Helgarpósturinn - 07.11.1980, Síða 25

Helgarpósturinn - 07.11.1980, Síða 25
Jielgarpústurinn Föstudagur 7. nóvember 1980 FCP=kvenrembusvín Af einhverjum annarlegum ástæðum virðist ég alltaf finna hjá mér einhverja hvöt til að skrifta, þegar ég sest svona við Hringborðið. Að minu viti hefði nafnið rétt eins getað verið „vitnastúkan” eöa „skrifta- stóllinn”, og kannski stendur þetta lika i einhverju sambandi við borölögun. Eða á hringurinn ekki að vera eilifðartákn og hundrað og f jörutiu aðrir hlutir? — En hér er ég komin eina ferð- ina enn og aftur játandi. Mér er nefnilega lifsins ömögulegt aö lita á karlmenn sem fyrir- vinnur. Fyrir mér eru þeir fyrst og fremst kyntákn. Já, ég veit vel að þetta telst ekki heilbrigð skoðun. A þeim jafnréttistimum semvið lifum á er eiliflega verið að hamra á þvi, að öll séumvið fólk, öll per- sónur með tilfinningar og tján- ingarþörf, aö karimenn séu fólk rétt einsog við. Rökhugsun min segir mér að þetta sé rétt. Að þeir geti ekki að þvi gert sem þeir eru, þettaséu aðmiklu leyti uppeldisáhrif. En tilfinning- arnar segja mér allt aðra hluti. Nefnum dæmi: Ég er stödd i notalegum húsakynnum þar sem fjöldi fólks er að buröast við einhver samskipti. Ég sest hjá aðlaðandi karlmanni og reym að halda uppi samræðum viö hann. Auðvitað veit ég, að þegar hann hallar sér áfram og horfir djúpt i augun á mér er hann bara aö reyna að ná sam- bandi. Ég veit, að þegar hann notar hvaða tækifæri sem gefst til að koma við mig og gerir sér allt far um að láta það sýnast tilviljun, er hann bara aö reyna að segja mér, að hann sé lika manneskja og að hann hafi hluti fram að færa, sem ef til vill séu þess viröi að taka á þeim mark. Ég veitaö hann er lika mannleg vera með tilfinningalif, rétt einsog ég. En finn ég þaö, skynjaég þaö? Óekki, þvi rétt einsog ég sagði áðan, þá lit ég á karlmenn sem kyntákn. Og þaö er nú það. En er það min sök, að ég er — ja , nú vantar mig islenskt orð, ó, þér nýhönnuðir tungunnar — female chauvenist pig? Eru það ekki bara sömu andskotans uppeldisáhrifin? Var það ekki bara ágætt hér I fyrndinni, þegar við áttum enga sálfræö- inga og þarafleiðandi engin sál- ræn vandamál, enga félags- fræðinga og engin félagsleg vandamál, enga karlmenn — nei, biðum við. Auðvitað voru þeir til staðar. Þeir voru bara hreinlega þar sem þeir áttu heima. I rúminu. Þeir voru ekki tilnema á kvöldin og um helgar, og eftirlétu okkur konunum allt sem máii skipti þess i milli. Núna eru þeir hinsvegar farnir aðskipta sér hreinlega af öllu — þeireru þama daginn út og dag- inn inn hvar sem augað litur, á vinnustað á heimilunum, i strætó, á götunum — allsstaðar. Það er hvergi friður fyrir þess- um ósköpum og aö engu hægt aö einbeita sér. Maður er ekki fyrr búinn aö koma sér að verki en einhver æðisgenginn gæi i niö- þröngum gallabuxum vippar sér fyrir augun á manni með nokkrum eggjandi mjaðma- hnykkjum, brosir töfrandi og laumar útúr sér einhverjum heillandi grófum karlmanna- frasa. Það er fyllilega nægilegt til að likamsstarfsemin fari i baklás (eða svoleiðis) og munn- vatnskirtlarnir á yfirvinnu- taxta, ef svo mætti að oröi kom- ast. — Væri nú ekki nær, að þessi unga kynvera héldi sig hreinlega þar, sem hæfileikar hans koma aö mestum og best- um notum — nefnilega i svefn- herberginu? Það væri örugg- lega margt, sem þá færi betur i þjóðfélaginu. Eöa þá sölumennska og aug- lýsingar. Persónulega kysi ég ævinlega fremur 'vörumerkið, semauglýst er með iturvöxnum og hæfilega vöðvastæltum ung- um manni, spriklandi sælum i sólog sumri, heldur en eitthvert merki auglýst af ábyrgri hús- móður. Það