Helgarpósturinn - 10.10.1980, Side 2

Helgarpósturinn - 10.10.1980, Side 2
2 Föstudagur 10. október 1980 Ríkiskassinn lekur — tvö dæmi Þótt ríkisvaldið skeri miskunnarlaust niður útgjöld til flestra hluta, og slæmu efnahagsástandi kennt um, er ekki alltaf sama kreppuhljóðið í rikiskassanum. Til sumra þarfa virðast alltaf vera til nægir peningar, og er þá ekki alltaf gætt varfærni eða forsjálni í f járfest- ingum. Af dæmum um slíkt er nóg. Hin frægustu eru án efa „Kröfluævintýrið"/ bygging skólahússins í Krýsuvík, kaupin á Víðishúsinu og íburðurinn í geðdeild Landspít- alans. Helgarpósturinn tekur fyrir í dag enn tvö dæmi, þar sem annars vegar er um að ræða vafasama f jár- magnsnotkun hins opinbera, en hinsvegar furðulegt eftirlitsleysi með kostnaðarsömum framkvæmdum. Fyrra dæmið er kaup ríkissjóðs á hafrannsóknaskip- inu Haf þóri, það hef ur verið í viðgerðum og endurbótum, sem hafa kostað nærri 300 milljónir króna, ein f jögurár, en verður nú lagt eftir að hafa verið í notkun í aðeins um það bil einn mánuð. Og í f járlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir þvi, að þau f jögur rannsóknar- skip sem Hafrannsóknarstofnunin á verði aðeins rekin að meðaltali níu mánuði á ári - þannig að afköstin eru eins og um þrjú skip væri að ræða, en reksturinn mun dýrari. Seinna dæmið er endurbætur á húsinu við Vonarstræti 12, sem er í eigu Alþingis, og hafa kostað rúmlega 215 milljónir króna til þessa. En sú upphæð hefur aldrei verið lögð fyrir þá aðila í ríkiskerfinu sem venjulega f jalla um útgjöld ríkissjóðs, og engin grein gerð fyrir notkun fjárins. Hagsýslustofnun, samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og fjárveitinganefnd kemur ekki við hvernig þessum peningum er varið, og fjár- málaráðuneytið spyr einskis. Eftirlitslaus f járnotkun Alþingis til eigin nota Alþingi er æösta stofnun is- lenska rikisins. Þess vegna á það ekki undir högg aö sækja til annarra meö neitt, nema það hverjir taka þar sæti á fjögurra ára fresti. Akveði Alþingi að hefja fjárfrekar framkvæmdir þarf það þvi hvergi að sækja um fjárveit- ingu. . -Imfójgý Ekki spurt Haustið 1978 var ákveöið aö láta fara fram gagngerar endurbætur á húsinu að Vonarstræti 12 I þvi skyni að koma þar upp skrifstofu- aðstöðu fyrir þingmenn og funda- herbergi fyrir þingnefndafundi. Þessa ákvörðun tóku þingforsetar og báru siðan undir formenn þingflokkanna til samþykkis. Sjálft Alþingi var ekki spurt álits. Þó voru þetta framkvæmdir, sem hafa nú, eftir tvö ár þegar verkinu er að ljúka, kostað yfir 215 milljónir króna. Sú upphæð yrði að sjálfsögðu verulega hærri ef hún yrði reiknuð til gildandi verðlags. * Þessi upphæð hefur aldrei verið sett i fjárlög, og málið hefur hvorki komið til fjárlaga- og hag- sýslustofnunar né samstarfs- nefndar um opinberar fram- kvæmdir, að sögn Brynjólfs Sigurðssonar hagsýslustjóra. En fjármálaráöuneytið borgar að sjálfsögðu reikninginn fyrir hönd rikissjóðs, en þar er einskis spurt, að sögn Höskuldar Jónssonar ráðuneytisstjóra. „Alþingi er sjálfstæö stofnun út af fyrir sig og þingforsetar bera ábyrgð á fjárreiðum þess og gjörðum. Það er rétt, að pen- ingarnir koma úr rikissjóði, en yfirleitt er Alþingi lagt til það fé sem það telur sig þurfa til þess- arar starfsemi, enda er nærtæk- ast að ákveða slikt meö lögum, ef önnur leið er ekki fær”, sagði Höskuldur