Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 9
9 Sýnishorn af þvi sem hér er á boðstólnum af kartöflum og grænmeti. Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisversiunarinnar. Hér er einokunarstofnunin tii hása. vegna kaupa á dönskum kart- öflum, sem keyptar voru langt yfir markaösveröi og segir aö lokum: „Sérgrein Grænmetis- verzlunarinnar I upplýsinga- miölun er aö gefa stórlega ýktar tölur um verö á kartöflum i er- lendum höfnum. Hún hefur oft veriö staöin aö lygum af sliku tagi. Og hdn hefur einnig veriö staöin aö öörum lygum. Hún hefur haldiö þvi fram aö útflutningsgjald hafi eríendis veriölagtá kartöflurtii íslands. Rannsókn Dagblaösins leiddi i ljós, að þetta var lygi. Hún hefur haldiö þvi fram, aö útflutningur væri ekki kleifur frá vissum löndum vegna kólar- adóbjöllu. Rannsókn Dagblaös- ins leiddi i ljós, aö á sama tima var hún að kaupa þaöan kartöfl- ur. Hún hefur haldiö þvi fram að nýjar erlendar kartöflur séu ekki fáanlegar allt áriö. Rann- sókn Dagblaösins leiddi i ljós, aö þetta var lygi. Raunar er furöulegt, aö stjórnmálaskúmar þessa lands skuli ekki vera búnir aö skera þessa stofnun, sem nú hefur haft af neytendum rúmar 11 milljón- ir á aöeins einni kartöflusend- ingu”. hplr]F=irpn^ti irinr> Föstudagur ío. október i980_ lllræmdasta einokunarstofnunin aöhald, en Grænmetisverzlunin hefur varla virt samtökin viö- lits. Hér þarf lika baráttu frá Náttúrulækningafélagi lslands, samtökum eins og Lif og Land, samtökum listamanna og öllum þeim sem láta sig betra mannlíf varða. Ég lýk svo þessu hringboröi meö tilvitnun i rumlega árs- gamlan leiöara eftir Jónas Kristjánsson úr Dagblaöinu, en hann hefur lengi reynt að opna augu almennings fyrir þvi ástandi sem rikir hjá Grænmet- isverzlun landbúnaöarins. Jónas byrjar leiöarann á þess- um oröum: „Menn deila um, hvort þörf sé á opinberu verö- lagseftirliti á sviöum, þar sem rikir samkeppni. Um hitt eru allir sammála, aö slikt eftirlit er nauðsynlegt meö fyrirtækjum eöa stofnunum, sem njóta ein- okunar. Ein af mörgum þverstæöum islenzks þjóöfélags er, aö ill- ræmdasta einokunarstofnunin er undanþegin verðlagseftirliti. Það er Grænmetisverzlun land- búnaðarins, sem getur hagað verðlagningu sinni eins og henni þóknast”. Siöan rekur Jónas viöskipti Grænmetisverzlunarinnar Oft hef ég vorkennt þeim mönnum sem kallaðir eru grasætur. Ekki stafar vorkunn min af þvi, að þeir hafa tamið sér þann siö aö neyta aöeins grænmetis og hafna fa&u úr dýrarikinu, heldur vegna þess, að þeir eru háöir illræmdustu einokunarstofnun þessa þjóöfélags: Grænmetisverzlun landbúnaöarins. Ég man þá tiö þegar eplalykt- in tilheyröi jólunum. Þá rikti hér kerfi hafta og skömmtunar- seöla og ávextir voru munaöur sem tilheyröi stórhátiöum. Tuttugu árum siöar heyrir þaö til undantekninga aö hægt sé aö fá kartöflur sem flokka má und- ir mannamat. Þeear diarfaöi fyrir nýjum degi og miðalda- kerfi hörmangara leiö undir lok á flestum sviðum verzlunar, gleymdist Grænmetisverzlun landbúnaöarins, kannski vegna þess aö það er fyrst á siöari ár- um sem Islendingar hafa lært að meta grænmeti, og eiga þar fjölmiölarmikinn og góöan þátt meö fræöslu um matarupp skriftir og hollustuhætti i mat. Grænmetisverzlunin er I dag skelfilegasta dæmi um stofnun sem svifst einskis I skjóli einok- unar. Það á þvi aö veröa eitt af hugs jónamálum nýrrar kynslóðar, sem húgsar æ meir um umhverfi sitt, neyzlu og lifs- hætti, að brjóta þennan hör- mangara nútimans á bak aftur og leggja þessa stofnun niður. Það er kannski skýrasta dæmið um þaö hve sambands- lausir þeir stjórnmálamenn sem stýra fyrir flokkum, eru við samtiöina, aö enn hefur ekki komið fram einn einasti ein- staklingur i neinum flokkanna sem lagt hefur til atlögu viö Grænmetisverzlunina. Jónas Kristjánsson ritstjóri hefur ver- ið þar einn á báti i leiöaraskrif- um Dagblaösins. Þeir sem gætu gert eitthvaö raunhæft eru hins vegaróf n>pteknir viö veröbólg- una, enda orönir svo veröbólgn- ir, aö enginn hefur lengur áhuga á aö leggja eyrun