Helgarpósturinn - 29.08.1980, Side 34
6
Föstudagur 29. ágúst 1980 íSLENSKUR IÐNAÐUR
„Kom á óvart hvað
íslensk ull er vel þekkt”
— Rætt vid Þráin Þorvaldsson
framkvæmdastjóra Hildu h.f.
Af islenskum ullarút-
flutningsfyrirtækjum má telja
Hildu hf. brautrvöjanda á sviöi
útflutnings ullar-og skinnvara
til N-Amerfku. Fyrirtækið hefur
um nokkura ára skeiö veriö
mjög stór aðili í útflutningi á fs-
ienskum ullarvörum til Banda-
rikjanna og Kanada og lagt
stóran skerf aö landkynningu
um ieiö og kynningu á gæöum og
kostum fsiensku ullarinnar.
Hiida hf. var stofnaö áriö 1962
af hjónunum Thomasi og Hönnu
Holton. Fram að þeim tíma
hafði litill sem enginn útflutn-
ingur veriö á islenskum ullar-
vörum til Ameriku, en þau hjón
hófu fyrst útflutning á islensku
lopapeysunni, sem engum þarf
að kynna og má því telja þau
brautryðjendur á sviöi ullar-
vöruútflutnings til Bandarfkj-
anna.
Allt frá stofnun hefur fyrir-
tækið lagt mikla áherslu á kynn-
ingu á islensku ullinni og þeim
kostum sem hún er óneitanlega
búin. Kynningarstarfsemin er
stór þáttur i þeirrisöluaukningu
sem orðið hefur hjá Hildu hf. á
siðastliðnum árum, en sala
hefur aukist úr þvf að vera um
420 þús. Bandaríkjadalir árið
1975 i' 4,5 milljónir dollara á sfð-
asta ári. Gera má ráð fyrir þvi
aö á þessu ári sem nú er að líða,
fari útflutningurinn eitthvaö
yfir 6 milljónir Bandarikjadali,
að þvi er Þráinn Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins tjáöi okkur.
„Eftirspurnin eftir islensku
ullarvörunum er það mikil að
við höfum ekki undan. Við get-
um engan veginn annað allri
eftirspurninni,” sagði hann.
Hilda hf. selur til Evrópu-
landa i gegnum umboðsaðila,
eins og algengast er með fyrir-
tæki, en á Bandarikjamarkað er
selt beint til einstakra verslana.
Kynningarstarfsemin hefur
verið stór þáttur f sölu fyrir-
tækisins til þessara verslana, og
fer starfsfólk Hildu hf. utan einu
sinni til tvisvar á ári og heldur
sérstaka kynningarfundi með
starfsfólki verslananna. Eru þá
sýndar myndir frá Islandi og
islenska ullin kynnt afgreiðslu-
fólkinu, svo það viti hvað það er
sem það er aö selja. Þá er oft
rætt um íslensku kindina og
hvað það er sem hún hefur
framyfir aðrar.
„Þetta hefur mælst mjög vel
fyrir,” sagöi Þráinn. „Starfs-
fólk stórverslana hefur meira
að segja sett fram ákveönar
óskir um að fá að afgreiða þar
sem islenskar ullarvörur eru á
boðstólum. Afgreiðslufólkið
hefur verið mjög ánægt með
þessa kynningu og finnst mikið
til þess koma aö svona tillit sé
tekið til þess.”
Allur fatnaður frá Hildu er
merktur með sérhönnuðum
miöum, þar sem lýst er gæöum
flikurinnar. A sumum þœsum
miöum stendur t.d. „íslensk ull
er stórkostleg! Hvers vegna?”
Siðan eru lýs ingar á þvi hvernig
hver flik er framleidd, eftir þvf
hvortum er að ræða lopapeysu,
vettlinga, jakka eöa eitthvað
annaö. Lýst er t.d. þvi hvernig
konurnar fara að þvl aö prjóna
peysurnar. Þær séu prjónaðar á
hringprjóna og án allra sauma.
Þá er mikil áhersla lögö á hve
islensk ull sé sérstök aö gæðum
og hafi marga kosti að bera
fram yfir aðra ull.
Hilda hf. hefur lagt á það
áherslu I stórverslunum ytra að
öll i'slensk ullarvara sé seld á
einum og sama staðnum.
