Helgarpósturinn - 07.11.1980, Page 4
Föstudagur 7. nóvember 1980 i
NAFN: Ásmundur Stefánsson STAÐA: Framkvæmdastjóri ASÍ FÆDDUR: Mars 1945
HEIMILI: Nökkvavogur 34 HEIMILISHAGIR: Eiginkona Guðrún Guðmundsdóttir og eigaþau
tvö börn BIFREIÐ: Austin Mini, árg. '73 ÁHUGAMÁL: Vinnan, enda gefst litill tími til annars
„Þekktur fyrir annað en ganga
í kjólfötum og hýjalíni"
Hver eru mánaöarlaun fram-
kvæmdastjóra ASt?
„Þau eru rúmlega ein milljón á
á mánuði.”
Þú ert sem sé á helmingi hærri
launum, en hæstu laun, sem um
var samið í nýgerðum kjara-
samningum atvinnurekenda og
Alþýöusambandsins. Er þetta
Iaunajafnréttisbarátta ASt i
reynd?
,,Ég reikna ekki með þvi, að
nokkur maður heyi launabaráttu
á þeim grundvelli, að lækka sjálf-
an sig i launum. Eg hafði starfað
á almennum vinnumarkaði áður
en ég hóf störf hjá Alþýðusam-
bandinu, og laun min voru lögð til
grundvallar, þegar launagreiðsl-
ur, til min voru ákveðnar i mið-
stjórninni. Eg vil einnig bæta viö,
að unnin yfirvinna er ekki greidd
nema i sérstökum undantekn-
ingartilfellum. Þannig held ég að
timakaupið mitt sé ekki eins
gifurlega hátt og virðist þvi
vinnudagurinn hjá mér er langur
og ég mundi hagnast verulega á
þvi að -mánaðarkaup mitt væri
helmingi lægra en ég fengi
greidda alla yfirvinnu.
En þykir það ekki óeölilegt, aö
hvorki þú sem framkvæmdastjóri
ASt, né forseti samtakanna, eruö
á iaunatöxtum Alþýöusarnbands-
ins? Þiö eruð sem sé aö semja
fyrir ailt aöra hagsmunahópa i
samningum.en sjálfa ykkur og
aöra meö svipaöar tekjur?
,,Ég veit ekki á hvaða launa-
kjörum forystumenn verkalýös-
félaga almennt eru en það er
ljóst, að þeir sem hafa staðið i
samningum um rammasamning
milli ASl og VSt, eru að semja
fyrir heildarsamtök og fjölda
starfshópa og þvi er Utilokað að
menn hafi eigin iaun, aö leiðar-
ljósi. Það verður ekki horft á laun
einstaklinga i samingagerö sem
þessari, og stefnan i þessum
samningum er augljóslega sU að
hækka lágtekjuhópana mest.
Nú tekur forseti ASt laun, sam-
kvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna. Mátt þú þá allt eins
búast viö þvi aö lækka verulega I
launum, ef þú veröur kjörinn for-
seti ASt?
,,Ég held aö það sé fullljóst að
menn sækja ekki i störf hjá
verkalýöshreyfingunni vegna
launanna. Laun til forseta ákveð-
ur miðstjórnin og það er meira að <
segja möguleiki á þvi, að forseti
sem slikur sé ekki i launuðu starfi
hjá ASl, þó sU hefð hafi komist á
aö forseti sé i fullu starfi og þaö
tel ég æskilegt.
En hvaöa tilfinningu getur þú
haft fyrir launa- og lffsbaráttu
Linur hafa nú skýrst nokkuö varöandi frambjóöendur til forseta Alþýöusambands tsiands sem kosinn
verður nú i nóvcmber. Asmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASt hefur þegar lýst sinu framboöi og
Karvel Fálmason alþingismaöur telursjálfur allnokkrar likurá eigin framboöi.
Framboð Asmundar hefur nokkuð veriö gagnrýnt á þeim grundvelli, aö hann sé ekki vaxinn úr rótum
hreyfingarinnar, heldur komiofan frá, úr Háskólanum. Þá hefur flokkapólitikin nokkuö spilaö inni þessi
framboösmál öll, og er Asmundur Alþýöubandalagsmaöur, en Karvel i Alþýðuflokknum.
Asmundur Stefánsson er i yfirheyrslu um framboö hans og önnur skyld mál. Þaö skal tekiö fram, aö
Karvel mun einnig sitja i Yfirheyrslu Helgarpóstsins, þegar hans framboö liggur ljóst fyrir.
verkafólks, þegar þú hefur haft
mun hærri laun i gegnum tiöina
og aö auki ekki unniö þau störf
sem ASÍ-félagarnir vinna?
