Helgarpósturinn - 17.10.1980, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 17.10.1980, Blaðsíða 2
Hafa áhrif Hæstaréttar á réttarþróun ekki verið eins sterk og æskilegt er og ekki tekið mið af breyttri réttarvitund almennings? „...Hefur hann með þessu atferli sfnu, sem rétt er lýst í ákæru, brotiö gegn 1. tl. 2. mgr. 1. greinar reglugeröar nr. 299/1975 um fiskveiöilandhelgi tslands, sbr. lög nr. 44/1948 um vlsinda- lega verndun fiskimiöa land- grunnsins og lög nr. 45/1974 um breytingu á þeim lögum. Sjá ná 2. mgr. 1. gr. reglugeröar nr. 415/1976 um friöunarsvæöi viö Is- land og reglugerö nr. 134/1977 um netaveiöisvæöi á Selvogsbanka, sbr. lög nr. 8-1/1976 um fiskveiöi- landhelgi Islands....” Ofangreint er úr Hæstaréttar- dómi frá árinu 1979 og ætti leik- manni viö fyrstu sýn, aö vera ljóst aö veriö er aö dæma I máli sem tengist fiskveiöum og meö þvi aö leggja saman tvo og tvo má fá þá niöurstööu aö þarna hafi lik- legast veriö aö kveöa upp dóm vegna landhelgisbrots. baö er lika raunin. Hitt er svo deginum Ijósara, aö tilvitnun til ákveöinna lagagreina segir ekki Pétri og Páli mikiö um þaö, hvaö um sé veriö aö fjalla. Þaö er fullljóst aö tungutak lög- fræöinnar er um margt mjög sér- hæft og velta má vöngum I því sambandi hvort afleiöing sllks geti ekki oröiö sú, aö almenningur fjarlægist spurninguna um rétt og rangt i laganna skilningi og láti sllkar vangaveltur alfariö í hend- ur sérfræöinganna — fræöimanna á sviöi laga og réttar. Fagleg umræða? En hvers vegna þessar vanga- veltur I upphafi greinarkorns um hlutverk og stööu Hæstaréttar á Islandi? Jú, ástæöan er sú, aö þegar Helgeirpósturinn leitaöi á miö hæstaréttarlögmanna og leit- aöi álits þeirra á áöurnefndu viö- fangsefni, þá var viökvæöi þeirra almennt þaö, aö I stuttu blaöaviö- tali gætu þeir vart fariö Ut í aö gagnrýna starfsemi Hæstaréttar hvorki almennt né I einstökum atriöum. Eöa eins og einn ónefndur hæstaréttardómari sagöi: „Viö lögmenn erum ekkert áfram um aö ræöa framkvæmd og eöli Hæstaréttar, nema út frá mjög faglegu sjónarhorni og þá I umræöu meöal fræöimanna I fag- inu. Lögmenn gagnrýna ekki dómstóla meö almennum oröum ogupphrópunum fblööum,” sagöi þessi hæstaréttarlögmaöur. Þessi orö vekja nokkra undrun. Er málum svo komiö aö þaö er aöeins á færi fárra útvaldra aö fjalla I ræöu og riti um dómskerf- iöi'landinu ogaöslík umræöa geti aöeins fariö fram á sérhæföu tungumáli fræöimanna? Nokkrir lögmenn voru spuröir um þetta atriöi, en þeir neituöu þvl aö mál- um væri svo komiö. Hins vegar bentu þeir á, aö Hæstiréttur væri aösta dómstig I landinu og réttur- inn ætti aö hafa traust meöal al- mennings og þvl væri þaö óþarft og óréttlátt aö hefja umræöu um Hæstarétt á „almennumog losara legum grundvelli” einsog einn lögfræöingur oröaöi þaö. Og hann sagöi einnig: „Þaö er til litils og raunar ódrengilegt af lögfræöing- um aö stlga fram I fjölmiölum