Helgarpósturinn - 17.10.1980, Qupperneq 11
Jielgarpósturinn. Föstudagur 17. október 1980.
11
IndriM hætti störfum á Skattstofunni um leiö og hann náöi eftirlauna-
aidri samkvæmt 95 ára reglunni, enda haföi hann annaö aö gera og
hefur enn.
JOKER v/HLEMM
Leiktækjasalur
HEITUR POTTUR
með innbyggðu vatnsnuddi
Ulrich og Margrét kona hans viö ævaforna klukku, sem gengið hefur
milli ættliöa i fjölskyldunni og er sögö hafa þá náttúru aö stoppa um leiö
og eigandi hennar deyr.
vlsum hefur leitt til þess, aö hann
hefur safnaö talsveröu af óprent-
uöum vlsum, sérstaklega ef þær
eru fyndnar. Kunningjar hans um
allt land senda honum gjarnan
vlsur, sem ganga manna á mill-
um.
,,A minu æskuheimili söfnuöust
kvæöamenn oft saman og kváöu
rlmur,” sagöi hann. „Þá læröi ég
kenningar þar til ég skildi þær
eins og venjulegt mælt mál.”
t vlsnasafni Ulrichs eru margar
vlsur eftir hann sjálfan. Ekki
vildi hann þö aö ég birti neina
þeirra. Hann kvaö þetta mest
vera tækifærisvlsur, sem hvergi
pössuöu nema á þeim staö og
þeirri stund, sem þær væru ortar
á.
En Ulrich safnar fleiru en bók-
um og vísum. Hann safnar llka
islenskri mynt og á nú alla is-
lenska slegna mynt sem gefin
hefur veriö út af rlkinu. Sumt I þvi
safni er mjög vandfengiö, eins og
t.d. þykki túkallinn, sem reyndist
of þykkur fyrir sööumælana og
var innkallaöur aftur. Alþingis-
hátlöarpeningarnir eru lika orön-
ir geysi verömætir. Meöal pen-
inganna I safni Ulrichs er tveggja
skildinga peningur, sem hann
fann i lóöinni viö sumar-
bústaöinn, en hann er viö Reynis-
vatn.
,,Ég hélt aö ég væri kominn
niöur á silfur Egils Skallagrims-
sonar, en þó ég leitaöi nokkuö
þarna i kring, þá fann ég ekki
fleiri peninga.
Ég fann lika einu sinni griskan
pening frá þvl um 1600 I læk og
hélt honum til haga. Ég hef yfir-
leitt alltaf haldiö I þaö sem ég hef
náö I. En sérstaklega hef ég
ánægju af aö safna gömlum mun-
um og bókum úr ættinni. Þetta er
það sem forfeöur manns hafa
handleikið og þess vegna þykir
manni vænt um þaö.”
Ulrich á eintak af fjóröu
bibliunni sem var gefin út á
Islandi, Grallarann, Jónsbók frá
1742 og fjölda sálmabóka frá 18.
öld og upphafi 19. aldar. Annars
kvaöst hann ekki safna miklu af
sálmum.
1 fórum hans eru margir hlutir,
sem aörir mundu sennilega ekki
halda upp á. Má þar nefna
myndir, sem hann hefur safnað af
Breiöfiröingum fyrri tíma. Þær
eru um 400 talsins og hefur hann
lagt sig fram um að finna út
hverjir voru fyirsæturnar. Hann
hefur lánaö þessar myndir til
eftirtöku fyrir minjasafn þar
vestra.
Ævagömul húsgögn skipa
veglegan sess á heimili Ulrichs og
konu hans, Margrétar Hjaltested,
og eru þau öll komin frá
forfeörum þeirra. Þessi húsgögn
hefur Ulrich ýmist látib gera viö
eða gert sjálfur viö.
,,Ég á stóran bllskúr, en engan
bll, svo ég hef komiö mér þar upp
verkstæöisaðstöðu. Þar hef ég
gert viö þaö sem mig langar til og
smiöaö ýmislegt. Ég hef alltaf
nóg aö gera. Llklega þyrfti ég aö
veröa 100 ára til að geta klárað
allt sem mig lngar til aö gera,”
sagði Ulrich aö lokum.
ÆTTFRÆÐI:
er m.a. eitt af þvf sem við bjóðum í Baðstof unni Breiðholti.
Saunabað— Sólbekkir — Hvíldarherbergi — Nuddstofur — Æfingatæki
Konur ath. opið frá 9—12 á laugardögum.
Kiktu inn og kannaöu máliö. Viö getum örugg-
lega gert eitthvaö fyrir þig. Eöa hringdu og viö
veitum þér allar upplýsingar.
Opiö frá kl. 1—9 alla daga nema sunnudaga.
Laugardaga frá kl. 9—18.
Baöstofan Breidholti
Þangbakka 8 (Mjóddin)
Sími 7-65-40
„Aldrei kemur dúfa úr hrafnseggi”
— segir Indriði Indriðason frá Fjalli, en hann ver hverri
stund til ættfræðirannsókna
„Þetta er heillandi verkefni og
skemmtilegt”, sagöi Indriöi Ind-
riðason frá Fjalli, þegar Helgar-
pósturinn ræddi viö hann um
hans helsta áhugamál: ættfræði.