„Eg þekki af eigin raun þá
erfiðleika sem eru þvi samfara að
kaupa ibúö og koma fjölskyldu
sinni fyrir. Ég held að almennt
ráðstöfunartekjur fjölskyldu
minar séu ekki meiri en gengur
og gerist. Eg þekki Iifsbaráttuna
af eigin raun og einnig vegna
samskipta við annað fólk. NU, ég
er félagsmaður i Verslunar-
mannafélagi Reykjavikur, sem
er innan ASt, og vinn störf sem
falla aö þvi félagi. Þá var ég i
verkamannavinnu á sumrin með
námi. Þannig þekki ég vel að-
stæður launafólks, bæði i gegnum
það sem ég hef lýst og þó fyrst og
fremst vegna starfa minna hér
hjá Alþýöusambandinu, en á þess
vegum hef ég farið viða og haft
gott samband við hin ýmsu
verkalýðsfélög og félagsmenn
þeirra.”
Hvenær varstu fullgildur aðili
aö Verslunarmannafélaginu og
þar meö ASI?
„Ég hóf að greiða gjöld til
Verslunarmannafélags Reykja-
vikur snemma á þessu ari”.
Þú hefur semsagt drifiö i þvi aö
ganga I aðildarfélag ASt um leiö
og hugmyndin aö forsetafram-
boöi þinu fór á kreik?
„Þetta eru tveir aðskildir hlut-
ir. Aöur fyrr hafði ég starfað hjá
ASt viö sérfræöistörf og jafn-
framt kennslu viö Háskólann, en
er ég geröist framkvæmdastjóri
Alþýöusambandsins var taliö
eðlilegt að ég væri I Verslunar-
mannafélaginu. Það sendi mér
siðan rukkun um félagsgjöld, sem
ég greiði. Ég fór ekki inn um
neinar bakdyr i Verslunar-
mannafélagið, eins og einhverjar
raddir hafa verið að nefna, enda
engar bakdyr til á verkalýös-
félögum.”
En hvaöan kemur þú til meö að
njóta lifeyrisréttinda?
„Ég og annaö starfsfólk ASl
greiði I lifeyrissjóö opinberra
starfsmanna og slikur háttur hef-
ur veriö haföur á um áratuga
skeiö.”
Þiö njótiö sem sagt mun trygg-
ari lifevrissjóösréttinda en skjól-
stæöingar ykkar — almennir
félagsmenn ASl?
„Það er nú eitt af baráttumál-
um ASl að stokka upp lifeyris-
sjóðakerfið, þannig að innan tiðar
verði einn lifeyrissjóður fyrir alla
landsmenn. Þannig held ég að
það skipti ekki máli hvar ég sé i
lifeyrissjóði i dag, þar sem ég
treysti þviað þessi mál verði leið-
rétt og lagfærð áður en ég kemst á
eftirlaun eftir nokkra áratugi.
Nú gagnrýna margir tengsla-
leysi milli forystumanna ASl og
hins almenna félagsmanns. Held-
urðu aö þú hagfræöingurinn, sért
sá maöur sem er best fær um aö
bæta þau tengsl og efla á forseta-
stóli ASt?
„Þaö er erfitt fyrir mig að
leggja mat þannig mat á sjálfan
mig, en sem framkvæmdastjóri
ASÍ held ég að mér hafi tekist að
vinna á breiðum grundvelli og
náð viðtækum tengslum. Ég hef
aldrei starfað með flokkspólitisk
sjónarmið að leiðarljósi.
Þaö er sagt, aö ástæöan fyrir
tlöum feröalögum þinum um
landiö sé sú, aö þaö sé aðeins á
færi þinu og örfárra manna innan
ASÍ forystunnar aö geta skýrt og
túlkaö þá samninga sem verka-
lýöshreyfingin hefur veriö aö
gera. Er þetta rétt, geta formenn
félaganna hér og þar ekki lesiö úr
flóknum kjarasamningum?
„Þetta erofsagt. Ég held að
formenn félaga séu aö öllu jöfnu
fullfærir um aö skýra þessi mál
fyrir sinu fólki. Hitt er svo aftur
rétt að samningar hafa i seinni tið
orðiö æ flóknari.”
En hvernig ganga tjáskiptin.
Talar hagfræöingurinn sama mál
og verkamaöurinn viö höfnina?
„Hvorugur okkar notar oröið
tjáskipti og af þessu tagi né held-
ur aö bil sé milli min og annarra
sem starfa að verkalýðsmálum.
Ég er ekki sprottinn Ur neinu yfir-
stéttarumhverfi og þó ég hafi
meirií skólamenntun en margir
þeirra sem ég starfa meö, þá hef-
ur þaö ekki valdiö samskipta-
öröugleikum. Kvartanir af þess-
um toga hafa ekki komiö upp svo
ég viti. Þvert á móti held ég að
menntun min, geti hjálpað mér til
aöeinfalda og skýra ákveöin mál
betur en ella.”
En er þó ekki affarasælast aö
forseti ASl komi beint af þeim
vinnumarkaöi sem ASl félagarnir
vinna á? Aö hann sé sem sagt úr
þeirra rööum?
