Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 27
27 __ho/rjarpn^tl irinn Föstudagur 29. ágúst 1980 Helstu auöæfi okkar islendinga liggja i bleyti, sagöi maöurinn. Annarsvegar í hafinu kringum landiö, og hinsvegar i fallvötnun- um. Mikiö er til i þessu. Um áratuga skeið höfum viö byggt lifsafkomu okkar á þorskinum og öörum fisk- um sjávarins. Nú er sú auölind nýtt aö talsveröu leyti, og reyndar ofnotuö á sumum sviö- um. En hin auölindin, fallvötnin, hefur aftur á móti lftiö semekkert veriö nýtt. Varla þarf aö benda á hvilik auöæfi er aö finna i orkunni sem í þeim liggur, nú þegar olíu- verö fer stööugt hækkandi, og olían sjálf þverrandi. Ar landsins eru margar og langar, og fallhæð þeirra er mikil. Virkjunarmöguleikarnir eru næstum ótæmandi, og og þá um leiö auöæfin sem virkjunum fylgja. Þaö er hinsvegar kostnaðarsamt fyrirtæki aö virkja ár og fljót enda hafa orku- málin mótast að talsveröu leyti af iöja. Þaö sem þessum þrem fyrir- tækjum er þó sameiginlegt, er aö þau eru i eigu erlendra stórfyrir- tækja aö hluta. Alveriö að meiri- hluta í eigu Svisslendinga, en Járnblendiverksmiöjan i meiri- hlutaeigu íslendinga. Frá þvi umræður hófust um stóriöju hér á landi hefur einkum veriö deilt um eitt atriöi, eigum viö sjálf aö eiga þessi fyrirtæki, eða ekki, og ef viö viljum eiga þau — þá hvaö stóran hluta? Um tima var lika deilt um hvort stóriöja ætti rétt á sér hér á landi yfir höfuö, en þaö viröistvera liöin tiö. Nú siöastliöinn laugardag var svo samþykkt á sameiginlegum fundi alþingismanna og sveitar- stjóra á Austurlandi, aö stefna aö þvi aö koma á fót stóriöju þar. Umræöa um þaö mál hefur lengi veriö i gangi fyrir austan, en áöur hefur ekki veriö gerö nein sam- þykkt um það. í þeirri umræöu var lika jafnan gengiö út frá þvi aöef af yröi — þá mundi Reyöar- Stapp um stóriðju þvi. Það hefur sömúleiðis veriö: deiluefni hvernig rafmagninú skuli variö. Þaö var i stjórnartiö Bjarna Benediktssonar, þá er Jóhann Hafstein var iönaöarráöherra, aö tekin var ákvörðun um aö semja viö stórfyrirtækið Alusuisse, um álver hér á landi. Þaö var um- deild ákvöröun, og Alþýðubanda- lagsmenn iögöust sérstaklega hart gegn þeim samningum. Al- verið er sem kunnugt er lang- stærsti rafmagnsnotandinn úr Búrfellsvirkjun, og ein aöal- ástæöan fyrir þvi aö sú virkjun var byggö. Alveriö var fyrst þeirra fyrirtækja sem kennd eru viö stóriðju hér á landi, en auk þess eru hér Járnblendiverk- smiðjan viö Hvalfjörö og Kisil- iöjan viö Mývatn, sem er þó á mörkum þess aö geta talist stór- fjöröur vera aösetur verksmíðj- unnar. Þaö mál hefúr verið nátengt umræðú um virkjunar- framkvæmdir á ;vegum Lands- virkjunar, enda' hefúr -það aö sjálfsögðu mikil áhrif á stærö virkjunarinnar á Austurlandi, hvort þar veröúr rekinn orku- frekur iönaöur. Og þar er málið statt núna. Virkjun Jökulsár i Fljótsdal þykir fýsilegasti kostur- inn, en hvað sú virkjun á aö vera stór veröur aö biöa ákvöröunar um stóriöju. Fyrr eöa siöar verður þó náttúrulega virkjaö stórt á Austurlandi, enda mun þar vera um helmingur þeirra vatns- falla sem talin hafa veriö eftir- sóknarverö til virkjunar á land- inu. En þegar af stóriöju veröur á Austurlandi, og þaö veröur væntanlega á næstu árum — hvernig á aö standa aö henni? Innlend stóriöja hefur veriö i brennidepli um nokkurt skeiö. 