Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 22
2 T Rúna í Langbrók 1 Gallerl Langbrók i Land- læknishúsinu viö Amtmannsstig sýnir Sigrún Guöjónsdóttir (Rúna) leirmyndir, teikningar og grafik, sem hún hefur unniö á þessu ári. Þetta eru um tuttugu verk, þar sem skiptast á figúrativar og óhlutbundnar ferö áhrif á ljósmagniö i mynd- inni. Rúna spilar á mismunandi ljósa og dökka fleti sem skera myndrúmiö og breyta þvi i ryþmiskan leik. Þaö er frekar ljósmagniö en litirnir sjálfir sem ákvaröa krómatiskan skaia I myndunum. Myndlist cftlr Halldór Biörn Runólfsson myndir. Þaö er manneskjan og landslagiö sem eru aöaluppi- stööur myndefnis Rúnu. Steinleirsmyndir Rúnu eru orðnar allþekktar. Þær byggja á upplausn myndefnis i köflur eöa tigla, þar sem mótiviö þurrkast nær þvi út eöa fær á sig mjög stilfæröan blæ. Þaö er ekki ósvipaö vissum myndum Paul Klee, enda finnst mér sem Rúna hafi margt af þeim svissneska málara lært. Þaö er ekki aöeins aö skipting flatarins I köflur, brjóti upp hiö figúrativa, heldur hefur slik aö- Rúna byggir þannig myndir sinar likt og pússluspil, þar sem ólik dempun hverrar köflu ákvaröar linur formanna. Þessi lausn myndbyggingar er runnin undan rifjum kúbismans, nema hvaö Rúna sleppir allri hugsun um þrivitt rúmtak. Myndir hennar eru algerlega tviviöar. Efniviöurinn sem er steinleir og yrkisefniö, hjálpast aö um aö gera þessar myndir ákaflega ljóörænar. Þetta eru stemmn- ingamyndir i orösins fyllstu merkingu. Hinn matti en tæri blær verkanna viröist falla Föstudagur 10. október 1980 helgarpósturinrL- einkar vel aö islensku landslagi og veöráttu, sem skin út úr bestu myndum Rúnu. „Haust- birta” (1), „Jökull” (2), og „Hillingar” (3) ásamt „Vetrar- landslagi I” (18) eru meö bestu myndum syningarinnar. Þá er hiö dulmagnaöa svípmót myndarinnar „Þorpiö” (10), ásamt óreglulegri lögun hennar, dæmi um hiö besta i vinnu- brögöum Rúnu. Auk leirmyndanna sýnir Rúna breitt og ágætt sýnishorn af teikningum og grafikverkum. Oft finnst manni sem þessi'verk séu undirbúningsvinna eöa skissur fyrir keramikverkin. Þó standa þau fyllilega sem sjálf- stæöar myndir enda mjög fin- lega unnar og af miklu næmi. Þessum svartlistarverkum svipar mjög til leirverkanna, nema hvaö áherslan sem Rúna leggur á túlkun birtunnar veröur enn skýrari, vegna þess aö litir eru hvergi til aö draga úr. Hér er þaö skygging ásamt finu linuspili sem skapar mynd- irnar. Teikning eins og „Ljúft landslag” (4) nær fullkomlega mismunandi áhrifum þessarar misjöfnu birtu. Grafikverkin standa teikning- unum þó enn framar hvaö þetta varöar. „Vornæturregn” (12) er væntanlega best þessara „Sýning Rúnu er athyglisverö og veitir sýningargestum góöa inn- sýn i vinnubrögö hennar”. mynda. Hún nær veörabrigöun- um á mjög sannfærandi og ljóö- rænan hátt. Þaö má einnig nefna „Móöir Jörö I” (16), sem er heilsteypt verk. Sýning Rúnu er athyglisverð og veitir sýningargestum góöa innsýn i vinnubrögö hennar. Eiga teikningarnar og grafikin ekki sistan þátt i þvi. Tekið skal fram aö Galleri Langbrók er ekki opið nema á búöartima og þvl er sýningin ekki opin um helgar. Atlantic City: GILDRA - BLINDGATA Burt Lancaster I hlutverki sinu I Atlantic City eftir Lous Malle Franski kvikmyndaleikstjórinn Louis Malle hefur undanfarin ár búiö og starfaö i Bandarikjunum. Fyrsta myndin, sem hann geröi