og bera fram li'tt faglega rökstudda gagnrýni á starfsemi Hæstarétt- ar. Viö slíktgetur maöur ekki sett nafn sitt.” A hinn bóginn voru þessir viö- mælendur Helgarpóstsins reiöu- búnir til aö ræöa viö blaöiö — ekki undirnafni— um ýmsa starfsemi Hæstaréttar sem ýmsir álitu aö mætti lita nánar á. „Hæstiréttur erekkert heilagt fyrirbæri I okkar þjóöllfi,” sagöi einn lögfræöingur viö blaöiö, „en i gegnum árin hef- ur starfsemi hans tekiö litlum breytingum og almennt þykir skipulag réttarins og störf hans vera eins og best veröur á kosiö — þó meö smávægilegum undan- teikningum sem auövitaö finnst alls staöar ef leitaö er.” Yfirhlaðinn Hæstiréttur Hæstiréttur Islands hefur nú starfaö i rúm 60 ár. Stofnun hans var nátengd sjálfstæöisbaráttu þjóöarinnar, þvl um leiö var hlut- verki Hæstarétts Danmerkur lok- iö hér á landi, samhliöa þvi sem Landsyfirdómur var lagöur niöur og Hæstiréttur tók viö hlutverki hans. Frá upphafi og fram á þennan áratug, meö nokkurra ára undantekningu, hafa dómendur veriö fimm, en eru nú sjö talsins. A fyrstu 10 árunum var fjöldi þeirra mála, sem stefnt var fyrir Hæstarétt, á bilinu 31—143, en samkvæmt upplýsingum Björns Helgasonar þingritara var mála- fjöldi áriö 1978, 224 og áriö 1979, 221. A hinn bóginn voru dæmd mál á sföasta ári aöeins 167.Þessi mismunur getur orsakast m.a. vegna þess aö báöir málsaöilar á- frýja til Hæstaréttar og þá er á þau litiö sem tveimur málum hafi veriö áfrýjaö, en aöeins aö sjálf- sögöu dæmt I einu. Þá hefur þaö einnig veriö þannig, aö Hæstirétt- ur hefur alls ekki komist yfir all- an þann fjölda mála, sem dómn- um hefur borist og þvl hefur nokkur bunki óafgreiddra mála hlaöist upp, sem siöan er dæmt I eftir réttri tlmaröö. Hæstaréttar- ritari sagöi i samtali, aö á siöustu þremur árum heföi réttinum nokkurn veginn tekist aö halda I horfinu, þannig aö ekki heföi stækkaö hlaöi óafgreiddra mála. „En þvl miöur er enn nokkuö langt I land meö þaö, aö rétturinn geti tekiö mál fyrir jafnóöum og þau eru formlega tilbúin til af- greiösluhjá Hæstarétti, þvl önnur eldri mál eru þar fyrir,” sagöi Björn Helgason. Sagöi Björn aö þaö gæti liöiö ár og vel þaö, frá þvi aö öllum formsatriöum hafi veriö fullnægt og þangaö til máliö væri dómtek- iö. „Ég held aö seinagangurinn sé raunverulega ekkert meiri hjá Hæstare’tti, en öörum aöilum dómskerfisins,” sagöi einn hæstaréttarlögmaöur. „Meöferö dómsmála er alltof hæg og þar er ýmsu um aö kenna. Lögmönnum héraösdómi og þá einnig Hæsta- rétti. Hins vegar er æöi oft orsök- in aðstöðuleysi og mannfæö hjá þessum aöilum.” Annar lögmaöur var þó öllu kjarnyrtari um þetta atriði, og sagöi þaö vera hreint verk- stjórnaratriöi hjá Hæstarétti hve hröö afgreiösla mála væri. „Ég stóðiþeirri trú, þegar dómendum I Hæstarétti var fjölgaö upp í 7, en þar meö væri skapaöur grund- völlur fyrir tvö gengi dómenda, þannig aö samtimis væru starf- andi tveir þriggja mánna dómar. Þaö hefur hins vegar ekki veriö nýtt sem skyldi og afleiöingin oröiö sú, aö seinagangurinn er nákvæmlega sá sami og alltaf hefur veriö.” 