1 rauninni er Alþýöubandalagiö eini stjórnmálaflokkurinn, sem setur upp ákveöin skilyröi i stefnuskrásinni, fyrir þvi hvernig staöið skuli aö stóriöju. í stefnuskránni segir: „Islenska rikiö eigi ætiö meirihluta i orku- frekum iðnaöarfyrirtækjum og aö jafnaði séu þau óskipt i eigu ís- iendinga”. • Þetta er nokkuð afdráttarlaus stefna og hún sker sig'tíi? efhún er borin saman . við stefnúr hinna flokkanna i' stóriðjumái'úm. En hver er sú stefna? Helgarpóstur- inn spuröi fjóra stjtírnmálámehn, einn frá hverjum fiokki um þaö atriði. „Framsóknarflokkurinn hefur markaö sér þá stefnuý sagöi Halldór Asgrimsson alþingis- maöur, „aö lita beri á hvert til- vik, og skoöa það sjálfstætt, og taka ákvaröanir i samræmi viö þaö hverju sinni. Að öllu jöfnu eigum viö aö eiga meirihluta i fyrirtækjunum. Þaö er lika stefna framsóknarflokksins og skoöun aö stóriöja eigi fyllilega rétt á sér” sagöi Halldór. Kjartan Jóhannsson alþingis- maöur og varaformaöur Alþýöu- flokksins, sagöi það stefnu sins flokks aö hraöa beri nýtingu þeirra auöæfa sem I orku okkar liggur, til hagsbóta fyrir landslýö alian, eins og hann oröaöi þaö. „Viö leggjum einnig áherslu á aö viö höfum vel efni á þvi aö skeröa þessi auöæfi nokkuð, til aö vernda umhverfiö. Viö leggjum mikiö uppúr þvi að mengunarvarnir verði ifullkomnu iagj, og aö nátt- úru lándsins stafi epgin hætta af starfsénjinni. Vi.ö’ viljum hraða uppbyggingunni til áö; tryggja betúT efnahagslegt- sjálfstæði þjóðarinnar, en leggjum ekki megináherslu á að eiga meiri- hluta i sllkum fyrirtækjum. Viö erum opnir i þvi máli, en viljum aö viö gerum okkur fullkomna grein fyrir aöstæðum hverju sinni. Hagsmunir okkar veröa tryggöir meö þrennum hætti — meö samningum við erlend fyrir- tæki, meö aöild aö fyrirtækjunum og meö þvi aö eiga i fyrirtækjun- um” sagöi Kjartan Jóhannsson. ,,S jálfstæöisflokknum þykir eölilegt aö nýta orku landsins INNLEND YFIRSYN Sólrikar siösumarvikur áriö 1939 beindist athygli umheimsins eindregiö aö Póllandi, af þvf aö viö landamæri þess söfnuöust I brennidepil þau öfl sem um haustiö hleyptu Evrópu i bál. Rúmum fjórum áratugum slöar er enn mænt á Pólland, og i þetta skipti er ástæöan sú aö I átökum pólsks almennings og stjórnvalda um stjórnarfariö mun ráöast, hver veröa afdrif fjöiþjóölegrar viöleitni til aö beina þróun mála I Evrópu á siöustu áratugum ald- arinnar eindregiö á friövænlega braut meö úrræöum sem i einu oröi hafa hlotiö nafniö slökunar- stefna. Styrkur slökunarstefnunnar hefur siður fólgist I þeim tak- mörkuöu skrefum, sem Banda- rikin og Sovétrikin hafa stigiö til aö draga úr kjarnorkuvopna- hlaupinu, en vilja evrópskra rikisstjórna til aö notfæra sér þiö- landi. Gierek á ekki heimangengt ’ meöan landiö er lamaö af verk- föllum, og Schmidt treystir sér ekki aö halda til Austur-Þýska- lands meöan allt er I óvissu um framvindu mála hjá Rólverjum. A fundi miöstjómar Sameinaöa pólska verkamannaflokksins um siöustu helgi voru teknar ákvarö- anir sem fela i sér aö horfiö hefur veriö frá valdbeitingu gagnvart verkamönnúm i hafnarborgunum viö Eystrasalt og ákveöiö aö reyna samningaleiöina til þraut- ar, þótt þaö kosti tilslakanir gagnvart pólitiskum kröfum verkfallsmanna. Rikisstjórnin hefur boöiö frjálsar og leynilegar