Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 11. apríl 1980 __helgarpósturinrL. „V7ð eriffii ekki í fórnartónlist” rætt við Stefán S. Stefánsson viðtal: Jóhanna Þórhallsdóttir § 1 » I ' íf rður Þorri Stefán Stefánsson er ungur saxófónleikari og tónskáld. Hann hefur leikiö I fjölmörgum hljómsveitum s.s. Galdra- körlum, Ljósunum I bænum, Melchoir, Big bandinu o.s.frv. Um tfma var hann hvorki meira né minna en I 6 hljómsveitum I einu. Geri aðrir betur! Nú er Stefán i hljómsveitinni Tivolf ásamt þeim ólafi Helgasvni, Gunnari Hrafnssyni, Birni Thoroddsen, Hirti Howser, Árna Sigurössyni og Siguröi Sigurös- syni. Þeir er nýbúnir aö hljóö- rita litla plötu sem er væntanleg á markaöinn f aprfl. ískur, pip og djöfulgangur. — Hvernig saxófón spilar þú á? — Ég spila á tenór saxófón, ég fíla betur hljóminn í honum. Aö mörgu leyti snerist ég af allt saxófón yfir á tenór saxófón vegna þess aö hljóöfæriö mitt er svo gott.besta tegund sem völ er á. En munnstykkiö olli þvi aö þaö var erfitt aö komast upp á lagiö meö aö spila. Ég fór I gegnum píslartimabil sem var ekkert nema ískur, pip og djöfulgangur. Þegar ég var búinn aö komast yfir þaö, þá var allt I lagi. — Hvernig liöur þér þegar þú ert aö spila á saxófóninn? — Mér lföur stundum eins og allt gangi upp, eins og ég fái lyklakippuna aö leyndar- dómnum, en stundum liöur mér eins og eggi á pönnu, alveg eins og maöur sé búinn aö gera á sig. Einu sinni var ég aö spila á tón leikum fyrir fjögur þúsund manns I Laugardalshöllinni. Eg var svo stressaöur aö ég setti saxófóninn ekki nógu vel saman. Ég kom ekki upp neinu hljóöi og hélt aö saxinn væri bilaöur, á þessari lika örlaga- stundu. Fyrstu tónarnir fyrir framan fjögur þúsund manns. Hugsaöu þér aö standa á sviöinu og halda aö saxinn sé bilaöur. Þaö fór kaldur svitahrollur um mig. Þetta er eins og þegar maöur sest upp i flugvél og sér annan hreyfilinn detta, þaö er ekkert hægt aö gera. — Hvaöa tónlist spilar þú? — Ég kann ekki aö spila aöra tónlist en þá sem ég er á kafi i núna, popptónlist. Ég er aö reyna aö spila jasstónlist, en Sö er erfiöara en aö segja þaö, ö er flókiö fyrirbæri. Þaö er leiöindamórall rikjandi I tónlist, sá misskilningur aö þaö séu sömu filósófisku viöhorfin á bak viö alla tónlist. í popptónlist rikir allt annaö viöhorf: aö þú hafir ánægju af laginu,aö þú filir þaö, og aö þaö gefi þér eitthvertgildi, þá er takmarkinu náö. Þaö á ekki aö vera ódauölegur minnisvaröi um höfundinn um ókominn tima. Þaö er tiltölulega nýtt aö menn skuli segja, ég spila þetta vegna þess aö ég fila aö spila þetta Filósófian á bak viö það er þessi: ég ræö minni listsköpun sjálfur, ég hef mitt frelsi. En fordæmingareins ogheyrsthafa hjá þessum klassikerum sumum hverjum eiga engan rétt á sér. Ég ber mikla viröingu fyrir tónlistarframleiöslu þeirra, — en sumir eru meö sleggjudóma sem eru sprottnir upp af öörum viðhorfum til tónlistarinnar. Og eins og ég sagöi einhvern tlma i blaöa- viðtali, þú heyrir gott danslag, þú hefur gaman af þvi, tærnar fara i gang og svo er þaö búiö. Tilgangnum er náö. Sundrungaröfl. — Þau öfl sem sundra popp- tónlist eru þrjú. 1 fyrsta lagi rikisvaldiö eöa I raun og veru andspyrna rikisvaldsins gagn- vart okkur meö afskiptaleysi sinu, meö þvi aö láta sér standa á sama. I ööru lagi fjölskyldu - myndurr milli útgáfufyrir- tækjanna, þaö er ekki nógu mikil blöndun innan tónlistar- mannanna sjálfra. Fjölskyldur hjá þessari útgáfu spila ekki meö hinni útgáfunni o.s.frv. Og I þriöja lagi gerir þessi sundraöi hópur þaö aö verkum aö hver maöur reynir aö ota sinum tota. Þaö hefur aldrei veriö reynt aö glæöa meöal popptónlistar- manna þaö sem heitir stéttar- vitund fyrr en nú, þegar SATT kemurtilsögnnar. Þaöerfyrsta skerfiö og þaö eina i raun og veru. Semjiröu popplag sem er spilaö i útvarpinu þá færöu sex sinnum minni höfundarlaun en þeir sem semja þaö sem kallaö er æöri tónlist. Þetta er metiö I punktum, viö fáum 4 punkta en klassikerar fá 24 punkta. Sex sinnum meira. Þaö er auövitað ekkert réttlæti I þessu. SATT er fyrsta viöleitnin til aö breyta þessu. — Hefuröu fengiö pening fyrir þær plötur sem þú hefur gert? — Ég hef aldrei fengiö eyri fyrir aö spila inn á eigin plötu, einungis stefgjöld. Þetta er alveg gifurleg vinna, en hún hefur veriö skemmtileg, annars