Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 11. apríl 1980 Frumherjaárin i fótboltanum: „ÞÁ HÉNGU KR- PEYSUR Á HVERRI SNURU í VESTURBÆ” rætt við Þorstein Einarsson, fyrrum miðherja KR „Það er kannski hægt að bera árangur Valsmanna núna saman við keppnisferð sem við fórum til Þýska- landsárið 1935. Þá lékum við, íslenskt úrvalslið, við lið í Berlin, sem var ekki neitt úrvalslið og töpuðum ellefu núll!" Þorsteinn Einarsson, fyrrum miBframherji i KR sagöi svo frá þegar Helgarpósturinn hitti hann aB máli um daginn. Þorsteinn sem nú er á áttræBisaldri var einn fremsti knattspyrnumaBur lands- ins á árunum 1920 og 40 og man enn gjörla þessi frumherjaár i fótboltanum. Þorsteinn var lengi verkstjóri á Laugardalsvellinum. Hann heldur áfram meB Þýska- landsförina: „Reyndar var þetta ekki sterkasta liö sem viö hefBum getaB stillt upp, vegna þess aö Valsmenn, sem höföu oröiö ís- landsmeistarar sama ár, voru ekki meB. ÞeirhötBusjálfir fariB i utanlandsför, og i þá daga þótti ó- tækt aö fara tvær utanlandsferBir á ári. Nema Hermann heitinn Hermannsson. Hann vann hjá bænum ogþarvoru þeir liölegir”. UtanlandsferBir áriö 1935 voru talsvert ööruvisi en nú. 1 ferBinni sem Þorsteinn sagöi frá, var t.d. dvaliB úti i um mánaöartima, og þannig aB meB siglingum fram og til baka hefur feröin tekiö hátt á annan mánuB. Nú taka þessar keppnisferBir þrjá og fjóra daga. Og þá voru utanlandsferöirnar ekki nándar nærri eins tiöar og nú. Þorsteinn fór eitt sinn meö KR-ingum til Færeyja, auk Þýskalandsreisunnar. Annaö var þaö nú ekki. „Valsarar fóru mun oftar”, sagöi hann. „Þeir höfBu sin KFUM-sambönd, fóru til Kaupmannahafnar og Noregs og spiluöu þar viö liö KFUM- manna”. A keppnisárum Þorsteins voru fjögur liB hér I Reykjavik: KR, Valur, Fram og Vikingur. KR er elst þessara félaga, stofnaB 1899 af unglingum i Vesturbænum, en Vikingur og Valur urBu til um 1915. Vikingur var strákafélag, en Valur var stofnaöur af séra FriB- riki Friörikssyni og strákum, sem hann hafBi þjálfaö I KFUM. Fram var svo stofnaö um svipaö leyti. KR var vesturbæjarfélag, eins og þaö er ennþá, en Vikingar voru I miöbænum. Menntaskólinn var t.d.á áhrifasvæöi Vikings. Fram- arar voru á Hverfisgötu, Lindar- götu og noröanmegin á uppbæn- um svokallaöa, allt upp aö Skóla- vöröuholti. Valsararnir voru aft- ur sunnanmegin á Skólavöröuholt inu. „Svona var nú hverfaskipt- ingin”, sagöi Þorsteinn, „en svo blandaöist þetta nú lfka. KR-ing- ar höföu mikiB lag á þvf aö fá til sin menn ef þeir komu nýir i bæinn”. Þegar Þorsteinn byrjaöi aB æfa knattspyrnu, sem tiu ára strákur uppúr 1915, var fótboltamönnum skipt i þrjá aldursflokka, — fyrsta, annan og þriöja fldck. Hann byrjaöi i þriöja flokki, fór siöan i annan, eins og gengur og eiginiega um leiö I fyrsta flokk, aöeins fimmtán ára gamall. „011 liöin æföu á sama vellin- um, fyrsta og eina knattspyrnu- vellinum sem til var á þessum ár- um. Hann