Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 26. september 1980 HolfJ^rpn^tl irínn _____helgar pásturinn_ 'útgefandi: Blaðaútgáfan VitaðsgjSfi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins< en með sjálfstasða stjórn. Framkvæmdastjóri:- Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaðamenn: Aðalheiður Birgisdóttir, Erna Indriðadóttir, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Guð- mundur Arni Stefánsson og Þor- grimur Gestsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einars- son, Friðþjófur Helgason Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Elín Harðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 5000 á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 400 eintakið. Mannúð fremur en formsatriði Fá mál hafa komið eins illa við réttlætistilfinningu tsiendinga eins og sú ákvörðun dómsmála- ráðuneytisins að visa Frakkanum Patrick Gervasoni úr landi — manni sem á hvergi höföi sínu aö halla vegna þess eins aö hann hefur neitað að gegna herþjón- ustu i heimalandi sinu. Gervasoni erihópi 18 þús. landa sinna sem hafa tekiö þann kost að fara huidu höfði og lifa neðanjarðar eða i út- iegö án skilrikja, hundeltir af lög- reglu og með fangelsisvist yfir höföi, ef þeir nást. t viðtaii viö Helgarpóstinn i júli sl. lýsti Gervasoni þvi af hvaða ástæðum hann legöi allt kapp á að fá landvist á tslandi. „Hún er sú að tsland er eina landið sem hugsanlega tekur við mér. tsland er eina landiö i Evrópu sem ekki hefur her og þar gilda þvi engar reglur um þá sem neita aö gegna herskyldu.” Ljóst er að verði Gervasoni sendur á ný til Danmerkur verður hann þar framseldur frönskum stjórnvöldum þar sem biður hans fangelsisvist og langvarandi svipting mannréttinda. t viðtalinu við Helgarpóstinn lýsti Gervasoni afdrifum eins landa sins, sem hlaut dóm i Frakklandi fyrir að neita að gegna herskyldu. Hann hiaut tiltölulega vægan fangelsisdóm — 18 mánuði og þar af aðeins tvo mánuði óskilorðs- bundna. En sagan var ekki öll sögð þar með. t þrjú ár á eftir var hann undir eftirliti hershöfð- ingjans sem dæmdi hann, sem jafnframt ákvað hvar hann skyldi búa og valdi honumatvinnu. Siöan taka við önnur fimm ár, þar sem hann verður að mæta reglulega hjá dómara og má ekki sýna sig opinberlega —raunar aðeins fara i vinnuna og heim aftur. Hann má ekki fara á mannfagnaöi eða fundi og ekki i samkvæmi til kunningja sinna. Gervasoni á áreiðanlega yfir höfði sér lengri fangelsisvist og sfðan svipaöa sviptingu mannréttinda og hér er iýst. l>að er óhætt aö fullyrða að meirihluti islensku þjóðarinnar telur að veita eigi Rátrick Gerva soni landvistarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Augljóst er af viðbrögöum að sú afstaða er hafin yfir alla flokkadrætti hér heima fyrir. Dómsmálaráðherra hlýtur að viröa þennan almenna vilja borgaranna fremur en að standa fast á fyrri ákvörðun, sem byggð er á litt rökstuddum forms- atriðum. Friðjón Þórðarson yrði þá maður af meiri, en ef ekki kann þaö að draga þann dilk á eftir sér sem Pétur Gunnarsson rithöfundur lýsir i grein i Helgar- póstinum i dag, þar sem hann segir: „Fái Patrick Gervasoni ekki hæli sem pólitiskur flóttamaður á islandi, er hverju mannsbarni Ijóst að þeir pólitisku flóttamenn, sem