Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 2
Föstudagur 26. september 1980 -helgarpásturinn- Sértrúarsöfnuðir á Islandi: Allir ?hinn eini rétti tslendingar eru yfirleitt ekki taldir trúhneigö þjóö. Aö minnstakosti ekki kirkjurækin, og trúarumræöur eru litt opinskáar. Flestir eru þó i þjóökirkjunni, en margir láta þar viö sitja, og þaö er ekki mikil gróska í sértrúar- söfnuöum. Þó eru nokkrir slfkir söfnuöir til þar sem menn iöka sina útgáfu af kristinni trú, eöa önnur trúarbrögö og boöa hana öörum. Fjölmennastir þessara sér- trúarsöfnuöa eru Sjöunda dags aöventistar, hvitasunnusöfnuöur- inn, Vottar Jehova, Bahaf sam- félagiö og Mormónar. Þessir söfnuöir eru meira eöa minna angar af aiþjóölegum trúarhreyf- ingum, sumir fá hingaö erlenda trúboöa sér til hjálpar. Enn finn- ast nokkrar slikar trúarhreyfing- ar, og má þar nefna Moons-hreyf- inguna sem Helgarpósturinn geröi itarleg skil 27. april i fyrra. Aö þessu sinni hefur Helgarpósturinn gert nokkra út- tekt á hinum fimm fyrrnefndu sértrúarsöfnuöum og rætt viö for- ráöamenn þeirra. Eftir samtöl viö þá erljóst, aö söfnuöirnir hafa úr mjög svo misjafniega miklu fjármagni aö spila. Algengast er, aö safnaöarmeölimir greiöi tfund af tekjum sinum sem hjá sumum söfnuöum hleypur á tugum milljóna og nokkuö er um frjáls framlög. En nokkurt fé kemur lika frá „móöursamtökum” erlendis, og er þar stundum aö ræöa tugi milljóna. Hitt ætti aö koma fáum á óvart að hver þessara trúarhreyfinga þykist hafa höndlaö hinn eina og sanna sannleika. Eftir aö hafa hlustað á rök þeirra allra gætu þvi reikular sálir oröiö dálítið ruglaðar. En hvaö finnst biskupi tsiands, Sigurbirni Einarssyni, um þessa sértrúarsöfnuði. Eins og margir muna eflaust gaf hann fyrir nokkrum árum út aðvörun gegn Vottum Jehova, þar sem hann lýsti þann söfnuö villutrúarsöfn- uð. Viö báöum hann fyrst aö skýra hugtakið sértrúarsöfnuöur. Biskup: Sumir skaðlegir — Sértrúarsöfnuöir og sértrú eru söfnuðir eöa trú sem leggur mikla áherslu á kristin sér sjón- armið, þannig aö hlutföll rask- ast f kenningunni eöa trúaiskoö- un. Þar er einhliöa áhersla á viss atriöi þannig aö þau veröa miö- læg, var skoöun Sigurbjörns Einarssonar biskups á þessu. — En hver er afstaða þi'n og kirkjunnar til þessara sértrúar- safnaöa, sem viö erum aö fjalla um? — Frá sjónarmiöi lútherskra manna eru þeir mjög ólikir inn- byrðis. Þaö er ekki hægt aö setja undir eitt númer Aöventista og hvitasunnusöfnuöinn annars veg- ar og Votta Jehova og Mormóna hins vegar. Bahaiar gera ekki einu sinni tilkall til að teljast kristnir, þeirra trú er sprottin upp úr Islam. Þaö gera hinsvegar bæöi Mormónar og Vottamir. En kristnir menn almennt geta ekki viöurkennt það. Mormón- arnir hafa aðra trúarbók en Bibliuna við aö styðjast og þau at- riöi sem Vottamir leggja áherslu á eru svo úr lagi gengin aö erfitt er aökannast viö þaö sem kristin- dóm. — Teluröu þessa sértrúarsöfn- uöi varasama og skaölega? — Þaö er trúfrelsi i landinu og sjálfsagt aöþeir sem þessar skoö- anir hafa njóti frjálsræöis til aö útbreiöa þær. En samt tel ég þetta vera skaðlegt. Þaö er oft þannig á málum haldiö, og hefur færst i aukana aö sértrúarfólk gengur i hús og lætur fólk ekki i friöi meö áróöri sinum. Og rétti fólk þvi litlafingur i grandaleysi og vinsemd er varla hægtaö losna viö þaö aftur. í þessum söfnuðum rikir lika járnagi og haröstjórn, sem gildir ekki sist um söfnuöi eins og Moons og guösbörn. Bahai: Boðskapur fyrir nútim- ann — Þetta eru sjálfstæö trúar- brögö, ekki kristið samfélag. Þau byggjast á boðskap Bahá’uTlah, sem hefur aö okkar mati lagt grunn aö nýjum trúarbrögöum, á