Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 11.04.1980, Blaðsíða 10
10 Hringborðið 9 bauB kokkurinn okkur til hádegisveröar I fallegasta hiisinu á eynni. Þýskur veit- ingamaöur baö kokkinn aö teikna fyrir sig hús og ef hann nennti aö teikna annaö handa sjálfum sér, væri honum þökk i þvi. Þessvegna var þetta eina hús eiginlega tvö hús sem eitt, garöur stór umhverfis, þar sem ræktaö var hvaöeina sem annars ekki vex á svona eyju úr kórölium. Maöurinn þýski bjó sér til jaröveg meö elju og aöstoö rotnunar. Hann trúöi — á ræktun. Aöur en viö settumst aö súpu eftir meistarakokkinn hans Schweitzers, var lesin boröbæn. Þetta fólk trúöi. Kunningi minn einn hér- lendur trúir á fisk. Hann til- heyröi alþýöunni og var i fyrstu einn drengja i fjörunni i pláss- inu. Hann hleraöi báta meö þvi aö leggja eyra viö fjörugrjót, rétt eins og indiánar áöur hleruöu hófatök i fjariægö, meö þvi aö hlusta jöröina. Þessi kunningi minn, alþýöa i húö og hár, keypti togara í trássi viö banka sem vildi aö keyptur yröi bátur. Kunningi minn taldi pláss viö bryggju fyrir togara og var umsvifalaust sviptur nafnbótinni alþýöa en geröur aö auövaldi fant og fúlmenni — samkvæmt islenskri leikritun nú um stundir. Þaö er meira hvaö rúmast af frystihúsafólki á fjölunum! Þessi kunningi minn trúir á plássiö sitt, framfarir og — guö. Annar maöur sem ég hitti, trúöi lika. A saltfisk. Hann var alþýöa frá fæöingu og stofnaöi i fyllingu tímans saltfiskverkun i plássinu. Nú hefur hann áhrif á lifsafkomu 200 manna. Hann stjórnar fyrirtækinu, jakkalaus og á sokkaleistunum oftast, fer aldrei I sumarfri lengur en viku i senn. Konan hans er á skrif- stofunni, ein oftast, en tengda- pabbi sér um aö bilarnir hafi fisk aö aka. Hann, sem á þetta allt og stofnaöi hefur áhyggj- urnar og andvökurnar og er i ábyrgö fyrir heila drasliö, sagöi mér aö þaö versta viö þetta væri, aö honum sjálfum áskotn- aöist fé. En af þvi hann haföi dug og þor og rekur fyrirtækiö af myndarskap, var honum og hans likum — af Islenskum skáldum — skipaö aö hætta aö vera alþýöa — gjöra svo vel aö ganga út úr rööinni: Til hægri gakk! Nú er hann glæpamaöur og gróöapungur og elskar aö láta alþýöuna svelta, gengur um á lakkskóm, i svörtum þykk- frakka meö skinnkraga. Konan hans i pelsi. Hver veit nema þau hafi lika myrt einhvern — ef trúa má skáldum sem skrifa um alþýöuna, sem er alltaf aö biöa eftir foringjanum, en getur aldrei neitt sjálf. Og þegar for- inginn kemur byrjar hún aö hata hann. Þessir menn báöir trúa á lifiö og starfiö. Lika á guö. Kannski er þetta tóm vitleysa sem ég sagöi i upphafi aö þaö væri ekkert spaug aö vera prestur á islandi. Ég er ekki frá þvi aö þaö sé bara nokkuö gott. Þaö er til fólk sem trúir. Og framkvæmir. Saga þess hlýtur aö vera prestum I landinu efni til aö smiöa úr ræöur. ítaliupóstur 9 frjálsu sjónvarpi og rikissjón- varpiö fer ekki varhluta af þvi heldur. Sérstaklega þá i formi yngismeyja i mismunandi litum sundbolum og hefur skrifari aldrei séö eins mikiö af þviliku I sjónvarpi og hér á italiu. Kannski er þetta ástæöan fyrir litlum viö- skiptum fslenska sjónvarpsins viö italska framleiöendur, þvi aö öruggt er aö mikiö er varla skjásetjandi á Fróni vegna þess- arar efnisnisku sundfatafram- leiöenda. En komi svo til aö einhver heima ætli aö skella sér til