hér hafa fengið samastað, nú siðast Kovalenko frá Sovétrikj- unum, voru ekki pólitiskir heldur flokkspólitisk andlitslyfting, m.a. á flokki núverandi dómsmála- ráðherra. Fái Patrick Gervasoni alls ekkert hæli, þá er það mann- úðarleysi sem tonn af skrif- finnsku fá ekki réttlætt. Veröi honum visaö til Danmerkur, sem hefur gagnkvæman samning við Frakka um framvisun saka- manna, er um fóiksubragð aö ræða sem mun aldrei fyrnast og verður með öllum tiltækum ráðum að afstýra.” „Vandadu vel blaö þitt ” Hingað á Austfirði kom góður gestur á dögunum. Þaö var Guðmundur Georgsson læknir sem tdk hluta af sumarfriinu landi sem eru þegar komin með margt á prjónana fyrir vetur- inn. Ég mætti auðvitað á fund Austf jarðapóstur frá Kristjáni Jóh. Jónssyni sinu til þess að aka um landiö og kynna málstaö Samtaka her- stöðvaandstæöinga. Guömundur fundaði viða um Austfirði og tókust fundirnir yfirleitt vel, eftir þvi sem ég hef frétt. Mætingar voru að vlsu misjafnar en áhugi mikill og enginn skortur á starfsgleöi eða hugmyndaauðgi. Sýndi það sig glögglega að það er ekkert ann- aö en bölvaður rógur aö viö landsbyggðarmenn höfum ekki áhuga á að reka herinn úr land- inu. Að visu var þaö nú áður komið fram hér fyrir austan þvi I sumar voru stofnuö Samtök herstöðvaandstæðinga á Aust- Guðmundar eins og aðrir góðir menn hér á Egilsstöðum. Það var fundað i Valaskjálf, og er ég var bdinn að sitja þar góöa stund og rugga mér á stólnum og hlusta á það hve glaEsilega Guðmundur talaði fyrir sinum góöa málstaö þá fékk ég hug- mynd. Því lýstur semsé niöur i mig eins og eldingu af heiöum himni ( ég er orðinn leiöur á þessari þrumu úr heiöskíru lofti) að þegar fundurinn sé búinnskuli ég hlaupa sem fætur toga úr Valaskjálf og niöur i Söluskála K.H.B., kaupa dag- blöðin og lesa nýjustu fréttir af Samtökum herstöövaand- stæðinga. Ég íhugaöi jafnvel aö gerast áskrifandi að öllum blööunum svo aö ég gæti fylgst með mismunandi túlkunum þeirra á stefnuog starfi þessara samtaka. Þaö vakti nú reyndar llka annaö fyrir mér. Ég vissi aö I vændum var þing Rauösokka- hreyfingarinnar og mig langaði til þess að sjá hvernig skil blaöamenn geröu þvl að þessu sinni. Ég keypti Moggann og Vísi, Helgarpóstinn og Þjóðvilj- ann og Dagblaðið og Bósa en ekkert þessara merku rita hafði neitt um þessi mál aö segja daginn þann. Þetta vakti mér satt að segja allmikla furðu. Hér stóö ég fyrir utan söluskála K.H.B., nýhlaupinn út af fréttnæmum fundi — nánast að segja nýhlaupin út Ur stórfrétt — og þaö var ekki orö um málið I blöðunum. Það var ekki einu sinni minnst á aö fulltrúi frá Miönefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga væri á ferð hér hjá okkur Austfirðingum. Sfðan þetta var hef ég lesið blöðin reglulega og ekki einu sinni get- aö fundið fréttir af þvl hvort rlkisstjórninni ætli að takast að koma Flugleiöum á spena hjá hemum eða hvort þetta fræga einkafyrirtæki —sem erlýsandi dæmi um einkarekstur fyrr og Baráttan um völdin á næsta ASÍ þingi, sem hingað til hefur aðeins verið talað um i hálfum hljóðum manna á meðal, er nú að koma upp á yfirborðið. Fylkingar eru að myndast, og ef ekki hefur þegar skorist I odda með þeim, liöur ekki á löngu þangaö til aö svo veröur. Allt útlit er fyrir að það veröi