Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 18
jj__________________________________________________Föstudagur 11. apríl 1980 ^JlBlgSrpÓStUhnnL.
Listahátíð í Reykjavík 1 980:
SAMNINGAR VIÐ
NÍNU HAGEN ERU
í FULLUM GANGI
Meða/ annarra gesta eru Stan
Getz, einn besti píanóieikari
heimsins, frábær gítarieikari,
2 finnskir ieikhópar og nakinn
Japani
Linur Listahátiðar i Reykjavfk
I980skýrast nú óðum. Meðal þess
sem nýlega hefur verið ákveðiö
kennir ýmiss.a skemmtilegra
grasa og skrýtnar tilviljanir hafa
komið upp.
Listahátið átti f erfiðleikum
með að velja milli tveggja
finnskra gestaieikja, sem voru á
boöstólum. Það voru sýningar
Kom-teatteri á Þrem systrum
Tsjekovs og Lilla-Teaterns á
Hamlet. Niðurstaðan varö sú, aö
Norræni gestaleikjasjóðurinn
ákvað að styrkja báðar þessar
sýningar hingað. Sinn þátt f þvf
átti þjóöleikhússtjóri.
Skynjað en ekki skilið
Sigrún Valbergsdóttir sá
sýningu Kom-teatteri i vetur
ásamt þrem öðrum fulltrúum
Alþýðuleikhússins og lét hún vel
yfir.
„Við vorum gersamlega
heilluð,” sagði hún. „Við skildum
ekki orö, þar sem sýningin er á
finnsku, en þaö kom ekki i veg
fyrir að við nytum hennar. Þetta
er sérkennileg og sterk sýning og
með henni er skemmtileg tónlisi,
sem samin er af einum i hópnum.
Maður skynjar þess vegna
sýninguna, þótt maður skilji hana
ekki.”
Kom-teatteri er elsti frjálsi
leikhópurinn f Finnlandi og nýtur
hann hæstu styrkja, sem slikum
hópum eru veittir. Þrátt fyrir bað
er hópurinn skuldum vafinn og
þegar ákveðið var að setja upp
Þrjár systur námu skuldirnar um
100 miljónum islenskra krdna.
Kjarkinn vantar þvi ekki. Það
hefur aldrei þótt vænlegt til gróða
að setja upp verk eftir Tsjekov.
En i þetta sinn brá svo við, að
sýningin sló i gegn. Allir miðar
seldust upp og áhorfenda-
hópurinn kom úr öllum stéttum
þjóðfélagsins.
Leikstjóri Þriggja systra er
Kaisa Korhonen.
Fyndinn Hamlet
Svisslendingurinn Benno
Besson stýrir uppsetningu Lilla-
Teatern á Hamlet. Hann hefur
mest starfað i Austur-Þýska-
landi, en er nú oröinn einn eftir-
sóttasti leikstjóri Evrópu. 1
þessu verkefni forðast hann hefð-
bundnar leiðir i túlkun
Shakespeares :pg i höndum hans
verður verkið gamansamara en
við eigum að venjast.
„Mér far.nst þetta óskaplega
nýstárleg og skemmtileg
sýning,” sagði Sigriður Hagalin,
sem er ein þeirra sem séð hafa
þessa uppsetningu i Finnlandi.
Sigriður kvaðst ekki hafa átt i
neinum erfiðleikum með að skilja
textann, sem er sænskur.
Þýöandinn hefur þvi ekki gert
áhorfendum erfiðara fyrir en
nauðsynlegt var.
Islendingar þekkja orðið vel til
Lilla-Teatern, þar sem hópurinn
hefur heimsótt okkur þrivegis
áöur. Auk þess er einn „okkar
manna” þar, Borgar Garðarsson,
og fer hann með eitt helstu hlut-
verkanna i Hamlet.
Hópurinn hefur farið með
verkið viða, m.a. til Sviþjóðar.
Það hefur alls staðar vakiö mikla
athygli, en dómamir eru mis-
jafnir.
Hamlet verður sýndur á Lista-
hátfð tvivegis: 6. og 7. júni, en
Þrjár systur aðeins einu sinni: 10.
júni. Allar sýningarnar veröa I
Þjóðleikhúsinu.
Nakinn maður og
hárlaus
Sérkennilegasta atriði Lista-
hátiðar verður eflaust sýning
Japanans Min Tanaka. Hann
kemur hingaö með styrk frá
japanska menningarsjóðnum og i
för með honum verða þrir hljóm-
listarmenn og væntanlega lika lið
kvikmyndatökumanna, sem
hyggjast filma þennan einstaka
listamann i islenskri náttúru.
„Það er erfitt að lýsa Tanaka,”
sagði Thor Vilhjálmsson, en hann
sá sýningu hjá honum i Paris og
hafði milligöngu um að fá hann á
Listahátiö.
„Þetta er voöalega magnað,”
sagði Thor. „Helst minnir þaö á
hugleiöingu um tilveru mannsins
og mannlifið frá ómunatið. Hver
hreyfing er gerhugsuð og oft
verka þær á mann eins og
afskaplega sterk myndlist.”
