Helgarpósturinn - 17.10.1980, Síða 10

Helgarpósturinn - 17.10.1980, Síða 10
10 TRÉSKÚRÐUR: Viðarkubbum breytt Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir ____________________SÖFNUN: „ÞYRFTI AÐ VERÐA 100 ÁRA” — segir Ulrich Richter, sem hefur nóg að gera við að sinna áhugamálunum í listaverk (Jtskornir munir og húsgögn eru nú aö komast aftur i tisku, en samt er útskuröur á undanhaldi f húsgagnaiönaöinum. Ástæöan er fyrst og fremst sú, aö þetta er seinlegt verk og þvi dyrt, og svo kemur hitt til aö gömlu tré- skuröarmeistararnir eru smám saman aö hverfa af sjönar- sviöinu. Ef menn vilja skreyta heimili sin sjálfir meö tréskuröi, er nánast bara einn staöur hér á landi, þar sem tilsögn er veitt i kunstinni. Þaö er i kjallara viö Bárugötuna, en þar heldur Hannes Flosason tréskuröar- meistari og tónlistarkennari námskeiö allan veturinn. ,,Ég læröi tréskurö i Iönskólan- um fyrir nær 30 árum”, sagöi hann, þegar blaöamaöur Helgar- póstsins leit inn á eitt námskeiöiö á dögunum. „Svo lá þetta lengi niörihjá mér, enda engin störf aö fá i iöninni. Ég snéri mér i staöinn aö tónlistinni. En svo byrjaöi ég meö þessi námskeiö nánast fyrir tilviljun fyrir 9 árum og hef haldiö þeim áfram óslitiö síöan.” Hannes hefur námskeiöin á kvöldin og um helgar og stendur hvert þeirra I tvo mánuöi. A þeim tima geta menn fengiö nokkra innsvn i þessa listgrein og fram- haldiö fer svo eftir áhuganum. Hannes Flosason eyöir flestum kvöldum i aö halda hinni fornu tréskuröarlist lifandi hér á landi. „Sumir eru búnir aö vera hjá mér i 5—6 ár,” sagöi Hannes. „Þaö tekur langan tima aö til- einka sér þetta, en eftir þvi sem menn eru lengur hafa þeir meiri ánægju af þvi. Möguleikarnir aukast alltaf I hlutfalli viö get- una.” Fyrstu verkefni nemendanna eru veggplattar af ymsum geröum, en þegar lengra erkomiö geta menn gert nánast hvaö sem er. I myndasafni Hannesar getur aö lita klukkur, myndaramma, gestabækur, sófaborö, lampa, stofuskápa stóla og margt fleira, allt fagurlega útskoriö. „Sumir fara áfram i myndlist- ina,” sagöi Hannes. „Ýmsir okkar mestu listamanna hafa byrjaö feril sinn meö tréskuröi, eins og t.d. Asmundur Sveinsson og Rikharöur Jónsson. En hvort þetta veröur handavinna eöa list hjá fólki er undir persónunum komiö. Ég kenni þeim tæknina enlistin kemur frá þeim sjálfum, þegar tæknin er fyrir hendi.” Hannes notar flestar sinar fristundir frá tónlistarkennslunni i þessi námskeiö, en hann sagöist veröa aö viöurkenna aö hann heföi ákafiega gaman af þess—. Fólkiö væri svo jákvætt I þessum störfum aö þaö væri meö fádæm- um. I kjallaranum hjá Hannesi hitt- um viö fólk á ýmsum aldri og báöum kynjum og á ýmsum stig- um i náminu. Meöal þeirra, sem lengra voru komnir voru þau Kristjana Einarsdóttir og Simon Simonarson, sem bæöi hafa sótt þessi námskeiö i 1 1/2 ár. „Maöursækir i félagsskapinn,” sagöi Simon. „Þótt ég hafi oröiö aöstööu til aö vinna þetta heima, geri ég litiö af þvi. Þaö er skemmtilegra aö vinna svona þolinmæöisvinnu innan um aöra.” „Já, og hér er alls konar fólk,” sagöi Kristjána. „Ég hef veriö hér i félagsskap skólastjóra, smiöa og húsmæðra, byrjenda og lengra kominna”. .Bæöi hafa þau smiöaö sér fjöl- marga hluti i heimili sin. Til dæmis hefur Kristjana skoriö út borölampa, standlampa, horn- skáp og hillu viö hann. Þetta kvöld vann S&non viö skreytingu myndaramma, en Kristjána var aö smiöa fundahamar, sem hún ætlar aö gefa. „Síðan ég hætti aö vinna hef ég haft svo mikiö aö gera, aö ég sé ekki fram út þvi og mér hefur aldrei liöiö eins vel,” sagöi Ulrich Richter fyrrum verkstjóri hjá Flugleiöum i samtali viö Helgarpóstinn. Ulrich hefur svo mörg áhuga- mál, aö