sama hátt og Kristur, Múhammeö og Búddha geröu á sinum tima. Bahái trúin kemur i beinu framhaldi af fyrri spá- mönnum og viðurkennir þá alla. Viö litum svo á, aö þaö sem á viö um daginn i dag sé aö finná hjá Bahá’u’llah, á sama hátt að t.d. boöskapur Krists átti viö þá tima sem hann lifði. Bahá’i trúin er svariö viö nútimanum, sagöi Halldór Þorgeirsson, sem er meölimur I Bahaisöfnuöinum. Þessi trú er upprunnin i Iran á siöustu öld, sem þá hét Persia. Bahá’u’llah fékk opinberun sina árið 1863 og liföi til 1892. Hann sætti mikium ofsóknum , og ofsóknum á hendur Baháiistum hefurenn ekki linnt. A siöustu ár- ff um er t.d. taliö aö um 30 þúsund manns hafi látið litiö I Iran fyrir trú sina. Opinberun Bahá’u’llah var alveg ný opinberun guös. Þaö var ekki um aö ræöa, aö hann „upp- hugsabi” ný trúarbrögð, læsi i gegn trúarbrögö sem aörir höföu skrifaö og byggði ofan á. — Grundvöllur stjórnskipulags- ins er niu manna ráð fyrir hvert svæöi og eitt þjóöráð yfir allt landiö. Yfir þvi er siöan niu manna alheimsstjórn. Allar kosn- ingar hjá okkur eru leynilegar og óhlutbundnar. Viö höfum ekki framboö, áróöur né auglýsinga- starfsemi. 1 stað þess höfum viö ihugunarstundir, bænir og hug- leiðingu þegará aö kjósa. Viöhöf- um enga presta, þeir tilheyra for- tiöinni, þegar menn gátu ekki les- iö. Viö höfum heldur ekki messur, heldur komum saman og lesum úr ritum Bahá’u’llah. Við lesum bibliuna ekkert frekar, þvi viö höfum alla þekkingu okkar frá Bahá’u’llah, sem viöurkennir all- ar fyrri bækur. Hin trúarlega undirstaða er sú, aö viö viðurkennum aö guö hafi möguleika á aökoma skilaboðum til mannanna, og Bahá’u’llah sé farvegurinn. — Boöskapur guðs fyrir daginn I dag, segirðu. Hver er afstaða ykkar til visinda.? „Þar eru engir árekstrar. Viö viöurkennum visindin á sviöi efnisheimsins. En guö tilheyrir ekki efnisheiminum, þvi geta vis- indin hvorki sannaö sé afsannað tilvist hans, sagöi Halldór Þor- geirsson sem er sjálfur Hffræö- ingur. Nú eru 216 meðlimir i söfnuöin- um, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, en aö áliti Halldórs eru I honum um 150 full- orönir. Hvernig er hreyfingin svo fjármögnuð? „Þaö byggist allt á frjálsum, leynilegum framlögum, sem er hægt aö draga frá skatti upp aö 10% af brúttólaunum. I fyrra var veltan hjá okkur fimm til sex milljónir króna. Arið 1968fengum viöeina milljón króna frá Kanada til aö kaupa skrifstofuhúsnæbi við ööinsgötu, og 1972eöa ’73 fengum viö 20 þúsund kanadiska dollara til aö byggja musteri á Nónhæð I Kópavogi. Bygging hússins er ekki hafin ennþá. Á móti þessu höfum viölagtfram um 60þúsund dollara til byggingar tilsvarandi húss i Færeyjum”, sagöi Halldór Þorgeirsson Hvítasunnusöfnuðurinn: Niðurdýfing og tungutak >> Viö erum biblfutrúarmenn og byggjum á grundvelli Jesú Krists ogpostulanna og tökum til greina þaö sem hann baúö með skirnir trúaðra. En skirn er ekki þaö sama og að gefa skipi eöa hundi nafn, né heldurer hún endurfæbing. Menii endurfæöast fyrir trú, jafnvel börn sem eru fædd af syndugu foreldri. Syndin reiknast heldur ekki meöan ekki er lögmál, og án lögmáls eru menn ekki dæmdir. sagði Einar J. Gislason, forstöðu- maöur hvitasunnusafnaöarins. „Þetta er annaö þeirra atriða sem skilja okkur frá öðrum trú- arsöfnuðum. Við leggjum lika höfuö áherslu á reynslu trúar- bragöanna. Fólk meötók heilag- an anda og skfröist meö heilögum anda og eldi. Tákn þess aö heilag- ur andi kemur 1 fyllingu lifsins er tungutal. Tungutal er bæði tung- ur sem hægt er að skilja og engla- mál, og þvi fýlgir sæla og unaöur. 1 tungutali heiörar maöur Jesú Krist, elskar hann, á djúpt sam- band viö hann og elskar meö- bræöur sina.”