Helgarpósturinn - 29.08.1980, Page 20
20
TVÆfí GÓÐAfí
Hljómsveitin Blue öyster Cult
var stofnuö f New York áriö 1970
og var þá kölluö Soft White
Underbelly. Hljómsveitinni var
smalaö sarnan af hljómpiötu-
gagnrýnanda tfmaritsins,
Agents var gefin út áriö 1976
og síöan hafa þeir gefiö út þrjár
plötur, ef sú nýjasta er ekki tal-
in meö. Þeir hafa á þeim öllum
verið aö leita eftir nýju „hitti”
og þvi lagt sig I líma við aö
Crawdaddy, Sandy Perlman.
Þeir geröu fljótlega samning viö
hljómplötufyrirtækiöElektra og
geröu fyrir þaö tvær plötur sem
aldrei komu út. Seint á árinu
1971 geröu þeir svo samning viö
Columbia og var nafni hljóm-
sveitarinnar þá breytt i Blue
öyster Cult. Siöan hafa þeir gef-
iö út niu plötur og eru margar
þeirra stórgóöar. Bestar eru
þriöja platan, Secret Treaties,
hljómleika platan On Your Feet
Or On Your Knees og meistara-
verk þeirra Agents Of Fortune.
A þeirri sföastnefndu er þeirra
eina ,,hit” lag, hiö frábæra
Don'í Fear The Reaper.
reyna aö þóknast ameriskum
útvarpsstöövum. Tónlist þeirra
hefur þvf sffellt oröiö mýkri og
máttlausari og er platan Mirr-
ors sem kom út i fyrra þeirra
langlélegasta plata til þessa.
Þaö er þvi gleöilegt aö heyra
nýjustu plötu Blue öyster Cult,
sem heitir Cultösaurus Erectus,
þvi greinilegt er aö meö henni
eru þeir aö halda áfram þar sem
frá var horfið á Agents Of For-
tune. Tónlistin hefur nú aftur
náö sinum fyrrakrafti og á hinn
nýi upptökustjóri þeirra Martin
Birch, þar áreiöanlega tölu-
veröan hlut aö máli. Martin
þessi Birch er kunnur fyrir
hljóðstjórn hjá ýmsum þekktum
þungarokk hljómsveitum, svo
sem Black Sabbath, Deep
Purple og nú seinast, auk Blue
öyster Cult, White-snake.
Cultösaurus Erectus er i heild
mjög góð og jöfn plata og erfitt
er aö segja aö þar sé eitt lag
betra en annaö. Þó hef ég einna
mestar mætur á laginu Monst-
ers, sem er, þó þaö sé ekki jafn
gott og Reaper, eitt þeirra besta
lag.
Nú er sem sé aftur, eftir nokk-
urra ára hlé, hægt aö lýsa tónlist
Blue öyster Cult á svipaöan hátt
og stundum var gert áöur.
Nefnilega aö hún væri yfirleitt
hröö, alltaf kraftmikil og tær,
eins og um vel stillt mótorhjól
væri aö ræöa.
Fostudagur 29. ágúst i98o helaarpásturinn—
Carlene Carter-Musical
Shapes
Carlene Carter er dóttir
country söngkonunnar June
Carter, sem «r kannski frægust
fyrir aö vera gift söngvaranum
Johnny Cashog er Carlene þvi
fósturdóttir hans. Nýr tónlistar-
meðlimur hefur svo nýlega bæst
i fjölskylduna, þvi I fyrra giftist
Carlene breska rokktónlistar-
manninum Nick Lowe. Hann
var einn af frumherjum nýju
bylgjunnarsvokölluöu, þar sem
hann var nokkurskonar yfir
upptökustjóri hjá Stiff útgáfunni
og hefur hann til að mynda
stjórnaö upptökum á öllum plöt-
um Elvis Costello. Lowe hefur
einnig gefið út tvær sóló*plötur
og er nú meðlimur einhverrar
bestu rokkhljómsveitar sem
starfandi er i heiminum i dag,
en hún heitir Rocpile. Það er
einmitt þessi hljómsveit, ásamt
Lowe sem eiga stóran þátt 1 þvl
aö gera nýjustu plötu Carlene
Carter mjög góða. Lowe stjórn-
aöi upptökunni og lék á bassa en
auk hans eru i Rockpile,
trommuleikarinn Terry Willi-
ams og gitarleikararnir Billy
Bremner og hinn frábæri Dave
Edmunds.
Efniö á plötunni er hiö fjöl-
breyttasta. Þar er að finna
Rockabilly lög, Rock and roll og
country-tónlist. Flest eru lögin
samin af Carlene sjálfri og eru
þau góö, auk þess sem hún er
hin ágætasta söngkona. Um
undirleikinn, þarf ekki aö fara
mörgum orðum, þvi hann er alls
staðar pottþéttur eins og ég átti
reyndar von á frá Rockpile.
Þeir spila þó ekki undir I öllum
lögunum, þvi aö i tveimur
þeirra leika nokkrir meölimir
bandarisku hljómsveitarinnar
Clover, en það var einmitt
hljómsveitin sem lék meö Elvis
Costello á hans fyrstu plötu.
