Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 3
3 ____hp>lrjf=trpn^fl irinn Föstudagur ll. apríl 1980 áöur var Alþýöusamband Islands og Alþýöuflokkurinn eitt, en nú sver ASl af sér öll bein tengsl viö stjdrnmálaflokkana. Hvelangt ná völd og áhrif stjórnmálaflokk- anna inn i verkalýöshreyfinguna. Faglegri hreyfing „Flokkapólitlk er ekki eins sterk I verkalýöshreyfingunni og áöur var,” sagöi Guömundur J. Guömundsson. „Aöur fyrr var hreyfingin meira og minna negld I flokksbönd og menn varla tækir á Alþýöusambandsþing ef þeir voru ekki fulltrúar einhvers ákveöins stjórnmálaflokks. Þetta hefur mikiö minnkaö meö árunum eftir þvl sem kjarabaráttan hefur orö- iö faglegri. Pólitíkin innan verka- lýöshreyfingarinnarhefur viö þaö oröiö samstæöari og eining meiri.” Allir viömælendur Helgar- póstsins voru á einu máli um þaö, aö áhrif stjórnmálaflokkanna innan verkalýöshreyfingarinnar heföu minnkaö mjög á slöustu ár- um. Pétur Sigurösson fyrrum for- ystumaöur innan Sjómannasam- bandsins og núverandi þingmaö- ur taldi aö flokkspólitlskur á- greiningur innan verkalýöshreyf- ingarinnar væri oröinn hverf- andi.” Aörir þættir hafa komið þar I staöinn”, sagöi hann. „Nú er ágreiningurmilli starfshópa I ASl og einnig togstreita milli lands- hluta.” Onefndur heimildarmaður i miðstjórn Alþýöusambandsins oröaöi þetta þannig, aö fyrst núna á siöustu árum heföu forystu- menn verkalýöshreyfingarinnar fariö aö þora aö skamma slna flokka og tekiö afstööu gegn sam- þykktum flokka sinna. „Slikir hlutir geröust vart fyrir 1960,” sagöi þessi miöstjórnarmaður. „Þá hlýddu menn flokknum og voru eins og brúður I bandi hans. Verkalýðshreyfingin endurspegl- aöi þá aöeins flokkspólitiskan á- greining I þjóöfélaginu.” En þótt flestir séu um þaö sam- mála, aö verkalýöshreyfingin Ólafur, Guðjón, Daviö og Asta. LITILL AHUGI Ólafur Nikulásson bensinaf- greiðsiumaöur — Dagsbriin. „Ég mæti yfirleitt aldrei á félagsfundi í mlnu stéttarfélagi og hef á tilfinningunni aö allt of litiö sé gert af slíku hjá mlnum samstarfsmönnum. Á meöan maöur mætir ekki, þá er erfitt aö kvarta yfir skertu lýöræöi innan verkalýös-hreyfingar- innar. Þaö verður aldrei til neitt raunverulegt lýöræöi án þátt- töku félagsmanna. Hins vegar vinn ég vaktavinnu og á erfitt meö aö taka virkan þátt.” Guöjón Guöjónsson trésmiöur — Trésmlöafélagi Reykjavikur. „Nei, éghef ekki mætt lengi á félagsfund — geröi þó dálitið af þvi hér á árum áöur. Eg hugsa aö almennt talaö sé verkalýös- hreyfingin skipulagslega lýöræöislega uppbyggö, en mér likar ekki „lýöræöi” kommúnista og þeir eru allt of valdamiklir innan hreyf- ingarinnar.” Daviö Daviösson bifvélavirki — Félagi bifvélavirkja. „Ég reyni aö mæta á fundum eftir mætti. Yfirleitt held ég aö daglegur rekstur og afgreiösla smærri mála sé á fárra höndum I verkalýðshreyfingunni, en þegar stærri og mikilvægari mál koma til afgreiðslu, þá koma fleiri inn í myndina. öllu jöfnu held ég þó, aö áhugi hins almenna félagsmanns sé ekki mikill á verkalýöspólitíkinni — þvi miður.” Asta Úlfarsdóttir afgreiösiu- stúlka — verslunarmannafélagi Reykjavlkur. „Ég hef nú ekki veriö lengi I verkalýösfélagi og þvi enn ekki mættd félagsfund. Ég skal fylli- lega viöurkenna aö þekking min á uppbyggingu og starfi verka- lýðsfélaga er af skornum skammti, en ég reyni þó eftir mætti aö glöggva mig á réttindum minum og skyldum á vinnumarkaönum. Almennt heldég aöáhugi og þekking hins almenna launþega sé litil á starfi verkalýöshreyfingar- innar.” hafi meö árunum oröiö sjálfstæö- ari og losnaö undan hrammi stjórnmálaflokkanna, þá er þó jafnljóst aö verkalýöshreyfingin er ekki alfariö laus viö flokkspóli- tisktáhrif, enda kannski spurning hvort svo geti nokkurn timann oröiö. „órólega deildin” „Þvl er ekki aö leyna aö flokks- pólitlskir straumar renna ennþá um verkalýöshreyfinguna og á þeim ber hvaö mest þegar kjósa skal til trúnaöarstarfa,” sagöi