Helgarpósturinn - 21.03.1980, Blaðsíða 7
7
he/rjarpn<Th irínn Föstudagur 21. mars 1980
tima. Með öðrum orðum að við
stöndum á dálitið góðum grund-
velli, ef viö kærum okkur um aö
vita af þvi.”
Vandamálin
Þetta efni býður engu aö siður
heim mörgum listrænum
vandamálum. Hvernig hyggist
þið til dæmis brUa bilið milli 13.
aldarog þeirrar 20. hvaö málfar
persónanna snertir?
,,Ég er oft spurður að þvi
hvort þær muni segja „vér” og
„oss” og tali fornmál. Það er nil
ekki meiningin. Ætlunin er að
þetta fólk tali fallega islensku,
lifandi mál. En aö sjálfsögðu
verður reynt að forðast orð-
skripi. Til sæmis er ekki liklegt
aö orðið „frikað” komi fyrir oft i
myndinni.Annað sem mér er of-
arlega i huga í þessu sambandi
er hve fólk er fljótt að skella
stimplinum „vikingamynd” á
þetta. Eftir þvi sem ég kemst
næst voru vikingaferöir aflagö-
ar um miðja 13. öld. Fólk bjó við
góða siömenningu, þótt ekki sé
hún sama siömenningin og okk-
ar. A þessum tima var til dæmis
ekkibúiðaö finna jafn sléttar og
finar aðferðir við fjöldamorö og
núna eru i tisku. En það viröist
kominn inn í hausinná fólki ein-
hver vikingastill og engu likara
en mörgum finnist vfkingaöld
teygja sig fram að siðaskiptum.
Það er nú misskilningur. Þetta
eru miðaldir og Evrópa á allt
öðru stigi en þegar Ingólfur
Arnarson kom hingaö og nam
land.”
Muntu viðgerðSnorra Sturlu-
sonar taka miö af einhverjum
myndum sem fjallað hafa um
skyld efni eða tima?
„Mér finnst alveg nauðsyn-
legt að hafa eitthvaö til að visa
til. Þannig get ég sýnt hvaö ég
vil fá eða hvaö ég vil forðast, án
þess að um beina fyrirmynd sé á
nokkurn hátt að ræða. 1 þessu
tilfelli höfum við skoöað tölu
vert bresku biómyndina The
Duellists sem Ridley Scott geröi
og sýnd var hér i fyrra, og við
ætlum lika aö skoöa Lénharö
fógeta saman. Þaö er nokkuð
gott að styöjast við The Duell-
ists vegna þess aö hún er eins og
okkar mynd gerö viö tiltölulega
þröngan fjárhag, þótt trúlega
hafi hann veriö 10 sinnum rýmri
en okkar erjvegna þess að hún
byggir á skrifaðri sögu eins og
okkar mynd gerir, og vegna
þess að ýmis tæknileg atriði eru
sameiginleg, eins og t.d. að báð-
ar myndimar eru lýstar viö lif-
andiljós. Hvað Lénharð varðar,
þá held ég að sú mynd sé ómiss-
andi þáttur I þróun islenskrar
kvikmyndageröar og fyrst og
fremst sjónvarpsins. Ég tel að
af henni megi heilmikið læra,
bæöi gott og vont, og það væri
eins og að böm á skólaskyldu-
aldri neituðu aö fara i skólann ef
þeir sem gera myndir fyrirs.ión-
varpið teldu sig yfir það hafna
að læra af þessu fyrirtæki”.
Tilfinningin
Hvemig tilfinning er það svo
að bera ábyrgö á þessu stærsta
og kostnaðarsamasta verkefni
sjónvarpsins til þessa?
Helgi Gestsson: „Þaö er góö
tilfinning. Þetta er að visu stórt
verkefni á okkar mælikvarða,
en samt finnur maður vel viö
hversu þröngan kost viö raun-
verulega búum. Ég hef þá trú að
þetta veröi til eflingar fyrir
kvikmyndagerð sjónvarpsins á
næstu árum. Þaö sem mestu
máli skiptir varöandi þessa
kvikmynd held ég að sé að sá
timi sem viö erum að reyna aö
lýsa komi áhorfendum fyrir
sjónir sem trúveröugur”.
