Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 27.03.1981, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 27. mars 1981 he/garpósturínrL — Hvernig gengur? — Þetta gengur ágætlega. Ætli hún eigi ekki um þaö bil klukku- tima eftir. Hún er oröin dálitiö þjáö og þreytt. — Þaöer ekkert skrýtiö. Hún er búin aö vera aö, frá þvi I morgun. Er ekki maöurinn hennar hjá henni. — Jú, jú. Hann hefur verið hjá henni allan timann og veröur þaö uns þetta er afstaðiö. Þetta samtal átti sér staö á þriöjudaginn var eftir hádegi og þarna áttu tal saman tvær Ijós- mæöur á fæöingardeild Land- spitalans IReykjavík. Og þá ættu oröaskiptin hér að ofan aö skýr- ast. Þær voru nefnilega aö tala um sængurkonu, sem var I þann veginn aö fæöa barn sitt og haföi haft hrlöir I nokkrar klukkustund- ir. Þegar þessar setningar birtast á prenti er fæðingin vafalaust yfirstaöin og nýr þegn þar meö bæst I hóp Islendinga. Til ham- ingju með þaö, sem þaö eiga. Helgarpóstsmenn geröu vlö- reist um ganga færöingardeildar Landspltalans á þessum þriöju- degi og heimsóttu fæöingargang- inn, þar sem stóri atburöurinn fer fram, þ.e. fæöingin sjálf, meö- göngudeildina svokölluöu þar sem veröandi mæöur sumar hverjar liggja nokkrum dögum eöa vikum fyrir sjálfa fæöinguna. Og loks var aö sjálfsögöu litiö viö á sængurkvennaganginum, þar sem hinar nýorönu mæöur hvlld- ust ásamt afkvæmum sinum eftir fæöinguna. Litið notuð biðstofa Það er nú liöin tið að mestu, að verðandi feöur sitji frammi á bið- stofuog keðjureyki, meöan konan liggur inná fæðingarstofu og elur barn þeirra. I kringum 8 af hverj- um 10 feðrum, eru nú viðstaddir þegar fæðing stendur yfir. ,,Bið- stofan fyrir verðandi feður”, stendur þvl að mestu leyti auð daglangt. Við litum fyrst við á fæðingar- ganginum. Þar var æðstráðandi Kristin Tómasdóttir yfirljósmóð- ir, og á vaktinni með henni voru m.a. 8 ljósmæður aðrar. Kristin þessi hefur stundað ljósmóöur- störfin i 26 ár og þau skipta þús- undum börnin sem hún hefur tekið á móti og t.a.m. hefur hún tekið á móti sex börnum hjá sömu móðurinni. „Þetta er nú með ró- legra móti hjá okkur núna,” sagði hún. „Það eru tvær konur inni á fæðingarstofum og þær fæða lik- legast innan skamms. Hins vegar er það dálltið misjafnt hve mikið er i gangi hjá okkur á hverjum tima. Það geta verið á þvi daga- skipti. 5. febrúar s.l. voru t.d. sextán fæöingar á sama sólar- hringnum og þá var aldeilis handagangur I öskjunni. A þeim sólarhring heilsuðu hvorki fleiri né færri en sautján börn veröld- inni. A hinn bóginn geta svo kom- ið rólegir dagar, þar sem fæðing- ar fara allt niður i fjórar á sólar- hring.” „Ekki rútíntivinna að taka á móti börnum A fæðingarganginum eru fimm fæðingarstofur, svo ljóst er, að þegar einar sextán fæðingar bera upp á sama sólarhringinn, þá er eflaust þröngt leginn bekkurinn. Þær voru allar léttar i lund ljós- mæðurnarognemarnir.sem voru á vakt þennan eftirmiðdag. Þær neituðu þvi harðlega aðspurðar að móttaka barna væri rútinu- vinna, þegar þær hefðu ef til vill tekið á móti hundruðum svo ekki sé talaö um þúsundum barna, úr móðurkviöi. „Nei, nei,” sögöu þær. „Þetta verður aldrei rútinu- vinna. Við hrifumst með i hvert einasta skipti. Þetta er alltaf sama undrið. Hvernig er lika hægt annað en hrifast með foreldrunum þegar þeir sjá af- kvæmi sitt i fyrsta sinn?” Asgerður Helgadóttir ljósmóðir sagði einnig, að þótt sem betur fer tækjust fæðingar oftast vel og börnin væru hress og heilsu- hraust, þá kæmi það þó stundum fyrir, að ekki væri allt sem skyldi.” Við reynum að vera kon- unum eins mikill styrkur og hægt er við fæðinguna og tökum þátt i þessari siðustu lotu fyrir fæðing- una og meðan á henni stendur af lifi og sál. Þess vegna kemst maður ekki hjá þvi að gleðjast yf- ir því, ef allt fer eins og best verð- ur á kosið og jafnframt fyllist maður sorg ef málin snúast á verri veg. Tilfinningasveiflur eru miklar i kringum þetta og getur verið skammt á milli hláturs og gráturs og ljósmæðurnar verða ósjálfrátt þátttakendur I þeim geðsveiflum.” Við spurðum ljósmæðurnar hvort flest börn litu ekki raun- verulega sviplikt út og i fram- haldi hvort ekki væri þá hætta á þvi, að börnin rugluðust og færu til rangra mæðra, meðan staldrað væri við á fæðingardeildinni. Þessu