Jón Kjartansson. „Fyrir Alþýöu- sambandsþing hafa stjórnmála- flokkarnir t.d. löngu fyrir þing veriö búnir aö koma sér saman um skipan helstu embætta og skiptingu þeirra á milli flokka. Hafa flokkarnir þannig skipt upp embættum eftir einhverjum ó- sýnilegum llnum, sem einhvern tlma voru dregnar og segja til um það hver styrkleiki flokkanna eigi aö vera I valdastööum. A þinginu ’76 kom hins vegar upp hin svo- kallaða órólega deild og raskaði þessum tilbúnu hlutföllum öllum. Ég hef trú á ' þvl aö „órólega deildin” muni einnig gera sig gildandi á næsta þingi og þannig sjá fyrir því aö sjórnmálaflokk- arnir ákveöi ekki embættaskipt- ingu meö einhverju heiöurs- mannasamkomulagi löngu fyrir þing.” Miöstjórnarmaöur I ASÍ sagöi fulltrúa stjórnmálaflokkanna æ- tlö láta mjög aö sér kveöa á þing- um og m.a. byöu stjórnmála- flokkarnirætíö „sínu fólki” til há- degisveröarboöa á meöan þing stæöi. „Þeir eru svona aö minna sitt fólk á þaö hvar þaö eigi aö krossa viö I atkvæöagreiöslum. Þama eru þingfulltrúar minntir á þaö aö þeir séu hluti af hinu stóra tæki, — flokksvaldinu.” Jón Kjartansson haföi svipaöa sögu aö segja og sagði, aö þvi væri ekki hægt aö neita aö mikiö flokkaplott færi framá þingum ASl. Pétur Sigurösson segir þaö I sjálfu sér ekki óeölilegt aö flokks- pólitisk átök eigi sér staö þegar kjöriö er I trúnaöarstööur. „Þeg- ar þaö liggur fyrir aö valdablokk- in misnotar verkalýöshreyfing- una eins mikiö I flokkspólitiskum tilgangi, þá er ekki furöulegt aö pólitiskir andstæöingar reyni aö stemma stigu viö sllku meö þvi aö koma slnum mönnum aö.” „Forystukreppa” Þaö viröist því sem manna- skipti veröi enn aö miklu leyti til samkvæmt flokkspólitiskri for- múlu. Guömundur Hallvarösson verkamaöur heldur þvl reyndar fram, aö mannaskipti veröi helst ekki I verkalýöshreyfingunni. „Verkalýöshreyfingin einkennist af forystukreppu”, sagði hann. „Þaö veröur mjög lltil endurnýj- un innan forystuliösins. Forystu- mennirnir eru komnir I vitahring sem þeir hafa sjálfir skapað. Valdiö hefur safnast á ákveöna menn og þeir treysta ekki öörum fyrir þvi. Þannig aö ákaflega erf- itt fyrir nýja menn aö komast aö.” En burtséö frá spurningum þeim sem hér hafa verið til um- fjöllunar, þá er ljóst aö hvort sem verkalýðshreyfingin er lýöræðis- lega virkt apparat eöa ekki, hvort sem stjórnmálaflokkarnir haldi þar um taumana eöa ekki, þá er máttur heildarsamtaka verka- lýösins ASI óumdeilanlegur. Al- þýöusamband Islands er heildar- samband rúmlega 40 þúsund vinnandi manna og kvenna. Um- boö sllks fjölda veröur ekki létt- vægt fundiö. eftir Guðmund Árna Stefánsson og Þorgrim Gestsson myndir: Friðþjófur Kaupið bjálkahús Elstu hús úr bjálkum í hinum víða heimi eru um 1 100 ára gömul. Hvers vegna ekki að reyna? Þið gætuð verið ánægð með 300 ár. JTFRt éZ/CÍ) 900 SOQ , aaa " ___ ^ JUuþ=tí£T.JLÍ^|L-^i SUÐUR. Við bjóðum yður eitt stk. af þessu húsi tilb. ef óskað er eða á því byggingarstigi sem þér óskið eftir. Getum afhent 3 hús á Álftanesi fullbúin I siðasta lagi 1. feb. 1981. Undirritaöur óskar nánari uppl. um Finnenhús Nafn...................:...................... Heimili....................................... Austur Við getum boðið kaupendum hvaða hús sem er, tveimur mánuðum eftir pöntun. (Miðað við ekkert verkfall). Svo minnum við á hin fallegu sumar- hús okkar sem þér getið fengið með næstu skipsferð eftir pöntun. Greiðslusamkomulag. ATH. Þær pantanir sem ekki hafa borist fyrir 26. júlí hækka um 15% sem er erlend hækkun. Hægt er að panta sér tíma um helgar ef óskað er. ; "í- -*■ ix VE.3"TUK öll árshús eru útfærð af íslenskum tæknimenntuðum teiknurum og þjón- usta þeirra til staðar og annarra tæknimannanna. Allar innréttingar bjóðum við frá Haga á Akureyri og tvöfalt einangrunargler frá Glerborg. Einkaumboð á íslandi Hafnarstræti 15, Rvk. sími 25620. H. Guðmundsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.