Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 10.10.1980, Blaðsíða 19
__holgarpÓBturíhrL. Föstudag ur 10. október 1980 19 I""' I ® % X\ V Gagngerrar uppstokkunar er þörf á stjórnun ríkisútvarpsins Eiður Guðnason útvarpsráðsmaður deilir hart á yfir- stjórn ríkisútvarpsins á samtali við Helgarpóstinn Ég hef fengiö þaö sterklega á tilfinninguna, aö mun skarpari stjórn þurfi á innanhúsmálum rikisútvarpsins og þá sérstakiega hjá hljóövarpinu. Þaö hefur veriö rekin sú pólitik hjá yfirstjórn út- varpsins aö kenna stjórnmála- mönnum um ailt þaö sem miöur hefur fariö hjá stofnuninni og þvf boriö viö, aö hún fái ekki þá fyrir- greiöslu sem þarf. Sannleikurinn er hins vegar sá, aö þaö er ekki viö stjórnmálamenn eina aö sak- ast, heldur hefur yfirstjórn út- varpsins alls ekki sótt sin mál meö þeim hætti sem þarf. Þaö var Eiöur Guönason alþingismaöur og meölimur i Ut- varpsráöi sem ofangreint mælti i samtali viö Helgarpóstinn, en málefni rikisútvarpsins hafa tals- vert veriö til umræöu undanfarn- ar vikur meö tilkomu hinnar svo- kölluöu vetrardagskrár hjá þess- um fjölmiðlum. Eiöur hefur auk starfa í Utvarpsráði aö baki 16 ára starfsreynslu i fréttamennsku og var viö störf hjá sjónvarpinu um áraraöir, og þekkir þar af leiöandi innviöi rikisfjölmiölanna til hlitar. „Fólk kvartar yfir öllu viövikjandi rikisfjölmiölunum, nema afnotagjöldunum sem eru langtundir raunviröi,” hélt Eiöur áfram. „Hins vegar veröur ekki hjá þvi horft að gagnrynisradd- irnar eru háværari þegar rætt er um hljóövarpið en sjónvarpiö. Fólk hefur t.d. dvaliö á hinum Noröurlöndunum skammast yfir- leitt ekki Ut i i'slenska sjónvarpiö og viöurkennir aö þaö sé sist lak- ara en sjónvarpsstöövar hinna Noröurlandanna. Annaö hljóö kemur hins vegar i strokkinn þegar slikur samanburöur á sér staö varöandi hljóövarpiö. Nú i desember eru liöin 50 ár siðan hljóövarpiö tdk til starfa og þaö verður aö segjast eins og er, að þaö hefur ekki náö aö fylgja örri framþróun i Utvarpsrekstri og stendur þvi miöur aö baki, sambærilegum hljóövarpstööv- um i nágrannalöndum okkar.” „Þar rikir brotalöm i kerfinu” Eiöur sagöi siöan, aö ailur kraftur yfirstjórnar hljóövarps- ins heföi fariö I baráttuna fyrir nýju Utvarpshúsi, en minna um það hugsaö aö huga aö ýmsum smærri og veigamiklum málum i rekstrinum sjálfum. „Staöreynd- in er sú,” sagöi Eiöur, „aö enda þótt framkvæmdir hæfust strax á morgun viö „Utvarpshöllina” i Fossvogshverfinu, þá munu liöa a.m.k. 4—5 ár þangaö til starf- semi hljóövarps gæti flust þang- aö. Þaö er fullljóst aö núverandi húsnæöiskostur og tækjabúnaöur hljóövarps þolir alls ekki þá biö og óhjákvæmilega verður að gera ýmsar róttækar breytingar á hon- um á næstu misserum. Ekkert viröist hafa veriö hugsaö til þess hjá yfirstjórn útvarpsins að brúa biliö fram aö þeim tima aö Ut- varpshús risi. Þar er brotalöm i kerfinu.” 