eftir tölvu- kenndu tauti þeirra. Hvenær eignumst viö stjórn- málamann sem skilur, aö lifiö er ekki bara veröbólga og visi- tala? Að fólk hefur lika áhuga á þeim kartöflum sem það fær daglega á diskinn sinn, og aö menn sætta sig ekki endalaust viö grænmeti sem flokka má undir svinafóöur? En hérer ekki bara viö stjórn- málamenn aö sakast, heldur Neytendasamtökin sem hafa aö visu reynt aö veita stofnuninni Heimir Pálsson — Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthias- dóttir — Páll Heiðar Jónsson— Steinunn Sigurðardóttir— Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Hraf n Gunnlaugsson Konungar í einn dag Oft er sagt að New York sé eins og bræðslupottur, þar sem helstu málmar veraldar séu bræddir saman og út komi málmur, engum öðrum likur — sjálf New York borg. En sumum finnst New York fremur likjast blönduðu salati, þar sem allar hugsanlegar græn- metis- og ávaxtategundir jarðar hverfum og blökkumenn i blökku- mannahverfum ... 1 þessum hverfum eru stórir hópar fólks, sem alið hafa allan sinn aldur i New York, en tala samt ekkert annað tungumál en sitt eigið. Borða mat og klæðast eins og fólkið „heima”, rækja sina trú og halda sérstaka há- tiðisdag. Mörgum tekst þó ekki jafn vel til og búa áfram við fátækt, at- vinnuleysi og ómegð. Þar eru inn- flytjendur frá Karabiska hafinu einna fjölmennastir. Mér leið eins og grænum tómat úr Hveragerði, sem aldrei hefur séð bláan himinn, innanum stóra safarika suðurlandaávexti, þegar ég lagði leið mina á Karabisku hátiðina (The Caribbean Festi- val) fyrir skömmu. Enhúnerein stærsta og veigamesta „þjóðhá- tið”, sem haldin er i New York — fjöldi þátttakenda upp undir tvær milljónir. Eins og evrópskir verkamenn hafa 1. mai til að tjá hug sinn, nota innflytjendur frá Karabiska hafinu tækifæriö á Labour Day (fridagur verkamanna, fyrsti mánudagur i september), til að minna heiminn á tilvist sina og leggja i þvi skyni undir sig eina stærstu breiðgötuna i Brooklyn. Þeir ganga ekki um alvarlegir á svip með slagorð um hærra kaup eða gegn óðaverðbólgu. Meistaralega vel gerðir skraut- búningar eru þeirra slagorð: Konunglegir fuglar, ernir, fálkar og páfuglar eru i senn tákn frels- isins og valds. Risaeðlur með sjálftyfirvaldið i kjaftinum, skor- kvikindi og djöflar — þær verur sem hrella góðborgara einna mest, skriða þar um götur. Inn á milli skrautbúninganna óku stórir vörubilar, yfirfullir af hijóðfæraleikurum, sem léku reggae tónlist á gamlar oliutunn- ur, felgur og annað þvi um likt, sem finna má á ruslahaugum vel- feröarþjóðfélaga. A löngum degi sem þessum þurfti marga að metta og mörgum að svala. Hver sem vett- lingi gat valdið gerðist kaup- maður. Húsmæður tóku með sér gasplötur og útigrill og buðu upp á grillaða kjúklinga og annað góðmeti. Ungir jafnt sem aldnir urðu sér úti um ruslatunnur, fóðr- uðu þær með plasti, fyiltu af is- molum og seldu svaladrykki og bjór á gjafverði. Þessa dagstund sem ég dvaldi i Brooklyn átti ég viðskipti við eina tiu kaupmenn, svo mikið tók það á mig að fylgja eftir syngjandi og dansandi innflytjendum frá Kara- biska hafinu, sem komu til New York i leit að gersemum, en hafa ekki borið annað úr býtum en að geta einn dag á ári hverju klæðst glitrandi gulli og rikt sem kon- ungar og drottningar um stund... New York - póstur__________Frálngu Dóru Björnsdóttur. eru saman komnar i einni skál, en halda áfram, þrátt fyrir allt, að vera þær sjálfar. Það má með sanni segja að i fáum borgum Bandarikjanna hafi hin ýmsu þjóðarbrot haldið sér- einkennum sinum jafn vel og i New York. Italir búa i itölskum hverfum, kinverjar i kinverskum hverfum, gyðingar i gyðinga- Það sem gerir lif þessa fólks frábrugðið lifi ættingjanna i heimalandinu, er að sumum tekst með þvi að vinna baki brotnu, að kosta börn sin til náms og búa svo i haginn að þau geti látið „amer- iska drauminn” rætast. En glata þeim samtimis út i hringiðu frama, velmegunar og fjölda- menningar. Björn Birnir tók myndirnar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.