Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 26.09.1980, Blaðsíða 20
20 FöVfrudagur 26. september’ 198Ö ,JL\ Lystrænt matargat Nýja bló: Matargat (Fatso). Bandarlsk. Árgerö 1979. Aöal- hlutverk Dom DeLuise, Anne Bancroft, Ron Carey. Handrit og leikstjórn: Anne Bancroft. Fatso fjallar um at- hyglivert efni, — mann sem boröar jafnt af likamlegri og sálarlegri þörf, og á i miklum erfiöleikum þegar hann veröur aö minnka viö sig matinn. Dom DeLuise leikur aöalhlutverkiö bráðvel, kvikmyndunin er oft á tiöum frumleg og yfirleitt vönd- uö, og ýmis smáatriði eru nostursamlega unnin. Samt er þessi frumraun Anne Bancroft i leikstjórastólnum aö flestu leyti misheppnuö. Myndin Dom DeLuise leikur i Fatso matargat , sem ekki liö- ur vel nema boröandi. En þegar frændi hans, sem eins var ástatt meö, lést af völdum pizzu, sér hann sig knúinn til aö fara i bindindi. Myndin greinir siðan frá innri og ytri baráttu manns- ins viö matarlystina. Þaö eru mikil átök, og i myndinni er grátiö dtæpilega. Reyndar er leikurinn, sérstaklega hjá alltof hátt stemmdri Anne Bancroft, i algjörri andstööu viö hina ró- legu og hægu myndatöku. Ast- arævintýri Fatsos virkar svo eins og dnauðsynlegt hliöarspor. i heild er þetta slök mynd, — ekki beint léleg, eöa klaufaleg eöa illa gerð. Maöur veröur bara syfjaður af þvi að horfa á WM hana. Og svangur. Kvikmyndir eftir tGuðjón Arngrímsson IWPi -JB ■ erlangdregin, syfjandi, og þrátt fyrir ágætt handbragö á mörg- um sviöum gengur hún ekki saman. Sem gamanmynd er hún litið fyndin, semdramatisk mynd er hún áhrilalitil.og sem ástarmynd ... tja, — hlægileg? Ég veit það ekki. Einhvernveg- inn hef ég á tilfinningunni aö Anne Bancroft, sem einnig sem- ur handritiö, hafi ætlaö aö segja of mikiö i þessari mynd, hafi ætlað sér um of.Myndin kemst ekki til skila nema aö litlu leyti fyrir bragöiö, og þaö sem er eftirminnilegast viö hana er maturinn. Ég ráölegg engum aö fara á myndina svangur — hún er full af allskyns kræsingum, pottréttum, braubi, kökum, steikum og pulsum. Þaö gaula i manni garnirnar á leiöinni út. Dom Deluise grætur mikiö oft i mynd Nýjabiós Brad Davis leikur aöaihlutverkiö i Midnight Express ljósmyndari á kafi i dulrænum fyrirbærum. „Odds and Evens”, enn ein grinmynd og hasarmynd meö félögunum Terence Hill og Bud Spencer. Þetta er itölsk mynd að uppruna eins og flestar þeirra myndir, og leikstjórinn er Sergio Corbucci. „The Lords of Flatbush”, nokkurra ára gömul mynd með þremur leikurum i aðalhlutverk- um sem allir eru nú stórstjörnur — Sylvester Stallone, Henry Winkler og Perry King. Leik- stjdrar eru Stephen F. Verona og Martin Davidson, og myndin fjallar um unglingalif annó 1958. Midnight Express er meðal væntanlegra mynda Stjörnubíós Stjörnubió hefur eins og flest önnur kvikmyndahús borgarinn- ar, nýlega gert samning um sýn- ingu á allmörgum kvikmyndum. Myndirnar eru allar frá Colum- bia—kvikmyndaf yrirtækinu bandariska en Stjörnubió er um- boösaöili þess hér á landi. Frægust þessara mynda, og sú sem beöiö er eftir meö hvaö mestri eftirvæntingu, er mynd Alan Parkers, Midnight Express, meö Brad Davis og John Hurt i aðalhlutverkum. Hún er byggö á sannrisögu ungs manns sem tek- in var viö aö smygla hassi út úr Tyrklandi, og lýsir ömurlegri dvöl hans i tyrkneskum fangels- um. Myndin þykir sérlega áhrifa- mikil og hefur hún fengiö fjölda verðlauna, auk þess sem áhorf- endurhafa flykkst til aö sjá hana, hvar sem hún hefur veriö sýnd. Auk þessarar myndar er von á fjölmörgum öörum i kvikmynda- húsiö. Nú á næstunni hefjast t.d. sýningar á „You Light Up My Life”, mynd Joseph Brooks um unga tónlistarkonu. Aðalhlut- verkið leikur Didi Conn, en fræg- ust er myndin eflaust fyrir titil- lagiö, sem Debbie Boone gerði heimsfrægt. „The