Helgarpósturinn - 29.08.1980, Qupperneq 41
ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Föstudagur 29. ágúst 1980
13
Nýjar gerdir púströra
frá Fjödrinni:
Eykur endinguna
um 70-80% við
aluminiseringuna
Sólning h.f.:
SÓLUÐ DEKK JAFN
GÓÐ OG NÝ SÉ HRÁ
EFNIÐ GOTT
Bila vörubúðin Fjöðrin er
löngu kunn fvrir þjónustu sina
við bifreiðaeigendur, i sam-
bandi við púströra og hljóðkúta-
sölu og viðgerðir. Fjöðrin á á
þessu ári 25 ára afmæli. Hún var
stofnuð árið 1955 og hefur allt til
þessa smám saman verið að
stækka við sig og bæta þjónustu
sina við viðskiptavini.
Sem nafnið bendir til var
Fjöðrin i upphafi aöallega i sölu
á fjöörum I bifreiöar, en fljót-
lega var hafinn innflutningur og
smiði á púströrum og hljóðkíit-
um.
Hjá Fjöörinni smiöa þeir
púströri allar tegundirbifreiöa,
enhljóökúta smiöa þeir aöeins i
einstakar tegundir aöallega
ameriska bila, svo og nokkrar
tegundir jeppa og japanskra
bila. Að sögn eins forráöa-
manna fyrirtækisins þykir þaö
hentugra, og ódýrara, að smiöa
púströr hér heima, þar sem inn-
flutt, koma þau áföst viö hljóö-
kútana, og eru þar af leiöandi
dýrari, heldur en hægt er aö
framleiða þau i landinu.
Nú i sumar flutti púströra- og
hljóökútaverksmiðja fyrir-
tækisins i nýtt og rúmgott hús-
næöi I Skeifunni. Um leið var
hafinn innflutningur á
aluminiseruðum plötum i hljóö-
kúta og aluminiseruöum rörum
i púströrin. Við þessa
aluminiseringu eykst endingar-
timi pústkerfisins, og þaö ryög-
ar mun seinna en áöur. Þessi
framleiðsla er alveg ný af nál-
inni hér heima, og er Fjöörin
fyrsta fyrirtækiö sem býöur
þessa þjónustu.
„Þaö sem við erum að gera
hér, er að við endurvinnum
dekk sem orðin eru slitin og
aukum þannig endingu þeirra'
sagöi Gunnsteinn Skúlason
forstjóri Sólningar hf. i Kópa-
vogi er viö litum inn hjá þeim
fyrir skömmu.
Eins og fram kemur I oröum
hans vinna starfsmenn Sóln-
ingar að þvi að endursóla, og
edurvinna að mestu leyti, gömul
dekk sem oröin eru úr sér
gengin. Þangað getur fólk leitaö
meö dekk sem þaö vill fá sóiuð
fyrir sumarið eða sumardekk
sóluð fyrir veturinn.
En hver eru gæði þessara
hjólbaröa, sem einu sinni er
búiö aö slita út? Gera þau sama
gagn og nýir hjólbarðar? Viö
inntum Gunnstein eftir þvi.
,,Ef viö náum i góö dekk, þar
sem striginn er heill og
óskemmdur undir, þá eru þau
jafngóð og ný eftir endur-
vinnslu. Fyrir utan þaö aö
verðið er 100% lægra” sagði
Gunnsteinn.
„Einn þriöji hluti af hjól-
barðaverðinu”, sagði hann enn
fremur ,,er sólningin. Við
höfum hér sérstaka kaldsóln-
ingu, og útkoma úr henni er ekki
verri en ef um ný dekk væri aö
ræða. Til aö mynda má geta
þess aö öll stærri bifreiöafyrir-
tæki á landinu láta endursóla
dekk bila sinna tvisvar til
þrisvar á ári, i staö þess aö
kaupa ný. Þetta hlytur aö vera
geysilegur gjaldeyrissparn-
aöur.”
Hjá Sólningu hf. vinna aö
meöaltali I kringum 20 manns,
og er afkastagetan á dag á
annaö hundraö fólksbiladekk,
12-14 vörubiladekk og 1-2 af
vinnuvéladekkjum. Hjá þeim er
hægt aö fá sóluö dekk á allt frá
Austin Mini til stærstu vinnu
véla. Fyrirtækiö hefur yfir aö
ráöa sérstakri tölvustýröri
endursólningarvél, sem sólar
allarstæröir hjólbaröa. Þetta er
eina vél sinnar tegundar hér á
landi, mjög fullkomin og af-
kaltamikil.
Aö sögn Gunnsteins, eru aöal
„sólningarvertiöirnar” tvær. A
vorin þegar sumardekkin eru
sett undir og svo á haustin þegar
vetrardekkjatíminn kemur. En
þá er lika nóg aö gera, þvi aö viö
pössum okkur á þvi aö setja
vetrardekkin ekki undir fyrr en
fyrsti snjórinn er kominn á
götrnar, en þá koma lika allir i
einu.