skiptir engu, þó aö ég viti að þetta er plott, sérlega hannaö tilaö ég kaupi meira. Og ég er ekki ein á báti. Litið til dæmis á kókauglýsingar, þar sem gjarna er beitt hdpi ung- menna til að lokka landsmenn til drykkju. Imynda kóksölu- menn sér það, aö stelpurnar I þröngu gallabuxunum lokki okkur til að kaupa kókið? Þeir hljóta að gera sér grein fyrir þvi, hve margir kvenkyns kók- istar eru hérlendis. — Það færi betur, ef einhver tæki að sér aö gera á þessu könnun. Kannski fækkaði þá heldur leiðigjörnum kvenrössum á skjánum og annaö betra kæmi I staöinn. Já, ég veit að ég er öfgasinni — ég hef iðulega haft þá til- hneigingu rika. Auðvitað er ýmislegt, sem karlmenn geta unniö ef þeir fá nægilega til- sögn. Þeir eru til aö mynda ágætir uppvaskarar, ef þeir ekki þurfa aö þurrka og raða i skápa, þvi flesta skortir þá illi- lega skipulagshæfileika. Margir eru þeir prýöilegir barþjónar, en það kann einhver að kenna um bældri drykkjufýsn, og við skulum ekki fara nánar úti þá sálma. Svo eru ýmsir auðvitað fyrsta flokks kokkar, ekki sist viðhafnarkokkar, þvi þeir eru slikar tilfinningaverur, að það ererfitt fyrir þá að halda sér við efnið ef innblásturinn skortir. Eða þá skemmtanaiðnaðurinn — leikararnir poppstjörnurnar þessir skemmtikraftar, sem höföa til dýrslegra hvata okkar meöan þeir leika listir sinar. En þarerum við náttúrulega komin hringinn og aftur að kyntákn- inu. Ég er ansi hrædd um að framhjá þvi verði ekki horft — þannig er þetta bara. Karlmenn eru bestir þar sem þeir eiga heima — i rúminu á kvöldin og um helgar. Og mér finnst timi til kominn aö þeir viðurkenni þaö. Með þessum linum er ég auð- vitað ekki aö sneiða að einstakl- ingum, sem margsinnis hafa lýst þvi yfir opinberlega aö þeir séu ekki kyntákn. Ég er fylli- lega sammála ákveðnu og ónefndu tilfelli I leðurbuxum. Hann er ekki kyntákn — hann er kynbomba. Innanhústalkerfi 'XW' -- sm Wk ■ m ISI 1§§§ iJlpiSí iilliiiSii SIMPLEX: (hátalandi) hentar fyrir minni fyrirtæki, allt að 10 númerum. Hundruð kerfa í notkun í landinu. TRIDEX: Það nýjasta frá RING MASTER Tölvustýrt. Tvímælalaust fulikomnasta innanhús talkerfi í heiminum í dag. DUPLEX: (hátalandi og lágtalandi) 2-100 númera möguleikar. Allskyns aukabúnaður fáanlegur t.d. beint samband við talstöðvar í bílum. Radíóstofan h/f Þórsgötu 14, sími 14131 Lausn síðustu krossgátu V L Æ fí 5 R R V S > L fí S T fí £> J fí F N V Æ G / 5 5 T ö N 6 3 '/ L fí R N / R fí U L / • K fí 5 fí 'fí N fí fí Ö /V D fí 6 N fí R fí Ð H f) F / 5 T /Yl U N u 3 / /V N G L £ R / L L N Ö L fí T fí z> fí 5 T £ K N / K N fí L / N fí fí G fí T> 3 fí Ð fí U F 5 fí R fí U N fí R u /< K fí R / /V fí R R J fí R P U R fí R m /E Ð fí R R 5 n 6 fí R O R 6 fí Ð u L T u m Ö m 3 L F 3 íi ö R N u m £ Ð L 3 N fí U /w r ú R T £ /< T S T fí R fí N D / L fí u G fí R ■ / 5 T / L L / R £ N £ /Yl /n fí /< L 'O /< Ö /V /Y fí N <3 fí t) £ T fí N s n D / F) L fí BILASALA-BÍLASKIPTI BORGARTÚNI 29-SÍMI 28488 Lada 1600 árg. 1978. Ekinn 40.000. Verð: 3,2 Chevrolet Nova árg. 1976. Ekinn 80.000. Glæsivagn. Verð aðeins: 5,2. Subaru árg. 1978. 4x4, glæsivagn Verð: 4,9. Mercury Comet árg. 1974. Fallegur bill. Ekinn 110.000. Verð: 3,5. Mazda 929 árg. 1979. Ekinn 16.000. Góður bíll. Verð: 7,8. Oldsmobil Toronata árg. 1974. Ekinn 53.000. Glæsivagn. Verð: 7,5. Góð kjör. Fullur salur og af bílum Bílar og kjör við allra Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóftir — Páll Heiðar Jónsson —Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson Hringborðið I daq skrifar Maqnea J. Matthiasdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.