Humanoid” er einnig væntanleg innan skamms. Það er visinda- og geimferöamynd, leik- stýrö af George B. Lewis, með risanum Richard Kiel i aöalhlut- verkinu. Aðrar væntanlegar myndir eru m.a.: „The Next Man”, ástar- og sakamálamynd meö Sean Conn- ery og Cornelia Sharpe, sem leik- stýröeraf Richard Sarafian, sem jafnframt semur handritið ásamt fleirum. „Bear Island”, eða Bjarnarey, sem gerð er eftir sögu Alistair MacLean. Þaö er mikil hasar- mynd, og kuldamynd, með Don- ald Sutherland, Vanessa Red- grave, Richard Widmark, Crist- opher Lee og fleiri stjörnum i aöalhlutverkum. Leikstjóri er Don Sharp. „Eyes of Laura Mars”, leik- stýrð af Irwin Kershner, handrit eftir John Carpenter, og fram- leidd af Jon Peters, eiginmanni Barböru Streisand. I aðalhlut- verkinu er Faye Dunawav. sem „The Villain”, grinmynd um villta vestriö, meö kempunni Kirk Douglas i aöalhlutverkinu, og Hal Neddham (Smokey and the Band- it. l.fl) viö leikstjórn. Auk Kirk leika i myndinni Ann-Margaret, vöðvafjallið Arnold Schwarzen- egger og Paul Lynde. „Remember My Name”, nýjasta mynd Alan Rudolph, eins lærisveina Roberts Altmanns, sem framleiöir myndina. í aöal- hlutverkum eru Geraldine Chap- lin, Anthony Perkins, Jeff Gold- blaum og Moses Gunn. Myndin er um konu sem er nýkomin úr fangelsi. „Spiderman .Strikes Back”, önnur mynd um köngulóarmann- inn hræöilega, eöa dásamlega. Nicholas Hammond leikur fyrir- bærið, en Ron Satlof leikstýrir. „Billion Dollar Threat”, — hasarmynd meö Dale Robinette, leikstýrö af Barry Shear. „Lost and Found”, grinmynd um ástina, með stórleikurunum Glendu Jackson og George Segal i aðalhlutverkum. Framleidd og leikstýrð af Melvin Fank. —GA Ein víddarfó/k Leikfélag Reykjavikur: Aö sjá til þin maður eftir Franz Xaver Kroets. Þýöing: Asthildur Egilson og Vigdis Finnbogadóttir. Lýsing: Daniel Vilhjálmsson. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikendur: Sigurö- ur Karlsson, Margrét Helga Jó- hannsdóttir og Emil Gunnar Guðmundsson. Franz Xaver Kroets er Vest- ur-Þjóðverji og er upphaflega menntaöur sem leikari en tók uppá þvi aö skrifa leikrit þegar honum innanfrá, en hann er svo fasturihlutverkidrottnarans að hann getur ekki átt eölileg mannleg samskipti viö fjöl- skylduna. Hann getur ekki rofiö þann tjáningarmúr sem uppeldi og vinnuaðstæður hafa hlaðið um hann og getur ekki talaö um tilfinningar sinar eða rætt þau ,vandamál sem upp koma. Vandamálin veröa þvi sifellt stærri og stærri og jafnvel smá- munir veröa aö stórvandamál- um. Þegar atvinnuöryggi hans er ógnaö og sonurinn gerir upp- reisn endar þaö óhjákvæmilega meö sprengingu. Fjölskyldan Leik/ist eftlr Gunnlaug Astgeirsson hannhaföi veriö atvinnuleikari i nokkur ár. Hann er nú 34 ára og hefur þegar skrifaö yfir 30 leik- rit, sum þeirra aö visu i styttra lagi. Kroets hefur ma. beitt þeirri aðferð aö ráöa sig i ýmis störf til þess aö kynna sér betur aðstæöur og viðhorf þess fólks sem hann siöan f jallar um i leik- ritum sinum. En viöfangsefni hans i flestum verkum er ein- mitt hversdagslif alþýöufólks i tæknivæddu iönaðarsamfélagi. Hann mun nú vera mest leikni höfundur Vestur-Þýskalands og segir þaö sina sögu um þörfina á aðleiða veröld þessa fólks fram I dagsljósið. Otto Meier er óbreyttur verkamaöur viö færiband i BMW verksmiöjunum. Hlut- verk hans er aö skrúfa 14 skrúf- uri vinstri framhuröina. Þaö er vinur hans sem er á undan hon- um viö færibandið en hann þekkirekki þann sem næstur er i röðinni. 