meira getur vlst enginn komist yfir. A sumrin einbeitir hann sér að garöinum og sumar- bústaönum, sem hann hefur átt I 30 ár. Þar skipta trén oröið þúsundum og þau stærstu eru nú um fjögurra metra há. I garöin- um heima hefur hann komiö sér upp gróöurhúsi, þar sem hann ræktar blóm og grænmeti. Blómafræin pantaöi hann frá Englandi til að reyna nýjar tegundir og reyndust flestar þeirra vel hér. „En nú kemur veturinn og þá taka önnur áhugamál viö,” sagöi hann. „Ég var að setjast á skóla- bekk I haust I gamla skólanum minum, þar sem ég stundaöi nám fyrir 60 árum, Miöbæjarskólan- um. Námsflokkar Reykjavlkur eru þar meö námskeiö i ættfræöi, en ég hef lengi grúskaö i þvi aö safna: upplýsingum um mina ætt og ætt konu minnar. Já, blessuö vertu, ég fer langt aftur, alveg aftur til óöins sums staöar. En hvaö sú ættartafla er áreiöanleg skal ég ekki ábyrgjast. Ég hef haft áhuga á þessu geysilega lengi, alveg frá þvi aö ég vann sem strákur i Fálkanum. Þar kom Eirikur Guömundsson bakteriunni I mig. En meöan ég var aö vinna haföi t égekkitima tilaö liggja á söfnum ' svo þaö er ekki fyrr en núna sem ég get sinnt þessu aö gagni.” Ættfræöibækur skipa vitaskuld verulegt rúm I bókaskápum Ulrichs, en þar kennir lika margra annarra grasa. Engan áhuga á peningum „Égá ekkertaf reyfurum, enda hef ég aldrei haft gaman af aö lesa þá. Þetta er helst þjóölegur fróðleikur og þá sérstaklega af Snæfellsnesi og úr Breiöafiröi, þaöan sem ég er ættaöur. Ég hef lika safnaö miklu af ljóöabókum og rimum, en af rimum á ég nú um 130. Þær fékk ég aö verulegu leyti eftir Vigdisi Kristmunds- dóttur móöursystur mina. Maöur er kominn á þann aldur, aö ættingjarnir eru farnir aö falla frá. Ég hef engan áhuga á pening- unum þegar veriö er aö skipta búum, maður getur alltaf unniö fyrir þeim. Ég hef meiri áhuga á aö fá eitthvaö gamalt og yfirleitt hata aörír ekki áhuga á þvi.” Ulrich hefur um langt árabil veriö I Kvæöamannafélaginu Iöunniog var hann formaöur þess 113 ár, en nú er hann þar heiðurs- félagi. Ahugi hans á kvæöum og Tveir nemendanna, Kristjana Einarsdóttir og Slmon Simonarson viö vinnu sina. I dag skrlfar Guðmundur Arnlaugsson um skdK kæmi neitt annaö til væri skákin áreiðanlega ekki jafn vinsæl og hún er. Það er að visu all erfitt aö gera nákvæmlega grein fyrir þvi hvaö þetta „annað” er. Eitt af þvi sem snemma kemur i hugann er aö skákin reynir á hugkvæmni manna, hugarflug þeirra. Ef tveir menn horfa á sömu stööuna á skákboröi, er vlsast aö þeir sjái alls ekki hiö sama, annar sér þetta, hinn hitt, annar er meira „skáld” en hinn, hann eygir fleiri möguleika, skyggnist dýpra ef svo má aö oröi komast. Margt af sliku lær- ist meö þjálfun, en menn eru afar misvel úr garöi geröir hvaö þetta snertir, alveg eins og menn eru misgóöir hagyröingar og mismikil skáld. Orö sem fljótt kemur i hugann I þessu sambandi er leikflétta Einfalt dæmi úr taflbyrjun sem margir þekkja er þetta: 1. e4-e5 2. Rf3-d6 3. Bc4-Bg4 4. Rc3-h6 5. Rxe5-Bxdl 6. Bxf7+-Ke7 7. Rd5 mát. Þarna „lék hvítur af sér” drottningunni, en upp kom mát- staða, sem áreiðanlega kemur öllum á óvænt sem sjá hana i fyrsta skipti. Þessi brella er al- kunn og I ýmsum myndum, svo að jafnvel reyndir meistarar hafa flaskað á henni og tapað peði, eins og svartur heföi getaö hér, ef hann heföi veriö aöeins tortryggnari og leikiö 5. -dxe5. Mátstaöan er óvænt og snotur: þrir menn máta kónginn á hálf- opnu borði. Það þarf hugarflug til að láta sér detta þetta 1 hug, þótt ekki veröi þaö talið mikið afrek aö endurtaka svona fléttu ef maöur hefur séö hana áöur. Staöan er þessi, Morphy hefur svart, andstæðingur hans er Bird, kunnur enskur tafimeist- ari. Svartur hefur óskastöðu með opnar linur fyrir biskupa slna og hróka. Engu að siöur er merkilegt — og glæsilegt — 1. -Hxf2. Hvaö i ósköpunum ætlar hann sér? Bird hirbir hrókinn að sjálfsögðu: 2. Bxf2-Da3!!. Þetta var ætlunin, skyndilega er drottn- ingin komin yfir á hinn jaðar borösins og hótar máti. Hvitur má greinilega ekki drepa hana: bxa3, Bxa3mát. Birdlék 3.c3og nú varb framhaldið svo: 3. -Dxa2 4. b4-Dal+ 5. Kc2-Da4+ 6. Kb2-Bxb4! 