Helgarpósturinn - 17.10.1980, Page 20

Helgarpósturinn - 17.10.1980, Page 20
20 NOTALEG BYRJUN Notaleg byrjun Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóniuhljómsveitarinnar voru einkar aógengilegir fyrir hvern mann. Verkin voru öll af heldur léttara tagi. Þessi léttlyndi Lundúna-Bach er talinn hafa haft varanleg áhrif á Mozart litla, þegar undrabarniö kom þangað átta ára gamall. Þykir jafnvel mega merkja þessi áhrif i siöustu Lundúna-Bach Jóhann Christian Bach (1735—82) var yngsti .sonur þess gamla stóra. Hann var gæddur mjög lipurri tónlistargáfu, en þótti heldur laus á kostunum. Hann var sá fyrsti af Bach-ætt- inni sem lagöi leiö sina til Italiu, þar sem hann kynnti sér óperu- smiö i Milanó. Þar kvæntist hann Italskri primadonnu og lét sig ekki muna um aö snúast til katólsku af þeim hagsmuna- ástæöum. Þaöan fór hann til Lundúna einsog Hándel áöur til aö spreyta sig þar I þessari út- lensku háborg itölsku óperunn- ar. En tima barokkóperunnar var þá einmitt um þaö bil aö ljúka. sinfónium Mozarts. Hinar næst- um sönghæfu sinfóniur Jóhanns Kristjáns voru yfirleitt i upphafi hugsaöar sem óperuforleikir. D- dúr sinfónlan, sem hljómleik- arnir hófust á, var góöur fulltrúi þeirra, en hljómsveitin heföi þó mátt vera ögn llflegri. Eftirlæti Joseph Haydn (1732—1809) virtist ekki einkar sýnt um aö semja konserta fyrir einleiks- hljóöfæri. Kannski striddi þaö form eitthvaö gegn grundvall- arhugmynd hans um jafnrétti hljóöfæranna. Helsta undan- tekningin er sellókonsertinn i d- dúr, sem Erling Blöndal Bengtsson lék af alkunnum Föstudagur 17. október 1980. helgarpásturinn Erling Blöndal átti hugi og hjörtu Islenskra sinfóniuhljómleika-. gesta. þokka, svo aö jafnvel hálfvolgir aödáendur klassikur gleymdu sér I hrifningu. Þessi konsert hefur reyndar löngum veriö mikiö eftirlæti jafnt hlustenda sem einleikara, sem sumpart stafár auövitaö af þvi, hversu fáir sellókonsetar eru til frá hinu klassiska timabili. Viö þykjumst ætiö eiga meira en litiö I Erlingi, bæöi sakir ætt- ernis og siöari tengsla. Enda fékk hann ekki aö yfirgefa sviö- iö, fyrr en hann lék aukalag sem ekki var af verri endanum. Sumargleði ,Þaö er ekki mikill vandi aö skrifa músik”, sagöi Brahms einhverju sinni. „En það er erf- itt aö sópa öllum aukanótunum undir boröiö”. Þetta rifjast upp viö þá til- hugsun, aö Brahms var oröinn meira en fertugur, þegar hann loks kom frá sér fyrstu sinfóniu sinni eftir tiu ára harölifi. Þaö var sú sem Hans von Bulow kallaöi Beethovens tiundu. En þá er þvi likast sem einhver stifla hafi brostiö, þvi aö áriö eftir, 1877, semur hann 2. sin- fóniuna á nokkrum sumar- mánuöum viö Wörthervatniö i Karnten, Austurriki. Þaö má enda segja, aö hún sé full af sumargleöi miöaö viö betur þekkt viömót þessa alvöru- þungna piparsveins. Ollu þessu skilaöi hljóm- sveitin býsna vel, og verður ekki annaö sagt en hún og Jean- Pierre Jacquillat hafi riöiö vel úr hlaöi. LÁGGRÓÐUR Þaö má vel vera, aö þaö sé góö ráöstöfum hjá Norræna húsinu aö fá hingaö ööru hverju miölungshljóöfæraleikara frá hinum Noröurlöndunum. Þótt ekki væri til annars en eyöa leif- unum af þeirri meinloku aö aíit sé betra I útlöndum, séu þær enn til. Frá j)vi sjónarmiöi getur veriö villandi aö fá eintóma snillinga i heimsókn. Snillingar veröa heldur varla til, nema þeir vaxi upp i fjölskrúöugum gróöri annarra listamanna af ýmsum gæöaflokkum. Svo er alltaf gaman aö heyra falleg verk spiluð