1 framhaldi af þvi, benti Eiöur Guönason á þá staöreynd, aö fyrst nú væri fyrirhugaö aö koma upp tækjum sem geröu kleift aö senda út í stereó enda þótt slikt heföi veriö unnt fyrir löngu. Þá sagöi hann, aö tækjabúnaöur heföi ekki veriö endurnýjaöur svo nokkru næmi i áratugi og benti I þvi sambandi á möstrin á Vatns- endahæö, sem eru grundvöllur þess aö fólk getur hlustaö á Ut- sendingar hljóövarpsins á lang- bylgju. „Þessi möstur eiga aö vera fallin fyrir löngu, samkvæmt niöurstööu sérfræöinga og endurnýjun þeirra og ný langbylgjustöö mun ekki kosta undir þremur milljöröum króna. Engar áætlanir hef ég heyrt frá yfirmönnum Utvarpsins I þá átt, hvernig fjármagna skuli endurnýjun þessarar móttöku- stöövar á Vatnsenda. Menn veröa að átta sig á þvi, aö þaö er til litils aö flytja i nýtt og fullkomið Utvarpshús, ef ekki eru siöan fyrir hendi tæki til aö senda dagskrána út,” sagöi Eiöur Guönason alþingismaöur. — Hvaö meö daglegan rekstur á stofnuninni? „Ég verö aö viöurkenna, aö oft og einatt finnst mér þar of laus- lega haldiö á málum. A fundum Utvarpsráös koma stundum upp ýmis smámál á milli deilda — deildakrap, sem ættiaö vera utan funda útvarpsráös og afgreiöast hjá yfirmönnum. En einhverra hluta vegna finnst mönnum það eiga viö aö reka þessi kvörtunar- mál sln á Utvarpsráösfundum, enda þótt útvarpsstjóri hafi litiö mætt á fundum ráösins frá því I júnf.” ....hjakkað i sama farinu áfram.” — Hvaö er til ráöa aö þinum dómi og hverju á aö breyta? „Ég held aö óhætt sé aö huga aö grundvallarendurskipulagi stofn- unarinnar. NUverandi skipan mála I sjónvarpinu var komiö á, áöur en sjónvarpiö byrjaöi fyrir 14 árum og þvi ekki óeðlilegt aö endurskoöa þá skipan mála, eftir reynslu þessara ára. Skipulag hljóövarpsins hefur og litlum breytingum tekiö um áratugi og ég óttast ef ekki veröur hugaö aö breytingum á stjórnsýslustofn- unarinnar, þá sitji hUn eftir og það veröi hjakkaö i sama farinu áfram. Þaö er nefnilega allt of rikt hjá yfirmönnum stofnunar- innar, að breytingar séu flestar til bölvunar. Ég skal viöurkenna aö vissrar ihaldsemi er þörf hjá stofnun sem þessari, en allt of langt hefur veriö gengiö á þeirri brautinni. Útvarpsráð hefur oft og einatt komiö meö nýjar tillögur varandi dagskrárgeröina, en yfirstjórnin yfirleitt afgreitt þær meö þeirri yfirlýsingu aö ekki séu til pen- ingar til sllkra framkvæmda. Þannig hafa tillögur um auka- kvikmynd á laugardagskvöldi, næturútvarp og fleira veriö afgreiddar og svæföar. Ég veit vel aö fjárhagur stofnunarinnar erafleitur, og hef ég sjálfur barist fyrir þvi aö afnotagjöldin veröi hækkuö og aö tolltekjur sem stofnunin fékk af innflutningi lit- sjónvarpstækja fáist aftur. Hitt er svo annaö mál, aö ýmsar þær til- lögur sem útvarpsráösmeölimir hafa boriö fram, þurfa ekki aö vera fjárhag stofnunarinnar of- viða. Þaö viröist svo sem ýmsum embættismönnum stofnunarinnar sé ekki alltaf um þaö gefiö, aö taka upp nýjar hugmyndir og útfæra þær. Þannig reyna þeir stundum aö svæfa og þæfa hug- myndir útvarpsráös.” Þannig má nefna, aö þaö var um áramót aö útvarpsráö samþykkti aö textar kæmu á fréttir sjónvarpsins til þjónustu fyrir heyrnarskerta. Þaö er fyrst nú sem þaö er aö koma til framkvæmda.” „Breytinga og bóta þörf ’ — Er útvarpsráö algerlega saklaust I öllum