var á þeim slóöum þar sem Björnsbakari er núna, og sneri frá austritilvesturs”, sagöi Þorsteinn. „Þarna æföu öll fjögur liöin, Valur og Vikingur annaö kvöldiö, en KR og Fram hitt kvöldiö. Þaö var alltaf æft annan hvern dag, annaö liöiö byrjaöi klukkan hálf átta og æföi til niu, þá byr jaö i h itt, og var tilhálf elleflu. Á sunnudög- um var næstum rifist um völlinn — þá var byrjaö aö æfa klukkan hálf ellefu um morguninn og skipst á fram eftir degi. Þessi völlur var aldrei góöur. Þegar hann var geröur var púkk- aö undir hann þykku lagi af rauöamöl, og svo sett malarlag yfir, og valtraö og valtraö. Þegar átti aö fara aö leika á honum leiö ekki á löngu þar til við stóöum i ökkla i leðjunni, þvi þaö hafði álveg farist fyrir aö bleyta I möl- inni áöur en valtraö var. Melavöllurinn var svo byggöur 1926 og hann var mjög góöur. En aldrei spilaöi ég á grasvelli öll þessi ár, nema úti I Þýskalandi. Fyrstu skórnir sem ég æföi á voru kúskinnskór. Pabbi haföi keypt handa mér þessa flnu spariskó, en um leiö tekiö af mér loforö um aö fara ekki á þeim I fótbolta. Ég notaöi þvi bara kú- skinnskóna sem ég hafði fengiö i sveitinni. Þaö voru ekki vandræö- in I þá daga”. Knattspyrnuskórnir þá voru ólikir þvi' sem þeir eru nú. „Þeir ■ voru ökklaháir og reimaöir mjög fast yfir ökklann. Svo voru þeir grjótharöir, og á sólanum voru klampar, þvert yfir ilina, þrir aö framan og tveir þvert yfir hælinn. Þetta geröi lltlö gagn og viö vor- um oft eins og beljur á svelli”. Leikmenn þessara tima þurftu sjálfir aö kaupa allan sinn útbún- aö, skó og treyjur. Alltaf var mætt á félagstreyjum á æfingar, og aö sögn Þorsteins fóru menn aldrei I þær tvisvar án þess aö þvo þær á milli. „Þaö voru KR-peysur á snúrum i Vesturbænum allt sumariö”, sagöi hann. Breytilegt var hvenær æfingar hófust aö vori. Þaö fór eftir veöri. „Alveg eins og núna, þá voru veöur misjöfn á vorin”, sagöi Þorsteinn. „Stundum voraöi snemma, en stundum komumst viö ekki Ut á völlinn fyrr en komiö varfram á sumar. Oftast byrjuö- um viö samt aö æfa á sumardag- inn fyrsta. Þá hittumst viö á Viöavangshlaupinu, og þegar þvi var lokiö hlupum viö hver heim til sin, náðum I treyjurnar og skóna ogtókum æfingu. Þá var ekki bil- unum fyrir aö fara. Æfingar knattspyrnumanna voru frábrugönar þvi sem nú er. „Þaö var skipt liöi, og siöan spil- uöu liöin tvö á móti hvort ööru, i einn og hálfan tima, eða fullan leiktima”,sagöi Þorsteinn. Þjálf- ari KR-inga, Guömundur Olafs- son, haföi oft þann háttinn á, aö hann lét vörnina spila á móti sókninni. „Þá fengu menn oft vondan skell, metnaöurinn var svo mikill”, sagöi Þorsteinn. Úrvalsliöiö sem fór til Þýskalands 1935. Þorsteinn er annar frá hegri. Fyrsta myndin sem tekin var af knattspyrnulelk á Melavelllnum: Þorstelnn skorar eitt af fjórum mörkum sinum f leik meö úrvali á móti Dönum. Hans Petersen tók myndina.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.