Min Tanaka dansar, eða hreyfir
sig, allsnakinn. Hvert hár likama
hans hefur veriö rakað burt og
allur likaminn smurður. Hann
getur komið fram hvar sem er,
útieða inni. Meira að segja hefur
hann sýnt á þaki háhýsis i New
York i hörkugaddi.
List hans byggist á gamalli
japanskri menningu, en að ööru
leyti hefur hann sjálfur þrtíað
hana. Sumum dettur helst i hug
leit að uppruna mannsins, þegar
þeir horfa á hann sýna.
Um þessar mundir má segja að
veriö sé aö uppgötva Tanaka og I
vor kemur hann fram á lista-
hátlðum I Bordeaux, Feneyjum,
Avingion og viðar.
Hljómsveitarstjórinn
kemur vegna sólóistans
Listahátíðin veröur opnuð á
Lækjartorgi 1. júni með tónlist og
leiklist. Meðal annars mun leik-
flokkurinn Els Comediants frá
Barcelona koma þar fram, en þar
er á ferðinni eitt eftirsóttasta úti-
leikhús Evrópu.
Um kvöldið veröa tónleikar
Sinfóniuhljómsveitarinnar, en ein-
léikari með þeim er ungur
sænskur gitarleikari, sem sigraði
i alheimsgitarkeppninni í Paris
1978. Hann heitir Göran Söllscher
og er aðeins 23ja ára gamall.
Þekktasti hljómsveitarstjóri
Spánverja, Rafael Frúbeck de
Burgos stjórnar hljómsveitinni.
Til þess að koma hingað verður
hann að aflýsa tónleikum i
Belgiu. Áður hefur verið reynt að
fá hann hingað til að stjórna Sin-
fóniuhljómsveitinni, en þá gat
hann það ekki. Á Listahátiö
samþykkti hann að koma þegar
hann heyrði að Göran Söllscher
yrði einleikari á tónleikunum.
Hann kvaðst ekki vilja sleppa
tækifærinu að starfa með honum.
Annar frægur einleikari veröur
á listahátiö. Þaö er
pianóleikarinn Alicia de
Larrocha frá Barcelona. Hún
kemur fyrir tilhlutan Askenazys,
en hann telur hana einn fremsta
pianóleikara heimsins I dag.
íslendingar verða með
Islenskir listamenn eiga sinn
hlut I Listahátlðinni. Af þeim sem
nýlega hefur veriö ákveöið að
komi þar fram má nefna Ragnar
Athyglisverðar bækur
Flestir þeir sem fylgjast með
listum finna fyrr en seinna fyrir
fátækt framboðs á bókum um
listefni. Þótt yfirleitt séu bóka-
bíiðir vel birgar að listaverka-
bókum, skortir mjög á að hinni
fræðilegu hlið sé sinnt. Senni-
lega er markaður fyrir slikar
bókmenntir sáralitill og vafa-
laust mun minni en gjafabóka-
markaður sá sem listaverka-
bækur heyra tíl. Þaö er þvi
kannski ekki svo undarlegt að
ekki sé mikiö úrval af þannig
bókum. Þeir fáu.sem á fræði-
legum bókum um listir þurfa að
halda, láta sérpanta þær.
Þaö ætti þó ekki að vera
bóksölum ofviða, að hafa
eitthvert úrval af þessum bók-
um á boðstólum. Þær eru gjarn-
an mun fyrirferöarminni en
sttírar listaverkabækur, mun
ódýrari og oft i vasabroti, þann-
ig að áhættan á að sitja uppi
með þær er hverfandi miöaö víö
litprentaða doðranta. Þar að
auki er listakennsla orðin
útbreidd I svonefndum æðri
menntastofnunum og þvi ættu
markaðshorfurnar að batna.
Það gladdi mig mjög á dögun-
um að sjá i bókaverslun einni i
borginni nokkraF fræðibækur
eftir E.H. Gombrich. Sir Ernst
er allþekktur hér fyrir btík sina
The Story of Art, sem notuö er
sem kennslubók I a.m.k. einum
skóla hér. Færri þekkja þó
fræöilegri rit hans um listir, en
hann hefur samið nokkrar
meriiar bækur sem boriö hafa
orðstír hans viöa. Hann er
prófessor 1 klassiskum fræðum
við Lundúnaháskóla, auk þess
sem hann er forstööumaður
Warburglistastofnunarinnar.
Gombrich hefur lagt stund á
rannsóknir og einkum fengist
við iconologiu (myndmáls-
fræöi), þar sem hann hefur
verið I broddi fylkingar ásamt
mönnum eins og Erwin
Panofsky. Þessir menn leitast
við að nálgast listasöguna á
nýjan hátt, með rannsóknum á
myndmáli. En slikar rannsókn-
ir hafa verið i skugga
formrænna rannsókna mestan
hluta tuttugustu aldar. Hefur
Gumbrich m.a. varpað nýju
ljósi á innihald verka
Botticellis, sem hann tengir ný-
platónskum fræöum sem mjög
voru I tisku á tlmum Endur-
reisnarinnar. Viðsýni Gombr ch
Björnsson, sem veröur með
tónleika I Kristskirkju 15. júni.
