Helgarpósturinn - 10.10.1980, Side 12

Helgarpósturinn - 10.10.1980, Side 12
12 Föstudagur 10. október 1980 Þrjár algengustu spurningarnar sem iagöar eru íyrir börn eru án efa: Hvaö heitiröu baruiö gott? Hvaö ertu gamall/gömul barniö gott? og Hvaö ætlaröu aö veröa þegar þú veröur stór, barniö gott?Svörin viö fyrstu tveim spurningunum iiggja oftastí augum uppi, þótt margir eigi efaiust I erfiöleikum meö aö koma þeim útúr sér. Þriöja spurningin er aftur erfiöari. Ennþá eru þeir til sem vita strax á sjötta ári hvaö þeir vilja veröa þegar þeir veröa stórir, en aörir uppgötva þaö ekki einu sinni á bana- legunni.Og enn aörir telja sig vita þaöá unglingsárum, en skipta slöan um skoöun. Helgarpósturinn spjallar hér viö fjóra slika islendinga sem lært hafa akveöiö fag, en vinna viö eitthvaöallt annaö. ÞAU URÐU EKKI ÞAÐ SEM ÞAU ÆTLUÐU AÐ VERÐA „Varö aö gera eitthvaö til aö lifa” — segir Aron „rakari” Guðbrandsson Aron: ,,Þá leitaöi maöur aö skít- haug til aö moka” Aron Guöbrandsson, forstjóri Kauphallarinnar, og umsvifa- mikill kaupsýslumaður hér i borg, er rakari að mennt. „Þegar ég byrjaði að læra á var ástandið ekki eins og það er nú”, sagði hann, þegar Helgar- pósturinn spurðist fyrir um að- dragandann að þvi að hann fór að læra. „Þá tók maður það sem manni bauðst, og velti ekki vöng- um yfir þvi hvort manni langaði i starfið eða ekki. Þá leitaði maður að skitahaug til að moka, bara svo maður hefði eitthvað að borða daginn eftir”. Aron ólst upp á Eyrarbakka, en fór um haustið 1923 til Reykja- vikur að læra að verða rakari. „Ég fór i þetta nám einfaldlega vegna þess að þá varð maður að gera eitthvað til þess að lifa, ekki vegna þess að mig langaði neitt sérstaklega tii að verða rakari. Námstiminn var i þá daga ekki nema 2 ár, en eftir aö honum lauk vann ég i sjö ár, á rakarastofunni Bankastræti 12. Þá stofu rak Eyjólfur nokkur, og siðan held ég að sonur hans hafi tekið við henni. Ekki veit ég hvort hann rekur hana ennþá. Mér þótti þessi vinna ekkert slæm, og ekki verri en annað sem þá bauðst. Þá var hún alveg sæmilega borguð, eftir að ég lauk námi. Kaup nemanna var mjög litiö, en fullgildir rakarar fengu góð laun. Ég var til dæmis með 400 krónur á mánuði, sem var geysigott. Allan tímann meðan ég var i rakarastarfinu var ég að stússast i einhverju öðru, ég var i kvöld- skóla, og að undirbúa að fara að vinna sjálfstætt. Hugurinn stóð aldrei sérstaklega til rakara- starfsins eins og ég sagði. Astæðan fyrir þvi að ég hætti var siðan sú að ég veiktist og varð aðhætta um stund þess vegna, og siðan byrjaði ég aldrei aftur. Ég fór til útlanda, var þar i tvö til þrjú ár, og kynntist þar nýjum sjónarmiðum, fór i nýtt nám, og eftir það kom aldrei til greina að fara aftur i rakarann. En þegar ég var að byrja að læra, ungur maður, þá gátu ekki allir oröið það sem þeir vildu. Svoleiðis hefur það lika verið i um 1100 ár hjá Islensku þjóðinni. Og loksins þegar hún fær nóg að éta, þá missir hún vitið. Þaö þarf sterk bein til að þola góða daga. Nei, ég hef þessvegna aldrei séð eftir rakarastarfinu. Ég á að visu alltaf rafmagnsklippur, og gæti farið að klippa aftur ef allt annað þryti. En ég er nú orðinn hálf átt- ræður og reikna varla með þvi að þurfa að hafa áhyggjur af þvi”, sagði Aron Guðbrandsson. Geröur: „Eftir skólann hljóp ég tindilfætt uppi Þjóöleikhós” „Les bara fyrir sjálfa mig " — segir Gerður „leikkona” Hjörleifsdóttir Gerður Hjörleifsdóttir, fram- kvæmdastjóri tslensks heimilis- iðnaðar, er leikari að mennt. „Það kom eiginlega aldrei neitt annað til greina, þegar ég var stelpa, en að verða leikari. Það var eitthvað sem togaði alltaf i mig”, sagði hún, þegar Helgar- pósturinn spurði um tildrög þess að hún fór i leiklistarnám. „Ég hafði aldrei leikið neitt, svo ekki hafði ég reynslu af leikhúsi. En ég hafði