Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 28
he/garpásturinrL. Föstudagur 26. september 1980
0 Jan Mayen-nefndin með þeim
Hans G. Anderssen, sendiherra
og hafréttarsérfræðingi, Jan
Evensen, hafréttarsérfræðingi
Norðmanna og Eliot Richardson,
formanni sendinefndar Banda-
rikjanna á hafréttarráðstefnunni
og oddamanni i nefndinni, hefur
haldið fundi reglulega, þótt ekki
hafi störf nefndarinnar farið hátt.
Þó hafa borist hingað skýrslur frá
nefndarmönnum og þeir sem
gluggað hafa i þær fullyrða að
störf nefndarinnar snúist ekki um
einn einasta þrosk eða eina loðnu
á hinu umdeilda svæði milli
tslands og Jan Mayen heldur
fyrst og siðast um oliu. t skýrsl-
unum kemur fram að fimm þjóðir
— Rússar, Þjóðverjar, Banda-
rikjamenn, Frakkar og
Norðmenn hafa allar gert út
rannsóknarleiðangra til að kanna
Atlantshafshrygginn — hafsbotn-
inn norður af Islandi og þótt i
engu tilfelli liggi fyrir fullnaöar-
skýrsla um rannsóknir þessar, þá
þykir nefndarmönnum einsýnt að
á hryggnum um 130 milur norður
af landinu taki við gömul megin-
landsjarðlög, sem eru rik af
kolefnasamböndum og þar af
leiðandi oliu. Um þetta snýst nú
allt málið og eru sagðar miklar
hræringar bak við tjöldin.
Nefndamiennmunu hafa i hyggju
að kaila fyrir sig færustu sér-
fræðinga nú fyrir áramótin til að
fá skýrari linur i þetta oliu-
dæmi....
9 Topparnir i StS hafa haft það
fyrir venju að hittast reglulega á
fundi einu sinni á ári til að bera
saman bækur sinar og venjulega
! hefur fundarstaðurinn verið
Bifröst. Nú segir sagan hins
1 vegar að forstjórarnir hafi lagt
| undir sig dýrindis hótel i London
! fyrir skömmu og hafi þar verið
fenginn viðhafnarsalur hótelsins
undir fundinn og veislu i kjölfarið.
Eftir þvi sem algjörar lausa-
fregnir herma var þannig staðið
að veislunni að i hvert sinn sem
1 gestur gekk i salinn, var sérstak-
J ur kallari við inngöngudyrnar og
i hrópaði hátt og snjallt nafn þess
' sem i salinn gekk. Siðastur i sal-
| inn gekk svo forstjórinn Erlendur
| Einarssonog fögnuðu gestir hon-
um með þvi að risa á fætur og
klappa honum lof i lófa. Þótti
sumum þetta minna meira á
viktórianska hirðveislu en for-
stjórafund frá Islandi...
0 Og úr þvi talað er um efnahags-
málin þá þykjast menn sjá fram á
iskyggilegar horfur atvinnu-
fyrirtækjanna i landinu á
næstunni. Sem dæmi er tekið
Slippstöðin á Akureyri, sem löng-
um hefur þótt svo vel rekið fyrir-
tæki að til fyrirmyndar þykir.
i Fyrirtækið hefur einnig núna
tryggt sér verkefni til langs tima
bæði i viðhaldi og nýsmiðum.
Engu að siður liggur fyrir að
Slippstöðin mun e.t.v. þurfa að
segja upp um helmingi
starfsmanna sinna. Astæðan: Við
skiptavinir Slippstöðvarinnar, út-
gerðin, geta ekki með nokkru
móti greitt fyrir veitta þjónustu...
0 Matsölustaðir og kaffistofur
hafa verið að spretta upp, eins og
varla hefur farið fram hjá
nokkrum borgarbúa. Ný kaffi-
stofa mun fljótlega sjá dagsins
ljós i Miöbænum. Knútur Bruun,
lögfræðingur og forstöðumaður
Listmunahússins er að láta inn-
rétta hjá sér kaffistofu á efstu
hæðinni í Lækjargötu i von um að
koma þar upp listamannakaffi-
húsi. Ekki hyggst Knútur sjálfur
reka kaffihúsiö heldur leigja það
út...
