Helgarpósturinn - 10.10.1980, Side 25

Helgarpósturinn - 10.10.1980, Side 25
he/garpásturinrL Föstudagur 10. október 1980 25 ÍÞRÓTTIR VETRARINS - 3. GREIN: Kvennaíþróttir Eftir Guðjón Arngrímsson Svokallaöar silperstjörnu- keppnir eru ekki óalgeng fyrir- bæri erlendis. Þær eru i þvi fólgnar aö hóa saman nokkrum afburöa mönnum úr ýmsum greinum Iþrótta, og láta þá keppa saman I einhverskonar fjölþraut. Keppni af þessu tagi er sjónvarp- aö, auglýstar vel, en auk þess aö gefa aöstandendum keppninnar góðan pening þá er tilgangurinn að finna „mesta alhliöa iþrótta- manninn”. Einhvern timann sigraöi Kevin Keegan i svona keppni i Bretlandi, en skiöa- maöurinn Karl Schranz, og borö- tennisleikarinn Stellan Bengtson, komu ekki langt á eftir. Svona keppni er einnig haldin i Bandarikjunum, og er I svipuðu formi, nema hvaö þar eru konur haföar meöi spilinu. Ekki aöeins lOkarlstjörnur eru látnar keppa, heldur einnig 10 konur. Konur ekki síðri 1 þessari keppni i Bandarikjun- um taka þátt stjörnur sem okkur hér á landi eru aö mestu óþekkt- ar, en i einni fyrir svona fimm árum sigraöi O.J. Simpson, fót- boltakappi, sem siðan hefur getiö séroröfyrir kvikmyndaleik. Þaö var einmitt eftir þá keppni sem einhverjir glöggir menn fóru aö bera saman afrekin I karlakeppn- inni og afrekin i kvennakeppn- inni. Og i ljós komu furðulegir hlutir. Bæöi kynin kepptu i sömu fimm greinunum. Keppni i bow- ling, og I sundi heföu konur unniö ef keppnin heföi veriö sameigin- leg. Tölurnar töluöu sinu máli. Allir voru lfka á þvi aö konurnar heföu leikiö betri tennis. 1 hindr- unarhlaupi stóöu bæði kynin sig álika vel, og i róöri var karl- maöur i fyrsta sæti, en kvenmenn i næstu þrem sætum. Aörar greinar voru ekki sam- eiginlegar, svo samanburöur var ekki raunhæfur. En samkvæmt þessu voru 10 af bestu iþrótta- konum Bandarikjanna ekki siöri alhliöa iþróttamenn, en 10 bestu karlarnir. Og þaö á algjörum jafnréttisgrundvelli. Þetta er ekki ritaö til aö halda þvi fram aö konur séu meiri i- þróttamenn en karlar, heldur aö- eins til aö benda á aö saman- buröur sem slikur er varla rétt- mætur. Oft er bent á aö karlar séu sterkari, þeir kasti lengra, stökkvi hærra og lengra, séu fljót- ari og svo framvegis, og þvi sé eðlilegt aö áhugi almennings beinist fyrst og fremst aö karlai- þróttum. En á móti má benda á aö konur eru fimari, hafa betra jafnvægi, meiri mýkt og betri til- finningu fyrir rytma. Og aö meö breyttum þjóöfélagsháttum og nýjum viöhorfum, þá dragi konur stööugt á karlmenn, hvaö mat af öllu tagi snertir. Þaö er fyrst og fremst þjóðfélagsgeröin, hin margumrædda staöa kynjanna, sem gerir þaö að verkum aö hingaö til hafa fþróttir fyrst og fremst verið áhugamál karlkyns- ins. Engir landsleikir Og hvað þetta siöasta varöar, þá erum viö Islendingar aö mörgu leyti verr settir en allar nágrannaþjóöirnar. Við stöndum hinum Noröurlöndunum furöu- lega lítiö aö baki I getu á iþrótta- sviöinu — i karlaiþróttum. Konurnar aftur á móti standast I fæstum tilfellum samanburö við kynsystur sinar i nágranna- löndunum. Ahuginn á