Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 26. september 1980 __helgarpósturinn_ f i' < r ! r • f f f F r f ÍÞRÓTTAVETURINN 1980-81 - 1. GREIN: Karfan góð! — eða hvað eftir Guðjón Arngrimsson Körfuknattleikurinn er án efa sú Iþrótt sem verið hefur i hvaO mestum uppgangi hér á landi á siOustu árum, og er reyndar skóiabókardæmi um þaO hvernig drifa má upp almennan áhuga á iþróttagrein. Arum saman höfOu islenskir körfu- knattieiksmenn, þeir bestu, jafnt og þeir verri, leikiO fyrir sjáifa sig i iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi og öOrum ennþá minni hásum. Áhorfendur á ieikjunum voru sárafáir, og oft- ast liösmenn eöa aöstandendur hinna iiöanna. Körfuboltinn sem ieikinn var.þótti hins vegar ekki afleitur, og staöreyndin er sú, aö á alþjóöamælikvaröa hefur okkur ekki fariö mikiöfram. Viö erum ennþá á svipuöum staö f Polar Cup, svo dæmi sé tekiö. Munurinn er bara sá aö nú leika körfuboltamennirnir fyrir fjölmarga áhorfendur, og ennþá fleiri fylgjast vel meö úrslitum I fjölmiölum. Astæöur þessa eru eflaust fjölmargar og marg- þættar, en þó má aö talsveröu leyti þakka hana skipulags- breytingu á körfuknattleiks- málum hér heima. Tvær stærstu breytingarnar voru þær, aö leyfa erlendum leikmönnum aö leika meö is- lensku liöunum, og aö fækka liö- unum i fyrstu deild niöur i 6, og láta þau leika fjórfalda umferö. Bandarisku leikmennirnir vöktu aö sjálfsögöu mikla athygli á iþróttinni, og ekki spillti aö flestir leikjanna I nýju úrvalsdeildinni, eins og hún er kölluö, eru jafnir og spennandi. Og vegna þess aö bandarlsku leikmennirnir eru jafnan bestu menn sinna liöa, hafa gæöi körfuknattleiksins aukist. 1 kjölfar þessara breytinga hafa svo einstök liö bryddaö uppá ýmsum nýjungum I sam- bandi viö leikina—ýmisskonar sprell og keppnir fyrir leiki og i hléum, og glymjandi diskó- músik. Körfuboltinn er oröinn tiskuiþrótt, og hefur náö hand- boltanum aö vinsældum, hversu tryggar sem þær vinsældir eru. Nú er nýhafiö enn eitt keppnistimabil körfuknattleiks- manna, og enn rikir meöal þeirra mikil bjartsýni um aö „nú veröi körfuboltinn ennþá betri og skemmtilegri en i fyrra”. Þaö ætti aö geta oröiö svo. 011 liöin i úrvalsdeildinni hafa æft nokkuö vel núna i sumar og haustog koma sterk til leika. Og fyrsta deildin sem hingaö til hefur ekki veriö jöfn né spenn- andi, hefur nú veriö minnkuö niöur i fimm liö, I þeim tilgangi aö gera hana þaö. En augu manna beinast samt fyrst og fremst að úrvalsdeildinni. Valur. Valur er núverandi Islands- og bikarmeistari I greininni, og þessvegna liöið sem allir „veröa” aö vinna. Sigur þeirra i fyrra byggöist fyrst og fremst á afar sterkri liösheild, og sam- vinnu leikmanna, og þvi að Tim Dwyer, hinn geysisterki Banda- rikjamaður sem lék meö þeim, haföi veriö hér I tvö ár, og þekkti oröið vel inná leikmenn- ina íslensku og þeir inná hann. Nú er Dwyer farinn, og þegar þetta er skrifaö, enginn kominn i staöinn. Valsmönnum Likaöi ekki alls kostar viö þann sem átti aö koma I staöinn og sendu