„Frelsisgjöf er iör- un og afturhvarf” — Þiö sem eruð frelsuö, eruð þiö heitttrúaðri en aörir, litiö þiö niöur á okkur hina vesælu synd- ara? — „Nei, við litum ekki niöur á aöra, langt I frá. En viö erum reynslunni rikari meö þessari gjöf, tungutalinu og skirn andans, enekkimeiri enaörirné komnir á æðra plan. En við höfum mögu- leika á að nálgast guö, en erum sjálf bara duft og aska, bara hold. Hroki er alltaf undanfari falls, auömýkt er undanfari viröingar'.' — Hver er afstaða ykkar til þjóökirkjunnar? — „Viö trúum ekki á almenna kristilega kirkju. Trúin veröur ekki fyrir alla, viö fáum ekki alla meö okkur. Hins vegar eigum viö góöan biskup þar sem Sigurbjöm Einarsson er. En viö teljum okk- ur vera hina sönnu kirkju? — Þiö gerið strangar siðferöi- legar kröfur til trúbræðra. — „Algjörs bindindis er krafist. En viö syngjum og borðum góðan mat og feröumst og tökum þátt I öllu sem er hreint.En viö förum ekki I danshús né stundum svali eöa lauslæti, og viö ráöum ungu fólki I okkar rööum frá þvi aö stunda þaö.” — Trúiö þið þvi, aö til séu illir andar? — „Já, viö trúum aö þeir séu til og rekum þá út i nafni Jesú Krists. Þaö er mikiö um að fólk veröurfyrir reimleikum. Þá biðj- um við fyrir viðkomandi húsum og förum þangað, og þetta hverf- ur. Þaö er mikið um þetta hér i Reykjavik.” — Um hverskonar anda er að ræða? „Myrkraöflin eru á bakvið áfengisandann, þau nota áfengið sem freistingavopn. Svo eru til hórdómsandi og þjófnaðarandi og allt eru þetta andlegar veilur, sem ekkert er yfirsterkara en andi Jesú Krists. — Hvernig er starfsemi safnað- arins fjármögnuð? „Fjármögnunin fpr fram með boðun tiundar. Safnaöarfólk gef- ur tiu prósent af brúttótekjum sinum, sem má draga frá skatti sem framlag til menningar-, og liknar- og trúboðsmála. — Hver var velta ykkar á sið- asta ári? „Hún var 25 milljónir af tiund safnaðarfólks, en i söfnuöinum eru um 800 manns, þar af talsvert af tekjulausu fólki og tekjulágu. Sjálfur hef ég 300 þúsund krónur I launá mánuöi, sem forstööumaö- ur safnaöarins. Vottar Jehóva: Ekki langt i dómsdag „Viö trúum þvi sem stendur i Bibliunni I einu og öllu”, sagöi Guðmundur Guðmundsson, efna- verkfræðingur, einn Votta Jehóva. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni eru 306 Islendingar sem játast undir þá trú. Guö- mundur sagöi hinsvegar um þá tölu, aö aðeins um 120 væru virkir meölimir hópsins og tækju þátt i hópstarfinu af heilum hug. „1 tölum Hagstofunnar eru einnig talin börn fólks I söfnuöi Votta Je- hóva, á svipaöan hátt og með- limir þjóökirkjunnar. Þaö er ekki rétt, þvi okkar fólk skirist ekki til trúarinnar fyrr en það hefur náö nægilegum þroska til aö neita eöa játa mikilvægum spurningum eins og þeim á hvaö skuli trúa”, sagöi Guðmundur. — Hvers vegna hefur þjóö- kirkjan sérstaklega varaöfólk viö Vottum Jehóva og sagt söfnuöinn ókristilegan, enda þótt þiö segist trúa á biblluna? „Ætli þaö sé ekki fyrst og fremst vegna þess, aö viö höfum verið óhræddir viö aö gagnrýna ýmsar villutrúarkenningar sem þjóökirkjan hefur komiö meö, eins og kenninguna um hina heil- öguþrenningu, Guö, Jesú og Heil- agan anda. Þaö er ekkert I Bibliunni sem segir aö þetta hafi verið ein persóna, og viö visum Safnaöarheimili sértrúarsafnaöanna: Aöventistakirkjan á horni Ingólfsstrætis og Hallveigarstigstt.v.) og Safnaöarheimili Votta Jehóva, viö Sogaveg. Filadelfia, safnaöarheimili Hvftasunnusafnaöarins (neöst t.v.) og Skrifstofa Bahai safnaöarins viö óöinsgötu. eftir Þorgrím Gestsson og Guðmund Árna Stefánsson myndir: Valdís Óskarsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.