ekki tvær eða þrjár fylkingar sem anna og á Snorri mikiö undir hon- um við úrlausn ýmissa flókinna kjaramála, þar sem hagfræöi kunnáttu þarf til. Snorrier sagður hafa verið hálfpartinn upp á kannt við Alþýðubandalagiö frá þvl I síöustu kosningum, og ef til vill finnst honum hann geta náö sér niðri á forystunni með því að negla Asmund sem fulltrúa Alþýöubandalagsins til þessa nefndir eru Karl Steinar Guðna- son, skærasta verkalýösstjarna flokksins, Karvel Pálmason og Jóhanna Siguröardóttir nú siðast. Það eina sem þetta ágætisfólk hefur sameiginlegt er að þau eru öll þingmenn Alþýðuflokksins. Sagt er að Karvel Pálmason hafi ekki slst átt þátt i þvi að setja I kjaramálayfirlýsinguna á Vest- fjörðum aö sérfræðingar sem Forsetaslagur í ASÍ munu berjast um völdin, heldur kannski fleiri fyrst I stað, en þeim fækkar svo væntanlega eftir þvi sem nær dregur þinginu. Alyktun Alþýöusambands Vest- fjarða um síöustu helgi, var að margra mati bein árás á Asmund Stefánsson framkvæmdastjóra Alþýöusambands Islands. Svo sem kunnugt er þá lýsti Snorri Jónsson fyrsti varaforseti ASI þvl yfir á dögunum aö hann myndi ekki gefa kost á sér til embættis forseta samtakanna. Hann hefur gegnt forsetastörfum nú að und- anfömu I veikindum Björns Jóns- sonar sem kjörinn var forseti á siðasta þingi. Stuttu eftir að Snorri gaf þessa yfirlýsingu tók hann það upp hjá sjálfum sér, aö þvi er sagt er, aö lýsa yfir stuön- ingi slnum við Asmund Stefánsson til embættis forseta. Asmundur hefur nú um tima ver- iö framkvæmdastjóri samtak- embættis. Að sjálfsögðu koma þó nokkrir aðrir en Asmundur til greina I þetta embætti úr röðum Alþýðubandalagsins og má þartil dæmis nefna Benedikt Davfðsson ogjá, ekki má gleyma Guömundi J. Guðmundssyni formanni Verkamannasambands Islands. Innan flokks allaballanna eru sem sé þó nokkrir sem renna hýru auga til forsetastólsins. Kratar vilja halda stólnum Björn Jónsson var Alþýðu- flokksmaöur þegar hann var kos- inn forseti ASI og Kratar vilja gjarnan halda þessu embætti inn- an sinna raða, enda hafa verka- lýösskrautfjaörirnar týnst af þeim á undanförnum árum. Inn- an Alþýðuflokksins er ekki eining um kandidat fremur en innan Alþýöubandalagsins. Þeir kandi- datar sem einkum hafa veriö aldrei hafa dýft hendi sinni i kalt vatn, eigi ekkert erindi til forystu fyrir verkalýðshreyfinguna. Þarna mun Karvel hafa átt við Asmund Stefánsson, sem er danskmenntaður hagfræðingur, var ráöinn til ASI fyrir nokkrum árum, og ávann sér þá þegar traust margra I erfiðum kjara- samningum. Asmundur á hins- vegar ekki upp á pallboröið hjá öllum. Hann er harður Alþýðu- bandalagsmaður og á sér þvi marga pólitiska andstæðinga, og svo er hann langskólagenginn og fellur því til dæmis ekki i kramiö hjá Karvel. Alþýðubandalagið ræður þessu ekki Nú þegar eru hafnar kosningar til þings Alþýöusambandsins, þótt enn sé langt I þaö. Sumir segja að sjálfstæðismenn verði þá voru að vaxa úr grasi og búa sig undir að veröa fréttamenn, hafa ekkert frétt siöan. Enginn hefur sagt þeim neitt. Um fólksflóttann mikla inn og út um gluggann á Kúbu, ætla ég ekki að tala hér. Ég ætla ekki einu sinni aö minnast á hann. Ég gæti átt það áhættu að fara að hágráta af samúð meö islenskum fréttamönnum út af þvi máli. Þess