Þannig eru heilar deildir sem
selja eingöngu Islenskan ullar-
fatnað, en ekki ein deild sem
selur peysur, önnur kápur og
svo framvegis.
„Þessar vörur selja hver
aöra, ef svo má segja” sagði
Þráinn. „Þær eru þekktar undir
einu samheiti, sem er bara is-
lensk ull (Icelandic Wool) og
fólk gerir ekki greinarmun á
hvort það er aö kaupa ullarvör-
ur frá okkur, Alafoss eöa Sam-
bandinu. Það veit bara að þaö er
aö kaupa islenska ull, og það er
þvi nóg.”
En skyldi islenska ullin vera
vel þekkt þar ytra? Við inntum
Þráinn eftir þvi.
„Já,égheldhún sé nokkuð vel
kynnt. Það kom mér á óvart
siðastliðið haust, þegar við vor-
um á ferö þarna hvað Islenska
ullin var þekkt. Þann tima sem
við vorum þarna kom fólk gagn-
gert og ræddi við okkur um vör-
una, sagði okkur sögur af þvi
hvað hún hefði reynst vel og
þess háttar. Þannig má segja að
þessi kynning okkar á islensku
ullinni, sé ekki bara sölubragð,
heldur Verður hún til þess að
fólk trúir virkilega á gæði
hennar.Þaðtrúir þvi aðhún sé i
sérflokki. Og hann stækkar
stöðugt hópurinn sem þekkir
hana.”
Þráinn sagði okkur frá þvi að
verslun ein i Bandarikjunum
hefði verið með til sölu eftirlik-
ingu á islenskum ullarvörum,
og heföi verð á þeim veriö allt
að helmingi lægra en á upp-
runalegu islensku vörunum.
Samt sem áður heföi salan verið
mun meiri á þeim fatnaði sem
unninn hefði veriö úr islensku
ullinni, heldur en eftirliking-
unni. Fólk hefði kannast við Is-
lensku ullina ,og þekkt gæði
hennar og má þakka það góðri
kynningu á henni.
Og þá lá beinast við að koma
inn á verölag á islensku ullar-
vörunniytra, en það hefur alltaf
þótt heldur hátt.
Þráinn játti þvi, að verð á is-
Ienskum ullarfatnaði væri mjög
I hærra lagi. Enda væri hann
ekki seldur i nema sérstökum
verslunum, þar sem verslaði
fólk meö meiri peningaráð.
„Þaðermargtsem kemur inn
I þarna,” sagði hann. „Fram
leiðsla er litil. Viö framleiöum
flikur á helmingi lengri tfma en
viðgætum gert. Markaðurinn er
þaö stór aö viö gætum framleitt
mun meira. Það er ekki spurn-
ing um hann, heldur um hvað
við getum framleitt mikið. En
þessi litla framleiðsla hefur lika
sina kosti. Þegar fólk sér
hvernig þessi fatnaður er unn-
inn, i svo litlu magni, hefur þaö
á tilfinningunniað hann sé betri.
Það sé lögð meiri vinna i hvert
stykki, en þetta sé ekki einhver
fjöldaframleiðsluvinna. Við höf-
um lika ávallt lagt gifurlega
áherslu á að gæðin væru alltaf
fyrsta flokks. 1 sambandi við
verðiö koma lika inn i háir
tollar eins og I Kanada og
Bandarikjunum, svo og send-
ingarkostnaður. Allt þetta
verður óhjákvæmilega til þess
að varan veröur dýrari heldur
en ef hún væri framleidd á
heimamarkaði.”
Til að byrja með framleiddi
Hilda hf.allan sinn fatnað sjSlf.
En nú er svo komiö að auk þess
að hafa eigin saumastofu, eru
um 15 önnur fyrirtæki viös
vegar um landið sem sjá um
framleiðslu á fatnaði fyrir út-
flutningsmarkaö Hildu. Hjá
fyrirtækinu starfa nú þrir fata-
hönnuðir og einn klætékeri, en
alls vinna hjá Hildu 65 manns.
