Helgarpósturinn - 17.10.1980, Qupperneq 12
12
Föstudagur 17. október 1980.
Elsku óvinur!
Eru andstæðingarnir kannski vinir í raun?
Almenningur hefur fulla
ástæðu til að ætla, að
grunnt sé á því góða milli
ýmissa einstaklinga í
þjóðfélaginu, ef sú mynd
sem fjölmiðlar gefa af
þeim reynist rétt. Hvað
gera menn, þegar þeir
hafa kannski rifist í
umræðuþætti í sjónvarpinu
og slökkt hefur verið á
myndavélunum? Halda
þeir áfram, eða eru þeir
kannski bestu vinir þrátt
fyrir allt.
Helgarpósturinn hafði
samband við nokkra menn,
sem á margan hátt eru
andstæðingar og spurði þá
úm tilfinningarnar, sem
þeir bæru til síns and-
stæðings.
Ólafur Ragnar Grfmsson og Vilmundur Gylfason
Gamlir vinir
Þingmenn Alþýöuflokks og
Alþýðubandalags hafa löngum
eldað grátt silfur saman og hafa
verið ósparir á aö lýsa vanþóknun
sinni á stefnu andstæðingsins.
Tveir menn hafa kannski veriö
hvað mest áberandi innan
þessara flokka, en það eru þeir
Vilmundur Gylfason og Olafur
Ragnar Grimsson. En hvaö finnst
þeim hvorum um annan, þrátt
fyrir allar deilur i þinginu?
„Mér vitanlega er þetta aldeilis
ágætur maður og ég hef aldrei
haft ástæöu til aö ætla annað, og
það sem meira er við vorum
skólabræður úti i Manchester i
Englandi. Þaðber aö leggja á það
áherslu, aö i svona ágreiningi
milli flokka, skipta persónur
manna engu höfuðmáli og eiga
ekki að gera þaö. Maöur hefur
heyrt, að þeim sem fellur ekki við
Ólaf, finnist hann montinn og
hrokafullur. I fyrsta lagi tek ég nú
ekki undir þetta, og i öðru lagi, að
jafnvel þó satt væri, finnst mér
þaö ekki skipta neinu höfuðmáli”,
sagöi Vilmundur um þennan and-
stæðing sinn.
En hvaða tilfinningar ber Olaf-
ur Ragnar til Vilmundar?
„Þær eru bara ánægjulegar.
Hann er með skemmtilegri
mönnum og við erum búnir að
þekkjast hátt i tvo áratugi,” sagöi
Ólafur.
„Vilmundur hefur verið heldur
róíegur upp á slðkastiö. Hvort það
boöar það, að hann hyggi sér á
meiri hægindi en áður, veröur
timinn að leiöa I ljós. Það var
ólikt meira drama I kringum
hann áöur. Hann tók miklum
stakkaskiptum þegar hann varð
ráðherra, fór aö temja sér virðu-
legri umræöustil, og það er ekki
laust viö að sá still loði viö hann
enn. Ég vona nú að gamli
Vilmundur komi fljótlega aftur i
ljós, þvi hann var að minum dómi
skemmtilegri en ráðherra-
Vilmundur.”
„Venjulega skiptumst viö á
bröndurum, segjum sniöugar
fréttir og göntumst við aðra
þingmenn”, sagði óiafur um
samskipti þeirra utan þingsala.
Vilmundur tók mjög i sama
streng og sagöist ekki vita annað
en aö persónulega væru allir hlut-
ir I stakasta lagi.
„Hitt er svo annaö mál”, héit
Vilmundur áfram, „og þar vil ég
alveg skipta á milli, aö mér þykir
ákaflega litiö til Alþýöubanda-
lagsins koma sem stjórnmála-
flokks, og ég er stundum þeirrar
skoöunar, aö Ólafur sé á rangri
hillu.” Sem dæmi um þaö nefndi
Vilmundur vaxtamálin. Þar tal-
aði Ólafur gegn eigin viti og
visku, að mati Vilmundar, og
hann væriekki frekar marxisti en
Geir Hallgrimsson.
Báöir fullyröa að það hafi varla
slest upp á milli þeirra i einka-
samræðum. „Við þekktumst áður
en við byrjuöum að hafa afskipti
af stjórnmálum og ég held að þau
vegi þyngra en ágreiningur okkar
á milli”, sagði Ólafur.