Þráinn Bertelsson: „Ég tek
undirþetta meöHelga. Ef okkur
tekst ekki að gefa tilfinningu
fyrir þvi að þessar persónur séu
fólk af holdi og blo'öi en ekki
dúkkur eða tindátar þá hefur
okkur mistekist hrapallega.”
Þráinn var aö lokum spurður
hvort Snorri Sturluson væri
óskaverkefni.
„Já, þetta er óskaverkefni að
þvi leyti aö mig hefur alltaf
langaö til að eiga viö þetta tíma-
bil i sögu þjóðarinnar. Ég haföi
kannski ekki hugsað mér
Snorra Sturluson sem viðfangs-
efniö, en eftir þvi semégkynnist
honum betur þykir mér vænna
um hann. Ég vildi kannski óska
þess að ábyrgðin væri minni, aö
þvi leyti að ég væri ekki að gera
þetta fyrir skattpeninga, is-
lenska, norska og danska. Vildi
vera aö gera mynd sem fólk biði
eftir án þess að vera sifellt star-
andi á hvað þaö fær fyrir af-
notagjöldin. Og helst vildi ég
vera óbundinn af öllum öðrum
undirstöðum en Islendingasögu
Sturlu Þorðarsonar”.
eftir Árna Þórarinsson
myndir: Friðþjófur o. fl.
Húsbyggjendur
Upphitun með
rafmagnsþilofnunum
er ódýr og þægileg
ADAX
rafmagnsþilofnarnir
hafa fengið æðstu
verðiaun, sem veitt
eru innan norsks
iðnaðar
Sfórlækkaður stofnkostnaður. — Hverfandi viðhald.
ADAX rafmagnsþilofnarnir eru norskir og marg-
verðlaunaðir fyrir fallega og vandaða hönnun.
Þriggja ára ábyrgð
er á öllum ADAX rafmagnsþilofnunum
3 gerðir. — Yfir 30 mismunandi stærðir.
Gegnumstraumsofnar: 15 og 30 sm háir.
Panilofnar: 28, 38 og 48 sm háir.
Geislaofnar í baðherbergi.
Fullkomið termostat er á öllum ADAX ofnunum.
íslenzkur leiðarvísir, samþykktur af Raftækja-
prófun Rafmagnsveitna ríkisins, fylgir hverjum
ofni.
Sendið okkur úrklippuna hér að neðan — og við
sendum yður um hæl nákvæmar upplýsingar um
ADAX rafhitun.
Þér getið einnig sent okkur teikningu af húsinu og
við getum aðstoðaö yður um val á staðsetningu
ofnanna. Einnig getum við séð um útreikninga á
hitaþörfinni.
----------------------------------------
Til Einar Farestveit & Co hf
Bergstaðastræti 10A Reykjavík
Ég undirritaður
óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun
Nafn________
Heimilisfang
ein af þeim allra bestu!
Það er engin tilviljun að Rímíni er talin
ein af allra bestu baðströndum / Evrópu.
Spegi/tær sjór og sandur, íbúðir og hótel/
sérflokki, Iþrótta- og útivistaraðstaða
hin fullkomnasta og tækifæri fyrirbörnin
óvenju fjölbreytt.
Rímíni iðar af lífi og fjöri allan sólarhring-
inn. Maturinn ódýr og afbragðsgóður,
skemmtistaðir og diskótek á hverju strái
og a/ls staðar krökkt afkátu fólki, jafnt að
degi sem nóttu.
Skoðunarferðir til Rómar, Feneyja,
Flórens, Júgóslavlu, San Marínó. Frassini
dropasteinshellanna og vfðar. Gisting /
íbúðum á Giardino Riccione og I Porto
Verde. Hótelherbergi á Milton hóteli.
Spyrjið um Rímíni bæklinginn - þar eru
a/lar upplýsingar og I verðtöflunni má
finna tilboð sem eiga sér fáar hliðstæður.
Kynnið ykkur hinn verulega
barnaafslátt. it
BEINT DAGFLUG
auðvelt og áhyggjulaust
Alltaf eitthvað nýtt
Samvinnuferöir-Landsýn,
AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899
PORTO VERDE
- einn af frábærum
gististöðum okkar
á Rímíni ströndinni
I V T *
'■] 1 ipi; *{T ■ ' • 'TS* « j —?*• u í % s*.w . HL 1
—■ iilin. * i -fe Sywry yj