þessum ferli, sem þú hefur lýst?? „Viö veröum aö átta okkur á þvi hver staöa Utvarpsráös er. Þaö sér á engan hátt um fjármálastjórn rikisUtvarpsins né daglegan rekstur, heldur er eins konar ritstjórn dagskrár. Útvarpsráö á aö móta heildar- Eiöur Guönason: „útvarpsstjóri hefur litiö mætt á fundum út- varpsráös sföan i júni ...” stefnu dagskrárinnar og gera athugasemdir eftir á, ef þvi finnst aö snuröa hafi hlaupiö á þráöinn viö framkvæmd hennar. Þaö er t.d. mikill misskilningur aö Ut- varpsráö sé á nokkur hátt aö rit- skoöa þaö efni sem heyrist I Utvarpi. Viö gerum okkar athuga- semdir eftir á, en komum ekki I veg fyrir aö eitt og annaö sé sent Ut. Menn hafa þarna stundum snúiö hlutum viö og ruglaö saman hugtökum. Þegar viö deilum á ákveöna þætti Idagskrá.þá erum viöaögagnrýna, en ekki ritskoöa, enda fæ ég ekki séð hvernig rit- skoöun veröur framkvæmd eftir á.” Aö lokum sagði Eiöur Guöna- son: „Þaö má margt um stjórnun á rlkisútvarpinu segja, en almennt held ég að gagngerrar uppstokkunar sé þörf. 1 fyrsta lagi er nauösyn á virkri framkvæmdastjórn á þessari stofnun, en þaö er nokkuð sem þar ekki fyrirfinnst i dag. öflug framkvæmdastjórn gæti leitt til þess, aö útvarpsráö t.d. þyrfti ekki aö koma saman nema ef til vill einu sinni á mánuöi og að verkefni þess yröi þá einvörðungu aömóta heildarstefnu idagskrár- gerö og fara yfir og gera athuga- semdir viö áöur Utsenda dagskrá. Smámálin yröu þar meö Ur hönd- um Utvarpsráös og þau yröu leyst innan stofnunar eins og eölilegt er. Þegar á heildina er litið getur enginn neitaö þvl aö bóta og breytinga er þörf á innri gerö islenska rikisútvarpsins,” sagöi Eiöur Guönason útvarpsráös- meölimur. Að sjá stjörnur Þegar klámhundur- inn gerði kvikmynd Austurbæjarbió: RothÖggið (The Main Event) Bandarisk. Argerö 1979. Handrit: Gail Parent og Andrew Smith. Aöalhlutverk: Barbra Steisand, Ryan O’Neal. Leikstjóri: Howard Sieff. Hollywood og Barbra Streisand tengjast órjúfanleg- um böndum i minum huga, sennilega vegna þess aö sú siðarnefnda sést ekki I öörum myndum en þeim sem halda i heiðri gamla Hollywood sjarm- anum. Ef sjarma skyldi kalla. Myndirhennar eru á vlxl mikil- fenglegnar söngva og dans- myndir, og léttar grin og ástar- myndir, eins og Rothöggiö. HUn er ekta Hollywood glans- mynd, meö tveimur kynþokka- fullum stjörnum I aöalhlutverk- um, fjallar um lífið I og viö rlkramannahverfin I Los Angeles, byggir spennuna ann- arsvegar á Iþróttakeppni, og hinsvegar á ástarsambandi stjarnanna, húmorinn er býsna fágaður og byggir oft á flóknum orðaleikjum, kynllfiö er gefiö i skyn og ofbeldiö er lengstum fyndiö. Reyndar er ekki mjúkur fókus á myndavélunum, en stlll Rothöggsins er allur I þá átt — sykursætur. Flestir hafa gaman af þessu. Mér þótti hUmorinn I myndinni oft á tlöum ágætur, og I skemmtimyndum frá Holly- wood kemur ekki dautt augna- blik. Þeir eru of flinkir þar I sinu fagi til að láta slikt koma fyrir. Spurningin er liklega: Hefurðu gaman af Barbru Streisand? Hún leikur rika konu, sem verður gjaldþrota og á ekkert eftir nema samning við