Helgarpósturinn - 21.03.1980, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 21.03.1980, Blaðsíða 17
17 —tielgarpósturinrL. 25 SÆKJA UM STYRK ÚR KVIKMYNDASJÓÐI „Þetta eru allskonar kvik- myndaverk, bæöi stórar leiknar myndir og litlar heimildarmynd- ir”, sagöi Stefán Júliusson, ritari stjórnar Kvikmyndasjóös i sam- tali viö Helgarpóstinn. Sem kunn- ugt er rann fresturinn til aö skila umsóknum um styrki úr sjóönum út fyrir nokkru og alls hafa 25 aö- ilar sótt um styrk. Sumir sækja um styrk fyrir fleira en eitt verk- efni, þannig aö heildartala um- sóknanna er dálitiö hærri. „Af þessum verkum, eru tvö nokkuð stærst” sagöi Stefán, „annað er uppá 100 milljónir, en hitt 60 milljónir. Þaö eru hvortveggja leiknar langar kvik- myndir. Svo er þarna fjöldi smárra heimilda mynda, ' og reyndar er sótt um styrki til aö vinna allt mögulegt i sambandi við kvikmyndir. Þarna eru um- sóknir um styrk til aö vinna hand- rit, og umsóknir um styrk til aö ljúka við myndir, sem þegar eru langt komnar” sagði Stefán. „Það sem hinsvegar einkennir þessar umsóknir flestar, er að þær eru nokkuð i lausu iofti. Með þeim fylgja ekki unnin handrit eins og var i fyrra. Sömuleiðis vantar i nokkrum tilfellum kostnaðaráætlun sem vel er unn- in.” Stefán sagði þá i stjórn Kvik- myndasjóðs hafa verið sammála um það i fyrra að dreifa ekki styrkfénu mikið, heldur láta þá sem fengu styrkinn hafa verulegar fjárhæðir. „Við viljum frekar að það komi fáum að miklu gagni, heldur en mörgum að litlu gagni.” sagði hann. 1 stjórn Kvikmyndasjóðs eiga sæti Knútur Hallsson, sem er for- maður, Hinrik Bjarnason, og Stefán Júliusson ritari. — GA Ný sending til Borgarbíósins Borgarbló, yngsta kvikmynda- húsiö I bænum á von á sendingu af nýjum kvikmyndum bráölega. Þar er aö finna nokkrar athyglis- veröar myndir, svo sem þrilier Arthurs Penn, „Night Moves” - meö Gene Hackman, og eina af - nýrri myndum John Cassavetes, „Killing of a Chinese Bookie”. Þaö sem vekunkannski mesta athygli við þessi innkaup er að myndirnar eru nokkrar frá Warn- er Brothers fyrirtækinu, sem Austurbæjarbió hefur skipt við eitt kvikmyndahúsa hér- lendis. Borgarbiósmenn fáfleiri myndir en þessar tvær, og auk „NightMoves” má nefna „Exor- cist 2” frá Warner Brothers. Samkvæmt upplýsingum Austurbæjarblós eru þetta mynd- ir sem ekki var fyrirhugað að kaupa til landsins , og þvi gátu Borgarbiósmenn gengið inni samkomulagið sem Austurbæjar- bió hefur við WB. -GA Jó/asveinn á g/apstigum Tónabió: Meöseki féiaginn (The Siient Parner) Kanadfsk. Argerö 1979. Leik- stjóri: Darryi Duke. Aöalhlut- verk: Eliiott Gould, Christopher Piummer, Susannah York. Anders Bodelsen heitir danskur rithöfundur og hefur skrifaö margar bækur sem flestar snúast um afbrot af ein- hverju tagi. Svoleiöis bækur eru yfirleitt afgreiddar meö fyrir- litningarhnussi og stimplinum „reyfari” eöa „afþreyingarrit”, en Bodelsen hefur eert meira en flestir höfundar til að hefja þessa bókmenntagrein til þeirr- ar virðingar sem henni ber. Ein þekktasta bók Bodelsens heitir „Tænk pá' et tal” (Nefndu tölu) og kom fyrst Ut 1968. Hún hefur nú veriö filmuð, ekki I Danmörku heldur I Kanada, og myndin er sýnd I Tónablói. I sem stystu máli er sögu- þráöurinn sá, að bankagjaldkeri nokkur verður þess áskynja að jólasveinn er aö hugsa um að ræna bankann, þaö liöur aö jólum og þessi ágæti jólasveinn stendur fyrir utan bankann með söfnunarbauk handa bág- stöddum. Þegar bankarániö er framiö lætur gjaldkerinn jólasveininn aðeins fá smáupphæð en stingur sjálfur undir stól mestum hluta ránsfengsins. Jólasveinninn kemst undan, en gjaldkerinn situr eftir með allan afrakstur af ráninu. Þetta likar sveinka aö sjálfsögöu illa oghann ætlar sér aö hefna sln á gjaldkeranum og ná aftur peningunum... Sem sagt hiö sæmilegasta plott. En þaö gerist fleira i myndinni. Við fáum að kynnast þvi ágæta fólki sem vinnur þarna i bankanum eða banka- útibúinu, og innbyröis tengslum þess og samskiptum. Það er meðal annars eitt