1 lögum um Hæstarétt segir efnislega aö fimm dómarar skuli skipa dóminn, en I kærumálum og minniháttar einka- og opinberum málum er leyfilegt aö aðeins þrlr dómarar sitji I dómnum. Þaö er dómurinn sjálfur sem ákveöur hverju sinni samkvæmt lögunum hve margir sitji I dómunum i þaö og þaö skiptiö. Björn Helgason hæstaréttarrit- ari sagöi, aö þaö gæti veriö mats- atriöi hvort þörf væri d fimm dómendum eins oft og raun ber vitni. „1 flestum tilvikum eru fimm I dómnum og þvi veröur ekki neitaö aö eftir því sem fleiri sitja þar mætti ætla aö réttlætiö væri enn tryggara en ella. Hins vegar er þaö boröleggjandi aö störf Hæstaréttar myndu vafa- laust ganga hraöar fyrir sig, ef dómendur væru I flestum tilfell- um aöeins þrlr, þannig aö tveir þriggja manna flokkar dómende væru aö starfi samtlmis I mis- munandi málum.” Bjöm sagöi einnig, aö mikil fjölgun heföi oröiö á vettvangi opinberra mála á slöustu tímum og væri þaö hald ýmissa aö þar væru sökunautar fyrst og fremst aö fresta afplánun, þvl sam- kvæmt lögum koma dómsorö I héraösdómi ekki til fullnustu ef áfrýjaö er, fyrr en Hæstiréttur hefur kveöiö upp sinn dóm. Kaupa sér stundar- frið með áfrýjun Cnefndur lögmaöur haföi þessa sömu sögu aö segja, og taldi aö menn dæmdir I héraöi, væru farnir aö kaupa sér nokkurra missera friö, meö því aö áfrýja dómum, enda þótt gjörsamlega væri vonlaust aö búast viö ööru, en Hæstiréttur staöfesti dóm und- irréttar, enda má ætla aö réttur- inn staöfesti um 70% af dómum héraösdóms, þótt engar nákvæm- ar tölur liggi fyrir um slíkt. „Dæmdir menn I viöskiptallfinu íeika þennan leik dálítiö,” sagöi lögmaðurinn. „Þeir vinna þarna tlma og geta þá gert ýmsar ráö- stafanir — og ekki eru þær allar i þá átt aö safna fé til borgunar sekta, heldur frekar að búa I hag- inn fyrir sig og sina meö öörum hætti.” Seinagangurinn hjá Hæstarétti ýtir og undir þessa þróun.” Þarna er þvi greinilega um vixláhrif aö ræöa. Málum fjölgar m.a. vegna þess aö Hæstiréttur annar ekki málafjöldanum og þá sjá ýmsir fram á möguleika á frestun afplánunar og vegna fjölgunar mála eykst enn biötimi eftir afgreiöslu. Þó eru ákveönar reglur um áfrýjun. Ekki er unnt aö áfrýja öllum málum. sem héraösdómur hefurdæmt i. Um þaö eru skýrar reglur, sem of langt mál yröi aö fara aötiundahér. Almennter þó óhætt aö segja aö litlar hindranir séu á þvi, aö unnt sé aö áfrýja málum til Hæstaréttar. Slöastliöin fimm ár hefur veriö frumvarp í gangi innan Alþingis, sem mögulega yröi til þess aö létta á störfum Hæstaréttar. Þaö er frumvarp til lögréttulaga. Þar er hugmyndin sú, aö eitt dómstig bætist viö — svokölluö lögrétta. Hins vegar er ekki ætlunin aö mál geti þar meö fariö I gegnum þrjú dómsstig, þ.e. Héraösdóm, lög- réttu og