0Og fleira úr listaheiminum.
Heyrst hefur að Thor Vilhjálms-
syni hafi þótt sér misboðið er
honum var ýtt út úr kvikmynda-
hátiðarnefndinni, er kosinn var á
framkvæmdastjórnarfundi þegar
hann var einmitt fjarstaddur. t
nefndina voru kosnir Punkt*-
mennirnir Þorsteinn Jónsson,
örnólfur Arnason og Þórhallur
Sigurðsson með atkvæðum Guð-
rúnar Helgadóttur og Njarðar P.
Njarðvik en Sveinn Einarsson
Þjóðleikhússtjóri og Atli Heimir
Sveinssonmunu hafa setið hjá viö
atkvæðagreiðsluna. Thor fékk þvi
ekki inni i kvikmyndahátiðar-
nefndinni sem hann hefur setið i
frá upphafi og unir þvi illa. Mun
hann nú hafa skrifað mennta-
málaráðherra bréf og mótmælt
þvi hvernig að málum var
staðið...
0Dýrt er Drottins orðið. Það er
ekki sama hvort þú ert rit-
höfundur eða verkamaður þegar
þú semur texta fyrir útvarpið.
Það er heldur ekki sama hvort þú
ert leikari eða venjulegur skrif-
stofumaður þegar þú lest i út-
varpinu. Nei, þar er mikill munur
á. Leikarar og rithöfundar hafa
gert sinn samning við rikisút-
varpiðogþykirmörgum sem þeir
gefi þar ekki þjónustu sina. Til
dæmis má nefna, að i þættinum i
Vikulokin, er yfirleitt 7 minútna
póstur, sem nefnist uppgjör vik-
unnar. Þar hafa ýmsir aðilar, svo
sem blaðamenn, háskólamennt-
aðir menn og hinir og þessir af
ólikum toga flutt eigin hugleið-
ingu um lifið og tilveruna. Þessir
menn fá um 13 þúsund krónur
greiddar fyrir samningu og
lestur. Ef hins vegar þú ert rithöf-
undur, eða leikari, og semur og
flytur eigin samsuðu, þá færðu
litlar 68 þúsund krónur i vasann.
Já, það er þetta með hann Jón og
hann séra Jón.
0Og fyrst við erum farnir að tala
um þáttinn i Vikulokinn, sem er á
dagskrá eftir hádegið á laugar-
dögum, þá er ljóst að núverandi
þáttastjórnendur hafa allir óskað
eftir þvi að hætta og mun þáttur- i
inn á morgun vera sá næstsiðasti I
á vegum fjórmenninganna Þór- |
unnar Gestsdóttur, óskars
Magnússonar, Guðjóns Friðriks- !
sonar og Guðmundar Arna i
Stefánssonar. Engin nöfn munu
liggja fyrir um arftaka, en ljóst er j
að þáttur með svipuðu sniði j
verður á dagskránni á laugar- !
dögum i vetur, liklega undir sama i
nafni. Nokkuð hefur það verið I
rætt, að stúdió 1 á Akureyri, sem !
er undir styrkri stjórn Badda Jún |
bióstjóra þar fyrir norðan, komi i j
auknum mæli inn i myndina. j
Jafnvel svo að norðlenskir þátta- ,
stjórnendur sjái um helming
hvers báttar næsta veturinn....
0Margir fastir þættir i útvarpinu
munu greinilega detta út af dag-
skránni i vetur. Sunnudagsþáttur
Ólafs Geirssonarog Arns Johsen
sem þeir félagar hafa nefnt Til-
veran,verður tæpast áfram i vetur
og óli II. Þórðarson með þáttinn
Syrpu á sunnudagskvöldum mun
einnig hverfa. ..