einhverja bakteriu, og þar að auki var vinkona min meö mér i þessu, svo þetta lá beint við. Ég var fyrst einn vetur i leiklistar- skólanum hjá Ævari Kvaran, en fór svo I Þjóðleikhússkólann, fyrsta árið sem hann starfaði. Það var tveggja ára skóli, en við Margrét Olafsdóttir vorum út- skrifaðar strax aö loknu þvi fyrra. Þeim hefur ef til vill fund- ist að ekki væri hægt að kenna okkur meira! Aö loknu náminu komst ég á svokallaöan B-samning hjá Þjóð- leikhúsinu, og starfaði þar að auki eitthvað meö Iðnó i nokkur ár, liklega þrjú til fjögur. Það var afskaplega skemmtilegur timi, og reyndar leikskólinn lika. Þegar ég var i skólanum vann ég skrifstofustarf fyrri hluta dags- ins, en svo eftir skólann hljóp ég tindilfætt uppi Þjóðleikhús og eyddi þar öllum kvöldum við að horfa á æfingar og leikrit. Þá komst ekkert annað að. Ég hef verið spurð afskaplega oft hvers vegna ég hafi hætt i leik- listinni, sérstaklega af leikurum, þvi þeir vita að fæstir geta snúið alveg baki við leiklistarstarfi, eftir að hafa einu sinni unnið við það. Og það er nokkuð sama hvaða svar ég gef — það er aldrei allur sannleikurinn. Astæðurnar voruótalmargar. Eitt get ég hins- vegar sagt þér, og það er sann- leikur, að ég sé ekki eftir þvi að hætta. Nú er ég bara hinum meg- inn viö tjaldið, og uni þvi vel. Ýmsir félagar minir hafa spurt mig hvort ég hafi hætt vegna ein- hverrar óánægju, hvort ég hafi ekki fengið hlutverk sem mér Ukaði, eða hvort mér fyndist ég ekki hafa verið metin að verðleik- um, en ekki var um neitt slikt að ræða. Ég var fullkomlega sátt við leikhúsið þegar ég hætti. En eftir að ég tók þá ákvörðun að hætta, ákvað ég að hætta alveg, og gefa mig óskipta að starfi minu. Það krefst mikils, og til að vinna það vel, þá verður maður að vera heill. Það á reyndar við önnur störf lika. Þú verður að vera óskiptur. Núna er ég alveg laus við bakteriuna. A sinum tima gerði ég svolitið af þvi að lesa upp, bæði i útvarp, og á öðrum stöðum, og eins að kenna framsögn hjá ein- staka félagahópum, en geri ekkert slfkt lengur. Nú les ég bara ljóö fyrir sjálfa mig, og hef ekki i huga að breyta þvi”, sagði Gerður Hjörleifs- dóttir. Siguröur: Tók aldrei neina stóra ákvöröun um aö breyta um Iffs- starf” „Leiöigjarnt fyrir heimilislífiö” — segir Sigurður „þjónn” Haraldsson Sigurður Haraldsson, markaðs- fulltrúi hjá kjötiðnaðarstöö SÍS, er lærður framreiðslumaöur, eða þjónn, eins og það er kallaö i dag- legu tali. „Ég byrjaði á Esjunni sem messagutti þegar ég var ung- lingur. Það var mitt starf að hjálpa til i salnum og eldhúsinu, og þvi má segja aö þá hafi ég fyrst kynnst þjónsstarfinu”, sagði hann, þegar Helgarpósturinn spurði um aðdraganda þjóns- náms hans. „Ég var 17 ára þegar ég byrjaði að læra, og það var einmitt bryt- inn á Esjunni, Böðvar Steinþórs- son, sem útvegaði mér samning. Ég fluttist svo hingað suður frá Akureyri, þar sem ég er fæddur og uppalinn, og hóf mitt nám i Klúbbnum, sem þá var einn helsti matsölustaðurinn i bænum. Þetta var þriggja ára nám i þá daga, og eftir að þvi lauk vann ég á ýmsum stöðum. Ég byrjaði á Hótel Sögu, og fór siðar á Hótel Esju, en lengst af var ég þjónn i Glaumbæ. Mér likaði starfið ágætlega, það var að visu fremur leiðigjarnt fyrir heimilislifið, en að öðru leyti fannst mér það henta mér vel. Ég tók nú aldrei neina stóra ákvörðun um að breyta um lifs- starf, heldur leiddi eitt af ööru. 1 framhaldi af þjónsstarfinu fór ég i hótelrekstur um tima, en það gekk ekki nógu vel. En þar kynnt- ist ég ferðamannaheiminum, túrismanum svokallaða, og úr hótelrekstrinum fór ég til Sam- vinnuferða, og i fyrra kom ég hingaö á markaðsdeild Sam- bandsins. Hér sé ég um allskonar tengsl við kúnnana, um kynning- ar á vörum héðan bæði hér á staðnum og úti bæ. Þessu fylgja allskonar veisluhöld, bæði minni og