ttaliu, og ef áhuginn er fyrir hendi, þá látiö ekki hjá liöa aö spyrja hann Ingólf hvort skaffaö sé sjónvarp á hótelinu. Skopteikningar eru síður en svo nokkur nýlunda hér í heimi. Þær, og afsprengi þeirra, teiknimyndaseríurnar, hafa reyndar f lætt yf ir okkur í sífellt stríðari straumum síðustu áratugina, og eru orðnar stóriðnaður eins og svo margt annað. Með nokkrum sanni má leita uppruna skopteikninga allt aftur til þess, þegar forn-Egyptar teiknuðu myndir af mönnum i dýralíki, og forn-Grikkir gerðu skringilegar mannamyndir, í tengslum við gleði- leiki sína. Um 1500 teiknuöu þeir Leon- ardo da Vinci og Albrecht Dtirer mannamyndir, þar sem nef, haka og augnabrúnir voru stórlega ýktar, og eru þar liklega komnar fyrstu myndirnar, sem kallaöar eru „karikatúr". En fyrsti at- vinnuskopteiknarinn er þó af mörgum talinn ítalinn Pier Leone Gleozzi, sem var uppi 1674-1755, og teiknaöi myndir af gest- komandi fólki I Róm, gegn gjaldi. Enn höfum viö þó ekki skop- teikningar eins og viö þekkjum þær best. Skopteikningar meö jþjóöfélagslegu innihaldi, oft skarpri ádeilu á yfirstéttir og ráöamenn. Eöa hreinlega teikn- ingar þar sem skopast er aö lifnaöarháttum og framferöi fólks. Sjálfur spænski listmálarinn Goya geröi skopteikningar á koparstungu á 18. öld, en þær myndir voru skörp ádeila á prestastétt og aöal þess tima. En upphaf skopteikninga eins og viö þekkjum þær má rekja til Bret- ans William Hogarths, sem var uppi á svipuöum tima, en hann gaf út nokkrarskopseriurþar sem hann geröi grin aö mannlifi London síns tfma, og mannlegum breyskleika. Svo var þaö á 19. öld, aö fyrsti eiginleigi blaöteikn- arinn kom fram. Þaö var Frakk- inn Daunier. Hunn teiknaöi hreinar pólitiskar skrýtlur, enda sat hann oftsinnis i fangelsi fyrir meiningar sinar, sem menn lásu út úr myndunum. Áriö 1831 kom skopmyndablaöiöLa Carikatur út i fyrsta sinn, og þar var sama sagan. Ráöamenn þoldu ekki háöiö og ádeiluna sem birtist þar, og blaöiö var bannaö oftar en einu sinni. En útgefendurnir áttu ráö viö þvi. Þeir áttu auka „haus” á blaöiö og gáfu þaö út undir ööru - nafni meöan þaö var bannaö. En isinn var brotinn, og hvert skopmyndablaöiö á eftir ööru hóf vinnu af sliku hér i fámenninu. Og kannski er ekki svo mikiö aö gera grin aö? Helgarpo'sturinn leitaöi til þriggja skopteiknara, sem einna þekktastir hafa oröiö á þvi sviöi á siöustu árum, þeirra Gisla J. Ast- þórssonar, Sigmund Jóhanns- sonar og Siguröar Arnar Brynj- ólfssonar. Viö báöum þá aö segja álit sitt á þvi hvernig sé aö starfa sem skopteiknari á íslandi, Hvernig jarövegur er Islenskt þjóölif og Islenskur raunveruleiki fyrir skopteiknara, og hvaöa augum lita þessir skopteiknarar á þetta þjóölif? Um leiö báöum viö þá hvern fyrir sig aö túlka I einni mynd þaö sem er aö gerast I islensku þjóölifi um þessar mundir. Sigmund: Ástandið er kjörið fyrir skopteiknara — Þetta er ákaflega slæm spurning. Maöurer alltaf aö lita á þetta i smærri einingum, og þaö er ansi erfitt aö eiga aö draga þetta saman i eitt. Annars hefur hann Daviö Scheving veriö aö lýsa þvi árlega aö undanförnu, hvernig er þjarmaö aö skattborg- urunum. En þeir iifa nú enn, sagöi Sigmund Jóhannsson teikn- ari I Vestmannaeyjum. — En ástandiö i islenskum þjóömálum er kjöriö fyrir skop- teiknara. Þetta er skemmtilegt þjóöllf, og