svöruðu ljósmæðurnar al- farið neitandi og hlógu dátt að jafnfráleitri spurningu. „1 fyrsta lagi”, sögðu þær „eru öll börnin og mæðurnar merktar um leið og fæðingin er afstaðin og i annan stað er það fráleitt að öll nýfædd börn séu eins.” Að sofa svefni hinna réttlátu Og til staðfestingar teymdu þær okkur inn á nærliggjandi her- bergi, þar sem um það bil 10 strákar og stelpur af yngstu kyn- slóðinni sváfu svefni hinna rétt- látu, sum fáeinna klukkustunda gömul, önnur lifsreyndari og sjóaðri eftir jafnvel tveggja daga veru á Hótel Jörð. Þaö var mikill friöur rikjandi hjá kornabörnun- um og allir sváfu þarna i sátt og samlyndi, hvaö sem verður þegar þessi börn vaxa úr grasi og fara að læra lifsins lesti. „Sjáöu þessi tvö hérna t.d.” sagði Kristin L Tómasdóttir. Finnst þér þau vera lik? Nei, börn eru ekkert likari hvert öðru en t.a.m. ég og þú.” Og við urðum að skrifa undir þetta, eftir að hafa skoðað einn tug barna þarna á fæðingargang- inum. Sum voru grettnari en önn- ur, sum ljóshærð, önnur dökk- hærö, nokkursvo til sköllótt. Einn var nefstór, annar stórmynntur og likamsstæröin og jafnvel vaxtarlag barnanna, var ólíkt frá einu til annars. Ergo: Nýfædd börn eru ekki eftirmynd hvert af ööru. Þrengslin eru alla jafna mikil á fæðingardeildinni. Astandið er þannig, að sængurkvennagangur- inn, er alltaf fullsetinn og þess vegna verða hinar nýorðnu mæð- ur margar hverjar að dvelja ásamt börnum i herbergjum uppi á fæðingargangi fyrstu dagana eftir fæðinguna. „Stóð sig einsog hetja” Við rákumst inn I herbergi til einnarmóðurinnar sem hafði fætt þá fáeinum klukkustundum áður. Hún hafði fætt 15 marka strák og gengið vel. Sá nýfæddi á tvö syst- kini fyrir. Erna Ólina ólafsdóttir — móðirin — lá i rúmi sinu og var að jafn sig eftir fæðinguna. Hún var dálítið þreytuleg, en sagði að þetta hefði gengið eins og i sögu. „Þetta er mitt þriðja barn og ég vissi nátturlega hvað ég var að fara út i. Ótti og beygur fyrir færðinguna var þvi ekki fyrir- liggjandi.” Hún sagði pabbann hafa verið viðstaddan og það hefði verið sér mikill styrkur og „hann hefði staðið sig eins og hetja”. — En hvernig tilfinning er það að fæða barn? „Tilfinning? Hún er dásamleg. Ég veit eiginlega ekki hvernig á að lýsa þvi. Þú veröur að upplifa tilfinninguna sjálfur, til að átta þig á henni. Þessu verður ekki lýst með orðum. Hriðarverkirnir gleymast t.d. jafnskjótt og barnið er fætt og þér liður alveg dýrðlega og finnst þú vera fær i flestan sjó, þótt ef til vill hafir þú verið ansi aum nokkrum minutum áður, þegar verkirnir voru sem mest- ir.” Við Jim ljósmyndari — iklæddir hvitum læknasloppum spurðum hvort feðurnir væru ekki til trafala þegar fæðing stæði yfir. „Nei”. sögðu þær. „Feðurnir eru venjulegast mikill stuðningur fyrir konurnar og ekki finnum við til óþæginda þótt þeir fylgist með gangi mála. Þó kemur fyrir að þeir liða útaf i miðjum kliðum.” Of fljótt á ferðinni Þegar við kvöddum „hin heilögu vé”, þar sem flestir Islendingar af yngri kynslóðinni litu heiminn fyrsta sinn augum, þá mættum við miðaldra konu með kvenfatnað i höndunum. Hún sagði okkur, að hún væri að ná i tengdadóttur sina. Þannig hefði nefnilega verið, að tengdadóttirin væri komin rúma fjóra mánuði á leið, fengið verki og ekki þorað annað en þjóta upp á fæðingar- deild i rannsókn. „En nú er hún búin að jafna sig,” sagði konan, „og fær að fara heim.” Tengdadóttirin verður þó að likindum aftur á ferðinni á fæðingardeildinni þeg- ar hún hefur gengið með barnið hina lögbundnu 9 mánuði og þá verður tengdamamma hennar — viðmælandi okkar að „ömmu gömlu”. Tengdamamman eða amman tilvonandi bað okkur þó i lengstu lög að mynda sig ekki, „Það er nefnilega þannig aö enn er ekki farið að sjá mikið á tengdadótturinni, þannig að fólk veit almennt ekki um óléttuna. Mér þykir verra að vinir og ætt- ingjar fái fyrst að vita um þetta úr blöðunum.” Og frá konunum sem voru að Erna óllna ólafsdóttir hvllist eftir barnsfæöinguna, „Dásamleg tilfinn- ing að fæða barn,” sagöi hún. Ljósmæöranemi hlúir aö einum nokkurra klukkustundargömlum landsmanni. Börn, mæður og feður á fæðingardeild Landspitalans — sagði stoltur faðir um nýfætt barn sitt „Hún er lítil og fallegTT

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.