Hljómsveitin Rockpile hefur
hingað til ekki gefiö út plötu
undir nafni hljómsveitarinnar.
Heldur hafa verið gefnar út
plötur undir nöfnum Nick Lowe
og Dave Edmunds, eftir þvi
hvor þeirra hefur sungið lögin.
Þaö er þvi ánægjulegt aö vita aö
nú bætist Carlene Carter I hóp-
inn og enn fleiri Rockpile-plötur
koma þá á markaöinn. Ég get
ekki fmyndaö mér aö þær veröi
nokkurn tima of margar,- svo
góöar eru þær sem á undan eru
komnar og svo góö er þessi.
RAUÐVÍNSJASS
Þá er svo komið aö Reykvfking-
ar verða að velja milli djass-
bandanna. Djúpið og Klúbbur eff
ess bjóða uppá djass og rauðvin
flest fimmtudagskvöld og stund-
um oftar.
ir Sigurðsson á vibrafón, Arni
Scheving á rafbassa og Alfreð
Alfreösson á trommur. Þeir byrj-
uðu að leika Star Fell on Ala-
bama, sem Louis, Ella og Jack
Jazz
eHir Vernharð Linnei
A fimmtudaginn i siöustu viku
var Jón Páll Bjarnason gitarleik-
ari gestur i Djúpinu. Hann geröi
hér stuttan stans á ferö sinni
austur um haf. Hafði verið i Los
Angeles, þarsem Bob Magnússon,
ArniEgilsson, Ray Brown og aðr-
ir bassasnillingar búa. Þar viðaði
hann að sér kennsluefni, en Jón
Páll stundar kennslu jafnhliða
hljóöfæraleik i Sviþjóð.
Gamlir félagar Jóns Páls
djömmuðu með honum: Rúnar
Georgsson á tenorsaxafón, Reyn-
og enduðu i funkýblús. Þarámilli
voru standardar, boplinur og Sat-
in Doll Duke Ellingtons. Þar var
Alfreð Alfreðsson I essinu sinu og
satt aö segja er langt siöan ég hef
heyrt hann jafn hressan, sama
má segja um Reyni og Jón Páll
var f banastuöi og hljómaöi hver
linan annarri betri frá gitarnum,
þaö minnti á hina góöu gömlu
daga þegar örn Armannsson og
Jón Páll léku við hvern sinn fing-
ur. Samt vantaði eitthvað i sam-
leikinn. Tónlistin lifnaði aldrei al-
Jón Páll var I banastuöi í Djúpinu ásamt Rúnari Georgssyni, Aifreö
Alfreðssyni, Arna Scheving og Reyni Sigurðssyni,
veg. Gnægð tilhlaupa en aldrei
stökkið.
Sama kvöld voru þeir Tómas
Einarsson og Sigurbjörn Einars-
son að músiksera i Klúbbi eff ess.
Var það spillemannamúsik i
blandi við djass. Tómas hefur
verið að læra á kontrabassa i
Noregi og vonandi fáum við að
heyra hann djassa á næstunni.
Klúbbur eff ess hefur staöið sig
nokkuö vel i sumar og þar hlust-
aði ég fyrir þó nokkru á nýstár-
legasta Islandsdjass sumarins.
Það var dúó þeirra Rúnars
Georgssonar og Askels Másson-
ar. Rúnar blés i saxa og flautu en
Askell tónskáld sló bongó og
kongó og allskyns ásláttarhljóö-
færi. Þarna skiptust á frumsamin
verk eftir Askel og djassverk ým-
issa. Night in Tunisia og Caravan.
Það sem var kannski skemmti-
legast við leik þeirra Rúnars og
Askels var ferskleikinn. Ekki
þetta eilifa djamm: laglina, sóló,
fjórir, fjórir, laglina, sami hraöi
úti gegn ef einhver flýtir ekki um
of, sömu þreyttu laglinurnar,
sami grautur i sömu skál.
Ef þessi veitingastaðir sem
sprottið hafa upp að undanförnu
halda sinu striki og bjóöa uppá
djasstónlist einu sinni tvisvar i
viku, þurfa islenskir hljóöfæra-
leikarar aö taka á sér tak og
brjótast úr viðjum vanans og æfa
saman , en þá þarf lika að borga
þeim mannsæmandi kaup og þaö
er trúlega hægara ort en gert,
þrátt fyrir vinveitingarleyfin.
Andófsmenn ta/a
Búkofski Sakharof Solsénitsyn
Frelsisbaráttan i Ráðstjórnar-
rikjunum.
Ræður og ritgeröir eftir
Sakharof, Búkofski og
Solsénitsyn.
Hannes H. Gissurarson sá um
útgáfuna, þýddi og samdi eftir-
mála.
Almenna bókafélagið, tslenska
andófsnefndin 1980.
Andófsmenn I Sovétrikjunum
hafa veriö mjög umtalaöir á
vesturlöndum á siöustu árum.