hann heim. Vegna þess hve Bandarikjamennirnir hafa mikiö aö segja um getu liöanna er erfitt aö segja til um hvernig Valsarar veröa I vetur. Þeir eru meö rútíneraö liö og meö sterka leikmenn, sem uppá eigin spýtur myndu veröa i toppbaráttunni. Hvort þeim tekst að halda titlinum, veltur aftur á Bandarikjamanninum. Að sögn Rikharös Hrafnkels- sonar hefur þeim bæst liðsauki frá þvi I fyrra — Gylfi Þorkels- son frá Laugarvatni, og Bjart- mar Bjarnason frá Stykkis- hólmi, hafa bæst við hópinn og aö sögn Ríkharös munu þeir styrkja hann vel. Valsmenn spiluöu I fyrra meö öryggi, og góöa vörn, en þaö fer, eins og Rikharöur viöurkenndi, eftir Bandarikjamanninum hvort leikaöferöum veröur breytt. Þjálfari veröur Hilmar Hafsteinsson. Njarðvík Flestir eiga von á Njaröviking- um sterkum i vetur, og er þaö ekki I fyrsta skipti. Mörg undan- farin ár hefur verið búist viö stórum hlutum úr Njarövikun- um, en ennþá hefur Islands- meistaratitillinn ekki fariö þangaö. Þeir sem Helgar- pósturinn talaöi viö i þessari samantekt voru hinsvegar nokkuö sammála um aö nú 1981 gæti oröiö þeirra ár. Njarðvik- ingar veröa meö sama liö og I fyrra, sagöi Gunnar Þorvaröar- son, aö undanskyldu þvi aö Ted Bee er hættur, og Danny Shous kominn i staðinn, og Þorsteinn Bjarnason er kominn aftur, eftir tvö ár I atvinnumennsku i knatt- spymu. Þessi býtti eru Njaröviking- um til góöa, og þó Danny Shous veröiekki hundraö stiga maöur, einsogí fyrstu deildinni, þá má búast viö einum 30 til 40 stigum frá honum I leik, og eftirleikinn segir Gunnar aö Njarövíkingar ættu aö ráöa viö. Þeir hafa yfir fjölda góbra leikmanna aö ráöa, enda sagöi Gunnar þaö talsvert vandamál aö velja 10 manna hóp. „Ætli viö leikum ekki svip- aöan körfubolta og undanfarin ár”, sagöi Gunnar. „Njarö- vikurliöiö hefur veriö þekkt fyrir hraöan og skemmtilegan bolta, og ég reikna meö aö þaö sama veröi uppi á teningnum I ár”, sagöi hann. Danny Shous verður þjálfari en liösstjóri veröur Ingi Gunnarsson. KR. KR-ingar urðu íslandsmeist- arar þrjú ár I röö, áöur en Vals- arartóku af þeim titilinn ifyrra, — og i þeim herbúðum ættu menn þvi að vita hvaö þarf til að sigra. Aö sögn Jóns Sigurös- sonar ætla KR-ingar sér ekkert minna en sigur, og hann telur þá verða eitthvað sterkari en I fyrra. Þeirhafa æft mjög reglu- bundið nú um nokkurt skeiö, undir stjórn hins bandariska Keith Yowl, sem Jón segir i mun betra formi en hann var L i fyrra. Úr herbúöum KR-inga hafa fariö Birgir Guöbjömsson, sem vinnur nú úti á landi, og Árni Guömundsson, sem leikur meö 1S I vetur, en I staðinn fá þeir Bjarna Jóhannesson, gamal- reynda kempu þó aðeins 26 ára sé, og Guöjón Þorsteinsson, bróöir Geirs Þorsteinssonar, sem mun leika með liðinu i vetur þrátt fyrir allt. Þröstur Guömundsson hefur einnig æft meö, hvort sem hann spilar eða ekki, og Gunnar Jóakimsson mun einnig hefja æfingar bráö- lega — aö sögn Jóns Sigurðs- sonar. Sömuleiöis Garöar Jó- hannesson, sem nú er á sjó. Í.S. Elsta liöiö I deildinni verður ánefa 1S. Þar mætir sami