þokkalega á pianó, ef maöur er ekki I fýlu fyrir- fram. öllu fleiri orö skulu ekki höfö varðandi Anker Blyme 8. októ- ber. Hann lék hnökralitiö. en heldur dauflega, nema I ein- staka prelúdiu eftir Debussy. ECM góðgæti A miðvikudagskvöldiö kemur mun kvartett bandariska gitar- leikarans John Abercrombies leika I tdnleikasal Mennta- skólans viö Hamrahliö. Kvartettinn skipa auk Abercrombie þrir skólabræður hans frá góöu gömlu dögunum i Berklee. Pianistinn Richard Beirach og trommuleikarinn Peter Donald, sem báöir eru bandariskir, svo og bassaleik- arinn George Mraz sem er tékki. John Abercrombie er ein skærasta gitarstjarna djassins um þessar mundir og I gagn- rýnendakosningum Down Beats 1980 var hann i fjóröa sæti á eftir köppunum gamalreyndu Joe Pass, Jim Hall og Kenny Burrell. Fyrir neöan hann voru ma. Larry Coryell, Pat Methney, John McLaughlin, Philip Catherine og George Benson. Þrátt fyrir aö kosn- ingar sem þessar séu ekkert óbrigöult gæöamat gefa þær til kynna þaö álit er menn njóta I tónlistarheiminum. Ekki er aö efa aö margir eiga i fórum sinum hljómplötur þær er Abercrombie lék inná meö Billy Cobham, Crosswinds (Atlantic 7300), Total Eclipse (Atl. 18121) og Shabazz (Atl. 18139), en hann hefur hljóðritað með fleiri köppum og er undir- rituðum alltaf kærust plata sú er hann hljóðritaði meö 'Jack DeJhonette: New Rags (ECM 1103). Þar er bert hvilikt vald Abercrombie hefur á ólikum stiltegundum, án þess aö glata nokkruaf séreinkennum sinum. Slikt er aðall hæfustu djassleik- ara okkar tima. Abercrombieer36ára gamall og hefur komiö viöa viö frá þvi hann útskrifaöist frá Berklee. Hann kom fyrst til New York til aö leika meö Chico Hamilton og hefur siöan leikiö meö Gil Evans, Gato Barbieri, Michael Urbannak ofl., ofl. Nokkrar hljómplötur hefur hann gefið út undir eigin nafni og eru tvær þær siöustu, Arcade (ECM 1133) og Abercrombie Quartet (ECM 1164) meö þeim kvartett sem sækia mun okkur heim i næstu viku. Allar plötur hans eru gefn- ar út af þýska hljómplötufyrir- tækinu ECM, en ein hljómsveit úr þeim herbúöum hefur sótt okkur heim, kvartett norska bassaleikarans Arild Ander- sens. Félagar Abercrombies eru ekki af lakara taginu og er þar fremstur meöal jafningja tékkneski bassaleikarinn George Mraz. Þegar Bob Magnusson var hér á dögunum frétti hann af hingaðkomu Abercrombie kvartettsins. Hann átti varla til nógu fögur orö aö lýsa þeim félögum, séri lagiMraz, sem hann sagöi vera, ásamt N i e ls-H e n n in g , uppáhaldsbassaleikara sinn. Eg man enn leikni Marz og kraft er ég hlustaði á hann leika með Thad Jones-Mel Lewis bandinu fyrir sex árum. Abercrombie er i hópi fremstu gitarleikara okkar daga. Hann hefur gengiö I smiöjur jafn ólikra manna og „Aberceombie er I hópi fremstu gitarleikara okkar daga ...” Barney Kessels og John Mc Laughlin, en málmurinn sem hann hamrar er hanseigin. Vist eraögítarfrikin biöa komu hans með óþreyju. Endalaus leit að nýjum lausnum Alllangt er orðið siðan Magn- ús Kjartansson hefur haldið einkasýningu. Um helgina opn- aöi hann sýningu á tuttugu og einni mynd f Djúpinu, Hafnar- stræti. Fyrr á þessu ári sýndi Magnús á sama staö, skúlptúra geröa i samvinnu viö Arna Pál Jóhannsson. Þvf mætti hrekja fullyröinguna sem sett er fram i byrjun greinarinnar og segja aö þetta sé önnur einkasýning Magnúsar á þessu ári. Einka- sýning hlýtur þó ávallt aö vera sýning eins manns á eigin verk- um og skúlptúrsýningin verður þvi