Þeim virðist þvi gott til vina og
hefur hvorugur neitt á móti þvi að
vinna með hinum, þött pölitiskir
andstæðingar sfeu, og hafa unnið
saman.
„Við höfum flutt saman
þingmál og höfum staðiö i baráttu
fyrir sameiginlegri gagnrýni á
margt i okkar stjórnkerfi, og sér-
staklega á okkar fyrsta þingi
stóðum viö saman I mikilli
baráttu viö eldri þingmenn um
vinnubrögð i nefndum þingsins.
Sú barátta er jafnt og þétt aö bera
árangur.
Hins vegar harma ég þaö, aö
Vilmundur og aðrir skyldu hlaupa
úr vinstri stjórninni á sinum
tima, og held að sagan eigi eftir
að sýna, að þaö hafi verið þeirra
stærstu mistök”, sagöi ólafur
Ragnar.
Vilmundur sagði, aö alveg
burtséð frá einstaklingnum Ólafi
Ragnari Grimssyni, gilti slik
samvinna yfir alla llnuna.
„Auövitaö hefur maður mismun-
andi þokka á einstakling, það
hafa allir menn. En ef þú ert að
spyrja um þennan tiltekna mann,
þá er það ágætur þokki”, sagði
Vilmundur.
Davið Scheving Thorsteinsson og Guðmundur J. Guðmundsson.
Báðir hafa húmor
„Ég ber engar slæmar tilfinn-
ingar til hans sem persónu og ber
engan persónulegan kala til hans.
Hins vegar erum við sorottnir
upp úrákaflega ölikumjarðvegiog
erum fulltrúar ákaflega óllkra
afla.”
Þetta sagði Guömundur J.
Guðmundsson, formaöur Verka-
mannasambands Islands, um
Davlö Scheving Thorsteinsson
iðnrekanda, en þeir hafa að
undanförnu setið saman á. samn-
ingafundum, þar sem litið hefur
miöað i samkomulagsáft, eins og
öllum er kunnugt. En hvernig
skyldi Davlð hugsa til Guð-
mundar?
„Ég ber ákaflega hlýjar tilfinn-
ingar til hans. Mér þykir hann
skemmtilegur og mér llkar vel
við hann”, sagði Davlð.
Af fréttum má vera ljóst, að
ekki eru þeir félagar sammála á
samningafundum, en hvernig fer
á með þeim þar fyrir utan?
„Það fer vel á með okkur á
samningafundum lika”, sagði
Daviö, „þó við séum ekki sam-
mála. Þau samskipti eru öll
heiðarleg og það eru engin högg
fyrir neöan beitisstað, sem eiga
sér stað. Viö getum sagt það, sem
við viljum beint út hvor við ann-
an, án þess að það misskiljist.
Þaö sama á sér stað fyrir utan
karphúsiö.”
Guðmundur er sammála og
segir, að það fari fjandi vel á með
þeim, Daviö hafi húmor og sé
glaðsinna. „Við reynum yfirleitt
góðlátlega aö koma höggi hvor á
annan og vera dálitið fyndnir á
kostnað hins. Ég held aö viö séum
ákaflega kátir þegar við hittumst
fyrir utan samningafundi og eig-
um þaö jafnvel til sameiginlega
aö reyna aö striða einhverjum
öörum, eða gera einhver
skemmtilegheit. Það er fjarri þvi
aö hann sé leiöinlegur”, sagði
Guömundur.
Aldrei hefur kastast alvarlega i
kekki milli þeirra fyrir utan þref
á samningafundum, þó harmar
Davið það, að hann hafi aldrei
fengið að Ijúka við að skipta kök-
unni sinni hér um árið.
Guömundur hafi farið að skipta
sér af þvi, sem hann hefði aldrei
áttað gera. „Það er það alvarleg-
asta, þegar hann eyðilagði það
fyrir mér”, sagöi hann.
Guðmundur sagði, aö hinsveg-
ar hefði oft slegið I ákaflega
harða brýnu á milli þeirra á
samningafundum. Það væri
ekkert auðvelt að pakka honum
saman, „en sviptingar á milli
okkar eru oft ansi harðar”, sagði
Guðmundur.
En gætu þessir heiðursmenn
hugsað sér aö vinna sem einn
maður að framgangi einhvers
máls, þar sem þeir væru ekki
andstæðingar?