kvennai- þróttum viröist vera meö allra minnsta móti hér á landi,og hefur sáralitiö aukist núna á allra siö- ustu árum. Aöeins einu sinni hefur kona veriö hiörin iþrótta- maöur ársins á íslandi, og þaö varfyrir meira en 10 árum, þegar Sigriöur Siguröardóttir, fyrirliöi islenska kvennalandsliösins I handbolta, var valin. Þá haföi hún leitt islenska liöiö til sigurs á Noröurlandamóti, sem haldiö var undir berum himni hér i Reykja- vik. Siöanhefur heldurhallað undan fæti hjá handboltakonunum, og á siöustu tveim til þremur árum hefur varla veriö spilaöur full- gildur landsleikur. Einu sam- skiptin hafa verið viö Færeyinga. 1 körfuboltanum, svo þessar tvær vinsælustu innanhússboltaiþróttir séu teknar, er ástandiö enn dapurlegra. Þar hafa konur aldrei spilaö landsleik. Karlar leiðbeina og stjórna Stærstu kveniþróttastjörnurn- ar hér, eins og erlendis, eru þær sem keppa i einstaklingsl- þróttum, — fimleflcum, sundi, frjálsum iþróttum og öörum I- þróttum þar sem þær eru ekki uppá aöra komnar. Hjá körlum er þessu ögugt fariö, stórstjörn- urnar eru flestar úr knattspyrn- unni I Evrópu, og úr baseball og amerlska fótboltanum I Banda- rikjunum. Or hópiþróttunum. Kannski er þetta ástæöan fyrir litlum áhuga á hópiþróttum kvenna hérlendis — mannfæðin er slik, sérstaklega hjá iþrótta- konunum, aö leiti þær einkum á einstaklingsiþróttasviöiö, þá eru hreinlega ekki nógu margar eftir til aö bera uppi öflugt hópiþrótta- starf. Þaö er ein ástæöa, og ástæöan fyrir mannfæöinni er ef- laust aö finna i þjóöfélagsgeröinni islensku, þar sem allir vinna eins og brjálæöingar, og uppeldinu aö sjálfsögöu. Myndist einhvers staöar tóm stund er þaö karl- maöurinn sem fer i sport, ekki konan. En yfir þessum málum má eflaust velta vöngum enda- laust. Ekki hef ég nákvæmar tölur yfir iþróttakennara á landinu, en ■veit þó aö á siöustu árum hafa Ut- skrifast álfka margir kvenkyns iþróttakennarar og karlkyns. Samt er mæstum allt leiðbein- andastarf I kvennaiþróttum (full- orðinna) unniöaf karlmönnum, — þeir þjálfa, sitja i stjórnum og ráöum. Og stjórnir hinna al- mennu iþróttafélaga, sem eru bæöi fyrir karla og konur, eru fylltar næstum alfariö af karl- mönnum, og karlmennirnir kvarta yfir þvi aö fá ekki kvenfólk til starfa. Átak Agæt dæmi um mismuninn á umfangi karl- og kveniþrótta hér á landi er aö finna i þeim tveim i- þróttagreinum, sem áöan voru nefndar, handbolta og körfubolta. Fjárhagsáætlun Handknatt- leikssambands íslands fyrir þetta ár, hljóðar upp á 124 milljónir króna. Af öllum þessum mill- jónum fara 9 I konurnar. Alls taka 22 liö, i þremur deildum, þátt i tslandsmótinu i körfubolta karla. I kvennadeild- inni eru þrjú liö. Samt sem áöur er veriö aö gera átak til aö efla báöar þessar i- þróttagreinar. Á vegum Körfu- knattleikssambandsins hefur veriö skipuö nefnd til aö finna leiðir til eflingar kvennakörfu- boltans, meö þaö I huga aö halda hér Polar Cup, Noröurlandamót, áriö 1982. Og I mai á næsta ári er ráögert aö handknattleikslands- liöið taki þátt i forkeppni aö heimsmeistaramóti kvenna. Liöin