kosningar i verkalýösfélögum, en verkfallsmenn halda fast viö aö gervifélög valdaflokksins hverfi úr sögunni og þeir fái frelsi til aö reisa ósvikin verkalýössamtök frá grunni. Þaö sem gerir átökin i Póllandi nú frábrugöin þeim sem þar hafa áður átt sér staö, er aö tekist hef- ur samstaöa um stefnu og starfs- hætti milli verkamanna og menntamanna sem berjast fyrir kerfisbreytingum, og kröfur þessarar andófshreyfingar eiga sér hljómgrunn langt inn i raöir Alþjóðleg þýðing framvindu i Póllandi til aö efla sérstakt slökunarsvæöi i hjarta Evrópu meö þvi aö halda samskiptum Vestur-Þýskalands viö Austur-Þýskaland og Pólland sem mest utan við vaxandi viö- sjár sem fylgt hafa i kjölfar sovésku innrásarinnar i Afghan- istan. Eftir rúman mánuö veröa þing- kosningar I Vestur-Þýskalandi, og siöustu meiriháttar athafnir Schmidt kanslara i utanrikismál- um fyrir kosningarnar áttu að vera heimsókn hans til Austur- Þýskalands og koma Giereks, flokksleiötoga i Póllandi, til Vestur-Þýskalands. Báöar eru þessar heimsóknir nú úr sögunni. Ástæöan er atburöarásin I Pól- una i sambúö risaveldanna til aö gera afleiöingar siöari heims- styrjaldarinnar Evrópuþjóöum bærúegri. Þessi þáttur slökunarstefnunn- ar hefur náö sér ræk ilegast á strik i Miö-Evrópu fyrir tilstilli rikis- stjórna undir forustu vestur- þýskra sósialdemókrata. Fyrst Willi Brandt' og siöan Helmut Schmidt hafa veriö merkisberar utanrikisstefnu sem hefur aö markmiöi aö gera Miö-Evrópu aö þungamiöju i framvindu I átt til rénandi spennu og vaxandi tengsla milli rikja i austri og vestri. Sföustu mánuöi hefur Schmidt kanslari lagt megin- áherslu á aö beita áhrifum sfnum ERLEND valdaflokksins. 1 ræöu sinni á miöstjórnarfundinum um helgina bergmálaöi meira aö segja Gier- ek mörg atriöi úr málflutningi andófsmanna, viöurkenndi mis- tök og óstjórn i valdakerfinu og lagöi áherslu á nauösyn aö koma á trúnaöi milli valdhafa og almennings. Til sannindamerkis um aö gerö yröi gangskör aö þvi aöráöa bót á stjórnsýsluöngþveiti og trúnaöarbresti var hópi ráö- herra og yfirmönnum rikisfjöl- miöla vikiö frá störfum strax eftir miöstjórnarfundinn. Baráttan i Póllandi þessa dag- ana er frábrugöin öllu sem gerst hefur þar i landi á undanförnum áratugum og sömuleiöis stórat- buröum i öörum Austur-Evrópu- löndum. Verkamenn hafa búið um sig i Lenin skipasmiöastöð- inni í Gdansk, og þar hefur aöset- ur sameiginleg verkfallsnefnd starfsliös fyrirtækjn úr öllum strandhéruöunum. Kröfur sinar og málflutning byggja verka- menn aö verulegu leyti á skýrslu- gerö og athugunum mennta- mannahóps, sem geröi úttekt á stjórnkerfi og þjóöfélagsástandi i Póllandi og birti niöurstööur sin- ar snemma á þessu ári. Málstaö- ur verkfallsmanna er svo kynnt- ur innan lands og utan á vegum KOR, eða Nefndar til félagslegar sjálfsvarnar, sem mynduð er jöfnum höndum af menntamönn- um og verkamönnum i Varsjá og öörum borgum inni i landi. Fjöldagöngur eöa fjöldafundir hafa ekki átt sér staö og hvergi komiö til átaka viö lögreglu né herliö. Meö þessum baráttuaðferöum er fylgst eftir föngum i öörum Austur-Evrópulöndum. Þar rikir einnig efnahagskreppa, þótt hún séekkieins mögnuö og f Póllandi, og þjóðirnar eru engu siöur en Pólverjar fráhverfar stjórnar- háttum sem spegla vilja sovésks