Hafa vestrænir fjölmiölar átt
mikinn þátt i aö vekja athygli á
þessari baráttu, þannig aö önn-
ur andófsbarátta gegn grimm-
um valdhöfum I öörum heims-
hlutum hverfur i skuggann, sér-
staklega ef þessir sömu vald-
hafar eru nú bandamenn
Bandarikjanna og annarra friö-
elskandi lýöræöisþjóöa. En þó
aö maöur hafi á tilfinningunni
aö margir þeir sem tala hæst
um andófsbaráttuna I Sovét geri
þaö ekki af hreinni og fölskva-
lausri frelsisást þá kastar þaö á
engan hátt rýrö á gildi og mikil-
vægi andófsins, þó það kunni aö
koma óoröi á þaö. Aö minnsta
kosti fara alltaf um mig hálf-
gerö ónot þegar ihaldshlunkar
af ýmsu tagi eru aö upphefja
sjálfa sig meö andófinu og not-
færa sér þaö stnum aftur-
haldsviðhorfum til framdráttar.
Okkur er tamt aö tala um
andófsmenn sem eina heild og
samstæöan hóp, en þvi fer fjarri
aö svo sé. Kemur það glöggt
fram i þessari bók sem hér er til
umræðu, þó þar sé sleppt einum
mikilvægum hópi, þeas. þeim
sem telja endurbætur eftir leiö-
um sósialismans einu færu leiö-
ina. (Hversvegna er þeim
sleppt??)
Fyrsti hluti þessarar bókar er
frásögn Andrei Sakharof af þvi
hvernig hann varö andófsmaö-
ur. Er þessi grein formáli sem
hann skrifaöi fyrir greinasafni
sinu á ensku 1974; Fyrir utan aö
lýsa þróunarferli eins af þekkt-
ustu andófsmönnunum, þá er
þessi grein fyrst og fremst
merkileg vegna þess, aö þar
segir frá hvernig þekktur og vel
metinn kjarnorkuvisindamaöur
vaknar til vitundar um ábyrgö
sina og reynir aö afstýra þeim
ógnum sem hann hefur átt þátt I
aö skapa. En á hann er alls ekki
hlustaö, hann er einungis not-
hæfur meöan unnt er aö notfæra
sér visindaþekkingu hans.
Minnir þetta nokkuö á örlög vis-
indamanna annarsstaöar þar
sem pólitiska valdiö hlustar aö-
eins á þá meöan þaö hentar.
Svipar sögu Sakharovs til þeirra
örlaga sem biöu Einsteins og
fleiri feðra kjarnorkusprengj-
unnar en sá er munurinn aö á
öörum staönum mega menn rifa
kjaft en á hinum ekki og munar
þar vissulega miklu.
Onnur greinin er ræöa sem
Alexander Solsénitsyn hélt á
fundi bandar'skra verkamanna.
Þessi grein er býsna fróöleg
um viöhorf Solsénitsyns, en
hann er greinilega ihalds-
samastur þeirra þremenninga.
Kennir vægast sagt margra
furöulegra grasa i málflutningi
hans. Hatur hans á stjórnvöld-
um Sovétrikjanna viröist eiga
sér andhverfu i blindri aödáun á
valdhöfum i Bandarikjunum.
Hann viröist telja aö hver aftur-
haldsskúrkur og bandarikja-
leppur i einræöisherrastétt sé
langtum betri en hver sem er
þeirra stjórnvalda sem meö ein-
hverjum hætti kenna sig til
sósialisma. Annaö sem stingur i
augun er aö hann virðist lfta til
keisaraveldisins rússneska meö
mikilli eftirsjá og telur aö það
ástand sem nú rfki sé langtum
verra. Þó að maöur lesi
Morgunblaöiö nokkuö reglulega
er sjaldan sem maöur sér viö-
horf jafn skorinorös afturhalds-
manns.
Þriöja greinin er ræða Vladi-
mir Búkofskfs á fundi hér á
landi á siðasta ári. Þessi grein
fjallar um mannréttindahreyf-
inguna og er mjög fróöleg lýsing
á þróun hennar og greining á þvi
hvernig þessi hreyfing er saman
sett. Þaö er svo stutt siöan fjall-
aö var ftarlega um þessa ræðu i
blööum hér að ástæöulaust er aö
rekja hana frekar. En af þess-
um greinum finnst mér mest á
þessari aö græöa.
Hannes H. Gissurarson ritar
eftirmála þar sem hann rekur
hinar venjulegu útleggingar
hægrimanna á þvi af hverju
kúgunin I kommúnistarikjunum
stafi og hvaöa lærdóma menn
skulu draga af þvi. Ég gat ekki
séö aö neitt nýtt væri i þeim
málflutningi, en þarna er hann
aðgengilegur, i tiltölulega stuttu
máli, fyrir þá sem áhuga hafa á.
Þýðing Hannesar er yfirleitt
bærilega læsileg þó leiöist mér
sá ofvöndunarlegi tepruskapur
aö kalla Kommúnistaflokk
Sovétrikjanna Sameignarflokk
Ráöstjórnarrikjanna, hiö fyrra
hefur dugaö vel til þessa. Einnig
er hér aö finna nokkra óþarfa
stafsetningarsérvisku einsogt.d.
aö kalla Krústjoff gamla alltaf
Hrústsjof. G. Ast.