„Já, ég get þaö ákaflega vel”,
sagði Guðmundur. „Það er
atorka I honum, hann er áræðinn.
Við höfum kannski ólíkan vinnu-
stil, en þar sem við værum sam-
mála, gæti ég vel hugsaö mér að
vinna meö honum aö ýmsum
málum.”
„Ekki sæi ég neitt á móti þvl aö
eiga i fyrirtæki meö Guðmundi og
stjórna þvl meö honum. Þaö held
ég aö gæti gefist mjög vel. Hann
mundi þá kynnast þvi hvernig það
er aö reka fyrirtæki á Islandi
undir skilyröum óðaveröbólgu.
Ég gæti vel hugsaö mér þaö”,
sagði Davið Scheving Thersteins-
son.
Hreinn Haildórsson og Óskar
Æfa saman
Mörkin milli andstæöinga i
Iþröttum eru kannski hvergi skýr
ari en I einstaklingsgreinum
frjálsra iþrótta, þar sem það er
undir hverjum og einum komiö
hveraig árangur hans er. Hreinn
Halldórsson og Óskar Jakobsson
hafa aö undanförnu verið hvaö
harðastir keppinautar i kúluvarpi
og voru þeir spuröir að þvi, hverj-
ar tilfinningar þeir hefðu til sins
höfuð andstæöings.
„Ég ber eingöngu góðar tilfinn-
ingar til hans, viö erum engir
óvinir”, sagði Hreinn. „Ég held
að okkur komi vel saman, en eins
og gengur og gerist, þegar menn
eru komnir I keppni, eru þeir ekki
beint vinir á meðan á henni
stendur, heldur andstæðingar. En
fyrir utan það erum viö mjög
góðir félagar.”
Óskar tók mjög I sama streng
og sagði, að hann bæri góðar til-
finningar til Hreins. „Við erum
góðir félagar og engir óvinir. Viö
ýtum undir hvorn annan og hann
hefur hjálpað mér mikiö i keppni,
bæði hér heima og erlendis”,
sagði Óskar.
Hreinn sagði, að það væri mjög
misjafnt hvaö menn geröu til aö
ná sem bestum árangri. „Mér
finnst það ekki slður gott aö
hvetja þann, sem er við hliðina á
mér, heldur en að niöurlægja
hann, eða eitthvað þvlumlikt”,
sagði hann.
Óskar sagði að þótt þeir ýttu
þannig hvor undir annan 1 keppni,
liti hann alltaf á Hrein sem keppi-
naut. „Þegar ég fer I keppni, er
það takmark mitt að vinna hann
og ég er ekkert aö leyna þvi. Ef
hann er með betra kast, reyni ég
mitt besta til að ná þvi kasti. Og
ef ég er meö lengra kast en hann,
gerir hann örugglega það sama.
Til gamans má geta þess, aö við
kepptum 13 sinnum i sumar og
vann Hreinn sjö sinnum, en ég
sex, svo það hefur eitthvaö gengið
á", sagði hann.
En hvernig skyldi þá fara á
með þeim fyrir utan keppni?
„Ég held að við séum persónu-
legir vinir”, sagði Óskar.
„Það fer mjög vel & með okkur.
Við erum eins og venjulegir
menn, sem hittast, góðir félagar.
Til dæmis um það hve okkur kem-
ur vel saman, tók óskar það á sig
að lofa mér að liggja inni hjá sér i
tvo mánuði erlendis I fyrra og það
kom ekki upp neitt deilumál allan
þann tlma, þannig aö fyrir utan
keppni, kemur okkur vel saman”,
sagöi Hreinn.
Aðspurður um hvort einhvern
tima hefði kastast alvarlega 1
kekki á milli þeirra, svöruðu þeir
þvl báðir neitandi. „Eins og
gengur og gerist, koma upp
ágreiningsmál, en þau eru aldrei
þaö djúpstæö, að þaö verði neitt
úr því”, sagöi Hreinn.
Þeir voru að lokum spurðir að
þvl hvort þeir ættu þá auövelt að
vinna hvor meö öðrum.
Þeir svöruðu þvi báöir játandi
og Hreinn sagði, að þeir æföu
saman eins og þeir gætu og þeir
kæmu til meö að æfa enn meira
saman, þegar árangurinn væri
orðinn þetta jafn hjá þeim. „Viö
höfum æft mikið saman”, sagði
Óskar.