Sólning hf. er til húsa við
Smiöjuveg i Kópavogi. Fyrir-
tækiö er i eigin húsnæöi, og
stendur til að stækka þaö fljót-
lega.
„Viö horfum fram á betri
aöstööu i stærra húsnæöi með
haustinu , og þar meö bættri
þjónustu viö viöskiptamenn
okkar” sagöi Gunnsteinn aö
lokum. —AB
„Endursóluð dekk eru jafngóð og ný sé hráefnið gott”, segja þeir í
Sólningu h.f. Hér er verið að vinna að sólningu á gömlu dekki.
Framleiddu yfir 11 milljónir skyr- og jógúrtdósa
Þegar viö kaupum nauðsynja-
vörur til daglegra nota, svo sem
sápulög, tómatssósu, krydd-
vörur, skyr, jógurt og fleira,
hugsum við sjaldnast út f um-
búðir þessara vara. Við tæmum
plastumbúöirnar og hendum
þeim sfðan.
Sigurplast hf. er fyrirtæki
sem framieiðirpiastumbúöir,
flöskur, brúsa og þess háttar
sem við sjáum og notum dag-
lega. Þekktustu og mest notuöu
dósirnar frá þeim eru líklega jó-
gúrt- og skyrdósir Mjólkursam-
sölunnar. En hjá þeim eru
framleiddar allt frá litlum
kryddglösum til stórra
málningarbrúsa.
Allt hráefni i dósirnar er inn-
flutt frá Þýskalandi. Efnið er
litlar plastkúlur, litiö stærri en
hrisgrjón. Þær blandast saman i
vélum og bræöa saman hinar
ýmiss konar löguöu flöskur og
glös. Hitinn við bræösluna er
allt aö 200-250 gráöur á celcius.
Framleiöslan er mikil hjá
Sigurplasti og á siöastliönu ári
framleiddi fyrirtækiö alls 3.3
milljónir glasa og flaskna undir
vökva og hvorki meira né minna
en 11.2 milljónir dósa undir skyr
og jógúrt.
„Þaö má segja aö vélar fyrir-
tækisins séu i gangi allt áriö,”
sagöi okkur Knud Kaaber for-
stjóri Sigurplasts. „Það er
unnið dag og nótt, á tólf tima
vöktum. Okkur finnst það koma
best út þannig, þar sem vél-
arnar eru hannaðar meö þaö i
huga að framleiöa mikiö magn I
einu. Við notum stálmót til aö
laga hin ýmsu glös og
þau eru svo dýr að þaö er hag-
kvæmara fyrir okkur aö hafa
vélarnar gangandi allan sólar-
hringinn” sagöi hann.
Mótin sem Knud minntist á,
eru lika framleidd hjá Sigur-
plasti. Þaö eru eins og áöur
segir stálmót, smíöuö á renni-
verkstæði fyrirtækisins og er
eitt mót fyrir hverja dós, flösku
og brúsa sem framleidd eru.
Sem dæmi um hver dýr þessi
mót geta veriö, má nefna aö eitt
mót fyrir jógúrtdós kostar úr
1 þessum vélum eru „soðnir saman” allra handa plastbrúsar og
dósir, sem við notum daglega.
stáli um 2-2.5 milljónir króna.
Aðeins eitt mót.
„Þetta dýra verö liggur i ná-
kvæmnisvinnunni sem er á
mótunum,” sagöi Kristján
Sigurösson.,,Allt er svo hárfint
og nákvæmt og þaö má ekkert
fara úrskeiöis.”
Sigurplast hf.- á viö sömu
örðugleika aö striöa og önnur
iönfyrirtæki i landinu. Þaö er
framleiönin. Samkeppnin viö
innflutninginn er afar hörö, aö
þvi er Knud Kaaber forstjóri
tjáöi okkur. Erlend fyrirtæki i
þessari grein eru eins og i fleiri
þeim kostum búin aögeta fram-
leitt i mun stærra magni en
fyrirtæki hér heima og þvi
boðið vöru sína á hagstæöari
kjörum. — AB
Tilkynning frá Iðnlána-
sjóði um breytt lánskjör
Með samþykki ríkisstjómar hefur uerið ákveðin breytxng á
lánskjörum nýrra íána Iðnlánasjóðs og tekur hún gildi
1. september 1980.
Lánskjör Iðnlánasjóðs uerða þannig:
Vélalán
Lánstími 5-7 ár, vextir2,5%, lántökugjald 1%.
Lánin eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu.
Byggingarlán
Lánstími 12—15 ár, vextir4%, lántökugjald 1%.
Lánin eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu.
Lánskjör eldri lána verða óbreytt.
Reykjavík, 8. ágúst 1980.
Iðnláiiasjóður
Iðnaðarbankinn
Lækjargötu 12 101 Reykjavík
! Sími 20580