„Ég held að forseti ASI sé fyrst
og fremst valinn með tilliti til
þess hvernig hann hefur starfað
fyrir samtökin og hvaða traust
fólk ber til hans. Hver starfshæfni
hans er og hvaða starfsreynslu
hann hefur yfir að ráða. Ég tel að
þröngar menntunarforsendur
komi ekki til með að ráða Urslit-
um i þvi vali, heldur hitt hvernig
maðurinn komi til með að nýtast
Alþýðusambandinu best I starfi.
Er þetta ekki stefnubreyting
frá fyrri tið?
„Hagfræðingar voru ekki marg-
ir til hér á árum áður, en ég get
t.d. nefnt það að Héðinn Valdi-
marsson sem var formaður Dags-
brúnar á annan áratug var hag-
fræðingur og lærði meira að segja
i sama skóla og ég, Hannibal
Valdimarsson er einnig vei
menntaöur og Björn Jonsson er
stúdent. Þannig hafa ASI félagar
ekki sett sig gegn mönnum, ein-
vörðungu vegna þess að þeir hafa
notið menntunar heldur valið
samkvæmt yfirsýn þeirra og
starfshæfni.”
Er ástæöan fyrir þvi hve verka-
lýöshreyfingin hefur fariö sér
hægt i kröfugeröinni, sl. ár, aö
Alþýöubandalagiö hefur setiö i
rikisstjórn?
„Það hefur ekki verið ágrein-
ingur innan verkslýðshreyfingar-
innar um vinnubrögð. Þar hafa
menn ekki skipst eftir flokks-
pólitiskum linum og þá ekki með
eða á móti Alþýðubandalagi.
Samstarfið innan ASI hefur verið
breytt og grundvallað á faglegum
sjónarmiðum. Fólk Ur öllum
stjórnmálaflokkum hefur þar
unnið saman og verið sammála
um vinnubrögð.”
Nú getur hins vegar enginn
neitaö þvi aö stjórnmálaflokkarn-
ir eru komnir á fullt vegna for-
setakosninganna á ASI þinginu.
Engin fagleg samstaöa þar?
„Ég veit ekki hvað flokks-
pólitiskir aðilar eru að bralla i þvi
sambandi, enda ekki mjög flokks-
pólitiskur sjálfur þótt Alþýðu-
bandalagsmaður sé. Þyki ekki
rekast mjög vel i flokki og vinn
ekki samkvæmt flokkspólitiskum
linum innan Alþýðusambands-
ins.”
Þú veist ekki hvað stjórnmál-
aflokkarnir eru aö bralla segir
þú, en hvað ert þú þá aö braila
þessa siðustu daga fyrir Alþýöu-
sambandsþing?
„Það er ekki flókið brall. Ég
sinni starfi minu sem
framkvæmdastjóri Alþýðusam-
bandsins og þar er i nógu að
snúastþessa dagana, Éger ekki á
neinum kosningafundum”.
Hefurðu þá cnga til aö bralla
meö vegna forsetakosninganna?
Ekki stendurðu einn I þessum
slag?
„Það var leitað til min af fólki
Ur öllum stjórnmálaflokkum um
að ég gefi kost á mér til forseta-
kjörs i ASÍ. Ég hefði aldrei gefið
kost á mér ef slikar áskoranir
hefðu ekki komið fram. En vegna
þessa þrýstings og áhuga mins á
verkalýðsmálum, linnst mér ekki
rétt að skorast undan”.
Hvaða aöilar voru þaö sem
skoruöu á þig? Nefndu örfá nöfn?
„Mér þykir ekki rétt aö nefna
nöfn”.
Helduröu aö fólk trúi þvi þá, aö
þaö hafi veriö fólk úr öllum flokk-
um sem hafa skorað á þig?
„Fólk innan verkalýðshreyf-
ingarinnar verður að meta það,
en hins vegar held ég að ég sé
ekki þekktur fyrir ósannsögli I
störfum minum.
Kemur þú til íneö að láta þér
verkalýösmálin nægja i framtiö-
inni, eða stefnir þú einnig út á
flokkspólitiska sviðiö?
„Ég hef áhuga á verkalýðs-
pólitikinni og tel þann starfsvett-
vang ólikt betri en hinn flokks-
pólitiska. Tel að ýmislegt það
sem fer fram i flokkapólitikinni
sé fráhrindandi.”
Nú litur út fyrir aö þú komir til
meö aö slást viö Karvel Pálma-
son um forsetatignina, og ef til
vill fleiri. Myndir þú halda áfram
sem framkvæmdastjóri ASI, ef
þú yröir undir i þcim slag?
„Slikt yrði ég að meta.”
Viltu meta það núna? Myndiröu
t.d. verða framkvæmdastjóri hjá
Karvel Pálmasyni?
„Slikt myndi ég meta aö leiks-
lokum.”
Aö lokum Asmundur: Ertu
blúndubolsi?
„Ég er liklega þekktari fyrir
annað en ganga klæddur i kjólföt-
.um og hýjalini”.
eftir Guömund Árna Stefánsson