gamli kjarninn til leiks enn á ný, en meö nokkurri viöbót þó. Arni Guðmundsson gengur til liös viö sinn gamla kunningja úr KR, Gisla Gislason, og þeir ættu aö geta oröiö nokkuö bærilegt bak- varöapar. Þá hefur Pétur Óttarsson, Vestur-Islendingur, einnig bæst I hópinn, en mið- herjinn eitilharöi Jón Héöinsson er er farinn til Akureyrar og mun leika þar meö Þór. Þeir IS-menn eru mjög ánægöir meö Mark Coleman, sem jafnframt þjálfar liðiö, og aö sögn Gísla Gíslasonar, eiga þeirvon á þvi aö veröa sterkir í vetur, mun sterkari en í fyrra aö minnsta kosti. Þeir ætla sér I toppbaráttuna ásamt Val og Njarövik, sagöi Gisli. Hvernig Stúdentar koma til meö að standa sig í vetur mun væntan- lega byggjast mikiö á hvernig „gamlingjarnir” standa sig, ekki slður en Mark Coleman. Sennilega veröa þeir flestum liöum skeinuhættir, svipaö og IR-ingar og KR-ingar. t.R. Liö 1R er nokkuö spurninga- merki. Fæstir spá liðinu mikl- um frama i vetur, en að sögn Jóns Jörundssonar, eiga þeir eftir að koma á óvart. ÍR-ingar eru þekktir fyrir mikla seiglu og baráttu — fyrir aö vera lið sem erfitt er aö sigra. Þeirra Banda- rikjamaður er Andy Flemming, sem Jón sagði góöan liðsmann, og enn betri þjálfara. Allnokkuð af nýjum mönnum er hjá IR, og margir mjög efni- legir strákar. Ennþá eru lika þar reyndir menn — Kolbeinn Kristinsson, Sigmar Karlsson, Jón Indriðason, og ef til vill Kristinn Jörundsson. Hann er nú í Bandarlkjunum, og kemur ekki afturfyrr en einhvern tim- ann I nóvember, og þá vonast IR-ingar eftir því aö hann komi til liös viö þá. Það mun hinsveg- ar ekki á hreinu hvort bann byrjar aö æfa þegar heim kem- ur, — þaö kemur I ljós. Meö eöa án Kristins, veröa IR-ingar væntanlega seigir sem fyrr. Ármann. Armenningar eru nýja liðiö i úrvalsdeildinni, og þaö lið sem minnster vitaöum. Þegar þetta er skrifaö hafa þeir ekki fengiö til sin Bandarikjamann, en ætla aö gera þaö innan skamms. Hversu góöur sem hann verður nú, er varla hægt að ætla aö hann skori neitt álika og Danny Shous gerði fyrir þá i fyrra, en það voru fyrst og fremst stigin hans sem geröu þaö aö verkum aö Armann er nú i úrvalsdeild- inni. Það veröur þvi án efa á brattann aö sækja fyrir hiö unga og óreynda Uö Armanns. Þeir hafa hins vegar ágætan hóp ungra leikmanna, og menn eins og Daviö Arnar, Valdimar Guölaugsson og Höröur Arnar, eiga eflaust eftir aö gera það gott i hinni höröu keppni úrvals- deildarinnar. Libiö er eiginlega allt á aldrinum 16 til 20 ára, að undanskyldum Guömundi Sig- urssyni, sem er þritugur, og þjálfar liðiö jafnframt þvi sem hannmunleika með. Keppikefli Armenninga veröur fyrst og fremst aö halda sér í deildinni, en flestir spá þvi aö þaö veröi erfitt. Helgarpósturinn talaöi viö einn aöila frá hverju liði i þess- ari samantekt, og þeim bar nokkuö saman um aö Njarövik' og Valur yröu i toppbaráttunni. Stúdentar, 1R og KR kæmu á eftirog Armann mundi falla. En hvort þetta eru góöir spámenn verbur aö fá aö koma i ljós i vetur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.