Indriöi starfaöi slöast á Skatt-
stofunni I Reykjavik i 30 ár, en
hættium leiö og hann gat, fyrir 7
árum. Slöan hefur hann variö
öllum slnum stundum I ættfræöi.
„Þessi áhugi vaknaði snemma
hjá mér”, sagöi hann. „Faöir
minn, Indriöi Þorkelsson á Fjalii,
var mikill ættfræöingur og si-
skrifandi. Hann gegndi fjölmörg-
um opinberum störfum og þvl
áttu margir erindi aö Fjalli. Ég
sá hvaö fólkib var mismunandi i
útliti, geöslagi og framkomu og
ég vúdi því snemma vita deili á
mönnum, hvort þeir væru eitt-
hvaö skyldir og hvernig.
Þá var þetta bara leikur hjá
mér, en þaö hefur ágerst meö
aldrinum. Þegar ég var kominn á
miöjan aldur, dó faöir minn og
skildi eftir sig miklar heimildir
um fólk, þjóöfræði og búskapar-
hætti i héraöinu hans. Ég tók
þvi á hendur þá skyldu, sem
reyndar var mér ljúf kvöö, aö
halda þessu verki hans áfram og
gera eitthvaö úr þessu. Aö þessu
hef ég unniö i öllum minum frl-
stundum slöustu 30 árin og er þó
ekki hálfnaöur með verkefniö
ennþá”.
Nú eru þó komin út þrjú bindi af
Ættum Þingeyinga eftir Indriöa.
Þegar verkinu er lokiö, reiknar
hann meö aö bindin veröi oröin
7—8' talsins.
„Ég hef sterka trú á því, aö
mönnum sé mjög hollt að fást við
aðkanna svolitiö fólkiöi kringum
sig, ættarsambönd þess og
tengsl. Meö þvi nema þeir þjóðar-
söguna um leið.
Margir, sérstaklega ungt fólk,
segja að ættin skipti ekki máli,
heldur persónan sjálf. En þaö
hleypur enginn frá sinum upp-
runa og aldrei kemur dúfa úr
hrafnseggi.
Spakur maöur sagði eitt sinn:
„Segöu mér hverja þú umgengst
og ég skal segja þér hver þú ert”.
A sama hátt má segja: „Segðu
mér hverjir voru faðir þinn og
móöir, afi þinn og amma og þá
dreg ég minar likur af þvi hvers
konar maður þú sért”. Vitaskuld
breytast kringumstæöur manna
oguppeldi, en mergurinn málsins
er efniviöurinn”.
Indriöi leitar vlöa fanga viö
rannsóknir sinar. Sjálfur á hann
mikiö bókasafn, en finnist upplýs-
ingarnar ekki þar, reynist Þjóö-
skjalasafnið honum haldbest.
Meöal þeirra bóka, sem Indriöi
notar mest er Islenskt fornbréfa-
safn, Alþingisbækur lslands, Safn
til sögu Islands, Arbækur Espó-
lins, Annálar, manntöl, ættar-
skrár og embættismannatöl.
Hann á merkilegar ættartölur frá
fyrri timum, m.a. eftir Sellands-
Bjarna, en sú skrá var gerö fyrir
130 árum og þvi vitaskuld hand-
skrifuð. Og engin ævisaga kemur
svo út aö Indriði kaupi hana ekki.
„Margar ættir er hægt aö rekja
upp til Sturlungu og með henni
aftur fyrir landnám”, sagöi Ind-
riði. „En ég hef takmarkaöan
áhuga á því. Þaö er útilokaö aö
maöur finni til neinna tengsla viö
þetta fólk, sem er svo langt i
burtu i timanum. En siðustu 200
árin er auövelt aö rekja ættir
allra Islendinga, ef menn hafa
svolitla kunnáttu, þolinmæöi og
tima.
Ýmsirhafa á oröi, aö menn reki
ættir sinar til þess aö finna þar
presta, sýslumenn og biskupa.
Þvi fer viðs fjarri. Hins vegar er
ég alltaf feginn, þegar slikir em-
bættismenn eru I ættum. Þessir
menn stóðu upp úr og um þá eru
miklar heimildir, sem auð-
velda starfiö. Þeir eru eins og
vöröur á veginum”.
Indriöi kvaöst mæla meö ætt-
fræöi sem tómstundagamni. Hún
gæfi fólki ástæöu til aö heimsækja
annab fólk i upplýsingaleit auk
þesss sem hún gæfi margsíslegt
efni til umhugsunar. Slik vinna
væri aldrei ónýt, þótt henni sé
ekki ætlaö á prent. Ekki frekar en
ljóö, sem menn hafa ánægju af aö
setja saman fyrir sjálfa sig.
Margir veröa til þess aö biðja
Indriðaumaðrekjaættir sinarog
eru margar sllkar ættarskrár I
vinnslu hjá honum.
„Mérer ljúft aö gera þetta, þótt
mér sé sárt um timann”, segir
hann. „Ég hef enn mikiö verk aö
vinna og timinn er aö hlaupa frá
mér”.
—SJ