Jónsson. Eftirlit með sjálfu sér — Er ekki hlutverk ykkar sem fulltrúa rikissjóðs aö fylgjast með þvi hvernig þessu fé er eytt? „Nei, ekki er það nú svo. En ég tel, að fari þingið út fyrir þann ramma, sem það hefur sett upp, þá sé það yfirskoðunarmanna rikisreikninga, sem eru raun- verulega trúnaðarmenn þing- manna, að benda á það”. — En rlkissjóöur leggur til féð og spyr ekki meir? „Já, við rukkum inn og borgum. Og ég spyr að minnsta kosti einskis”. — Alþingi hefur semsé eftirlit með sjálfu sér? „Já, já, það vil ég segja, alveg hikstalaust”, sagði Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri i fjár- málaráðuneytinu. Eina fjárhagsáætlunin sem gerð var um verkið hljóðaði upp á 25 milljónir króna. Við spuröum Friðjón Sigurösson skrifstofu- stjóra Alþingis hverju það sætti. „Það var talið útilokað að gera það, þvf verkið átti að vinna á löngum tima. Þó var boðinn út hluti af verkinu, sérstaklega vinnan við húsið að utan”, sagði Friðjón um það. Þá höfðum viðsamband við Jón Helgason fórseta sameinaðs þings og spurðum hann, hvort honum fyndist ekki viðgeröar- kostnaöur upp á 215 milljónir nokkuð hár. „Húsið var oröið mjög lélegt og þvi hafði ekkí verið baldið við i áratugi. En það mun hafa verið tekin ákvörðun um það i upphafi að rlfa það ekki, en reyna aö gera við það. Þetta er gamalt og merkilegt hús og verndunar- sjónarmið voru látin ráða. Það er sennilega stærsti hlutinn af þessum kostnaði, og arkitektinn hefur sagt mér, að kostnaðurinn sé oröinn I samræmi viö það sem nýtt hús af svipaðri stærð hefði kostaö”, sagði Jón Helgason. — En þið getið fariö með þetta fé úr ríkissjóði að vild, án þess að haft sé þetta venjulega eftirlit með útgjöldum ríkisins? „Það er nú húsameistari rikis- ins, sem sér algjörlega um fram- kvæmdina á þessu verki og fylgist með öllu. Það er þvi rikiskerfiö sem er raunverulegur fram- kvæmdaaðili. Þeir bæði sjá um teikningar af endurbótunum og hafa daglegt eftirlit meö þessu fyrir hönd Alþingis”. — Þar með hefur Alþingi raun- verulega eftirlit með sjálfu sér, ekki satt? „Við höfum nú skipt valdinu i þjóðfélaginu i löggjafarvald og framkvæmdavald, og það er að- skilið. Það er þvi Alþingi sem greiðir reikningana eins og aðra reikninga I sambandi við kostnað viö Alþingishaldið”, sagði Jón Helgason forseti sameinaðs þings. Ekki yfirmenn sjálfs sín Hvað segja svo þeir sem hafa eftirlit með fjárreiðum rikisins um þessa tilhögun á fjármálum Alþingis? „Grundvallarafstaða min er i rauninni sú, að menn eigi ekki að vera yfirmenn sjálfssin, og ég tel að þaö sé gott, að það séu ætíð fleiri en einn aðili að hverju verki, þvi betur sjá augu en auga”, sagði Brynjólfur Sigurösson hag- sýslustjóri um það. „Aftur á móti sendir Alþingi yfirleitt til okkar beiðni um fjár- magn, sem er óskað eftir aö verði sett inn á fjárlög. 1 framhaldi af þvi er útbúin greiösluáætlun fyrir Alþingi eins og aðrar stofnanir. En breytingin á þessu ákveðna húsi hefur ekki komið inn á borð hjá okkur, eins og yfirleitt á sér staö þegar um meiriháttar fram- kvæmdir er að ræða. Þetta hefur heldur ekki komið fyrir sam- starfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir né er þess getið á fjár- lögum fyrir árið 1980”, sagði hag- sýslustjóri. Viö leituðum næst til Eiös Guðnasonar, formanns fjárveit- inganefndar og sþuröum hann álits á þvi, að svo fjárfrekar