Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.11.1979, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 09.11.1979, Qupperneq 20
20 Föstudagur 9. nóvember 1979 holmroásturinrL. Sending frá Mingus ofan Þegar Charles Mingus lést i ársbyrjun 1979 var skarö fyrir skildi i djassheiminum Sá fallni er tók viö gunnfána tórskáld- skaparins úr höndum Duke Ellingtons, bassaleikari bassa- leikaranna', snillingur snilling- anna. Ógleymanleg eru mér þau kvöld í London sumariö 1972 er éghlustaöiáMingussextettinn i Ronnie Scott klúbbnum i Frith- stræti. Mikilúölegur einsog Búddalikneski sat hann viö bassann, sló hann tryllingslega og hrópaöi frýjunarorö til manna sinna. Allt var andrúms- loftiö spennu hlaöiö og trompet- tónleikum, en sunnudaginn 12. n.k. gefst islenskum djass- geggjurum ásamt vinum og vandamönnum einstakt tæki- færi til aö hlýöa á mingusaria á tónleikum i Austurbæjarbiói. >rir fyrrum mingushljóöfæra- leikarar ásamt Cameron Brown á hljóöfæri meistarans. Þessir mingusariar eru trommuleikarinn Danny Richmond, tenorsaxistinn George Adams og pianistinn Don Pullen. Danny Richmond var lengstum trommuleikari Mingusar og sagöi meistarinn oft, aö engan annan trommu- leikara vildi hann hafa, mætti ***' m1 Jazz eftir Vernharð Linnet S /Í \ t$?y*s£&TiA leikarinn Jon Faddis sat á milli meistarans og saxanna (Bobby Jones og Charlie McPearship)) einsog virkisveggur, en Mingus haföi slegiö þá báöa fyrsta kvöldiö sem þeir léku á Ronnie Scott; likaöi ekki sólóar þeirra. Þannig var Mingus óbeislaöur einsog tónlist hans. Þaö gefast ekki fleiri tækifæri aö hlusta á Charles Mingus á hann þvi ráöa. Þaö var og raun- in; fáar eru þær hljóöritanir Mingusar þarsem Danny Richmond situr ekki bak viö trommusettiö. Enn man ég þegar mér áskotnaöist breiöskifan Mingus Moves (Atlantic DS-1653) fyrir einum fimm árum. Þá heyröi ég fyrst i tenoristanum (og flautu- leikaranum) George Adams og Charles Mingus pianistanum Don Pullen. Ég haföi aldrei fyrr heyrt nöfn þeirra nefnd og fannst mér þarna sannast hversu snjall Mingus var aö grafa upp unga óþekkta hljóöfæraleikara sem áttu snilli I hug og höndum. Pullen var alveg einstakur, framúrstefnulegur en formfast- ur og sveiflan sterk og heit. Adams meö þennan mjúka tón George Adams og heita, trylltur I falsettum, hrööum hlaupum og ýlfrandi legatói. Sveifla, lif, frumleiki, mögnun, voru einkenni þessara pilta. Þaö er mikill fengur aö fá George Adams-Don Pullen kvartettinn hingaö. Aöur hafa tveir mingusariar leikiö hér; tenorsaxistinn Booker Erwin og pianistinn Horace Parlan en Don Pullen þeir voru meö Mingus löngu áö- ur en þessir ungu piltar komu þangaö; fleira eiga þeir sam- eiginlegt Adams og Pullm og Erwin og Parlan en aö leika á sömu hljóöfæri og hafa leikiö meö Mingus. Trommuleikarinn I Mingusböndunum sem þeir léku meö var nefnilega Danny Richmond; sá er eflir kraftbirt- inginn. Meö kuldaglotti Auöur Haralds: Hvunndags- hetjan. Þrjár öruggar aöferöir tii aö eignast óskilgetin börn. Iöunn, Reykjavik 1979. 295 siö- ur. Hér á Urum áöur tiökaöist naumast aö menn skrifuöu eigin svæöi, barnauppeldiö, og þar héldu þær sig a.m.k. flestar. Kvenfrelsisbarátta siöustu ára hefur gerbreytt ástandinu i þessu tilliti. Þaö fer naumast fram hjá nokkrum aö hlutur kvenna á islenskum bókamark- aöi fer sistækkandi og sibatn- andi. Fer reyndar ekkert milli ■’iTBP Bókmenntir r eftir Heimi Pálsson » t Auðtir Haiaíds 1 HVUNNDAGS 'Æ lifsreynslusögur eöa harmsögur ævi sinnar fyrr en þeir voru komnir á svokölluö efri ár og gátu horft til bernskunnar úr fjarska. Undantekningar voru aö sönnu meistaraverk eins og Ofvitinn og Islenskur aöall, en þær voru einmitt undantekn- ingar. Annars biöu menn ell- innar meö ævisögurnar. Hér áöur fyrr tiökaöist ekki heldur aö kvenfólk væri aö trana sér fram á ritvöllinn. Konurnar áttu sér annaö friöaö mála aö konur hafa ótviræöa yfirburöi yfir karlmenn þegar til þess tekur aö segja frá helm- ingi mannkynsins, kvenfóiki. 