af höfuðein- kennum Bodelsens, að sömu persónurnar koma fyrir i mörgum sögum hans og yfirleitt kemur það upp úr dúrnum að þær hafa ekki hreint mél i poka- horninu. Tvær aukapersónur I þessari mynd koma til dæmis fyrir i öðrum sögum Bodelsen: Útibússtjórinn heiðarlegi kaupir sér dýrari bfl en hann hefur efni á að eiga og reynir þá aö losa 'sig við hann og svikja fé út úr tryggingunum, og feiti bankastarfsmaðurinn Simonsen kemst að öllu saman og notar þann fróðleik til að bæta stöðu sina I bankanum. Simonsen þessi er reyndar með skemmti- legri persónum sem Bodelsen hefur skapað og eru til af honum margar sögur. 1 þessari kanadisku mynd er farið tiltölulega frjálslega með efni bókarinnar, meðal annars bætt viö töluveröu ofbeldi, sem ég er ekki viss um að sé til aö bæta verk Bodelsens. Helstu hlutverkin eru i höndum ágætra leikara, sem eru Elliot Gould, Christopher Plummer og Susannah York. Þau skila hlutverkum sínum af mikilli prýöi, einkum Plummer. Myndin er vel gerð, en ég held þó aö varla takist aö koma til skila nema broti af þvi ágæta efni sem er aö finna i bók Bodel- sens. En þótt bókin sé raunar betri en myndin þá er myndin prýðileg skemmtun. Sjáðu sæta naflann minn Um lífsreynslusögur „Þetta nýja raunsæi... hefur m.a. ieitt til þess aö reynsla og atburö- ir sem fyrir fáum árum þóttu ekki tæk i sögum hefur fengiö inni i bókmenntunum og auögaö þær nýjum viddum. Hitt er svo annaö mál hvort þessar nafiaskoöunarbókmenntir veröi mjög frjóar i framtiöinni”, ... segir Gunnlaugur Astgeirsson m.a. f grein sinni. Af þeim rúmlega tuttugu frum- sömdu Islensku skáldsögum sem komu út á siöasta ári eru einar fimm sem kalla má lifsreynsiu- sögur. Eru þetta tæp 25% sem er býsna hátt hlutfall. Þessar sögur eru Undir kalstjörnu eftir Sigurö A. Magnússon. Hvunndagshetja eftir Auði Haralds, Siðasti dagur ársins eftir Normu Samúels- dóttur, Misjöfn er mannsævin eftir Gest Hansson (dulnefni) og Skellur á skell ofan eftir Grétar Birgis. Einkenni Það sem þessar sögur eiga sameiginlegt er að þær eru að meira eða minna leyti sjálfeævi sögulegar, byggja að verulegu marki á ævihöfundanna. I þeim öilum er lýst á býsna berorðan og hreinskilinhátt reynslu sem ekki hefur áður verið gerð ýkja mikil skil i islenskum bókmenntum. Sigurður A. segir frá uppeldi drengs I fátækrahverfum Reykja- vikur kreppuáranna. Grétar Birgis lýsir uppvexti drengs á svipuðum slóðum I strfðinu. Auður Haralds lýsir konu sem vegna innrætingar i uppeldi á sér þann draum heitastan aö eignast mann og lætur fyrir vikið troða sig hvað eftir annað niður I svaðið til aö halda i drauminn, fyrirlitin og niðurlægð af öllum sem þvi geta við komið. 1 bók Normu er viðfangsefnið ung þriggja barna móðir og eigin- kona sem er einangruð og innilok- uð innan fjögurra veggja heimilisins og getur aldrei um frjálst höfuð strokið. Auk þess sem hún hefur migri ne sem áger- ist við þessar aðstæður. 1 bók Grétars Birgis er hinsveg- ar fjallað um pungrottuna, karl- manninn sem unað hefur sér vel i hlutverki kúgarans en er nú fórnarlamb kvennabaráttunnar og er samúð höfundar öll með honum. Fleiri reynslusögur Sitthvoru megin við þessar sög- ur getum viö siðan sett sögur sem annarsvegar eiga að vera hreinar ævisögur og hinsvegar sögur sem eiga að vera hreinar skáldsögur en styðjast mjög greinilega viö beinar fyrirmyndir úr veru- leikamum. Sem dæmi um fyrri tegundina má nefna bók Arna Bergmann Miðvikudagar i Moskvu þar sem persónuleg reynsla Arna er sett i bæði mjög alþjóðlegt og sögulegt samhengi. Einnig má nefna ævi- sögur nafnanna Tryggva Emils- sonar og Tryggva ófeigssonar þar sem annarsvegar verka- maöur og hinsvegar útgerðar- maður segja sögu sina, en jafn- framt eru sögur þeirra partur þjóðarsögunnar, sögu verkalýðs- baráttu og uppbyggingar I sjávarútvegi. I rauninni geta slikar sögur ekki annað en verið meira og minna skáldskapur samkvæmt þeirri skilgreiningu að skáld- skapur sé að umskapa veruleik- ann i orðaöri frásögn og þarmeð