framkvæmdir rikisstofnunar skuli ekki vera settar á fjárlög. „Alþingi hefur visst fjárhags- legt sjálfstæði. En I grundvallar- atriöum er ég á þeirri skoðun, að það sama eigi að gilda um þaö og aðrar framkvæmdir hins opin- bera”, var svar Eiðs Guðna- sonar Vonarstræti 12 — hér hreiöra alþingismenn um sig fyrir litlar 215 milljónir króná, — og þurfa engum öðrum að standa reiknisskil á þvf. Svona er umhorfs i aðsetri alþingis I Vonarstræti. Þar er sumu er lokið, öðru ekki. Skrifstofuha Id alþingis úrelt Eins og fram hefur komið eru yfirskoðunarmenn rikisreikninga eini aöilinn sem reiknað er með aðhafi eftirlit meö fjárreiðum Al- þingis. Að sögn Höskuldar Jóns- sonar ráðuneytisstjóra i fjár- málaráðuneytinu geta þeir gert athugasemdir, þyki þeim ein- hversstaðar of mikið i borið, eða peninganotkun Alþingis á annan hátt verð nánari athugunar. Núna eru það þeir Baldur Oskarsson, Halldór Blöndal og Jón Snæbjörnsson, sem eru yfir- skoðunarmenn. Þeir hafa hins- vegar ekki enn undirritað rikis- reikninga ársins 1979, og endur- skoðun þeirra er reyndar varla hafin.Ástæðan er sú, að endur- skoðun reikninganna frá 1978 er heldur ekki lokið, bæði vegna þess að allir reikningar hafa ekki bor- ist, og eins hafa þeir gert athuga- semd við vinnubrögð Alþingis við bókhaldið og telja þau úrelt og ófullnægjandi. Einn af yfirskoðunarmönnum fyrir 1978 var Bjarrii P, Magnús- son, og við báöum hann um nán- ari skýringu á þessú. „Við teljum, að það verði að fara fram endurskoðun á reikn- ingum þingsins, og hún verði að vera faglega unnin, helst af rikis- endurskoðun. Við teljum nauösynlegt, að bók- hald þingsins verði fært I nútima- legra horf. Nú er það eins og aftan úr grárri forneskju. Ég vil taka það fram, að við erum alls ekki að saka Alþingi um óráðsiu né skrif- stofustjórann um misferli. Viö erum einungis að fara fram á, að tekin verði upp nútimalegri vinnubrögð”, sagöi Bjarni P. Magússon. Ekki ásakanir Með þessari samantekt um fjármál Alþingis varðandi fram- kvæmdirnar á Vonarstræti 12 er heldur ekki verið að ásaka einn eða neinn fyrir fjársóun. Það er frekar sú tilhögun, að Alþingi skuli raunverulega ekki þurfa að standa neinum reiknisskil gerða sinna i þessum málum, sem er at- hugunar verð. A þriðja hundrað milljónir króna úr vösum skatt- borgaranna er ekki svo litið. Ekki sist, þegar fjárveitingarvaldið viðhefur yfirleitt stranga að- haldssemi varðandi framlög rikisins. Mat á þvi hvar á að spara er að sjálfsögðu alltaf um- deilanlegt — og umdeilt. En yfir- leitt er þó niöurstaðan árangur starfs margra manna, hvernig svo sem öðrum likar hún. Akvarðanir Alþingis eru hins- vegar gerðar að mati örfárra manna og fulltrúar rikissjóðs og fjárveitingavalds ekki einu sinni spurðir álits. Kaupin á hafrannsóknar- skipinu Hafþóri og útgerðin á þvi má hinsvegar hiklaust kalla sóun á fjármunum. Eftir þvi sem Helgarpósturinn hefur komist næst voru kaupin gerö fyrir for- göngu sjávarútvegsráðherra, sem þá var Matthias A. Bjarna- son, án undangenginnar athug- unar á þörf stofnunarinnar fyrir skip, og án athugunar á rann- sóknarþörf hennar. Sú athugun er raunar rétt að hefjast nú, einmitt þegar sjávarútvegsráðuneytið tekurákvörðun um að nýta fjögur rannsóknarskip stofnunarinnar þannig, aö eftir sem áður eru að- eins þrjú skip i gangi.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.