stærri, þannig aö námiö kemur oft að góðum notum. En eftir að ég fór að vinna svona á daginn, og eiga fri á kvöldin og um helgar, þá get ég ekki hugsað mér að fara aftur i þjónsstarfið. Það þyrfti að minnsta kosti ansi gott tilboð til að ég færi i það. En ég sé ekki eftir að hafa lært þetta, þvert á móti. Hinsvegar heföi ég gjarnan viljað læra meira.og það á nú lik- lega viö flesta. Það er nokkuð algengt að þjónar leiðist úti önnur störf, og ástæðan er án efa sú að það er ákaflega leiðigjarnt, þegar til lengdar lætur, að vinna þegar aörir eiga fri. Vinna kannski langt frammá nótt, og sofa megnið af deginum. Það er ef til vill i lagi ef hjón geta unnið saman að þessu, en þegar börn koma inni dæmið, þá gengur það ekki lengur. Um samdrátt i veit- ingaheiminum held ég að sé ekki um aö ræða”, sagði Sigurður Haraldsson. Jón örn: „Var skussi I reikningi, og vissi að stæröfræöinám beiö min ekki”. „Blaöamennsk- an blundaöi alltaf í mér” — segir Jón Örn „lögfræðingur” Marínósson Jón örn Marinósson, frétta- maöur útvarpsins, er lögfræð- ingur að mennt. „Það lágu nú engar sérstakar ástæður fyrir þvi að ég lærði lög- fræöi á sinum tima”, sagöi hann. „Ég var einn þessara ólánsömu manna, sem ekki eru ákveðnir i þvi hvaö þeir ætla sér aö gera þegar þeir verða stórir. Samt haföi ég nú hug á háskólanámi eftir aö hafa komið mér i gegnum stúdentspróf, en enga köllun hafði ég um hvað það ætti að verða. Nema hvað ég var skussi i reikn- ingi, hafði verið i máladeild i menntaskóla og vissi þvi aö ekk- ert stæröfræöinám biöi min. Eftir menntaskólann vann ég i eitt ár á sunnudagsblaði Timans, en innritaöist svo i islensku og sögu i Háskólanum. Af ýmsum ástæðum hætti ég svo i þvi námi, og árið eftir var ég kominn i lög- fræði. Ég veit eiginlega ekki af hverju. Sumpart held ég að ég hafi beitt útilokunaraðferðinni. En ég gat vel hugsað mér að læra lögfræöi, og sé ekki eftir þeim tima sem i þaö fór. Það er ekkí allt jafn áhugavert i því námi, en inn á milli eru hlutir sem mér fannst virkilega gaman að fást við. Ég fór ekki i námið meö þvi hugarfari að fást við lögfræðistörf strax að þvi loknu, en eftir að ég var byrjaöur fannst mér ekki koma annað til greina en að ljúka þvi. Ég hafði þarna áöur unnið við blaðamennsku, og hún blundaði alltaf einhversstaðar bakatil, jafnvel þó mér fyndist sjálfsagt að ná mér i einhverja menntun, eftir aö ég var einu sinni byrjaður i skóla. Lögfræðimenntunin er nokkuð almenns eðlis, það er að segja að þú getur nýtt þér hana i talsvert mörgum störfum. Ef þú ferö i læknisfræði til dæmis, þá býður þin litið nema skurðar- borðið. Lögfræðin þrengir ekki eins að. Þegar auglýst var eftir frétta- manni við útvarpið, haustið eftir að ég lauk námi, sótti ég um, lék forvitni á að vita hvernig það starf væri. Síðan eru sex ár i þess- ari viku. Ég er liklega ágætt dæmi um það hvernig rótleysi i æsku gerir það að verkum að einstaklingur hafnar einhversstaðar án þess ef til vill aö ætla sér það. Kannski á rangri hillu. En ég er þá lika far- inn að þekkja þá hillu vel. Sumpart langar mig i lögfræði- störf, en sumpart ekki. Það eru skemmtilegar hliðar á þvi starfi, en ég hef ekki komið að þvi ennþá að taka ákvörðun um að breyta til. Hingað til hef ég alveg getað lifaö án þess að vera lögfræð- ingur. Ég er reyndar ekkert einsdæmi i blaðamannastétt, það eru fleiri lögfræðingar i henni en ég. Og menn með mjög fjölbreytta menntun. Hér á fréttastofunni eru hagfræðingar, mannfræðingar og fleira og fleira, en það er hér eins og á öðrum islenskum fjölmiðl- um, að mannfæðin eru svo mikil að menntun þessara manna fær ekki að njóta sin. Þeir eru vegna manneklu látnir sinna verkefnum þar sem sérmenntunin kemur að engu gagni”, sagði Jón Orn Marinósson. eftir Guðjón Arngrímsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.