7. cxb4-Hxb4+ 8. Dxb4-Dxb4+ 9. Kc2 Aumingja Bird er svo aðfram- kominn eftir þessa leifturárás aö hann finnur ekki besta leik- inn. Heföi hann leikiö Ka2, hefði Morphy orðið aö láta sér nægja þráskák. 9. -e3 10. Bxe3-Bf5+ 11. Hd3-Dc4+ 12. Kd2-Da2+ 13. Kdl-Dbl+ og Bird gafst upp eftir fáeina leiki. Dæmið er úr skák er Morphy tefldi i Evrópuför sinni árið 1858. HUGARFL UGIÐ OG Stundum getur veriö erfitt fyrir okkur sem höfum yndi af skák að skýra það fyrir þeim sem ekki kunna að tefla, hvað það eiginlega er sem gerir þessa Iþrótt svona töfrandi i okkar augum. Margir sem ekki þekkja mikiö til tafls jafna þvi oft til einhvers konar hugarreiknings, og þaö er vissulega rétt og satt aö mikið af hugarstarfi skákmanns sem er aö tefla er eins konar hugar- reikningur: „efégleikþessu, þá leikur hann hinu.... En ef ekki sem er ljómandi góö islenskun á oröinu kombination, en þaö er notaðum þetta á erlendum mál- um. Margar skýrgreiningar eru til á leikfléttu, en engin góð. Gagnvart áhorfanda lýsir fléttan sér þannig aö teflandinn leikur leikjum sem hver um sig virðast ekki góöir, oft viröist hann vera aö leika af sér manni eöa mönnum. En svo kemur allt i einu i ijós hiö innra samhengi þessara leikja, þeir eru eins og hlekkir I keöju sem leiöir til hagnaöar eöa jafnvel vinnings. Skák: Guðmundur Arnlaugsson — Spil: Frlðrik Dungal — Söfnun: Magni R. Magnússon — Bllar: Þorgrímur Gestsson Skák SKÁKIN Annað dæmi um fléttu sést á næstu mynd. Svartur á ofurefli liös og bæöi drottning og biskup hvits eru i bráöri hættu. En hvitur bjargar sér úr kreppunni með laglegri fléttu. Hann „leikur fyrst af sér” drottning- unni, tviskákar siðan og þótt báöir mennirnir sem skáka standi I uppnámi, er eina vörn svarts aö færa kónginn úr skák, en I næsta leik er hann mát: 1. Dh8+! !-Kxh8 2.Rxf7 + + -Kg8 3. Rh6 mát! (önnur leiö var 2. Rxg6++-Kg8 3. Re7 mát). Viö skulum svo lita á eina fléttu enn, i þetta sinn úr enda- tafli. Myndin sýnir stööu sem kom upp i skák, er var tefld i Osló áriö 1921 (borgin hét vist reyndar Kristiania þá.) Það er Nimzovitsch sem hefur svart gegn Lund . Nimzovitsch var baltneskur taflmeistari er bjó eftir heimsstyrjöldina fyrri i Kaupmannahöfn. Hann ferðað- ist mikiö um Norðurlöndin — nema Island sem hann kom aldrei til — tefldi fjölskákir og kapptefli af ýmsu tagi — og kenndi skák. Nimzovitsch hefur hrók og tvö peð gegn biskupi og riddara. En hvitur hefur búist þannig til varnar aö ekki virðist auðvelt að brjóta hann á bak aftur. En Nimzovitsch geröi þaö með laglegri fléttu: 1. -b4!! 2. axb4-Hxh4! 3. gxh4-g3!! 4. fxg3-c3+í 5. bxc3-a3. Og Lund gafst upp, þvi aö hann ræöur ekki við peðin, þótt hann eigi biskup yfir I bili. Þegar rætt er um hugarflug I skák dettur manni Morhy ósjálfrátt i hug, þessi geðþekki snillingur sem aöeins telfdi skák i örfá ár áöur en hann dró sig alveg i hlé, er hann hafði sigrað alla helstu skákmeistara heims með yfirburöum — „The pride and sorrow of chess” eins og hann var kallaöur. Margar glæsilegar fléttur eru til frá hans stutta ferli, meöal annars þessisem mér er einkar minnis- stæö og mér finnst enn i dag bera vott um feiknarlegt hugar- flug.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.