velja eitt og hafna öðru þannig aö sú mynd sem viö blasir er mótuð af reynslu og viðhorfum þess sem segir frá. Sem dæmi um seinni tegundina getum við nefnt sögu Asu Sólveig- ar.Treg I taumi, Göturæsiskandi- dat eftir Magneu J. Matthias- dóttur, Sveindómur eftir Egil Egilsson og Myndir úr raunveru- leikanum eftir Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur. Allar eiga þessar sögur sameiginlegt að reyna að lýsa á mjög raunsæjan hátt fólki og atburðum þar sem greinilegt er aö fyrirmyndir úr umhverfinu eru ekki langt undan. Það er I rauninni sáralítill mun- ur á þeim aðferðum sem beitt er i þessum þremur tegundum bóka sem hér hafa verið nefndar og væri erfitt að draga nákvæm mörk/væri það neynt. 1 þeirri raun- sæisöldu sem islenskar bók- menntir viröast nú véra á sýnist það allt að þvi vera tilviljun hvort menn skrifa skáldsögu sem er eins og ævisaga eða ævisögubrot, ævisögu sem er að verulegu leyti skáldskapur eða ævisögulega skáldsögu. Hvað veldur? Hvernig skyldi svo standa á þvi að þessi tegund bókmennta verð- ur svona vinsæl bæði meöal höf- unda og lesenda? A siðustu árum hefur einhvers konar nýtt raunsæi verið að ryðja sér til rúms i bókmenntunum hér. Yngri höfundar hafa reynt að lýsa samfélagsveruleikanum eftir hefðbundnum episkum leiðum. Þeir hafa aö visu haft meira frelsi en eldri episkir höfundar vegna tilraunastarfseminnar i sagna- gerö siðustu áratugi, sem opnaði nýjar tjáningarleiðir. Samhliöa þessu hefur félagsleg umræða oröið meira áberandi i bókmenntunum og feminisminn gerir beinlinis kröfu til bókmenntanna aö þar séu málin rædd. 1 kvennabaráttunni er oft til- hneiging til að vitna i eigin reynslu. Einnig hefur barátta kvenna siðustu ár beinst frá þvi að ná jafnrétti meö því að konur verði eins og karlar og að þvi að leggja áherslu á að konur eru öðruvisi, vegna þess að lifs- reynsla þeirra er önnur og þaraf- leiðandi er hugarheimur þeirra og viöhorf annarskonar, konan fái jafnrétti sem kona en ekki kall- kelling. Allt þetta beinir sjónum að persónulegri reynslu einstaklinga sem jafnframt eru þá dæmi um reynslu miklu stærri hópa. Hetjudýrkun Það er ekki laust viö að á sið- ustu árum hafi gætt aukinnar til- hneigingar til hetjudýrkunar. Reynt hefur verið að búa til goðsagnir um ákveðna stjórn- málamenn og i bókmenntunum hefur þetta birst i vinsældum ævi- sagna ýmisskonar afreksmannaj stórútgerðarmaður sem var fátækur smali i æsku, verka- maðurinn sem berst hetjulega fyrir daglegu brauði og rétti sinn- ar stéttar, stjórnmálamenn sem risa úr fátækt til æöstu metorða og jafnvel embættismenn sem bjóða kerfinu birginn Þessi hetjudýrkun ber vitni um aukna einstaklingshyggju sem viða má greina, bæði i háværum kröfum einkaframtaksins um aukið athafnafrelsi og einnig i þeirri þröngu kjarahyggju sem verkalýöshreyfingin boðar. En allt beinir þetta einnig sjónum að lifsreynslu einstakra manna og kvenna. 'Þvimá heldur ekki gleyma að_, vinsældir lifsreynslusagnanná byggjast að nokkru leyti á for- vitni og slúðurþörf þar sem ýmsir þykjast þekkja nafngreindar persónur i bókunum. Einnig er töluvert um berorðar lýsingar sem ýmsir sækja f, lýsingar sem vart hefðu þótt prenthæfar fyrir áratug eða svo. Ný reynsla Þetta nýja raunsæi sem áður var að vikið hefur m.a. leitt til þess að reynsla og atburðir sem fyrir fáum árum þóttu ekki tæk i sögum hefur fengiö inni I bók- menntunum og auðgað þær nýj- um viddum. Hitt er svo annað mál hvort þessar naflaskoðunarbókmennt- ir verði mjög frjóar i framtiðinni. Ég gæti trúað að við fengjum vænan slurk af slikum bókum i haust en varla mikið lengur. Einkum ef listræn úrvinnsla efnisins verður ekki vandaðri en I flestuprþeim sögum sem hér hafa verið nefndar. Af þeim lifs- reynslusögum sem nefndar eru I upphafi er það varla nema bók Sigurðar A. Magnússonar, Undir kalstjörnu, sem fær staðist timans tönn vegna listræns styrk- leika. G.Ast. Bókmenntir eftlr Gunnlaug Astgelrsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.