uppgjafa hnefaleikara (Ryan O’Neal). Myndin snýst svo um Barbru og tilraunir hennar til að koma kappanum i keppni á ný. Þessi tvö léku saman I sam- bærilegri mynd fyrir nokkrum árum ( For Tete’s Sake — eftir Bogdanovich) og tókst þar mun betur upp en nú, að minum dómi ekki slst vegna þess að Barbra var þar ekki alveg jafn yfir- gengileg. Leikstjórinn Howard Zieff geröi lika góöa mynd fyrir nokkrum árum, Hearts of the West, en i Rothögginu eru hvorki aðalleikarar né leikstjóri uppá sitt besta. Hæfileikarnir eru þarna greinilega, en neistan vantar. Það er svosum skiijanlegt. Þaö sækir enginn innblástur i handritið aö Rot- högginu. Laugarásbió: Caligula. Bandarísk. Árgerð 1980. Hand- rit: Gore Vidal. Leikstjórar, Bob Guccione, Tinto Brass. Aöaihiutverk: Malcolm McDowell, Peter O’Toole.John Guilgud. Ofangreindur nafnalisti yfir þátttakendur I gerö myndar- innar um Caligula er dálltiö hæpin. Þeir hafa nefnilega hver af öbrum svariö hana af sér. Gott ef ekki allir helstu aðstand- endur og leikarar myndarinnar hafa firrt sig allri ábyrgð á endanlegri útgáfu hennar, — allir nema Bob Guccione. Penthousekóngurinn sem æltaði aö verða ódauölegur sem kvikmyndaframleiöandi. Guccione réö mætan ame- riskan rithöfund, Gore Vidal til aö skrifa handrit ab kvikmynd um hinn geðveika keisara Róm- verja Caligula, leikstjórann Tinto Brass, sem reyndar þykir ekki sérstakur snillingur, til aö stjórna henni, og ýmsar stórar stjörnur til aö leika. Ætlun Vi- dals viröist hafa veriö aö skapa listræna alvarlega kvikmynd um gjörspilltan einstakling I einveldisstööu og sýna hvernig hann eitrar og smitar allt sitt umhverfi uns þaö breytist I hamslaust villidýrasamfélag. Þetta listræna markmið gæti svo réttlætt og jafnvel hreinlega krafist opinskárra kynlifs- og ofbeldisatriöa. En einhvers staðar á leiðinni til klippiborösins hefur Pent- houskóngurinn afhjúpaö raun- verulegt ætlunarverk sitt, þ.e. að búa til klámmynd af áöur óþekktri stæröargráöu I skjóli frægra nafna og listræns yfir- skins. Útkoman er óneitanlega forvitnileg, sem dýrasta klám- mynd sögunnar. En hiö metn- aðarmeira listræna markmiö hefur vikið fyrir gróöa- hýggjunni, og ágætir listamenn úr leikarastétt, handritshöf- undur og leikstjóri fara trúlega hjá sér þegar þeir sjá starf sitt sett i þaö samhengi sem hin endanlega kvikmynd er eftir aö hún hefur farið gegnum hendur Gucciones. Ég tek fram, að ég sá þessa mynd i Bandarikjunum i sumar, og má mikið hafa gerst hér hjá kvikmyndaeftirlitinu ef hún hefur sloppiö llttklippt upp á tjald Laugarásbiós. Flest hugsanleg afbrigöi úrkynjunar kynferöislegrar náttúru og ónáttúru og ofbeldisnautnar grassera i Caligula. Mega þeir Malcolm McDowell og Penis O’Tool ...eh... Peter O’TolI láta sig hafa sitt af hverju, en gera einnig, ásamt nokkrum öörum góöa hluti þar sem glyttir I hina upprunalegu hugmynd Gore Vi- dals. Myndataka er misjöfn aö stil og áferð, en oft falleg. Þessi mynd er fenómen og hnýsileg sem slik. _ aþ Barbra Streisand og Ryan O’Neal I Rothögginu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.