ekki er tilbreytingar- leysinu fyrir aö fara. Hér er óhætt aö leggjast áhyggjulaus til svefns á kvöldin, þaö veröa áreiöanlega breytingar aö morgni. — Þaö er þá kannski ekkert erfiöara aö vera skopteiknari á islandi en úti i hinum stóra heimi? — Þetta er litiö þjóöfélag, og þaö sem gengur hér gengi Augu skopteiknaranna - Föstudagur 11. apríl 1980 hfalrj^rpn^ti irínn J~i °GrfjOtd O „Þaö veröur aö tutia kýrnar á mjaltatimum, á hverju sem gengur. Þaö skiptir ekki máli hver framkvæmir verkiö”. „Veröbólgan, rikisstjórnin, viö og hinir”. Spespegill þjoða göngu sina. Mest var gróskan i Bretlandi til aö byrja meö, enda gætti skoöana- og tjáningafrelsis einna fyrst þar. Af þekktum skop- myndablööum má nefna Punch, sem kom fyrst út 1841. Banda- rikjamenn fylgdu fast á eftir, og blaöiö Puck hóf göngu sina þar áriö 1876. Þá eignuöust Þjóö- verjar snemma Simplicissimus, sem byrjaöi 1894, og meira aö segja i Sovétrikjunum kemur út skopmyndablaöiö Krókódill, þar sem af og til er leyft aö gera grin aö yfirvöldum. Af einstökum skopteiknurum seinni tlma eru sjálfsagt þekktastir hér á landi, Danirnir Storm P. og Bidstrup, og Sviinn Albert Engström. islendingar hafa fáa skcpteikn- ara átt. Frægastur þeirra er sennilega Tryggvi Magnússon, sem hóf útgáfu Spegilsins áriö 1926, ásamt Páli Skúlasyni. Hann var i Þýskalandi snemma á öldinni og varö fyrir miklum áhrifum af Simplicissimus. Speg- illinn kom út framyfir 1950, eftir aö hafa háö mörg dauöastrlö. Björn Björnsson, fööurbróöir Björns Th. Björnssonar list- fræöings, teiknaöi lika skop- myndir um svipaö leyti, og komu þær oft i blööum, meöal annars Verkalýösblaöinu, Alþýöu- blaöinu, og ýmisskonar stjórn- málalegum bæklingum. Margir aörir hafa eflaust gert ;kop teikningar á tslandi, og gera enn. Fáir hafa þó getiö sér frægö fyrir þaö, enda erfitt aö hafa at- kannski ekki annarsstaöar. Hér vita eiginlega allir allt um alla. Þáttur fjölmiöla er lika mjög mikill, svo þetta er eiginlega eins og opin bók. Ráöamenn komast ekki upp meö aö halda neinu leyndu. Maöur les i blööunum hvaö þeir hafa I hyggju áöur en þeir komast á fundina! Þar finnst mér Islenskir blaöamenn hafa staöiö sig mjög vel á síöari árum. A bakviö þetta er þó allt annaö en gamanmál. Viö búum á mörkum hins byggilega heims, og þar er allra veöra von. En þaö er einmitt vörn mannsins gegn tvi- sýnu ástandi aö bregöa svona á leik. Viö sjáum til dæmis hvernig menn bregöast viö i Júgóslaviu meöan allt er i óvissu meö Titó. Og I Danmörku gengu allskonar tvíræðir brandarar á striös- árunum, eins og raunar yfirleitt gerist á striöstimum. En þrátt fyrir allt þetta rekur maöur sig oft illþyrmilega á þaö, aö hér er ekki hægt aö segja hvaö sem er meö myndmálinu. En hinsvegar er hægt aö skrifa hvaö sem er. Þaö er eins og menn séu svo vanir aö skammast á is- lensku, aö þeir séu orðnir ónæmir fyrir þvi. En þegar sömu hlutirnir eru sagöir meö mynd bregöast menn oft ókvæöa viö. Þótt ég segöi, aö þaö sé auöveldara aö finna sér myndefni vegna þess hvaö þjóöfélagiö er litiö og gegnsætt er jafnframt erfitt aö segja mikiö I fáum dráttum hér sem annarsstaöar. „Eins og myndin ber meö sér er neflö ó núverandi forsætisróöherra sist óglæsilegra en nefiö á góökunningja minum, Gvendi I Þorski h/f”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.