i staö ætla ég að segja ykkur tvær fréttir (kæru fréttamenn) úr því að ég hef nú loksins skilið hvað þetta sarfs- heiti merkir: Sú fyrri er að Samtök herstöövaandstæðinga og Rauðsokkahreyfingin starfa af fullum kraftiog sú siðari að i þessum tveim samfylkingum er fullt af hjartagóöu fólki sem myndi örugglega ekki telja það eftir sér að segja ykkur fullt af fréttum. Ef þið eruð hins vegar feimin við að vaða bara beint á ókunnugt fólk og heimta af þvi fréttir þá kynni aö vera gott að fara tvöog tvö saman. Munið að þið eigið skýlausan rétt á þvl að fá fréttir eins og annað fólk. Látiö þvl ekki deigan siga og strikiö yfir vísuna sem ritstjórinn kvað foröum: Vandaöu ætiö vel þitt blaö, ver þaö heimsins táli. Skrifaðu aldrei orð um það sem einhvern skiptir máli. Kristján Jóh. Jónsson. HÁKARL nú — eigi að fara á spena hjá rikinu og rikiö siðan aftur á þennan margfræga herspena svo þaö geti mjólkaö bisniss- köllunum hjá Flugleiðum. Þetta endaðiauðvitaö með þvl aö það rann upp fyrir mér hvað viö hér I dreifbýlinu fréttum fátt. Ég er ekki einu sinni viss um að allir á svæðinu hafi frétt hvaðþeir borga mikið i skatt til þess að fá fréttir. Þetta eilifa fréttaleysi leiöir hugann satt að segja aö öðru vandamáli: Hing- að til hafa trúlega flestir álitiö að allir þessir fréttamenn á blöðum, sjónvarpi og útvarpi væru menn sem störfuðu við aö segja þjóöinni fréttir en þaö er misskilningur. Fréttamenn eru menn sem hafa áhuga á að fá fréttir, rétt eins og matmenn vilja fá góðan mat, skákmenn vilja fá skákir meistaranna til þess að tefla yfir þær og svo framvegis. Þetta veit þjóðin ekki. Þess vegna segir hún fréttamönnunum aldrei neitt I fréttum og þess vegna vita þeir heldur aldrei neitt. Hugsiö ykk- ur til dæmis hve mikill hluti af fréttatlma sjónvarpsins fer I „fréttir” af því hvort Rússar eöa Bandarikjamenn eigi flottari skriðdreka. Einhvern tima stuttu eftir slöari heims- styrjöldina hefur einhver þrjótur komiö þvl á kreik að þetta væri mikilvægt mál og fréttamenn sjónvarpsins, sem sterkariá þessuþingi en áður.en þrátt fyrir þaö þýðir ekki fyrir sjálfstæðismenn að bjóöa forseta- efni úr slnum rööum. Þá er Framsókn algjörlega dottin út úr verkalýösmálum, og á sama og engin tök þar lengur. Eftir stend- ur þvl að forsetinn verður úr röö- um Alþýðubandalags eða Alþýöu- flokks. Þaö er svo eiginlega undir Sjálfstæðisflokknum komið úr hvorum þessara flokka forsetinn verður. Dæmiö hjá Sjálfstæðis- flokknum getur oröið dálitið erfitt nú, þvi einn aðalverkalýösforingi innan raða hans er Björn Þór- hallsson formaður Lahdssam- bands Islenskra verslunarmanna. Hann hefur þótt hallur undir Gunnar Thoroddsen svo ekki sé meira sagt, svo átökin á milli Gunnars og Geirs geta haft sin áhrif i þessum efnum. Ef gengiðer út frá þvisem visu, að sjálfstæöismenn á ASI þingi kjósi ekki kommúnista i stöðu forseta ASl, þá berast böndin að krötum. Jóhanna Sigurðardóttir mun ekki eiga almennt fylgi inn- an verkalýðshreyfingarinnar I þetta embætti, og llklega treysta menn Karvel ekki I þaö, svo eftir stendur Karl Steinar. Ef hann á hönk upp I bakiö á Guðmundi J. ogspilarrétt úrkortunum i vetur, gæti hann á þessari stundu verið liklegasti forsetinn. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.