drottnunarvalds en hvorki hefö- meö stóriöju, og þar meö flytja út orku” sagöi Matthias A. Mathie- sen alþingismaöur. „Viö teljum þýöingarmikið fyrir atvinnulifiö i landinuaöbyggjaupp iðnaö, bæöi stóriöju og annan iönaö. Þaö hefur sýnt sig aö þaö kann ekki góöri lukku aö stýra að byggja svo mjög á einum útflutningsat- vinnuvegii’ Matthias sagöi Sjálf- stæöisflokkim ekki hafna þvi aö stóriðjufyrirtæki séu i eigu er- lendra aöila, ef þaö þjónar hags- mun Islendinga. „Þaö er allt til i þeim efnum,” sagöi hann. „Þar veröa hagsmunir okkar að ráöa feröinni, og þá veröur aö lita á hvert einstakt tilfelli fyrir sig.” Kjartan ólafsson, varafor- maöur Alþýöubandalagsins, sagöi stefnu sins flokks i þessum málum hafa verið mótaöa 1976. Hann vitnaöi siöan i upphaf stefnuskrárinnar i orkumálum: „Ýmiss konar orkufrekur iönaöur á fyllsta rétt á sér, og getur falliö meö eölilegum hætti inn i at- vinnulif landsmanna. Þess þarf hinsvegar aö gæta, aö hann lúti stjórn landsmanna sjálfra og sé byggöur upp innan ramma viö- tækra þjóöfélagsáætlana, þar sem rikt tillit veröi tekiö til skyn- samlegrar auölindanýtingar, svo og æskilegrar atvinnu- og byggöaþrðunár | landinu”. , Kjartan sagöi áð ef viö héldum ekki fullu forræði ýfir atvinnulifi þjóöarinnar, að þá Væri allt tal um ájálfstæöi orðin t-óm, og einnig ■benti hann á aö öll erlend fýrir- tæki sem sæktust eftir aöstööu hér, gerðu þaö i þeím einum til- gangi aö hagnast á þvi. En eitt er ijóst: Innan skamms verður virkjaö á Austfjöröum og stóriöja sett þar af staö. I hvaða formi sú stóriöja veröur veit eng- inn. Möguleikarnir eru all- nokkrir. Hversu góöir þeir eru, veröur aö koma i ljós. Eeftir Æm Guöjón flH Arngrims- _____son ir þeirrasjálfra né framtiöaróskir. Urslit átakanna I Póllandi geta þvi hæglega dregiö dilk á eftir sér i nálægum löndum. Athygli hefur vakiö, hvert hlut- verk kaþólska kirkjan i Póllandi hefur tekiö sér I deilu verka- manna og rikisvalds. Ekki þarf lengur aö fara f grafgötur um, aö kirkjan er áhrifamesta þjóöfé- lagsafl í Póllandi, nýtur viröingar og trausts. Mynd Jóhannesar Páls páfa er uppi á áberandi staö i Lenin skipásmiöastööinni, og þar eru sungnar messur meö al- mennri þáttt(8cu verkfallsmanna. 1 yfirlýsingum pólskra biskupa og sjónvarpaöri prédikun Wyszynski kardinála er lögö megináhersla á aö verkamenn sýni hófsemi f kröfum og samningaviöræöum og foröist allar aögeröir sem leitt geti til árekstra og blóösúthell- inga. Undir yfirboröinu i Póllandi ólga heitar ástiöur þjóöar, sem hefur liöiö mikiö áratugina siöan 1939, en aldrei sleppt voninni um aöfáá ný aö ráöa eigin málum og koma fram af reisn. Pólverjar eru frægir fyrir hugrekki og of- dirfsku, sem hefur fært þeim marga sára ósigra 1 rás aldanna. Framvindan þessa dagana sýnir, aöá báöa bóga i átökum og erfiö- um samningaumleitunum eru á oddinum menn sem leitast viö aö sýna hófsemi og varfærni, menn sem vita aö vixlspor nú getur orö- iö afdrifarikt, ekki aöeins fyrir Pólverja sjálfa, heldur alla fram- vindu mála i Evrópu. Reynslan kennir aö sovét- stjórnin svifst einskis gagnvart nágrönnum sinum ef þvi er aö skipta, en lika er ljóst aö hún kær- ir sig ekki um aö hleypa öllu I bál og brand i Póllandi fyrr en i siö- ustu iög.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.