0 Albert Guðmundsson
alþingismaður, á að hafa gefið
forystumönnum Sjálfstæöis-
flokksins ótviræða yfirlýsingu um
að hann hyggi ekki á stofnun nýs
flokks, þrátt fyrir að stuðnings-
menn þingi um það mál á
morgun. Fundir . Alberts-
manna eru miklu fremur sagðir i
þeim tilgangi að sýna styrkleika
Alberts fyrir landsfundinn næsta
vor og tryggja honum þar aukin
áhrif. Á sama tima segja fróðir
menn, að Gunnar Thoroddsen
haldi nú þannig á spilum að hann
muni á þessum sama landsfundi
ganga i pontu og lýsa þvi yfir að
nú dugi ekki annað en flokksmenn
setji niður deilur sinar og að hinar
striðandi fylkingar i flokknum
sættist með þvi að þeir gangi
báöir úr toppstöðunum — hann og
Geir Hallgrimsson. Þar með sé
Gunnar um leið að opna Albert
leið upp á toppinn...
; 0Þeir Agúst Guðmundsson,
j Hrafn Gunnlaugsson og Knútur
Hallsson frá menntamálaráðu-
neytinu veröa allir i góðum
félagsskap á norrænu kvik-
myndakynningunni i Bandarikj-
unum á næstunni. Þar verða allir
helstu kvikmyndagerðarmenn
Norðurlanda saman á ferð og
m.a. koma frá Sviþjóð ekki
ómerkari menn en Ingmar Berg-
man, Jörn Donnerog leikararnir
llarriet Andersson og Erland
Josephson. Frá Danmörku koma
m.a. Henning Carlsen, Bille
Augustog Kirsten Olesen...
0Jón Birgir Pétursson saka-
málasagnahöfundur og fyrrum
fréttastjóri Dagblaðsins, hefur nú
ráðið sig til Frjálsrar verslunar
sem ritstjóri Iðnaðarblaðsins....
® Nú liggur fyrir að tap af
siðustu Listahátið varð milli 35 og
40 milljónir króna. A þessum stað
i Helgarpóstinum var fyrir rétt-
um mánuði greint frá þvi að tap
hefði orðið á listahátið og næmi
það milli 30 og 40 milljónum
króna. Framkvæmdastjóri Lista-
hátiðar, örnólfur Arnason lét þá
hafa eftir sér i Dagblaðinu að sú
fregn Helgarpóstsins væri úr
lausu lofti gripin og hann hefði
enga skýringu á þvi hvernig
Helgarpósturinn hefði fundið
þessa tölu. Nú er hins vegar kom-
ið á daginn að Helgarpósturinn
hefði rétt fyrir sér. Verður þvi
ekki annað séð en Helgarpóst-
urinn hafi haft betri yfirsýn yfir
rekstur Listahátiðar en fram-
kvæmdastjórinn sjálfur...
®Menn eru eitthvað að tala um
það þessa dagana að litil sam-
staða sé innan rikisstjórnarinnar
nema um það að sitja áfram og
vera i útlöndum meðan Róm
brennur. Hins vegar séu ráðherr-
arinr ósammála um öll helstu
dægurmálin — efnahagsmálin,
fjárlögin Flugleiðamálið og nú
siöast Gervasoni-málið...
Frá Daihatsuumboðinu:
Enn bjóðum við hagstæðustu
bifreiðakaupin
Daihatsu Charade c mq aaa , ...
á kr. O.OOo.UUU.- með ryðvorn
Þrátt fyrir skefjaiaust gengissig undanfarnar
vikur og mánuði, sem hefur hækkað bflverð
upp úr öllu valdi, hefur okkur tekist að tryggja
fast og hagstætt verð á nokkru magni Daihatsu
Charade.
Að auki bjóðum við viðskiptavinum okkar afar
rúm og hagstæð greiðslukjör, sem henta ætti
fjárhagsstöðu einstaklinga i þessu verðbólgu-
báli.
Þeim sem ekki ráða við kaup á nýjum bil á
þessari stundu getum við boðið að bankagreiða
bilinn með 1 og 1/2 milljón kr. og leysa hann
siðan út eftir hentugleikum.
Kaup é Daihatsu Charade eru vörn gegn verðbó/gu
Rekstur á Charade er vörn gegn verðbö/gu
Daihatsu Charade, bíl/inn sem uppfyllir aiiar aksturskröfur
Hðandi stundar og framtiðarinnar
D Al H ATSU-UM BOÐIÐ ÁRMÚLA 23 - SIMAR 85870 - 39179