að teljast samsýning. Þrátt fyrir fáar einkasýn- ingar hefur Magnús tekiö virk- an þátt i fjölmörgum samsýn- ingum og nú siöast, haustsýn- ingu FÍM aö Kjarvalsstööum. Þannig hefur veriö mögulegt aö fylgjast allnáiö meö þróun Magnúsar á undanförnum árum. Þessi þróun hefur verið markvissog stigandi og beinst i átt til öruggari vinnubragöa og persónuiegri tjáningar. Fram aö þessu hefur Magnús kannaö sviö collagetækninnar mjög rækilega og notaö hana i viöum skilningi i smáum og stórum vérkum, sem undirstööu eöa sem aukamiðil ásamt málun. Þaö mun einmitt vera klippitæknin sem visaöi Magn- úsi yfir á nýjar brautir frá geometriskri abstraktsjón fyrri ára. Fyrir atbeina þeirrar tækni uröu miklar breytingar I myndhugsun og myndbyggingu og Magnús losaði um viöjur málverka sinna meö þvi aö brjóta upp samfellur sem ein- kenndu eldri verk hans. Hann tók aö nota figúrativ efni ásamt óhlutkenndum og hleypti þaö miklu lifi i myndirnar. Þótt klippimyndatæknin yröi til aö svekkja vissa mónu- mentalska þætti fyrri verka, jók hún mjög á léttleika vinnu- bragöa Magnúsar og hóf til vegs sjálfsprottna tjáningu. Þannig veröa málarakennd (malerisk) einkenni I verkum hans æ meir áberandi eftir þvi sem á liöur. Auk collage-tækninnar notaöi Magnús siöan myndvarpa til aö gæöa flötinn samspili figúra- tivra hluta, eins konar persónu- legu myndasafni sem hann á i fórum sfnum. Nú þegar Magnúsi finnst sem þessi tækni sé aö ,þrengja kost hansog viss stirðleikaséfariðað gæta, bregöur hann sér yfir i nýjar rannsóknir. Sem rökrétt framhald af klippimyndunum og myndvarpinu, tekur Magnús sáldþrykkiö (silkiþrykk) i þjón- ustu sina og útkoman eru nánari tengslþeirra atriöa sem byggja upp myndirnar og aukið frelsi i framsetningu. Þaö sést vel á sýningunni i Djúpinu hvernig þetta gerist. Hin þrykktu mótiv, höndin semheldurum krdkinn, tengjast bakgrunninum og öörum þáttum flatarins á sann- færandiog órjúfandi hátt. Þrátt fyrir nákvæmni, hefur sáld- þrykkiö þaö umfram mynd- varpann, aö smásmugulegt út- lit hverfur. An þess að drukkna i þessari nýju tækni, gerir Magnús sér fyllilega grein fyrir styrk henn- ar. Hann notar hana á mjög sannfærandi og glöggan hátt. Þannig veröur þrykkiö hvergi til að deyfa áhrif hinna máluðu flata, en lyfta þeim þess i stað upp á æöra sviö. Þaö er áber- andi hve Magnús foröast ávailt fall fyrir tækninni, hversu djúp myndskynjun hans er. A þessari sýningu hans I Djúpinu fá gestir mjög ljósa mynd af þróun Magnúsar frá eldri tækni yfir i þá nýrri. Heildaráhrif eru sterk og hvar sem litiöer á myndirnar, má sjá endalausa leit Magnúsar að nýj- um lausnnm. Klár meöferö hans ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið: Smalastúlkan og útlagarnir í kvöld kl. 20 sunnudag kl. 20 Snjór laugardag kl. 20 Óvitar sunnudag kl. 1 5 Litla sviðið: í öruggri borg sunnudag kl. 20,30 Sídasta sinn Miðasala 1 3,1 5-20 Sími 1 -1 200 á litum og uppbyggingu brýtur hver tæknibrögö á fætur öörum undir agaöa krufningu. Hvergi gætir ddýrra undanbragöa. Þannig er aldrei um endurtekn- ingu aö ræöa þrátt fyrir afmarkað myndmál. Þaö er þviástæöa til aö hvetja fólk til aö láta þessa sýningu ekki fara óséöa fram hjá sér. LEIKFkLAG REYKJAVIKTJR Að sjá til þín maður sunnudag kl. 20,30 miðvikudag kl. 20,30 " Ofvitinn föstudag kl. 20,30 þriðjudag kl. 20,30 Rommí laugardag kl. 20,30 Miðasala í Iðnó kl. 14-20.30. Sími 16620

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.