væri maöur ekki að þessu. Þaö eru ekki geröar nægilegar kröfur til hljóöfæraleikaranna sjálfra, ekki nógu mikil pressa á aö þeir þróist fram á viö, engin rökleg og skynsamleg gagnrýni. Þaö er ekki nóg aö segja: þetta er ekki nógu gott, heldur veröur aö segja af hverju. Þeir veröa aö finna að þaö sé veriö aö fylgjast meö þeim og aö þaö sé veriö aö gagn- rýna þá. Hann er haröur þessi bransi. Þaö er ýmislegt ljótt sem er hægt aö segja um hann. Þaö má eiginlega segja aö sumir I þessum bransa eru skit- hælar og svo aftur á móti eru lika mjög góöir menn. Þaö er eins og gengur og gerist hvar sem er 1 heiminum, i hvaöa stétt sem er. Þaö vantar meiri lifandi spilamennsku, fleiri tónleika og staöi þar sem hljómsveitir koma fram. Þaö vantar meiri mannskap, meiri blöndun, meira lif. — Hvað finnst þér mark- veröast aö gerast hér? T.d. Mezzoforte, Demo og Tivoli og sérstaklega jass- ■ bylgjan sem er að koma yfir, - þessi aukni áhugi fyrir aö skreppa niöur i Stúdenta- kjallara, drekka eina léttvin yfir jassi. Or þeim jarðvegi koma siöan nýir tónlistarmenn. Jass er og hefur veriö mitt eftir- læti. Have a good time - stílU. — Geta allir oröiö tónlistar- menn.? — Já, já, þaö geta þaö allir. Eg held aö þaö sé aöallega uppeldislegur hlutur. Þaö skiptir miklu máli hvernig menn einbeita sér aö hlutnum I æsku. A sumum heimilum er engin tónlist og enginn sem spilar á hljóöfæri. Þannig aö ég held aö allir geti oröiö tónlistar- menn, hitt er svo annað mál hvort allir geti oröiö góöir tón- listarmenn. — Ert þú góöur tónlistar- maöur. — Ef ég neita er þaö eins og óþarfa hógværö og ef ég segi já, er eins og ég sé drýldinn. Ég hugsa aö aörir séu frekar til aö dæma um þaö, en ég tel sjálfan mig ekkert sérstaklega góöan tónlistarmann. — Hvaö ertu aö spila núna? — Núna er ég aö spila hresst og dúndrandi popprokk. Þaö er svolitill commercial still á þvi, þaö er ekki grundvöllur fyrir annað. Ég er þeirrar skoðunar aö þetta eigi eftir aö ganga I fólk og sé ágætis skemmtitónlist. Kannski góöút frá þeim tilgangi séö. Viö erum ekki i fórnar- tónlist. — Hvernig finnst þér pönk tónlist? — Mér finnst hún ósköp þunn. Ég væri mjög hress meö hana ef aö þaö væri einhver hugmynda- fræöi á bak viö hana. Þetta eru bara þunnir frasar. Ég vil að menn geti rökstutt þaö sem þeir eru aö segja, slái ekki um sig meö einhverjum frösum eins og „íslendingar eru allir vit- lausir.” — En hvaö með spunatón- listina? — Þessir spunakallar eru dálitiö misjafnir. Sumir eru fyrir ofan minn skilning, ég fatta ekki hvaö þeir eru aö gera. Ég sá t.d. Evan Parker og mér fannst hann mjög góöur. „Spooky — fitl” — Þú ert I heimspeki 1 háskól- anum. Hvernig er þaö? — Ég held aö þaö sé almennur misskilningur i sambandi viö heimspeki, fæstir viti I raun og veru hvaö hún er. Sumir halda kannski aö heimspekingar viti svör viö öllum vandamálum og aörir blanda saman dulspeki og heimspeki og halda aö þetta sé fitl viö spooky-heima. En þetta er fyrst og fremst gagnrýnin, skynsöm hugsun á vanda- málum, sem aö minum skilningi veröur aldrei svaraö. Þú svarar aldrei spurningunni um hinstu rök tilverunnar en með þvi aö velta spurningunni fyrir þér og lesa kenningar, þá færöu vissa tilfinningu fyrir öðruvisi upplifun á heiminum sem viö lifum 1. 1 eölisfræöinni voru spurningar eins og þessi vanda- mál hjá mér. Milli tveggja massa er kraftur sem togast á, af hverju er þetta svona? Eölis- fræöin getur komist að þvi aö útskýra hvernig hlutirnir eru, en heimspekin reynir aö íást viö þaö af hverju þeir eru svona. Spyrjir þú menn um einfalda hluti úr hans daglega lifi segir hann. Þetta er svona og endar oft á þvi aö segja; Þetta er bara svona. 1 raun og veru höfum viö ægilega takmarkaöa skýringu á okkar lifi og okkur sjálfum.þegar viö grennslumst fyrir um þaö. En þaö er viss tilfinning viö þaö aö stunda heimspeki. Þaö temur manni gagnrýni á rökstuddum forsendum. Ennfremur getur þaö breytt upplifun þinni á heiminum og jafnvel gildi sem þú hefur alltaf taliö rétt áöur en þú ferö aö kanna þaö. — Þaö er ekki svoleiöis aö menn sem leiöist lifiö droppi bara I heim- speki. Þetta er eins ópraktiskt fag og hugsast getur hvaö fjár- málahliöar snertir. Þaö er nú þaö, maöur lifir ekki af brauöi einu saman..

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.