Helgarpósturinn - 21.03.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 21.03.1980, Blaðsíða 3
3 hal/jarpn<=:fi /r/nn Föstuda9ur 21 • ™ars 1980 Snorri Sigfinnsson trúnaðarmað- ur og bifvélavirki: „Yfirþyrm- andi vanþekking kaupfélags- stjóra!' „Er orðlaus”, segir Ormur Hreinsson. „Hatrömm árás samvinnuhreyf- ingarinnar”, segir Kolbeinn Guðnason. Jóhannes Kristinsson ætlar að segja upp sjálfur i mótmælaskyni við uppsagnir kaupfélagsstjóra. Tage Olesen — einn af þeim sem sagt hefur verið upp. Hér erfullkomin funda- og ráðstefnu aðstaða. Fyrir fámenna fundi sem fjölþjóða ráðstefnur þannig f skyn, að til róttækra að- gerða verði gripiö ef uppsagnim- ar verði ekki dregnar til baka. Ammundur Backmann tók undir þetta og sagöi: „Menn skulu verða minnugir þeirra deilna, sem þarna áttu sér stað ekki fyrir löngu. Þarna er vegið að lífsaf- komu manna og enginn stendur hjá og horfir á slikt, án þess að hreyfa legg eða lið. A þessu stigi málsins, er þó of fljótt, að upplýsa til hvaða ráða verður gripið.” Helgarpósturinnnáði sambandi við Erlend Einarsson forstjóra Sambands islenskra samvinnu- félaga vegna þessa máls. Hann sagði að kaupfélögin væru sér- félög, enda þótt þau væru aöilar að SIS. Þau hefðu sina eigin stjórn og þvi væru þessar upp- sagnir alfarið mál Kaupfélags Arnesinga. „Eg er ekki nægilega vel inni þessu máli,” sagði Erlendur „til að geta tjáð mig um það, en það er alltaf slæmt að þurfa að segja upp fólki, og þá sérstaklega fólki, sem hefur starfað laigi innan samvinnu- hreyfingarinnar. En þeir á Sel- fossi verða aö skýra þessar upp- sagnir. Eg þekki málið ekki nógu vel.” —Núsegja þeir fyrir austan, að þetta sé berlega árás sam- vinnuhreyfingarinnar á verka- lýðshreyfinguna. Hvað viltu segja um það? „Nei, nei. Samvinnuhreyfingin hefiir lagt sig fram við að halda góðum samskiptum við verka- lýðshreyfinguna. Annað væri óeðlilegt.” „Ég þekki þetta mál ekkert” sagði Eysteinn Jónsson fyrrum ráðherra og þingmaður, sem lengi sat I stjórn SIS og er gamal- reyndur innan samvinnuhreyf- ingarinnar. „Ég hef sagt af mér öllum trúnaðarstörfum hjá sam- vinnuhreyfingunni og vil þvi ekki tjá mig um málið, enda er mér ókunnugt um málavöxtu.” „Ég tek það fram, að ég þekki ekki nákvæmlega málavöxtu I þessu tilviki, en mér finnst það eðlilegt frá mannlegu sjónarmiði, að þeir menn sem hvaö lengst hafa starfað njóti aukins öryggis ef harðnar á dalnum”, sagði Hörður Zóphaniasson stjórnar- maður I SÍS. „Þess vegna finnst mér það skjóta skökku við, að elstu starfsmennirnir séu látnir fjúka fyrst, þegar talin er þörf á uppsögnum.” Síðan sagði Hörður Zóphanias- son: „Ég geri meiri kröfu til fyrirtækja, sem rekin eru á grundvelli samvinnuhugsjónar- innar. Samvinnuhreyfingin bygg- irá félagslegum sjónarmiðum og slik sjðnarmið eiga ætið að vera I fyrirrúmi. Isköld viðskiptaleg sjónarmið mega ekki alltaf ráða ferðinni.” Helgarpósturinn náði I Þórar- in Sigurjónsson formann kaup- lélagsstjórnar vegna málsins. Hann sagði kaupfélagsstjórnina ekki hafa meö þetta að gera. „Við vorum látnir vita um þessar upp- sagnir” sagði Þórarinn, ,,en tók- um enga afstöðu til þeirra. Viö ráðum framkvæmdastjóra ikaupfélagsstjóra) og hann sér um daglegan rekstur. Hann hefur skýrt okkur I stjórninni frá verk- efnaleysi og nauðsyn þess að fækka fólki. Svona nokkuð er á valdi kaupfélagsstjóra.” — Fellur það undir daglegan rekstur. þegar sex starfsmönnum er sagt upp á einu bretti, I ekki stærra plássi en Selfoss er? „Nei, það er varla sagt upp daglega hjá kaupfélaginu.” — En hvers vegna eru elstu og tryggustu starfsmennirnir látnir • fara fyrst? Er slikt réttmætt? „Réttmætt og ekki re'ttmætt. Það er alltaf leiðinlegt að þurfa að segja upp fólki. Það hefur hins vegar ekki verið farið fram á það við okkur, að kannaður verði möguleiki á vinnu fyrir þessa menn annars staðar. Við mynd- um athuga slika möguleika, ef um væri beðið.” — Kaupfélagsstjórnin kemur sem sé ekkert til með að skipta sér af þessu máli? „Það þori ég ekkert að segja um. Þetta verður eflaust rætt á fundi hjá okkur. En eins og ég sagði, þá höfum við ráðið kaup- félagsstjóra og ef það á að ógilda hans ákvarðanir, þá getum við allt eins sagt honum upp. Hans er daglegi reksturinn i fyrirtækinu.” „Neyðist til að fara á at- vinnuleysisstyrk” „En þetta er ekki aðeins bar- átta um réttindi starfsmanna,” sögðu viðmælendur Helgarpósts- ins á verkstæði Kaupfélagsins austur á Selfossi, „þetta er lika spurning um lifsafkomu fjöl- skyldna...” Og í framhaldi af þvf, hverjir eru atvinnumöguleikar þessara manna, ef þeir verða að hætta störfum? Kolbeinn Guönason var að þvi spuröur. „Það eru fáir sem engir atvinnumöguleikar fyrir mig hér á Selfossi. Ég á hér mitt hús og mlna fjölskyldu og vil ógjarnan þurfa aö fara aö rifa migog mitt héðan upp með rótum ogflytjast ábrott. Ætliég neyðist ekki til þess að fara á atvinnu- leysisstyrk, eftir að hafa gert við bila í 40 ár.” eftir Guðmund Árna Stefánsson myndir: Friðþjófur Stærsta og fullkomnasta hótel landsins, býðuryður þjónustu sína. 217vel búin og þægileg herbergi, öll meðbaði, síma og sjónvarpstengingu. í Veitingabúð færðu allskonar rétti á hóflegu verði. Glæsilegar veitingar. í Blómasal bjóðast veisluréttir og Ijúfar veitingar. Reynið kræs- ingar kalda borðsins í hádeginu. í hótelinu er rekin fjölþætt þjónustustarfsemi. Sundlaug og gufuböð, rakarastofa, hárgreiðslu- og snyrtistofur. Einnig verslun, ferðaþjónusta og bílaleiga er við hóteldyrnar. Heill heimur útaf fyrir sig. Er hægt að hugsa sér það þægilegra? Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR Reykjavíkurflugvelli Sími: 22322

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.