„Fyrirtækið var upphaflega
alveg i framleiðslu fllkanna
sjálft, en siðan hafa oröið breyt-
ingar á og það má segja aö þaö
séu aðrir sem sjá um fram-
leiðsluna fyrir okkur i dag. Við
höfum hér tæknifólk I hönnun
sem siðan sendir snið og annað
til verksmiðjanna sem aftur
framleiða fatnaöinn,” sagði'\
Þráinn. „Þetta byggist allt á þvi
að við erum eins konar sölumið-
stöð. Þetta væri allt mun erfið-
ara ef allir væru að þessu sitt I
hvoru lagi.”
Én hvernig er með ný sniö?
Fylgist Hilda hf. aö einhverju
leyti með tiskulinunni eins og
hún er hverju sinni.
„Það má segja að um helm-
ingur fatnaðarins endurnýist á
hverju ári” sagöi Þráinn.
„Viö reynum að fylgjast vel
með þeim nýjungum sem koma
fram, en auðvitað innan vissra
takmarka. Það má kannski
segja aö heildarlinan breytist
litið frá ári til árs, þvi fram-
leiðsla á ullarfatnaði gefur auð-
vitað ekki ótakmarkaða mögu-
leika. Þessi fatnaður er byggður
uppsem sigildur.en ekkieins og
hver önnur tiskuvara. En við
þurfum að vera vel vakandi
fyrir þvi að heildarllnan sé sem
best. Það er ekki nóg að bara
eitt og eitt stykki sé gott innan
um, heldur verður ullarvaran i
heild sinni að vera vel hönnuð,
til þess að verslanir fáist til að
taka hana inn,” sagði hann.
Er alltaf nógur. markaður
fyrir islenskan ullarfatnað?
„Þaðhefur orðið samdráttur i
sölu á fatnaði erlendis t.d. i
Bandarikjunum á siðastliðnu
ári, en þá sögu er ekki hægt aö
segja um islensku ullarvör-
urnar. Það eru engin merki þess
aö samdráttur hafi orðið þar.
Við höfum skapað vissa
markaösþörf og það er bara
spurning um hvort okkur tekst
aö halda okkur ofan á þar. Við
getum selt mun meira en við
gerum nú. Framleiöslan hefur
ekki þróast jafn ört og salan og
markaðurinn. Það er spurning
um hvort okkur tekst að halda
þeim markaöi sem við höfum
nú, eða hvort einhver annar
grípur þar inn í, þvi' það eru
margir sem vilja komast inn á
þennan markað. Erfiðast fyrir
fyrirtæki I dag er að geta ekki
staðið viö þær pantanir sem
gerðar hafa verið,” sagöi
Þráinn.
„Þetta er mörgum erfið-
leikum háð. Efnahagsþróunin I
landinu almennt hefur sitt að
segja i sambandi viö þetta.
Kostnaður hefur aukist gifur-
lega og þrátt fyrir mjög mikla
söluaukningu veröur afkoma
fyrirtækjanna alltaf verriár frá
ári.
Markaðurinn kallar á mjög
bættan rekstur fyrirtækjanna.
Það felst ekki i vinnu sauma-
kvennanna. Ekkert af þessu er
þeim að kenna og breytingar
þyrftu ekki endilega að hafa i
för með sér aukið vinnuálag á
þær,heldur er þaö heildarskipu-
lagið á fyrirtækjunum sem þarf
að breyta og bæta. En allar
breytingar hafa gifurlegan
kostnað I för með sér og eins og
málin eru nú berjast menn bara
við að halda höfðinu upp úr. Og
meðan það er bara spurning um
að lifa eða deyja, eru menn
ekkert að læra að synda. Það er
bara aö hafa eitthvað til að
halda sér i”. — AB
Merki hinna vandlátu
CiDpioimccr
C^AR
Tískwerslun unga fólksins
Hafnarstræti 94
Sími 2-41-06
Akureyri
Biltæki -
Hátalari -
Kraftmagnari —
Tónjafnari
Veist þú hvað BANDIDOS
er?
Jú BANDIDO er léttur
sportfatnaður sem fæst i
Cezar
Mikið úrval af allskonar
fatnaði.
PLÖTUR:
Alltaf fyrstir með
nýjustu og
heitustu plöturnar.
Leitið ekki langt yfir
skammt.
Litið við i Cezar.
Cezar sér um sina.
Ferðatæki
Sambyggð
hljómtæki
Bilatæki
Örbylgjujafnarar
o. m. fl.
Póstsendum
samdægurs