1 reynslusagnaritun hefur Iika oröiö mikil breyting. Þaö gerist nú hvaö eftir annaö aö ungt fólk eöa rétt á miöjum aldri segi frá uppvaxtarárum sinum og lifs- reynslu nokkurn veginn undan- bragöalaust og beroröar en menn heföi óraö fyrir á siöasta áratug, hvaö þá fyrr. Báöar þessar breytingar koma I hugann þegar ég les sögu Auöar Haralds, Hvunndagshetj- una. Þar er á ferö opinská minningasaga, söguhetjan, ber nafn höfundar, öörum nöfnum mun vera breytt, en ótvirætt gefiö I skyn aö bókin sé reynslu- saga, ekki skáldsaga. Og þessi reynslusaga veröur aö teljast allmikil nýlunda I islenskum bókmenntum, þvi þaö er reynsla konunnar sem þarna veröur söguefni. Aö þvi leyti er bókin mjög athyglisverö aö ekki sé meira sagt. Erlendis myndi þetta þykja minni tiöindum sæta. Viö höfum meira aö segja fengiö ýmislegar ævisögur þýddar á islensku á siöustu árum. Ég minni aöeins á Þegar vonin ein er eftir, sem út kom i fyrra, og Uppgjör, ný- þýdda endurminningasögu Bente Clod. Auöur Haralds er ágætlega ritfær höfundur, enda dregur hún ekki dul á aö bóklestur hafi oröiö sér aö miklu haldi i erfiö- leikum lifsins. Hitt er meiri spurning hvort hún er ekki of ritfær: Þegar orögleöi gripur höfunda getur nefnilega svo far- iö aö þeir þreyti lesanda sinn meö langlokum — og þaö finnst mér Auöur gera. Kannski má lika um kenna timaskorti: Þaö er miklu meira verk aö skrifa stuttan samanþjappaöan texta en langan og vaöalskenndan. Nú ber alls ekki aö skilja þetta svo aö ég sé aö dæma þessa bók sem vaöal. Margt er þar af- bragösvel sagt, samlikingar til- fyndnar og snjailar, oröalag bæöi óvænt og markvisst. En svo rennur út I fyrir höfundi á köflum. . Góöborgaralegt uppeldi stúlku leiöir til skipbrots þegar á reynir i haröneskju lifsins. Þetta er eiginlega meginþema I þeirri ævisögu sem rakin er I Hvunndagshetjunni. Og sam- hliöa þessu þema er reist krafa um jafnrétti kynjanna, m.a. um rétt konunnar til aö lifa sæmi- lega óþvinguöu kynlifi. Sjálf- sagt mun sú hliö málsins hneyksla einhvern. Sjálfsagt risa verndarar borgaralegs og kristilegs velsæmis upp og berja sér á brjóst. „Annaö væri ekki sanngjarnU” Reynsla Auöar veröur mikil sorgarsaga, og er reyndar meö undrum aö hún skuli standa nokkurn veginn upprétt viö sögulok. Til þess hefur hún haft mikilvæga hjálp af einu atriöi: Hún er hvort tveggja i senn kjaftfor og kaldhæöin. Og' úr kaldhæöninni skapar hún sér brynju, þar sem vernd fæst fyrir verstu árásunum. Ur þessari brynju er sagan sögö, og þar er talaö af kaldhæöni um allt og alla, jafnt söguhetjuna sem aöra. Kaldhæöni getur veriö styrk- ur og er þaö ótvirætt i ýmsum köflum Hvunndagshetjunnar. En kaldhæöin er lika veikleiki bókarinnar. Þvi þegar harm- saga er sögö meö kuldaglotti er hætt viö aö hún orki fyrst og fremst á þann vonda strák Mar- bendil, sem jafnan hló aö óför- um annarra, vekiekki samúö og skilning heldur hvetji til andúö- ar og áframhaldandi misskiln- ings. Þaö getur varla hafa veriö meiningin, eöa hvaö? Ur beiskum bikar Siguröur A. Magnússon: Undir kalstjörnu. Uppvaxtarsaga. Mál og menning, Rvik. 1979. 256 bls. Kápumynd: Hilmar Þ. Heigason. Þaö er mikiö giæfraverk sem Siguröur A. Magnússon leggur út i meö bók þeirri sem nú er komin I verslanir og sækir nafn sitt I ljóölinu eftir Þorstein frá Hamri. Glæfraverk vegna þess aö hann á á hættu aö fjöldi fólks steypi sér yfir verk hans eins og hrægammar, lesi þaö sem lykilskáldsögu og kjammsi á. Séö á þann hátt er tilraun hans vægast sagt vafasöm. En hér veldur hver á heldur, og mér sýnist útkoman hafi raunar orö- iö ágætisverk sem teljast veröi gott búsllag islenskum bók- menntavinum og umtalsveröur sigur fyrir höfundinn. 