaöal-
stiga til aö fara hingað niður, en vonlaust
var aö ná honum. Atti ferö þeirra að enda
hér? Nei, Gaun einsetti sér aö snúa ekki
aftur úr þvi sem komiö var. Og eitt var
vist — engum mundi til hugar koma aö
hann og stúlkan reyndu þessa leið. Hvort
sem vinir eöa fjandmenn væru þarna
efra, gætu þau komiö þeim allsendis aö ó-
vörum.
Allt I einu mundi Gaun eftir þvi aö hann
haföi gleymt byssunum i lestinni. Hann
baö Snjólaugu aö biöa stundarkorn meðan
hann sætki þær. Hún baö hann hafa hraö-
an á — héöan af gæti hver minúta veriö
dýrmæt. Gaun samsinnti þvi, svo skreiö
hann aftur gegnum opiö inn I lestina.
Stúlkan sá þreklegar heröar hans fjar-
lægjast smám saman og hverfa.
Góö stund leiö. Þá heyröi hún þrusk
uppi yfir höföi sér. Hún þoröi ekki aö gefa
frá sér hljóö. Einhverjir gengu aö hleran-
um og spyrntu viö honum svo aö hann féll
iskoröur sinar á ný. Þaö siokknaöi á kert-
inu i' hendi Snjólaugar, og hún stóö ein I
myrkrinu.
I gegnum eld og vatn
eftir Óskar Ingimarsson
„Þau flækjast óvart
inní valdaharáttu9f
segir Óskar Ingimarsson um
söguhetjurnar í fyrstu skáldsögu
sinni „í gegnum eld og vatn”
1 GEGNUM ELD OG VATN
heitir fyrsta skáldsagan, sem
Óskar Ingimarsson sendir frá
sér. Helgarpósturinn haföi sam-
band viö óskar til þess aö
forvitnast örlitiö um bókina.
„Þetta er saga, sem gerist
seint á sextándu öid og aöal-
persónurnar eru sýslumanns-
dóttir einhvers staöar á islandi
og piltur, sem upphaflega ræöst
sem smalapiitur á sýslumanns-
setriö. Þetta er öörum þræöi
þeirra ástarsaga, þó þetta sé
fyrst og fremst reyfari”, sagöi
Óskar.
Þá sagöi hann aö ýmsar aörar
persónur kæmu viö sögu, og þá
aö sjálfsögöu sýslumaðurinn og
einnig kona hans, sem er I
bakgrunninum, en kemur svo
óvænt fram siöar. Um þaö vildi
Óskar ekki tjá sig nánar.
„Sýslumannsdóttirin og
pilturinn flækjast óvart inn I
valdabaráttu, sem nær einnig til
annarra landa og eru ýmsir
óprúttnir karakterar sem koma
viö sögu. Þau veröa aö taka
ýmsu, sem þau hafa ekki átt
áöur von á.”
Óskar var spuröur aö þvi hver
væri ástæöan fyrir þvi, aö hann
hafi valiö þetta timabil fyrir
sögu sina. Hann sagöi, aö hann
hafi alltaf haft áhuga á sögu og
sagnfræöilegum skáldsögum.
Nokkrar persónurnar heföu
veriö til, en flestar þeirra væru
þó tilbUningur.
„Ég valdi þetta timabil lika
vegna þess, sem gerist erlendis.
Þetta gerist á trlandi og þá voru
miklar uppreisnir gegn
Englendingum og innanlands-
átök.”
Ennfremur sagöi hann, aö á
þessu tlmabili heföu tslendingar
veriö nýbúnir aö skipta um trú,
og aö vegna þessa timabils
skiptingar úr gamla timanum
yfir i þann nýja, heföu oröiö
árekstrar. A þessum tima heföi
veriö gifurleg barátta, sem
endurspeglaöist enn i dag.
Mennirnir heföu litiö breyst.
Astriöurnar væru þær sömu:
fégræögi og valdafýkn.
— En af hverju reyfari, frem-
ur en eitthvaö annaö?
„Ég held aö sagan hafi
einhvern veginn oröiö svona um
leiö og ég var aösemja hana. Ég
hefmjöggamanafreyflurum og
mér fannst þetta litiö numiö
land hjá islenskum höfundum.
Þaö er nú llka þaö aö mig lang-
aöi til aö fara i eitthvaö nýtt,
sem ekki haföi veriö mikiö
notaö áöur hérna. Mér fannst
þaö einhvern veginn passa viö
þennan ramma, sem ég var
þetta sé beint lykilsena, en mik-
ill hluti af miökafla sögunnar
gerist úti á sjó, á leiöinni frá
Islandi til útlanda. Þetta er
aöeins til aö gefa innsýn hvernig
þessi skip voru og hvernig var
þar um borö.”
— Hvernig stendur á þvi aö
þú skrifaðir þessa bók?
„Þaö er nú þaö. Ég hef stund-
um veriö aö spyrja mig þessar-
ar sömu spurningar. Ég held ab
aöalskýringin sé sú, aö ég hef
verið viö þýðingar i 30 ár og mig
var farið aö langa til aö skapa
eitthvaö sjálfur. Ég hef oft byrj-
aö áöur, en ekkert oröiö úr þvi
fyrr en núna.”
— Ertu meö nýja bók i tak-
inu?
„Mig langar til aö skrifa sögu,
sem gerist I nútimanum og er
þegar byrjaöur aö leggja drög
aö henni, hvaö sem úr þvi
verður,” sagöi óskar Ingimars-
son aö lokum. — GB
búinn aö gera mér i sambandi
viö þessi átök.”
— Hvaö geturöu sagt um
þennan kafla, sem viö birtum úr
sögunni?
„Hann gerist um borö I þýsku
skipi sem heitir „Úruxinn”.
Hansaskuggar voru þau kölluö
þessi skip, en Hansakaupmenn
voru alveg aö liða undir lok um
þetta leyti. Þetta voru þung-
lamaleg skip, aöallega fyrir
vöruflutninga, en ekki striös-
skip.
Skipiö er á leiö frá Islandi til
útlanda og þaö kom þarna viö
sögu sýslumannsdóttirin og
smalinn, Snjólaug og Eyjólfur
heita þau, svo lika skipstjórinn
og ýmsir skipsmenn, sem eiga
eftir aö koma meira viö sögu.
Þaö er ekki hægt aö segja, aö
Húsnæði -
Lögfræðiskrifstofa
undirritaðir lögfræðingar óska eftir hús-
næði til leigu fyrir lögfræðiskrifstofu.
Upplýsingar i simum 16307 og 24635 eða á
lögfræðiskrifstofu Vilhjálms Amasonar
hrl. Iðnaðarbankahúsinu v/Lækjargötu.
Vilhjáimur Árnason hrl.
Ólafur Axelsson hdl.
Eirikur Tómasson hdl.