Þar flytur hann verk, sem ekki
hefur verið flutt hér áður:
Nativité du Seigneur eftir
Messiaen.
Þá verður leikrit Kjartans
Ragnarssonar, Snjór, frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu og dagskrá um
Jóhann Sigurjónsson verður þar á
aldarafmæli hans 19. júni.
Utan af landi er von á gestaleik.
Leikfélag Akureyrar kemur með
Beðið eftir Godot, sem Oddur
Björnsson leikstýrir. Leikritiö
verður frumsýnt siðar i þessum
mánuði á Akureyri.
Yves Riviere. Sá siðar nefndi er
kunnastur hér á landi fyrir að
setja I gang flugvél á Isafirði.
Fyrir bragðið var hann lokaður
inni 116 klukkustundir og reiddist
hann þvi mikiö, sem vonlegt er.
Hann er þó ekki reiðari íslend-
ingum en svo, að hann kom aftur
I vetur til að undirbúa stóra
sýningu á málverkum Saura og
hann kemur aftur i vor til að setja
hana upp. Hann er heillaður af
landinu og vonandi þarf hann ekki
aö kaupa flugvél i hvert sinn, sem
hann kemur hingaö!
Hátíðarblær á bæinn
Ættartengsl
Sitthvað er ráðgert til að gera
unnendum fjörugrar tónhstar til
hæfis á Listahátiö. Stan Getz
kvartettinn leikur 1 Laugardals-
höllinni 14. júni. Og fyrir poppista
er verið að reyna að ná samn-
ingum við Ninu Hagen.
Um Stan Getz er það helst að
Margar fleiri listsýningar eru á
döfinni, þar á meöal smámynda-
sýning listakvennanna i Galleri
Langbrók. Þær flytja I
Amtmannshúsið fyrir vorið og
þar ætla þær að sýna örlitlar
myndir úr margvislegum efnum.
Galleri Suðurgata 7 verður
einnig með sýningu á verkum
félagsmanna sinna og mun leikur
þeirra væntanlega berast viöa um
bæinn.
Systurnar þrjár Iuppsetningu Kom-teatteri. Verkið veröur á Listahátið
10. júni.
segja, að hann er einn þeirra fáu
af gömlu, góðu jazzistunum, sem
allir þekkja og enn er i fullum
gangi. Hann er meira að segja i
stöðugri þróun og sendir frá sér
plötur i striöum straumum.
Nina Hagen er þýsk óperusöng-
kona, sem fer ekki troðnar slóðir,
þvi hún hefur slegið I gegn sem
poppsöngkona. Svo einkennilega
vill til, að hún er fósturdóttir
Wolfs Biermanns, en hann verður
einnigá Listahátfð. Það yröi fyrir
algera' tiiviljun, ef þau verða hér
bæöiá'sama tima.
Og það er fleira sem sýnir að
ísland er enginn útkjálki i menn-
ingarmálum. A kvikmyndahátið i
vetur vakti kvikmynd Carlos
Saura, Hrafninn, mesta athygli
hátiðargesta. Nú fáum við að
kynnast verkum bróður hans,
Antonios Saura. Þó er ekkert
samband þarna á milli.
Antonio Saura kom i fyrra-
sumar hingaö ásamt umboðs-
mannisinum, btíkaútgefandanum
Þeir verða þó ekki það eina,
sem settu svip á bæinn þær þrjár
vikur, sem hátfðin stendur yfir.
örnólfur Arnason, framkvæmda-
stjóri Listahátiðar sagði okkur,
aö höfuðáhersla væri lögð á aö
gera hátiðina sem frjálslegasta
og opnasta.
„Við ætlum að flytja hana sem
mest út á göturnar þannig að hinn
almenni borgari finni fyrir þvi að
hér sé hátið,” sagði hann. „Þetta
er það sem okkur finnst hafa helst
vantaö i okkar þjtíðlif. AB hafa
svolitinn gleðibrag á götunum.”
Til viðbótar hefur Listahátiðar-
nefnd 1 hyggju að opna kaffihús,
eins konar listahátiðarklúbb, sem
yrði samkomustaöur listamanna
og hátiðargesta. Þar verður
væntanlega dagskrá á hverju
kvöldi, þar sem koma mætti fyrir
ýmsu, sem kannski ekki passar á
sjálfa hátiðina. Kaffihúsi þessu
hefur ekki verið valinn staður
ennþá, en væntanlega verður það
i miðbænum. —Sj.
t»
u Thc craquest ofreafitv
„Sir Ernst er allþekktur hér fyrir bók sina The Story of Art, sem
notuð er sem kennslubók í a.m.k. einum skóia hér. Færri þekkja
fræðilegri rit hans um listir, en hann hefur samið nokkrar merkar
bækur sem borið hafa orðstir hans viða.”
erþtí meirien svoað hannhengi ogSymbolic Images tengirhann
sigi slikar stúdiur einvörðungu. þessi fræöi sin sagnfræöilegum
1 btíkum sinum Norm and Form rannsóknum á Endurreisnar-