1 formála bókarinnar er berum oröum sagt aö hér fari skáldsaga sem byggi I öllum efnisatriöum á endurminning- um höfundar. Nöfnum persóna er aö visu breytt, en jafnvel sá sem er allsendis ókunnugur Reykjavik kreppuáranna kannast strax viö einhverjar fyrirmyndir. Þrátt fyrir þaö veröur skáldskapurinn aöal- atriöi og þaö sem gefur bókinni verulegt gildi. Þegar Bjartur I Sumarhúsum leit dóttur sina ÁstU Sóllilju fyrsta sinn meö verulegu lifs- marki segir sagan aö hann „undraöist hvaö þetta var veikt og smátt. Þaö er ekki aö búast viö aö þetta sé mikiö fyrir sér, bætti hann viö hálf afsakandi, mikil skelfing sem mannkyniö getur veriö aumt þegar maöur litur á þaö eins og þaö er i raun og veru.” Þessi orö rifjast upp fyrir mér þegar ég les lýsingu Siguröar A. Magnússonar á örbirgöinni I fátækrahverfum Reykjavikur á fjóröa áratugnum og fæ aö skyggnast i þann beiska bikar mannlifsins sem þar var drukk- inn. Og þaö eru reyndar fleiri rök en eymd mannkynsins sem leiöa hugann aö Bjarti. Þvi i fátæktinni býr stoltiö lika, ein- mitt þaö stolt sem Bjartur varö fulltrúi fyrir — og þver- móöskan, sjálfstæöiskenningin. Sterkari undruninni veröur þó önnur kennd: aödáun á þvi mannkyni sem brotnar ekki saman undan fargi eymdar- innar, en tekst meö hjálp góöra aö rétta sig upp, þrátt fyrir þá heimspeki góöborgarans aö sumir eigi ekki annaö skiliö en örbirgö — og reyndar sé sælt aö vera fátækur. Jakob Jóhannesson heitir söguhetjan og sögumaöurinn i Undir kalstjörnu. Nafniö viröist ekki valiö út i bláinn. Þaö má vel minna okkur á aö ekki voru allir postulanna aldir upp viö allsnægtir. Þeir höföu einmitt fengiö flestir hverjir aö reyna fátæktina. Bibliunöfnin eru fleiri i þessari bók, þar eru bæöi Marta og Marla. En mest veröur þó sú persóna sem aldrei er nefnd meö skirnarnafni en aöeins hinu sjálfsagöa heiti 1 munni barnsins: Mamma. Mér er til efs aö ég hafi áöur lesiö á Islensku svo nærfærna lýsingu á tengslum og aöskiln- aöi drengs og móöur sem þá er Siguröur A. setur á blaö. Astin sem milli þeirra kviknar — og þó kannski einkum 1 brjósti barnsins — er hvort tveggja máttug og dulræö, stendur 1 órofa tengslum viö vanmátt hans til aö berjast viö tilveruna og veröur á stundum aö lausn sem nálgast fullkomleikann. örlög „mömmu” og annarra fátækra og kúgaöra kvenna leita á sögumann þegar á barns- aldri þar sem hann glimir viö aö skilja veruleikann. En veruleik- inn er flókinn og höfundur reyn- ir ekki aö breiöa yfir aödáun barnsáranna á „karlmennsku” og fáránlegum „hetjudáöum”. Þvi enn á Jakob Jóhannesson langt I land aö sjá samhengíö I tilverunni, og þarna lýtur löng- um allt formúlunni „þegar ég var barn hugsaöi ég sem barn”. Og þessi formúla gildir þrátt fyrir „skýringar” hins eldri sögumanns eöa höfundar á ýmsu þvi sem viö bar. Hér væri freistandi aö drqpa á ýmsa aöra þætti bókarinnar. Hugleiöingarnar um tilfinningu barnsins fyrir tungumáli eru t.d. bæöi skemmtilegar og spak- legar. Lýsingin á mannlifi „Pólanna” er lifandi og full af mennskri skelfingu. Og þannig mætti halda áfram. Uppvaxtarsaga Jakobs er ekki nema hálfsögö meö þessari bók. Höfundur skilst viö okkur þar sem Jakob syrgir móöur sina og góö kona meö þvi tákn- ræna nafni Guö-björg veitir honum aöhlynningu. Eftir stendur aö skýra fyrir okkur hvernig Jakobi gat veist sú björg sem frelsaöi hann og beindi lifi hans á aöra götu en þá sem beinast var framundan: glæpavegurinn. Undir kalstjörnu er átakanleg bók — en kannski fyrst og fremst fyrir þá sök aö okkur sem komiö höfum okkur bæri- iega fyrir I llfinu hættir til aö gleyma eöa loka augum fyrir eymd og örbirgö mannkynsins. Mér finnst ég standa I þakkar- iskuld viö höfundinn fyrir aö hafa minnt mig á þetta. Þvi enn er langt til fyrirheitna landsins.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.