þrjú, sem taka þátt i is- landsmóti og bikarkeppni i körfu- boltanum eru IR, KR og IS. Stór- veldi i körfuboltanum, eins og Valur, hefur ekki séö ástæöu til að taka upp kvennadeild. Þessi þrjú liö eru svipuö aö getu, nema hvaö liö IS hefur veriö hvaö sterkast þeirra uppá siökastiö. Keppnin i vetur milli þessara þriggja liöa gæti oröiö skemmtileg — og þá einkum fyrir stúlkurnar sjálfar, vegna þess aö áhorfendur aö leikjum kvenfólksins eru sára- fáir. 1 handboltanum eru fleiri liö, eöa átta talsins, enda á hann sér meiri hefö hérlendis en körfubolt- inn. Liöin 1 fyrstu deild eru Fram, Valur, FH, Vfkingur, KR, Haukar, Þór, Akureyri og Akra- nes. Fram-stúlkurnar unnu mótið meö yfirburöum i fyrra, en ýmis- legt bendir til aö keppnin veröi jafnari i ár. Tvær styrkustu stoðir Fram-liösins á siöasta ári, Jenný Grétarsdóttir og Guöriöur Guö- jónsdóttir veröa fjarverandi, Jenný i' Utlöndum og Guöriöur i 1- þróttakennaraskólanum aö Laug- arvatni. FH-ingar hafa fengiö Margréti Theódórsdóttur Ur Haukum til liös viö sig og verða liklega sterkar I vetur, og sömu- leiöis Valur sem hefur ungu og frisku liði á aö skipa. Þaö sama má segja um Vikinga. Þessi fjögur liö eiga liklega eftir að berjast um titilinn, en KR-stúlk- urnargætu komiöá óvart eins og i fyrra. Áhugaleysi Þaö sama á viö um handbolt- ann og körfuboltann i sambandi viöáhorfendur. Þeir eru sárafáir, ogfátt bendir til að einhver breyt- ing verði á. Fjölmiölar gera kvenfólkinu sáralitil skil. Iþrótta- fréttaritarar, sem allir eru karl- kyns, telja eflaust, og liklega réttilega, aö takmarkaöur áhugi sé meðal lesenda blaðanna á kvennaiþróttum. Þvi miöur. Einver góöur maöur sagöi aö fólk iökaöi iþróttir af þremur ástasöum. Sér til heilsubótar, sér til ánægju, og til að skemmta öörum. Ljóst er aö kvenfólk iökar iþróttir af tveimur fyrri ástæöunum, enekki þeirri þriöju. Þvi fyrr sem breyting veröur á þvi, þvi betra fyrir alla aðila. Kjördæmisþing AlþýðufSokksins í Norðuriandskjördæmi eystra verður haldið á Hótel Varðborg Akureyri laugardaginn 11. október og hefst kl. 10,30. Til þingsins eru boöaöir allir aöalmenn og varamenn í kjördæmisráöi. Alþýöufiokksins i kjördæminu. öllu Al- þýöuflokksfólki i kjördæminu er gefinn kostur á aö sitja þingiö meö málfrelsi og tillögurétti, en atkvæöisrétt hafa aöeins þeir sem sæti eiga I kjördæmisráöi. Dagskrá þings- ins veröur i aöalatriðum á þessa leiö. 1. Þingsetning. 2. Framsöguræður: Magnús H. Magnússon um stjórn- málaviöhorfiö, Arni Gunnarsson um kjördæmismálefni. Jón Heigason um kjaramál. 3. Skýrsla stjórnar kjördæmisráðsins. 4. Starfshópar munu aö framsöguræöum loknum taka til starfa og fjalia um efni þeirra og landsmálin aimennt. 5. Almennar umræöur munu fara fram um framsögu- ræöur og álitsgeröir starfshópa. 6. Kosningar. 7. Lögö veröa fram til kynningar drög aö nýrri reglugerö fyrir kjördæmisráöiö. Aætlaö er þinginu ljúki kl. 18.00 en um kvöldiö veröur sameiginlegt boröhaid i Sjálfstæöishúsinu. Formaöur kjördæmisráös Snælaugur Stefánsson.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.