1 þessari einhæfu og einangruðu atvinnu fær Otto enga lifsfyllingu og þessvegna gengst hann upp i þvl aö upp- hefja sjálfan sig innan fjöl- skyldunnar og gerir ákveöna kröfu til eiginkonu og sonar um lotningu og undirgefni. Þessi andstæða milli stööu hans i vinnunni og á heimilinu eyöir sundrast og þaö er ekki von um aö Ur ræMst nema aö Otto læri aö umgangast fólk upp á nýtt, sem reyndar viröast harla litlar likur á. Leikritiö er byggt upp af ótal- mörgum smámyndum sem sýna okkur á ótrúlega fjöl- breyttan hátt hina aðskiljanleg- ustu þætti I lifi fjölskyldunnar. Mörg þessara atriöa eru mjög stutt og önnur lengri en i heild birta þau samstæöa og furöu heilsteypta mynd af fjölskyld- unnbbæöiafeinstaklingunum og tengslunum milli þeirra. Þessi byggingaraöferð leik- ritsins reynir mjög á leikarana og þó kannski mest á leikstjórn- ina. Þaö er ótvirætt aö Hallmar Sigurösson hefur leyst frum- raun sina á leiksviði i Reykjavik mjög vel af hendi. Samræmdur heildarsvipur sýningarinnar er fyrst og fremst hans verk. Leikararnir i sýningunni eru þrir. Mæöir þar mest á Sigurði Karlssyni. Skilar hann hlut- verki Ottos frábærlega vel og tekst aö skapa á sviöinu eftir- minnilega manngerö sem fram- kallar I fyrstu andstyggöartil- finningu, en siöar vaknar samúö ogskilningurá þessum manni. Um leið og horft er á harö- neskjulegt yfirborö hans skynj- ar maöur tómleikann sem inni býr. Margrét Helga Jóhanns- dóttir skapar mjög ákveöna mynd af eiginkonunni sem hefur „umborðiö hann pabba þinn undanfarin ár” eins og hún seg- ir við soninn þegar hann spyr um hvort engin ást hafi veriö á milli foreldranna. En þaö er ekki aöeins aö þau leiki hvort um sig mjög vel heldur er það samleikurinn milli þeirra sem magnar upp leikritiö. Einkum veröur þetta áberandi i þögnun- um, en langar þagnir er bragð sem þessi höfundur notar mikið i leikritum sinum. Emil Guð- mundsson skilaöi sinu hlutverki nokkuö vel, en ekki gat ég gert að þvi að finnast hann ekki langt frá Þorbergi ungum i Ofvitan- um og vonandi veröa þaö ekki örlög þessa unga leikara aö festast i hlutverki saklausa unglingsins sem er fórnarlamb umhverfis og aðstæðna. Lif þessa fólks er grátt og þessi grámi er undirstrikaöur vandlega i leikmynd og búning- um. Haganleg leikmynd Jóns Þórissonar er öll meira og minr.a grá og búin til úr einföld- um flekum sem greiölega gekk aö raöa upp milli atriöa, en ein- mitt þessi einfaldleiki sviösbún- aöar fellur vel aö þeirri lokuðu einstefnubraut sem lif fólksins er á. Aö lokum vaknar spurningin hvað kemur okkur hér á landi við vandamál einhverrar verkamannafjölskyldu úti I Þýskalandi? Þvi er til að svara að þó svo aö margt i leikritinu megi kalla „sérþýskt” þá veitir sú rótfesta einmitt meiri áherslu þeim þáttum i fari fjöl- skyldunnar og aðstæöum sem eru sameiginlegir i iönrikjun- um. En til þeirra heyrum viö Is- lendingar þó viö reynum eftir mættiaökomast hjá aö horfast i augu viö þá staöreynd. Og ég fæ ekki betur séð en að einmitt þau vandamá 1 sem veriö er aö fjalla um I þessu leikriti séu þau sömu og efst eru á baugi hjá okkur: unglingavandamál (eöa for- eldravandamál) einhæfni vinn- unnar, skortur á mannlegum samskiptum og hjónaskilnaðir. Þetta leikrit á þvi ótvirætt er- indi hingaö hér og nú og getur auögaö skilning manna á sjálf- um sér og þeirri veröld sem viö búum f. „Og ég fæ ekki betur séö en aö einmitt þau vandamái sem veriö er aö fjalla um i þessu ieikriti séu þau sömu og efst eru á baugi hjá okkur”, segir Gunnlaugur Astgeirsson I ieikdómi sinum um leikrit LR — Aö sjá til þin maöur. leikfelag £&&& REYKJAVjKUR Föstudag 5. sýning „Að sjá til þin maður”, gul kort Laugardag 102. sýning „Ofvitinn” Sunnudag 6. sýning „Að sjá til þin maður”, græn kort Miðvikudagl.okt. 7. sýning „Að sjá til þin maður”, hvit kort Fimmtudag 2.okt. „Rommí” 11. sýning WÓDLEIKHÚSIÐ Snjór 4. sýning föstudag kl. 20 5. sýning laugardag kl. 20 6. sýning sunnudag kl. 20 Litla sviðið I öruggri borg sýning þriðjudag, fimmtudag.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.