slöan Hæstarétt, heldur fari t.d. sum mál framhjá héraösdómi og beint i lögréttu og þaöan ef áfrýjaö yröi til Hæsta- réttar. Sömuleiöis myndu málum úr héraöi áfrýjaö til lögréttu og þ.ir yröi fullnaöardómur kveöinn upp. Þessi lögréttulög myndu þar meö berlega létta á starfi Hæsta- réttar, en þessi lög hafa nú verið i farvatninu síöustu fimm ár og fariö I gegnum marga hreinsun- arelda, enekki hlotiö fullnaöaraf- greiðsluennþá hjá löggjafarvald- inu. Það eru því ýmsar breytingar fyrirhugaöar á dómskerfinu. en þaö hefur ekki tekiö stórum breytingum á undanförnum áratugum, enda þótt lög og réttarvitund almennings breytist sifellt meö nýjum og gjörbreytt- um timum I þjóðfélagi okkar og allri þess gerö. „Lögfræöin er i eöli slnu ihaldsöm fræöigrein og þar af leiöandi er Hæstiréttur þaö lika”, sagöi einn ónefndur hæsta- réttarlögmaöur. Enda þótt Hæstiréttur grund- valli sitt starf á stjórnarskránni og settum lögum og reglum af hendi löggjafarvaldsins, þá gætir áhrifa hans þess utan á alla réttarþróun i landinu. Þar eru kveönir upp fullnustu dómar — dómar sem standa um aldur og ævi og veröur ekki hnekkt. Sett lög geta aldrei fyllt upp i allar glufur og veitt svör við þeim aragrúa spurninga sem vakna, þegar mál eru rekin. Ef Hæsti- réttur getur ekki byggt dóma sina á rikjandi lögum, vegna þess ein- faldlega aö engin lög ná yfir viö- fangsefni dómsins, þá er ann- aöhvort leitað eldri fordæma, sem gætu náö yfir sama sviö, eöa dómurinn leitar álits fræöimanna og dæmir samkvæmt eöli máls eins og þaö er kallaö. „Almenn réttlætiskennd, llfsýn og persónu- legar skoöanir hæstaréttardóm- ara eru aö sjálfsögöu bakgrunnur allra dóma, þótt i flestum tilfell- um sé þeim unnt aö rökstyöja niöurstööu sina meö tilvisan i lög ogreglugeröir. t sumum tilfellum veröa þeir aö lita til almennrar réttarvitundar i landinu og dæma samkvæmt eöli máls, og þar er matiö i hendi dómenda,” sagöi lögfræöingur einn sem HP talaöi viö. 1 Bandarikjunum t.d. er Hæsti- réttur mjög svo mótandi afl og tekur stefnumötandi afstööu til ýmissa mála, eins og kynþátta- mála. Þar eru dómar óhikaö kveönir upp, þótt lagabókstafinn sé hvergi aö finna og er þaö þar meö rétturinn sem óbeint skapar fordæmiöog þannigvisi aö nýjum lögum. Er sem sagt langtum meira en afgreiöslustofnun held- ur einnig frumkvæöishafi við mótun nýrrar réttarvitundar hjá fólki. Hér á landi er þessu hins vegar ekki þannig fariö. Hæstaréttar- lögmaöur sagöi I samtali viö blaöiö, aö honum þætti Hæstirétt- ur Islands, allnokkuö hikandi, þegar að þvf kæmi aö dómurinn þyrfti aö taka af skariö og dæma samkvæmt eöli máls og þannig óbeint móta nýja réttarreglu. „Þaö er eins og þaö sé mikil hræösla viö slikt hjá réttinum”, sagöi þessi maður. „Þaö er sjálf- sagt aö fara varlega meö slikt, en i þessu finnst mér og mörgum eftir Guðmund Arna Stefánsson myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.