þar, er „Pretty Baby”, sem sýnd var hér ekki alls fyrir löngu. Nýj- asta mynd hans heitir „Atlantic City” og var hún frumsýnd I Paris i siöasta mánuöi. Atlantic City er baöstrandar- bær á austurströnd Bandarikj- anna, skammt frá New York, bær þar sem fjárhættuspil og hús- næöisbrask lifir góöu lifi. Myndin segir frá gömlum veömangara (Burt Lancaster), sem lendir I ástarævintýri meö ungri konu, sem býr I sama húsi og hann. Stúlkan er þjónustustúlka, en er jafnframt aö læra til spilavitis- borömeistara. Eins og i mörgum öörum myndum Malle, gegnir borgin stóru hlutverki, jafn stóru og per- sónurnar, sem þar lifa. Malle segir frá þvi, aö hann kom fyrst til Atlantic City fyrir tiu árum og þá hafi borgin veriö I algerri niöurniöslu. Til þess aö bjarga henni, hafi veriö gripiö til þess ráös, aölögleiöa þar fjárhættuspil sem áöur hafi einungis veriö leyft i Nevada. Þessi lögleiöing fjár- hættuspilsins hafi gert þaö aö verkum, aö mikiö var skrifaö um borgina i dagblööum og þá upp- byggingu sem þar fór fram. Malle fór þá til borgarinnar með vini sinum, rithöfundinum John Guare og dvöldu þeir þar i einn sólarhring. „Þar hittum viö náunga, sem haföi búiö þar allt sitt lif, og hann sýndi okkur allt sem viö þurftum aö sjá þar”, segir Malle. „Þetta haföi svo gifurleg áhrif á okkur, aö innan nokkurra daga, höföum viö komiö okkur saman um persónur og söguþráö. Eftir þaöfórumviöofttil Atlantic City, sem er aöeins tveggja tima akstur frá New York. Borgin var okkur stööugt innblástursefni. Hver staöur kraföist ákveöins atriöis I myndina. Þaö eru ótrúlega miklir pen- ingar peningar I umferö I hinum nýju kasinóum borgarinnar. Kasinóiö þar sem viö tókum myndina, hefur sex þúsund starfsmenn og rakar saman þrisvar sinnum meira fé en stærsta kasinóiö i Las Vegas. Atl- antic City dregur þvi að sér flokka af hungruöu fólki, sem vonast til að auðgast. Það á viö um persónu þjónustustúlkunnar Sally, sem hefur innritast i skóla til þess að læra til borðmeistara. Hún er dæmigerö fyrir lifshlaup ákveöinnar kynslóöar, fyrrver- andi hippanna, sem hafa ákveöiö aö komast áfram i lifinu”. Um þá staöhæfingu, aö hann liti á borgina og þá sem þar búa meö augum hins framandi manns, segir Malle: „Vissulega. Ef ég heföi viljaö sýna hina ógeöslegu hliö kapital- ismans þar, þá heföi ég gert heimildarmynd i 16 mm. Ég hafbi sýnt gamla og nýja hluta borgar- innar, og þrjá fjóröu hluta borgarinnar, sem þar eru á milli, fátækrahverfi svertingja og portórikana. En mér fannst meira áhugavekjandi aö gera kvikmynd um fólk, sem allt i einu hefur mikiö fé milli handanna. Þetta er mjög bandariskt þema, en sem ég meöhöndla úr vissri fjarlægö. Þaö má heldur ekki gleyma þvi, aö Atlantic City er eyja á fenjasvæöi, og aö til þess aökomastþangaö, veröur aö fara yfir langa brú. Þá er borgin mjög oftumvafin þoku, og hefur maöur stundum á tilfinningunni aö vera á stóru skipi. Einnig kemur yfir mann sú tilfinning, aö þetta sé gildra, blindgata...” Hljóðláti byltingarmaðurinn Þann 17. september sl. lék danska hljómsveitin Mirror á Hótel Sögu. Hljómsveitarstjór- inn, pianistinn Tomas Clausen hóf annaö settiö meö aö leika gamlan slagara, My Romance, og er hann haföi spunniö úr hljómunum impressjóniskan vef, rómantlskan og lýriskan gekk hann aö hljóönemanum og sagöi: „Ég lék i minningu pian- istans Bill