Helgarpósturinn - 07.11.1980, Síða 16

Helgarpósturinn - 07.11.1980, Síða 16
Karl Júliusson. kjúklingurinn brúnaður, marineringunni hellt ytir og allt látið malla við vægan hita i þrjá stundarfjórðinga. Með þessu má hafa soðin hris- grjón og indverskar flatkökur chappattis. Þær eru geröar á eftirfarandi hátt: 225 gr hveiti, 1 tsk salj: , 1 egg, 1 dl vatn Þetta er hnoðað i deig.skipt i 12 hluta og flatt út. Siðan eru kökurnar bakaðar á þurri pönnu eða meö örlitilli feiti ef með þarf, sem er sjaldan. Kökurnar eiga að vera fallega brúnar. Með þessu má drekka isvatn eða kælt hvitvin. Það þýðir ekki að drekka neitt bragðsterkt með þessu, rétturinn er svo sterkur að hann drepur ailt annað bragð. — Ég get garanterað, að árangur verður sem erfiði, ég hef margsinnis boðið fólki upp á þetta, við góðar undirtektir, segir Karl Júliusson og bætir þvi við, að þótt sumt kryddið virðistframandi eigi það að fást allt i verslunum hér. ur ð er Karl Júliusson leður- smiður, sem leggur til helgar- réttinn að þessu sinni. Karl er sérfræöingur i indverskri matargerðarlist, og framlag hans er kjúklingur — Þetta kann að virðast flókið I fyrstu en'er i rauninni sáraein- falt, ef maður bara gætir þess að undirbúa kjúklinginn daginn áöur en hann er matreiddur, segir Karl við Helgarpóstinn. Og hér kemur uppskriftin: sem er miðuð við fjóra* 1 1/2 kg. kjúklingahlutar eða hlutaðir kjúklingar. safi úr tveimur sitrónum 2 bollar hnetujógúrt 2 tsk salt 4 msk olia 1/2-1 tsk chiliduft (varúð: það er þetta sem gefur trukkið) 1 tsk svartur pipar nutring framan á hnifsodd 1 tsk garam masala 1/2 tsk turnerick kúfuð teskeið af rifnum sitrónu- berki 4 marin hvitlauksrif 1 tsk mulin kariander fræ Stingið gat á kjúklingahlutana með gaffli og blandið saman við sitrónu safann og salt, nuddið þessu inn i kjötið og leggið það i skál. Blandið afgangnum af sitrónusafanum og ofantöldu kryddi og yoghurtinu. Hellið þessu yfir og látið liggja i isskáp i 12 tima. Kjúklingnum þarf að snúa tvisvar til þrisvar á þessum tima. Þegar komið er að matreiðsl- unni er smjör sett á pönnu og IJstunnendur fá eitthvað fyrir sinn smekk að Hliðarenda næstu dagana. — (Mynd: Jim Smart). Bókmenntir á Hliðarenda Hún verður fjölbreytt fæðan sem boðið verður uppá að Hliöar- enda i vetur. Ekki aöeins að mat- seöillinn sé margbrotinn vel, heldur verður lesið yfir matar- gestum sumt af þvi markverð- asta sem kemur út af islenskum bókum núna fyrir jólin. Að sögn Hauks Hermannssonar, annars eiganda Hliðarenda, hefur verið gengið frá þvi við nokkur bókaforlög, að á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum komi að Hliðar- enda rithöfundar og lesi kafla úr verkum sinum fyrir matargesti. Þessar bókakynningar hófust núna á mánudaginn var, og hafa gefist vel. En þarna verður ekki bara 'fæða fyrir bókaáhugamenn heldur einnig tónlistarfólk. Ætlunin er að i vetur verði á sunnudagskvöld- um sérstakir „mini” konsertar að Hliðarenda, og Manuela Wiesler mætir fyrst með flautuna sina þann 25. nóvember. Fleiri koma svo á eftir, meðal annars klassiskt trió ofl. Þá er vikan lika fullskipuö hjá þeim aö Hliðarenda, vegna þess að á fimmtudögum er tisku- sýning, og á föstudögum og laugardögum er leikiö á klassiskan gitar undir borðhaldi. — GA Pizzae% Heimsendingarþjónusta' Pöntunarsími 13340. (M/tómat, ólivum) Pizza (M/tómat, Pizza (M/tómat, Pizza (M/tómat, Bella Italia !, osti, sardínum og ) : Calzone t, osti og skinku) Fiorentina I, osti og aspas) Caruso t, osti.saiami og lauk) Pizza Marinara (M/tómat, osti, krækling og rækjum) Pizza Pazza (M/tómat, osti, lauk og papriku) Pizza Campagnola (M/tómat, osti og sveppum) Pizza Margherita (M/tómat og osti) Maggi Kjartans meðnýjan stil I dinnermúsik I Nausti. (Myjnd: Emella) Magnús Kjartansson spilar dinnermúsik á Nausti „Ágæt hvild frá dansmúsikinni” Magnús Kjartansson einn af þekktustu poppurum landsins er nú sestur við flygilinn á Nausti og farinn að spila dinnermúsik fyrir matargesti. Frá klukkan átta til hálf tlu á fimmtudags- og sunnu- dagskvöldum til að byrja meö en seinna kannski önnur kvöld vik- unnar spilar hann hljóðláta tón- list til að örva matarlyst gest- anna. Milli tiu og hálf tólf hefur hann bassaleikara sér til aðstoðar og syngur, og fær auk þess gesti I heimsókn, ýmist söngvara eða hljóðfæraleikara. — Ég hef aldrei fyrr spilaö einn á pianó, nema heima hjá mér. Hingað til hef ég alltaf verið i dansleikjahávaðanum. Nú hef ég dundað við þetta i þrjár vikur og við skulum segja, að ég se búinn að ná einum putta. En ég ætla að ná i hina höndina líka Það þarf nefnilega mikla þjálfun til að sitja fyrir framan fullt hús af áhorf- endum og spila og syngja. En ég hef gaman af þessu, þetta er góður skóli, segir Magnús við Helgarpóstinn. Magnús einskorðar sig ekki við þessa gömlu, hefðbundnu dinner- músik, sem hefur verið svotil óbreytt í marga áratugi. A pró- gramminu hjá honum eru lög úr kvikmyndum, djass, blús og „country”, sitt litið af hverju. Og fólkivirðist lika þessi nýbreytni, i það minnsta var troðfullt hús á sunnudagskvöldið, — Það er dálitiö merkilegt, þvi það var feykilega margt aö ger- ast í næturlifinu á sunnudags- kvöldið, segir Magnús. Ef öllum semst held ég þessu áfram. Þetta er ágæt tilbreyting frá dansmúsikinni, og öll tilbreyt- ing er hvild. Þetta gefur lfka meiri tækifæri til að spreyta sig, dansmúsikin er alltaf svolitið vél- ræn. Hérna myndast ákaflega skemmtileg stemning, og þetta gerir meiri kröfur til nákvæmni. Hérna situr maður og spilar án þess að nokkur virðist taka eftir þvi. Svo er slegin feilnóta einhver rekur upp skellihlátur á næsta borðiogégheldaðþað sé veriöað hlæja að mér. En siðan kemur i ljós, að það var verið að segja brandara, segir Magnús Kjartansson, yngsti „dinner- músikantinn” um þessar mundir — og býður upp á „nýjan stil” eins og fleiri. — ÞG Borða- pantanir Sími 86220 85660 Veitingahúsid í GLÆSIBÆ Jón Pálsson? Er hann Jón Páls- son frá Hlið? Ennþá fáum við ábendingar varðandi teikningar Halldórs Péturssonar, sem birtust I Helgarpóstinum fyrir hálfum mánuði siðan. 1 síðasta blaði hafði enginn borið kennsl á mann- inn, hér á myndinni, en siöan höf- um við fengiö þrjár upphring- ingar. Einn aðili stakk uppá að þetta væri Jóhann Fossamálari, faöir Magnúsar Jóhannssonar, tón- skálds, en tveir höfðu samband við blaðið og töldu sig þarna þekkja Jón Pálsson frá Hlið, tónskáld með meiru, sem Steinn Steinarr orti dágott kvæöi um. Málið er enn lagt i dóm lesenda. Galdrakarlar Diskótek interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9 S.2I71S 23515 S. 31615 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan. VI6 útvegum yöur atslátt á bilaleigubilum erlendls.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.