Evans, sem lést fyrir tveimur dögum”. Mér flaug strax i hug haust- dagur i Kaupmannahöfn fyrir sjö árum. Bill Evans og bassa- leikari hans, Eddie Gomez, höföu gert stuttan stans uppúr þurru i höfuöstað danaveldis og voru drifnir i aö leika um miöj- an dag i Jazzhus Montmartre, sem þá var enn til húsa 1 Store Regnegade. Þaö var óvenjulegt aö sitja á trébekkjunum and- spænis glottandi leirgrlmunum meöan enn var bjart af degi. En þar sem ég sat þarna og hlýddi á Bill Evans og Eddie Gomez var mér hugsaö til sagnanna af Bud Powell á Montmartre áratugi áöur. Þeir áttu fleira sameigin- legt en aö vera áhrifamestu djasspianistar sinnar kynslóöar þeir áttu báöir I baráttu viö eitriö hvlta og sálarflæktan heim. Hafi ég nokkurntfma séö innhverfan mann var þaö Biil Evans. Maöur haföi þaö á til- finningunni þegar hann lék aö þá og þegar myndi hann hverfa inni sjálfan sig eöa i þaö minnsta flýgilinn og ekkert veröa eftir nema þetta seiö- magnaöa impressjóniska tóna- flóö, þessir rómantlsku hljómar sem töfruöu mann inm' heim óraunveruleikans. Bill Evans var ekki nema 51 árs þegar hann lést. Ungur fór hann aö leika á hljóöfæri en vakti ekki mikla athygli fyrren hann lék meö Miles Davis i febrúar 1958. Aöur haföi hann þó hljóöritaö meö George Russell og Charles Mingus. Hann hætti hjá Davis i nóvember 58 og hefur siöan leikiö meö eigin triói Frægast þeirra og kannski best vartrióiö meö bassaleikaranum Scott La Farao og trommu- leikaranumPaulMotian Annars var Evan alla tiö umkringdur góöum bassaleikurum og má auk þeirra sem þegar hafa veriö nefndir nefna Chuck Israels, Garry Peacock og þann bassa- leikara sem siöast lék meö honum Marc Johnson. Þaö var engin tilviljun ab Miles Davis fékk Bill Evans til aö leika meö sextett sinum 1 timamótaverkinu Kind of Blue (planistiDavis þá, Winton Kelly, lék aðeins 1 einu verki: Freddie Freeloader). Hljómplatan var hljóörituö I mars og april 1959 og haföi mikil áhrif I djassheim- inum: hvert verk var byggt á einum tveimur skölum og fyrir utan meistara Davis og Bill Ev- ans voru einleikararnir John Coltrane og Cannonball Adder- ley. öll verkin voru eignuö Davis er platan kom út, en seinna kom I ljós aö Bill Evans hafði samiö All Blues og þeir Davis sömdu Flamenco Sketc- hes I sameiningu. Fáir hvitir djassleikarar hafa markaö jafn djúp spor i djass- söguna og Bill Evans, heil kyn- slóö pianista hefur mótast af honum meira eöa minna og eru þar fremstir arftakar hans hjá Miies Davis: Herbie Hancock, Chick Corea, Keith Jarrett og Joe Zawinul (rafmagniö kom seinna til sögunnar hjá þeim). Hér uppá Islandi mátti kenna áhrif Bill Evans i leik eins besta djasspianista okkar, Þórarins Clafssonar, sem þvi miöur er óvirkur djasslifinu um þessar mundir. Bill Evans var sjálfstæöur tónlistarmaöur og fór alltaf eig- in leiðir hvaö sem hljómplötuút- gefendur reyndu aö fá hann til aö gera. Betur aö fleiri væru slikir. Tónlist hans lét ekki mikið yfir sér viö fyrstu kynni, en hann vann öðruvisi en aörir úr hljómum standardanna sem hann lék svo oft. Bylting hans var hljóölát en hefur skiliö eftir sig óafmáanleg spor i tónlist tuttugustu aldarinnar. „Hafi ég nokkurn tima séö innhverfan mann var þaö Bill Evans”, segir Vernharöur Linnet i þessu minningabroti um „hijóöláta bylt- ingarmanninn”.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.